Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
Í janúarkuldanum getur verið gott að ylja sér og
leika í hlýrri innisundlaug eins og þessir krakk-
ar voru að gera í Árbæjarlaug þegar ljósmynd-
ara bar að garði. Verðskrá sundlauganna hækk-
aði um áramótin en starfsfólk laugarinnar hefur
ekki orðið vart við að það hafi áhrif á aðsóknina.
Buslað og brugðið á leik í hlýrri lauginni
Morgunblaðið/Ómar
Aðsókn í sundlaugina ekki breyst við gjaldskrárhækkun um áramótin
Kjartan Kjartansson
Anna Lilja Þórisdóttir
Sex sjúklingar voru fluttir af Land-
spítalanum á heilbrigðisstofnanirnar
á Selfossi, Akranesi og Suðurnesjum
til að létta álagi af spítalanum.
Óvissustigi var lýst yfir á nýjan leik
þar í gær vegna skorts á sjúkrarým-
um. Tveir sjúklingar voru fluttir á
hverja þessara þriggja stofnana.
„Þetta er tímabundin ráðstöfun á
sjúklingum sem eru taldir þola vel
flutning og þurfa ekki á sérhæfðri
þjónustu að halda,“ segir Björn
Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Ekki hefur verið ráðist í það að
takmarka eða jafnvel banna heim-
sóknir á sjúkrahúsið en Björn segir
að þeim tilmælum hafi verið beint til
fólks undanfarnar þrjár vikur að
halda heimsóknum í lágmarki.
„Við sjáum þetta ekki sem vanda-
mál eins og var á tímabili þegar
heimsóknir voru óheftar. Nú hefur
fólk dregið mjög úr heimsóknum en
það er ekki búið að banna þær eða
takmarka á annan hátt en að höfða
til skynsemi heimsóknargesta og
ættingja sjúklinga,“ segir hann.
Gengur ekki til lengdar
Að sögn Björns var hætt við tugi
meðferða og aðgerða sem höfðu ver-
ið fyrirhugaðar í gær og þannig hef-
ur það verið undanfarna viku.
„Þessi ráðstöfun dugar kannski í
skamman tíma, en ekki til lengri
tíma litið. Fólkið þarf auðvitað að
komast í sínar aðgerðir og meðferð-
ir,“ segir Björn.
Alls eru 37 sjúklingar í einangrun
þar og um það bil fjörutíu fleiri sjúk-
lingar en mönnun gerir ráð fyrir að
sögn Ólafs Baldurssonar, fram-
kvæmdastjóra lækninga á Landspít-
alanum. Því var ákveðið að virkja
viðbragðsáætlun spítalans og hann
settur á svokallað grænt óvissustig.
Það er gert í samráði við Almanna-
varnir og er staðan metin daglega.
Hann segir starfsfólk spítalans
vera undir miklu álagi en það standi
sig gríðarlega vel. Þetta aukna álag
geri það að verkum að kalla hefur
þurft fólk á aukavaktir. Ólafur segir
það hafa gengið vel, en ekki sé enda-
laust hægt að leggja svona mikið á
fólk.
Í gær biðu alls 47 sjúklingar á
Landspítala, sem þegar eru komnir
með vistunarmat, eftir vistun á
hjúkrunarheimilum. Að auki biðu 55
sjúklingar á spítalanum eftir sjö
daga öldrunarendurhæfingu og hafa
þeir aldrei verið fleiri.
Meiri óvissa á spítalanum
Heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur létta á álaginu á Landspítalanum
með því að taka við sjúklingum Óvissustigi lýst á ný vegna skorts á rýmum
Morgunblaðið/Golli
Óvissuástand Mikið álag er nú á
starfsfólki Landspítalans.
Vegir á norðanverðu landinu og Vestfjörðum lokuðust í
gær í ofviðri sem átti ekki að byrja að ganga niður fyrr en
nú í morgun. Öxnadalsheiði var lokað í gær en þar þurftu
björgunarsveitarmenn að aðstoða nokkra ökumenn sem
sátu fastir eða höfðu ekið út af veginum. Þá var ófært á
Siglufjarðarvegi, utan Hofsóss, og um Víkurskarð.
Á Vestfjörðum var ófært um Klettsháls og á Þrösk-
uldum en auk þess var þæfingsfærð á Gemlufallsheiði og
Steingrímsfjarðarheiði. Truflanir voru á rafmagni en við-
gerðarflokkar þurftu frá að hverfa við viðgerðir á Breiða-
dalslínu 1 vegna veðurs í gærkvöldi.
Halda átti viðgerðunum áfram nú í morgun, ef veður
leyfði. Þá voru truflanir á Hrafnseyrarlínu og þurfti af
þeim sökum að skammta rafmagn fyrir Þingeyri og
Dýrafjörð. Einnig þurfti að skammta rafmagn til íbúa á
Ísafirði og í Bolungarvík í gærdag. Björgunarsveitir á
Norðurlandi sinntu ýmsum útköllum vegna veðursins
síðdegis og í gærkvöldi, þar á meðal vegna lausra þak-
platna og ýmislegs lauslegs sem fauk. kjartan@mbl.is
Rafmagnstruflanir og
ófærð vegna veðursins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Snjókoma Slæmt veður hefur gert ítrekað á norð-
anverðu landinu í vetur. Myndin er úr safni.
Vonskuveður geisaði á
norðanverðu landinu
Viðræðum hjúkrunarfræðinga og
stjórnenda Landspítalans um end-
urnýjun stofnunarsamnings þeirra
var frestað eftir fund þeirra í gær.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
fundað verður í kjaradeilunni á nýjan
leik.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, segist búast við að fundað verði
aftur síðar í vikunni. Viðræðurnar
hafi verið komnar ágætlega áleiðis.
„Þetta er flókið mál og vænting-
arnar miklar. Ég er alltaf nokkuð
bjartsýnn. Það er ekki val um neitt
annað en að ná samningum. Ég vona
bara að það verði áfram samningavilji
á ábyrgan hátt hjá hjúkrunarfræð-
ingum,“ segir hann.
Menn ráði í stöðuna
„Við mátum stöðuna þannig að það
væri rétt að gera hlé á viðræðunum.
Næsti fundur hefur ekki verið ákveð-
inn, menn verða svo bara að ráða í þá
stöðu,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir,
formaður Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga.
Hún vildi ekkert tjá sig um stöðu
viðræðnanna að öðru leyti.
kjartan@mbl.is
Hlé gert á
samninga-
viðræðum
Elsa B.
Friðfinnsdóttir
Býst við fundum
síðar í vikunni
Björn
Zoëga
Karlmaður á fertugsaldri fannst lát-
inn utandyra á Kópaskeri á sunnu-
dagsmorgun. Talið er að hann hafi
orðið úti á leið heim af þorrablóti í
bænum á laugardagskvöld.
Aftakaveður gekk yfir Norðurland
aðfaranótt sunnudags með slyddu-
hríð og miklu roki. Að sögn lögregl-
unnar á Húsavík er málið til rann-
sóknar en ekkert hefur komið fram
sem bendir til þess að andlát manns-
ins hafi borið að með saknæmum
hætti. Ekki er hægt að greina frá
nafni mannsins að svo stöddu.
Varð úti á
Kópaskeri