Morgunblaðið - 18.01.2013, Blaðsíða 42
B
irgir Örn fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp, í Breiðholtinu.
Hann flutti átján ára í
Háaleitishverfið og
hefur átt þar heima síðan.
Birgir var í Breiðholtsskóla,
stundaði nám við Ármúlaskóla einn
vetur en síðan við MR og lauk það-
an stúdentsprófi 1983, stundaði nám
í fjármálafræði við University of
Concordia í Kanada og lauk þaðan
BA-prófi 1993 og lauk síðan MBA-
prófi frá John Molson School of
Business við Concordia 2005.
Þá stundaði Birgir nám í verð-
bréfamiðlun og lauk prófum sem
löggiltur verðbréfamiðlari 1991.
Birgir stofnaði lítið innflutnings-
fyrirtæki með vini sínum er hann
var sextán ára og þeim ofbauð verð-
ið á hasarblöðum í íslenskum bóka-
búðum. Þeir flutti inn hasarblöð frá
Bandaríkjunum og seldu slík blöð í
bókabúðir hér á landi í nokkur ár.
Hann starfrækti söluturn í Ármúl-
anum í tvö ár og tölvuleikjasal um
skeið, var meðeigandi og kom að
rekstri fasteignafyrirtækis í Kan-
ada á árunum 1996-2004 og er nú
framkvæmdastjóri fasteignafyr-
irtækisins Auðnufells hér á landi.
Birgir Örn Steingrímsson fjármálafræðingur – 50 ára
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Spáð í spilin Birgir Örn Steingrímsson og Þórður Björnsson gegn Sigtryggi Sigurðssyni og Sigurði Vilhjálmssyni.
Liggur yfir brids
og bókum af öllu tagi
Langmæðgur Systir Birgis, Eva Matthildur, ásamt dóttur og dótturdóttur.
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013
Hvern ætlar þú að gleðja í dag
Ég hef starfað við bókaútgáfu síðan á unglingsárunum. Þettaer skapandi grein sem stendur á þröskuldi mikilla breyt-inga. Rafrænni útgáfu vex stöðugt ásmegin og það á ekki
síst við um námsbækur,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem er 45 ára í
dag. Hann er framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðnú, forlags sem
einkum sinnir útgáfu kennslubóka fyrir framhaldsskólana.
Heiðar segist ekki hafa gert nein stór plön fyrir afmælisdaginn.
Ætli að fljúga norður á Akureyri í morgunsárið. Það sé vinnuferð þó
að tækifærið verði kannski notað til þess að heilsa upp á gamla vini
en Heiðar er einmitt að norðan og á þar sínar rætur.
„Ég er alltaf að stússast í tónlist og hún er satt að segja mitt hálfa
líf. Ég er í tveimur hljómsveitum, Hausverk og Trúboðunum og
syng í kór Laugarneskirkju. Svo er ég líka í félagsmálum, er for-
maður hverfaráðs Laugardals sem er einskonar tenging milli borg-
aryfirvalda og íbúanna. Þar er unnið að ýmsum áhugaverðum verk-
efnum. Nú er til dæmis komin á netið kosning þar sem íbúar geta
valið um nokkur verkefni í hverfinu, en framkvæmdir sem skapa að-
stöðu til útvistar og skemmrilegrar samveru eru meðal þess sem
haft er að leiðarljósi,“ segir Heiðar sem er kvæntur Aðalbjörgu
Stefaníu Helgadóttur og eiga þau samtals sex börn, 11 til 26 ára.
sbs@mbl.is
Heiðar Ingi Svansson er 45 ára í dag
Morgunblaðið/Golli
Afmælisbarn Heiðar Ingi Svansson fer í vinnuferð til Akureyrar í
dag en hann hefur starfað við bókaútgáfu alveg frá unglingsárum.
Forleggjarinn
flýgur norður í dag
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Akureyri Sesar
Amír Geirdal
fæddist 20. mars
kl. 6.17. Hann vó
2.330 g og var
46,5 cm langur.
Foreldrar hans
eru Katrín Ósk
Steingrímsdóttir
og Óskar Björn
Guðmundsson.
Nýr borgari
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón