Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 19
* Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Miðað er við grænan óverð-
tryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 950.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,78%. Brimborg og Ford
áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
ford.is
Nýr FORD KA á frábæru verði frá 1.890.000 kr.
Skiptu í ferskan, fiman, ferlega skynsaman Ford Ka á
frábæru verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu
rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða
aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika.
Komdu bara og prófaðu!
FRÁ
FORD KA
15.866
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
kr./mán.*
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„Þetta fólk kann ekki að skammast
sín,“ sagði Sigurður Kári Krist-
jánsson lögfræðingur klukkutíma
eftir að dómur féll en þá hafði hann
heyrt fyrstu viðbrögð ráðherra
ríkisstjórnarinnar. Sigurður Kári
var einn þeirra þingmanna sem hvað
harðast gengu fram í andstöðu við
Icesave-samningana – alla með tölu.
Hann er þeirrar skoðunar að odd-
vitar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að
biðjast afsökunar heldur lausnar.
„Það var allt gert af hálfu ríkis-
stjórnarinnar til að keyra þessa
samninga í gegn,“ segir hann. „Og
við sem töluðum fyrir því að íslenska
ríkið léti reyna á lagalegan rétt sinn
vorum úthrópaðir sem úrtölumenn
sem værum reiðubúnir að stofna
hagsmunum íslenska ríkisins í stór-
kostlega hættu. Þó blasti alltaf við
að það er rétta niðurstaðan þegar
kemur upp ágreiningur að fá hlut-
lausa aðila til að skera úr um hann.“
Hann segir niðurstöðuna glæsi-
legan fullnaðarsigur fyrir íslenska
ríkið og sjónarmið þeirra sem vildu
fara dómstólaleiðina og láta reyna á
rétt íslenska ríkisins gagnvart Bret-
um og Hollendingum. „Þetta snerist
um að taka slaginn með Íslandi gegn
þessum kröfum og ótrúlegum hand-
rukkunum og níðingsverkum
Breta.“
Sigurður Kári var flutnings-
maður tillögu sem allur þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins stóð á
bak við um rannsókn á framgöngu
íslenskra stjórnvalda í Icesave-
málinu, en hún var lögð fram árin
2009 og 2010. Hann vill að dustað
sé rykið af þessari tillögu. „Mér
finnst vera fullt tilefni til að skipa
rannsóknarnefnd sem yrði falið það
verkefni að rannsaka embættis-
færslur og ákvarðanir íslenskra
stjórnvalda í Icesave-málinu frá
upphafi til enda. Það verður að ger-
ast, einfaldlega vegna þess að það
munaði hársbreidd að þeim hefði
tekist að valda íslenska ríkinu og
íslenskum skattgreiðendum stór-
kostlegu tjóni. Það voru stjórnar-
andstöðuþingmenn, nokkrir þing-
menn úr stjórnarliðinu, frjáls
félagasamtök og forseti Íslands
sem komu í veg fyrir það.“
Tilefni til að Alþingi skipi
rannsóknarnefnd um Icesave
Sigurður Kári Kristjánsson vill að oddvitar ríkisstjórnarinnar biðjist lausnar en ekki afsökunar
Morgunblaðið/Ómar
Oddvitar víki Sigurður Kári Kristjánsson vill rannsókn á Icesave-málinu.
2009 30. desember
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um ríkisábyrgð vegna
Icesave II samþykkt með 33
atkvæðum gegn 30. Tillaga
um að málinu verði vísað til
þjóðarinnar felld.
2010 5. janúar
Forseti Íslands synjar staðfest-
ingar lögum um Icesave II eftir að
hafa fengið afhentar undirskriftir
með áskorun þess efnis frá
tæplega 60 þúsund Íslendingum.
2010 6. mars
Lög um ríkisábyrgð á Icesave II felld í
þjóðaratkvæðagreiðslu. 134.397 sögðu
nei, sem er 98,1% gildra atkvæða en
2.599 sögðu já, sem er 1,9% gildra
atkv. Kjörsókn var 62,7%.
2010 8. desember
Þriðju Icesave-samningarnir
áritaðir í London.
2011 16. febrúar
Alþingi samþykkir lög nr. 13/2011,
sem veita fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, heimild til að
staðfesta Icesave III.
2011
20. febrúar
Forseti Íslands
synjar lögum
um Icesave III
staðfestingar eftir
að hafa fengið
afhentar tæplega
50 þúsund
undirskriftir.
2011 9. apríl
Lög um þriðju Icesave-samningana felld í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Já sögðu 69.462 eða 40,23% af gildum atkvæðum,
en nei sögðu 103.207 eða 59,77%. Kjörsókn var 75,34%.
2011 14. desember
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
ákveður að stefna íslenska ríkinu
fyrir EFTA-dómstólnum vegna
Icesave.
2013 28. janúar
EFTA-dómstóllinn í Lúxem-
borg sýknar Ísland af öllum
kröfum Eftirlitsstofnunar
EFTA í Icesave-málinu.