Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 11
Hlaupaklúbbur Diljá (önnur frá vinstri) ásamt hluta af stelpunum í hlaupaklúbbi skólans í Edinborg. ár. Við erum að fara að keppa um næstu helgi við breska háskóla í samskonar hlaupi og þá harðnar samkeppnin, en við stelpurnar tók- um reyndar þriðja sætið í fyrra í kvennaflokknum.“ Vélmenni framtíðar Diljá útskrifast í vor og hún segir námið mjög skemmtilegt. „Forritunin og sálfræðin nýtast vel saman í því sem á ensku heitir cognetive science, sem meðal annars fjallar um það hvað gerist í heil- anum þegar fólk lærir tungumál. Í mínu fagi er í raun verið að reyna að búa til tölvumódel af heilanum sem síðan er notað til allskonar rann- sókna. Þessi módelasmíð mun nýt- ast í vélmennum framtíðarinnar,“ segir Diljá sem fór í vélmennakúrs í skólanum. „Það var mjög fróðlegt, sum vélmenni eru með fjóra fætur en önnur eru eins og kakkalakkar. Þetta eru í raun vélar sem nýtast til ólíklegustu hluta.“ Tvö þúsund sóttu um en aðeins þrjátíu fengu Diljá fer að vinna í haust við sitt fag hjá mjög virtu fyrirtæki, Stand- ard Life, en það fæst bæði við trygg- ingamál og fjárfestingar. „Ég vissi sem betur fer ekki fyrr en eftir á hversu erfitt væri að komast þarna að. Ég sótti bara um af því mér fannst þetta spennandi, en við vor- um ekki nema þrjátíu sem fengum vinnu af þeim tvö þúsund sem sóttu um þær stöður sem í boði voru. Ég er ráðin til að byrja með í tvö ár þar sem ég fæ að prófa fjögur mismun- andi svið. Þarna mun ég öðlast reynslu á breiðum grundvelli, hvort sem ég verð áfram hjá þessu fyrir- tæki eða fer eitthvað annað. En auð- vitað vilja þeir helst að fólk verði áfram, eftir allan tilkostnaðinn og þjálfunina.“ Grínið um mömmu gafst vel Diljá er margt til lista lagt. Á fyrsta og öðru árinu í háskólanum var hún í uppistandsklúbbi, en hún hætti því þegar hún fór að hlaupa meira. „Það var of mikið að vera í báðum klúbbunum. Í uppistandinu var fundur tvisvar í viku, sýningar einu sinni í viku og hist þar fyrir ut- an einu sinni í viku. Ég þurfti að velja á milli þess að vera rosalega fyndin og í slæmu líkamlegu formi, eða vera í rosa góðu hlaupaformi og ekki alveg jafn fyndin.“ Hún segir að stelpur hafi verið í meirihluta í uppistandsklúbbnum. „Þetta var frekar erfitt fyrst, að standa fyrir framan fullan sal af fólki og reyna að vera fyndin, en vandist fljótt. Mun- urinn á uppistandi hér í Skotlandi og því sem ég hef séð heima, er sá að hér er ekkert verið að spila inn á neðan mittis húmor. Hvorki ég né þær stelpur sem voru með mér þurftu á því að halda.“ Hún segir að þau hafi haldið sínar eigin sýningar þar sem þau leigðu bar og auglýstu uppistand. „Það er skemmtilegur andi í kringum þetta. Ég fékk bestu viðbrögðin á uppistandi þegar ég talaði eingöngu um móður mína, það var á svokölluðum Mothers Day. Eins gott að mamma var ekki í saln- um,“ segir Diljá og hlær. Hún segir breskan húmor og þann íslenska vera áþekkan, svartan og tvíræðan. „Ég tók einu sinni uppistand um þorskastríðið og það féll í góðan jarðveg. Ég tengdi Ísland oft eitt- hvað inn í það sem ég fjallaði um, og það reyndist vel.“Par Diljá með Liam kærasta sínum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Rope Yoga TRX FLEX-æfingakerfið er notað í stað lóða eða tækja og er unnið með líkamsþyngd hvers og eins til að hámarka árangur og virkja og styrkja vöðva. Er kerfið ætlað hvort heldur sem er fyrir byrjendur eða íþróttamenn í topp- formi. Notuð er nálgun sem kallar á jafnvægi og vitund og mótstaða til að styrkja vöðva og auka snerpu. Rope Yoga TRX FLEX eru kraft- miklir tímar og verður lögð áhersla á meira krefjandi bak- og hliðaræf- ingar í böndunum, stöðuæfingar, TRX-mótstöðuæfingar, teygjur og slökun. Á námskeiðinu eru einnig kennd lífsviðhorf Rope Yoga sem grundvöllur að lífi í kærleika og umhyggju. Nánari upplýsingar má nálgast á www.ropeyogasetrid.is. Rope Yoga- TRX FLEX Jafnvægi og mótstaða TRX Mótstöðuæfingar og teygjur. ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS Þar sem gæðagleraugu kosta minna SJÓNARHÓLL Margverðlaunuð frönsk gæðagler Líttu við! „MINIMA 5 pLús“ TíTAN uMgjArðIrNAr með breytilegu útliti nú á kynningarverði Ein umgjörð, eitt eða fleiri sett af örmum, fjöldi lita, fjöldi forma, fjöldi áferða. Léttar og sterkar títan umgjarðir Franskar hágæðaumgjarðir með 10 ára ábyrgð. Tilboðsverð 64.000,- með tveimur settum af örmum Nýjung á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.