Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Fólk á förnum vegi um úrskurð EFTA-dómstólsins
Hvað finnst þér um niðurstöðuna um Icesave?
„Þetta er gleðiefni, þetta er gleðidagur.
Og maður bjóst alltaf við þessu.“
Áttirðu von á því að niðurstaðan yrði
þessi? „Já, ég neitaði að borga og var
einn af þeim sem kusu nei við samn-
ingnum sem hann ætlaði að fela fyrir
okkur, hann Steingrímur. Hann ætlaði
ekki að birta þennan samning í þinginu.
Hann var bara neyddur til þess. Þetta er
mjög alvarlegt mál. En nú er hann boru-
brattur.“ Hvað finnst þér að ætti að
gerast í framhaldinu? „Þeir ættu að
segja af sér þeir þingmenn sem vildu
borga þetta, mér finnst það.“
Baldur Einarsson
eftirlaunaþegi
„Ég er afskaplega lukkulegur.“ Áttirðu
von á þessari niðurstöðu? „Nei, eigin-
lega ekki. Þetta var dálítið óklárt fannst
mér. Nei, ég gerði mér ekki grein fyrir
því en ég vonaði það besta.“ Hvað
finnst þér að eigi að gerast í framhald-
inu, finnst þér að einhver eigi að axla
pólitíska ábyrgð? „Nei, í sjálfu sér ekki.
Mér finnst bara að nú eigi menn að
standa uppréttir, bæði stjórn og stjórn-
arandstaða, ekki vera með neinar ádeil-
ur. Og helst náttúrlega að fá þá til að
biðjast afsökunar á þessum orðum sín-
um úti, Hollendinga og Breta.“
Sævar Stefánsson
fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður
„Þetta er frábært. Mér finnst þetta æð-
islegt hvernig þau fá þetta í hausinn
núna, Jóhanna og Steingrímur, að vera
á móti þessu.“ Greiddir þú atkvæði á
móti Icesave-samningnum? „Já. Og
þetta er bara þannig að nú eru þau með
skottið á milli lappanna og eiga að
hundskast í burtu. Þetta er í raun bara
högg í andlitið. Mér finnst að þau sem
vildu að við greiddum þetta eigi bara að
koma sér í burtu. Ég held að þetta sé
bara svar við því hvað þau eiga að gera,
ef þau hafa eitthvað verið að velta því
fyrir sér.“
Atli Ólafsson
ráðgjafi
„Ég er ánægð með niðurstöðuna og vil
alla þingmennina út.“ Áttirðu von á
því að málið myndi fara svona? „Já.
Og ég er mjög hrifin af forsetanum.
Og þetta eru sömu mennirnir sem
þjóðin treystir ekki. Við treystum ekki
þinginu og samt er það að grufla í
stjórnarskránni. Þetta fólk er alveg bú-
ið að fara með sig. Við erum með
snarvitlaust fólk á þingi og yfirleitt í
ábyrgðarstöðum.“ Greiddir þú at-
kvæði á móti Icesave-samningnum?
„Já, elskan mín! Datt ekki annað í
hug.“
Kristín Helgadóttir
fyrrverandi íþróttakennari
„Ég frétti þetta hjá þér núna fyrst og ég
er bara mjög ánægð með það vegna
þess að ég hef verið nervus um að
þetta yrði okkur erfitt, að borga.“
Greiddir þú atkvæði með eða á móti
Icesave-samningnum? „Ég greiddi á
móti.“ Finnst þér að einhver eigi að
axla pólitíska ábyrgð á því að hafa vilj-
að fara samningaleiðina? „Ég er bara
svo frámunalega friðsöm að mér finnst
bara ekkert slíkt koma til greina. Við
eigum bara að gleðjast öll yfir því ef
þetta fer vel. Þetta leit dálítið illa út á
tímabili.“
Kristín Guðbjartsdóttir
fyrrverandi bókavörður
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fylkingar mynduðust vegna Ice-
save-deilunnar og skiptust þær í tvo
hópa. Annars vegar þá sem töldu að
samningarnir væru óviðunandi fyrir
Ísland og hins vegar þá sem litu svo
á að rétt væri að ganga að samn-
ingum og greiða umsamdar kröfur.
Í fyrri hópnum voru samtökin
Indefence, sem urðu til skömmu eft-
ir bankahrunið í október 2008, og
Advice, hreyfing sem stofnuð var til
að safna undirskrifta í aðdraganda
þjóðaratkvæðagreiðslu númer tvö.
Ýmsar aðrar hreyfingar litu dags-
ins ljós sem léðu sama málstað lið og
má þar nefna Samstöðu þjóðar gegn
Icesave. Rætt er við nokkra fulltrúa
Indefence og Advice á blaðsíðu 15 í
Morgunblaðinu í dag.
Í síðari hópnum var Áfram hóp-
urinn hvað atkvæðamestur en á vef-
síðu hópsins, sem hefur verið lokað,
sagði að þar færu „grasrótarsamtök
einstaklinga sem telja að best sé að
ljúka Icesave-
málinu með sam-
þykkt fyrirliggj-
andi samnings í
þjóðaratkvæða-
greiðslunni 9.
apríl [2011]“.
Framarlega í
þessum hópi voru
Guðmundur
Gunnarsson, fv.
formaður Rafiðn-
aðarsambands-
ins, Benedikt Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Talnakönnunar, Dóra
Sif Tynes lögmaður og Margrét
Kristmannsdóttir, formaður Sam-
taka verslunar og þjónustu.
Andstaðan mikil í fyrra skiptið
Töldu þau rétt að samþykkja
samninginn í síðari þjóðaratkvæða-
greiðslunni 9. apríl 2011. Engin slík
samtök spruttu upp vegna þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010,
enda var andstaðan afgerandi.
Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar
lýstu yfir stuðningi við sjónarmið
Áfram-hópsins og má þar nefna
Hjálmar Sveinsson, varamann í
borgarráði fyrir Samfylkingu, Jó-
hann Hauksson, upplýsingafulltrúa
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra, og Guðmund Steingríms-
son, formann Bjartrar framtíðar. Þá
mætti nefna Gylfa Arnbjörnsson,
forseta ASÍ, samfylkingarþing-
mennina Oddnýju Harðardóttur og
Skúla Helgason og Hörð Arnarson,
forstjóra Landsvirkjunar.
Hákarl stefndi á fjölskyldu
Áfram-hópurinn birti umdeilda
auglýsingu í dagblöðum 1. apríl 2011
þar sem fimm manna fjölskylda var
sýnd umkomulaus á árabót, konan
veifandi íslenska fánanum, óafvit-
andi um risavaxinn hákarl sem
stefndi rakleiðis til þeirra úr djúp-
unum. Fyrirsögnin var: Óleyst deila
er áhætta – og ógn við framtíð okk-
ar. Er auglýsingin sýnd á litlu
myndinni hér til vinstri.
Ungir jafnaðarmenn færðu einnig
rök fyrir því að samþykkja bæri
samninginn á vefsíðu sinni, politik-
.is.
Á vef þeirra var skuldaklukka
sem sýndi áætlaðan fórnarkostnað
af því að samþykkja ekki samning-
inn 2011. Til að setja töluna í sam-
hengi er verg þjóðarframleiðsla á
Íslandi 2011 áætluð rúmir 1.626
milljarðar, eða 1.626.335.000.000 kr.
Er talan á skuldaklukkunni um 70%
hærri.
Já-hópar lokuðu vefsíðum sínum
Áfram-hópurinn vildi samþykkja Icesave-samning í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni Fjöldi þjóð-
þekktra einstaklinga studdi hópinn Ungir jafnaðarmenn voru sama sinnis Settu upp skuldaklukku
Lokun Skjámynd af vefsetri ungra jafnaðarmanna um Icesave-deiluna, poli-
tik.is/icesave, sem var lokað í gær. Slóðin vísaði eftir lokun sjálfkrafa á við-
tal við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á vef Ríkisútvarpsins.
Icesave-hákarl
Áfram-hópsins.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturj@mbl.is
Einkum kom á óvart í niðurstöðu
EFTA-dómstólsins í Icesave-
málinu hversu afdráttarlaus dóm-
urinn er. Þetta kom fram í máli
fulltrúa í málsvarnarteymi Íslands
vegna málsins á blaðamannafundi í
Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Tim Ward, aðalmálflutnings-
maður Íslands, vakti þannig at-
hygli á því að dómstóllinn hefði
samþykkt nær allan málflutning
teymisins fyrir hönd Íslands. Hins
vegar hefði ekki verið tekið mikið
mið af málflutningi Eftirlitsstofn-
unar EFTA eða breskra og hol-
lenskra stjórnvalda. Undir þetta
tóku hæstaréttarlögmennirnir
Reimar Pétursson og Jóhannes
Karl Sveinsson
sem einnig voru í
teyminu.
Spurður um
áhrifin innan
Evrópska efna-
hagssvæðisins
(EES), sem í eru
ríki Evrópusam-
bandsins auk
EFTA-ríkjanna
Íslands, Noregs og Liechtenstein,
sagði Ward ljóst að niðurstaða
EFTA-dómstólsins hefði heilmikla
þýðingu í því sambandi og að ekki
væri hægt að horfa framhjá niður-
stöðu hans þegar mál af þessum
toga væru skoðuð. Hann benti í því
sambandi á að ekkert í tilskipun
Evrópusambandsins um innistæðu-
tryggingar segði til um það hvað
tæki við ef innistæðutrygg-
ingasjóðir gætu ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Um það hefði
málið fyrir EFTA-dómstólnum
ekki síst snúist og þetta væri eitt-
hvað sem sambandið yrði vænt-
anlega að taka til skoðunar í kjöl-
far niðurstöðu dómstólsins.
Endanleg lagaleg niðurstaða
Ward var einnig spurður að því
hvort Hollendingar og Bretar gætu
á einhvern hátt haldið málinu
áfram ef þeir vildu það. Hann svar-
aði því til að lagalega væri um end-
anlega niðurstöðu að ræða. Hins
vegar væri annað mál hvernig þeir
myndu nálgast málið pólitískt. En
það væri ekkert í dómi EFTA-
dómstólsins sem annaðhvort hvetti
til slíks eða drægi úr því.
Féllst á málflutning Íslands
Tilskipun ESB svarar því ekki hvað taki við geti tryggingasjóðir
ekki staðið við skuldbindingar sínar Hefur áhrif á allt EES
Tim Ward