Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Jóhanna segir aðvið eigum að fagna en „ekki leita að sökudólgi“.    Steingrímur J. varlíka í fagnaðar- gírnum í gær og sagði að niðurstaðan í Ice- save-málinu væri „stórkostlegur sigur fyrir okkur“.    Össur var jafn kát-ur og sagðist ætla að halda veislu og sama er að segja um Árna Pál sem þakkar samstöðunni árangurinn.    Vandinn við þærþakkir er að Árni Páll og félagar reyndu að rjúfa sam- stöðuna og reyndu að hræða þjóðina þegar hún þurfti á traustri forystu að halda.    Vissulega er nið-urstaðan í Ice- save-málinu sigur fyrir þá sem börð- ust fyrir hagsmunum Íslands. Hún er sigur fyrir íslensku þjóðina og alla þá sem hjálpuðu til við að bægja þessari vá frá ströndum landsins.    Niðurstaðan er hins vegar eng-inn sigur fyrir Jóhönnu, Stein- grím, Össur, Árna Pál eða aðra þá sem gengu í lið með erlendum kröfu- gerðarmönnum og reyndu að kúga og blekkja íslensku þjóðina til að undirgangast óbærilegar klyfjar.    Allir skilja hvers vegna þeir sembrugðust vilja ekki leita söku- dólga, en staðreyndin er sú að það þarf ekkert að leita. Sökudólgarnir hafa margoft bent á sig sjálfir. Sökudólgarnir benda á sig STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Össur Skarp- héðinsson Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 28.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 2 slydda Kirkjubæjarkl. 3 rigning Vestmannaeyjar 4 rigning Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 0 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki -2 snjóél Lúxemborg 2 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 10 léttskýjað Glasgow 5 skýjað London 7 skúrir París 8 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 5 léttskýjað Vín -1 snjókoma Moskva -11 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -13 alskýjað Montreal -10 alskýjað New York 0 alskýjað Chicago 9 súld Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:17 17:06 ÍSAFJÖRÐUR 10:39 16:53 SIGLUFJÖRÐUR 10:23 16:36 DJÚPIVOGUR 9:51 16:31 MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Samningurinn við Breta og Hollend- inga, svonefndur Svavarssamningur, um skuldbindingar ríkissjóðs vegna Icesave var hryllilegustu mistök sem gerð hafa verið frá árinu 1262. Þeirri skoðun lýsti Davíð Oddsson í viðtali í Morgunblaðinu 5. júlí árið 2009. Davíð greindi frá því í viðtalinu, sem Agnes Bragadóttir átti við hann, að hann hefði ritað Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bréf 22. október árið 2008 þar sem hann gagnrýndi mjög harkalega áform stjórnvalda um að taka á sig stór- kostlegar erlendar skuldbindingar, sem myndu sliga íslenskan almenn- ing. Hann sagði að staðfesting Al- þingis á ríkisábyrgðinni, sem ríkis- stjórnin og fjármálaráðherra leituðu eftir, myndi dæma þjóðina til ævar- andi fátæktar. Lögin skeri úr um ágreining Þá gagnrýndi hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra fyrir að segja að málið væri ekki lagalegt spursmál heldur póli- tískt. „Við hljótum alltaf að velta því fyrir okkur hvort við erum skuld- bundin að lögum til að greiða ann- arra manna skuldir. Vitanlega eru það lögin sem eiga að skera úr um það með hvaða hætti eigi að skera úr um ágreining á milli þjóða.“ Davíð bar upp þá spurningu hvort menn hefðu ekki velt því fyrir sér hvaða ástæður væru fyrir því að rík- isstjórnin legði ofurkapp á það að fá Alþingi til þess að samþykkja ríkis- ábyrgð á skuldbindingum vegna Ice- save-samningsins. „Ef ríkið er skuldbundið að lögum til þess að greiða þessar upphæðir, hverjar sem þær svo verða að lokum, til Breta og Hollendinga, þá þarf enga ríkisábyrgð, svo einfalt er það. Það að sækjast eftir ríkisábyrgð að kröfum Breta og Hollendinga, sann- ar svo ekki verður um villst að þessir aðilar trúa því ekki að nokkur hlut- laus dómstóll myndi dæma okkur í óhag.“ Davíð sagði menn hafa notað mis- fagrar lýsingar um Icesave-samn- ingana. „Landráð er eitt þeirra orða. Landráð er afar stórt orð og kannski óþarfi að menn séu að nota slíkt orð. En það er grafalvarlegt að menn séu að semja um það, vitandi vits, að þjóðin megi ekki bera ætlaðar ofur- skuldir undir dómstóla. Sérstaklega ef hún trúir því að hún beri ekki þessar skuldbindingar. Þetta eru ekki skuldbindingar íslenska ríkis- ins, þetta eru ekki skuldbindingar ís- lenskra borgara, þetta eru skuldir Landsbankans.“ Ekki skuldbind- ingar Íslendinga  Yrðum dæmd til ævarandi fátæktar Morgunblaðið/Ómar Icesave Davíð Oddsson sagði graf- alvarlegt ef þjóðin mætti ekki bera ætlaðar ofurskuldir undir dómstóla. Úr viðtali 2009 » Davíð sagðist telja að yfir- lýsingar ráðherra ríkisstjórn- arinnar, Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingríms J. Sigfússonar, um að Íslendingar væru skuldbundnir Bretum og Hollendingum í Icesave, hefðu stórskaðað málstað Íslands. » Davíð vildi fara dómstóla- leiðina: „Við viljum borga skuldir okkar, en við viljum fá úr því skorið að við séum bundin að lögum að borga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.