Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Við konan [Tinna] héldum saman upp á afmælið um helgina.Hún varð líka þrítug fyrr í mánuðinum. Þetta var svonasmá geim hérna heima á laugardaginn, við elduðum fiski- súpu og það var mikið stuð og sprell allan laugardaginn,“ segir Friðrik Hagalín en gítartónar fengu víst eitthvað að hljóma fram- eftir. Friðrik Hagalín er vélstjóri að mennt. Hann er nýbyrjaður að kenna vélstjórnargreinar í Menntaskólanum á Ísafirði. „Það er mjög gaman en mikil vinna að byrja að kenna svona í fyrsta skipti,“ segir Friðrik Hagalín og líkar vel að vera í kringum ung- mennin. Í vélstjórnarnámi eru fyrstu tvö árin kennd á Ísafirði af fimm en eftir það verða nemendur að leggja land undir fót og halda suður í áframhaldandi nám. Friðrik Hagalín fór til Reykja- víkur að klára sitt nám. „Maður er með einhverja skipadellu,“ segir Friðrik, spurður um áhugamálin. Hann sótti sjóinn áður í ríkum mæli en segist ekkert fara að ráði núna því kennslan og fjölskyldan hafi forgang þessi misserin. Friðrik Hagalín er fæddur á Ísafirði og býr þar í dag með Tinnu Arnórsdóttur og börnum þeirra; Elvari sjö ára og Helgu Diljá tæplega tveggja ára. thorunn@mbl.is Friðrik Hagalín Smárason er 30 ára í dag Afmælisbarn Ísfirðingurinn og vélstjórinn Friðrik Hagalín Smára- son hélt upp á afmælið ásamt konu sinni Tinnu sem er líka 30 ára. Héldu upp á 60 ára afmæli um helgina Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Akureyri Tinna Margrét fæddist 6. mars kl. 13.56. Hún vó 3.850 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Axel Grett- isson. Nýr borgari Sigrún Anna Bjarnadóttir og Elín Pálsdóttir söfnuðu 5.618 kr. á Húsavík með því að ganga í hús og syngja fyrir nágranna. Þær gáfu Rauða krossinum ágóðann. Söfnun R íkarður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1964, stundaði nám í læknis- fræði við HÍ 1964-’66 en lauk emb- ættisprófi í lögfræði við HÍ 1975. Ríkarður var fulltrúi hjá sýslu- manninum í Barðastrandarsýslu 1975-’76 og hjá sýslumanninum í Dalasýslu 1975-’76, hjá bæjarfóg- etanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1976-’77, fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1976 og 1977-’83, settur sýslumaður í Strandasýslu 1980, settur sýslumaður í Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu 1982, skip- aður sýslumaður í Strandasýslu 1983, skipaður sýslumaður á Hólma- vík 1992 og var skipaður sýslumaður á Sauðárkróki 1996 og hefur auk Ríkarður Másson, sýslumaður Skagafjarðarsýslu - 70 ára Barnabörn Ríkarður og Herdís á góðri stund með barnabörnunum Óskari Mána, Emil Andra, Áshildi Ólöfu, Ástu Lilju, sem heldur á langafabarninu Ríkarði Magna, og Ragnari Má. Íslendingasögurnar lesnar spjalda á milli Bergnumin Ríkarður og Herdís í boði í miðjum Vestfjarðargöngunum. Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.