Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
✝ Kjartan ÁrniBjörnsson
fæddist á Krit-
hóli í Skagafirði 7.
október 1932. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Sauð-
árkróks 20. janúar
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Helga Frið-
riksdóttir, fædd 28.
september 1906,
dáin 3. maí 2005, og Björn
Ólafsson, fæddur 9. ágúst 1908,
dáinn 12. nóvember 1985. Kjart-
an ólst upp á Krithóli og var
annað barn foreldra sinna. Hin
eru Guðríður, f. 2. október 1928,
d. 21. apríl 2006. Maki Jónas
Kristjánsson. Bára f. 15. sept-
ember 1934. Var gift Jóni Hens-
ley (skilin), hann lést 29. sept-
ember 2005. Ólafur, f. 22.
janúar 1949, maki Anna Ragn-
arsdóttir.
Eiginkona Kjartans er Birna
Guðmundsdóttir frá Sölvanesi í
Skagafirði, f. 1. júlí 1941, hófu
þau búskap á Krit-
hóli 1978 og bjuggu
þau þar allan sinn
búskap. Börn Birnu
af fyrra hjónabandi
eru
Sigurlína Hrönn,
f. 18. mars 1962,
maki Gunnar Sig-
urður Valtýsson, d.
16. janúar 2007.
Eiga þau 3 börn.
Sambýlismaður
Hrafn Sigurðsson. Ragnhildur,
f. 9. maí 1965. Maki Valdimar
Bjarnason. Eiga þau 3 börn.
Rósa Borg, f. 20. september
1966. Maki Þorgrímur Friðrik
Jónsson. Eiga þau 3 syni. Sigríð-
ur Margrét, f. 28. maí 1968.
Maki Rögnvaldur Sigurðsson.
Eiga þau 1 son og hún 4 börn af
fyrra hjónabandi. Lúðvík Al-
freð, f. 19. janúar 1973, d. 2.
apríl 2006. Á hann 3 dætur.
Útför Kjartans verður gerð
frá Víðimýrarkirkju í dag, 29.
janúar 2013, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Mig langar til að segja nokkur
orð um hann afa minn sem mér
þótti alveg ofboðslega vænt um.
Ég mun aldrei gleyma öllum
þeim yndislegu minningum og
stundum sem við afi fengum að
eiga saman, þær eru einstakar.
Við afi áttum margt sameig-
inlegt, hestar voru okkar helsta
áhugamál og þótti okkur ekki
leiðinlegt að ræða saman um
hesta, knapa og keppnir. Við afi
höfðum alltaf sama smekk á
hrossum og vorum alveg sam-
mála um það hvernig ætti að
sitja hest og þjálfa hann rétt,
þetta var ekkert flókið fyrir okk-
ur, bara sitja beinn í baki, vera
mjúkur við hestinn og hafa gam-
an af þessu.
Afi er einn besti hestamaður
sem ég hef kynnst, hann var
þrælmagnaður og vissi alltaf
hvað átti að gera, ég veit
kannski ekki hvernig hann var
þegar hann var á sínum yngri
árum að temja hross en ég get
ekki ímyndað mér neitt annað en
að hann hafi verið algjört gæða-
blóð og allir hestar hafi verið
gæðingar. Ég man þegar
mamma og pabbi voru einhvers-
staðar í burtu og ég var að fara
að keppa á Vindheimamelum og
auðvitað vildi afi með glöðu geði
hjálpa mér að keyra hestinum á
melana og hjálpa mér með allt.
Afi kom alltaf að horfa á mig
þegar ég var að keppa, og hon-
um fannst ég alltaf standa mig
vel þó ég hefði kannski klúðrað
öllu.
Hann var alltof svo jákvæður
og vildi allt fyrir mig gera, hann
fór í eltingaleik við mig og vin-
konur mínar í mörg ár og alltaf
var hann jafn skemmtilegur við
okkur.
Við afi áttum svo margt sam-
eiginlegt að það er erfitt að
hugsa út í það að það verði aldr-
ei neinn afi sem vill fá hjálp með
að skíra folöldin, smala kindum,
marka lömb og draga í dilka.
Ég kveð þig hér, elsku afi, og
allar stundirnar sem við áttum
saman verða efst í minni mínu,
þín verður sárt saknað.
Þitt barnabarn og vinur.
Það er sveit bak við heiðina háu
þar sem heiðríkust vornóttin skín.
Þar sem ótal mörg lífssporin lágu
leitar hugur minn ákaft til þín.
Þar sem dvaldi ég æskuna alla
þar sem ævinnar starf mér ég bjó.
Mega hverfa í faðm þinna fjalla
færir sál minni huggun og ró.
Ég var bundinn þér bláfjallasalur
hverju blómi er í skjóli þér grær
og þú seiddir mig sólríki dalur
sveitin öll, hún var hjartanu kær.
Þar sem hnjúkurinn hæstbrýndur
fjalla
heldur trúr yfir byggðinni vörð.
Ó, hve gott er nú höfðinu að halla
hinsta sinn að þér blessaða jörð.
(Jóhann frá Giljum.)
Rósanna.
Í nokkrum orðum langar mig
að minnast Kjartans vinar míns
og fóstra. Það er orðinn langur
tími síðan mamma kom inn í líf
hans með fjörugan og uppá-
tækjasaman barnahóp. Kjartan
tók vel á móti hópnum og ann-
aðist okkur af umburðarlyndi og
trausti. Við tókum þátt í bú-
skapnum eins og venja er með
börn í sveit. Mér leið vel í návist
Kjartans og við urðum strax
miklir vinir. Hann fór með mig í
reiðtúra til að stytta mér stundir
þegar næði gafst og má segja að
hann hafi komið okkur Valla af
stað í okkar hrossarækt, var allt-
af áhugasamur og hvetjandi leið-
beinandi.
Hann Kjartan hafði óskaplega
gaman af börnum og þau hænd-
ust að honum, vinir mínir voru
alltaf velkomnir heim í Krithól
með mér og seinna einnig vinir
barna minna. Það kom oftar en
ekki fyrir að allt fór á fleygiferð
innanhúss í eltingaleikjum og
alls kyns ærslum og átti hann
oftast upptökin sjálfur. Kjartan
var þátttakandi í gleði- og sorg-
arstundum fjölskyldunnar, hann
var ekki maður margra orða,
skipti aldrei skapi og alltaf
traustur og til staðar. Ég kveð
hann með kæru þakklæti fyrir
allt sem hann var mér, Valla og
börnunum.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Ragnhildur.
Kjartan Árni
Björnsson
✝ Kristjana Guð-rún Benedikts-
dóttir fæddist á
Hólmavaði í Að-
aldal 17. desember
1927. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 18.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Benedikt
Kristjánsson,
bóndi á Hólmavaði,
og eiginkona hans Jónasína
Halldórsdóttir. Systkini Krist-
jönu eru Kristjana, f. 1916, d.
1925; Kristján, f. 1923, d. 2007.
Halldór Davíð, f. 1929, d. 2009
og Lára, f. 1937. Kristjana ólst
Jónasson, f. 18.9. 1957, maki
Guðrún Guðbjartsdóttir, f. 6.1.
1959. Börn þeirra eru Krist-
jana Snædís, maki Sveinn
Bjarnason, Guðbjartur Fannar,
maki Guðrún Þórhildur, Þor-
steinn Snævar, maki Helga
Dagný. 3) Guðlaug Alda Jón-
asdóttir, f. 19.7. 1959, d. 2.8.
1979. 4) Hólmdís Birna Jón-
asdóttir, f. 25.2. 1965, maki
Gerhard Grillitsch, f. 4.6. 1961.
Börn þeirra eru Daníel Örn,
Tómas Atli. 5) Guðrún Elín
Jónasdóttir, f. 21.12. 1966.
Barnabarnabörnin eru sex.
Hófu þau sambúð á Hólmavaði
en fluttu ári síðar til Húsavíkur
og bjuggu þar alla tíð. Ásamt
því að vera húsmóðir vann
Kristjana hin ýmsu störf utan
heimilis.
Útför Kristjönu fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 29. jan-
úar 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
upp á Hólmavaði
og nam við Hús-
mæðraskólann á
Laugum. Hinn
25.11. 1954 giftist
hún Jónasi Þor-
steinssyni, f. 24.11.
1921, bifreiða-
stjóra og eignuðust
þau fimm börn.
Þau eru: 1) Guð-
mundur Jón Jón-
asson, f. 16.4. 1955,
maki Dóra Gunnarsdóttir, f.
20.1. 1950. Börn þeirra eru
Gunnur Ósk, maki Aðalsteinn,
Jónas Þór, maki Heiða Björk,
Guðlaugur Hólm, maki Helga
Bergrún. 2) Benedikt Kristján
Með örfáum fátæklegum orð-
um langar mig að minnast tengda-
móður minnar Kristjönu Guðrún-
ar Benediktsdóttur.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund streyma fram góðar minn-
ingar um skemmtilega, ljúfa og
góða dugnaðarkonu. Stjana (eins
og hún var kölluð) var hógvær
manneskja sem ekki bar tilfinn-
ingar sínar á torg þrátt fyrir áföll í
lífinu. Hinsvegar var hún ávallt
reiðubúin að hlusta á aðra og
hjálpa öðrum eftir fremstu getu.
Eiginmanni sínum og börnum
bjó hún fallegt heimili þar sem all-
ir voru velkomnir og ávallt tekið
höfðinglega á móti gestum, óhætt
er að segja að Stjana hafi stjanað
við alla þá sem til hennar komu og
notið þess af lífi og sál.
Garðinn sinn ræktaði hún af
mikilli alúð, rósirnar hennar voru
augnayndi og sólskinsdagar í
garði þeirra hjóna við Ásgarðs-
veginn voru dásamlegir þar sem
rósirnar ilmuðu, árniðurinn söngl-
aði í eyrum og Stjana bar fram
kaffi og kökur út á sólpallinn, sem
var þeirra unaðsreitur.
Svo viðkvæmt er lífið sem
vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Ég þakka Stjönu samfylgdina
og alla þá elsku og hlýju sem hún
ávallt sýndi mér og mínum.
Einnig vil ég þakka þá frábæru
umönnun sem hún hlaut hjá
starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga á Húsavík í hennar
erfiðu veikindum, var ekki hægt
að hugsa sér betri aðbúnað.
Ég bið góðan Guð að styrkja
tengdaföður minn og sendi honum
og öllum ástvinum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Dóra Gunnarsdóttir
Elsku amma, mig langar til að
þakka þér fyrir allar þær notalegu
og skemmtilegu stundir sem við
höfum átt saman, en þær eru ófá-
ar. Tíminn á Ásgarðsveginum
með ykkur afa Donda eru mér efst
í huga núna, en þangað kom ég
nær daglega sem barn.
Það var fastur punktur að
koma til ykkar afa eftir skíðaæf-
ingu og í hádegishléinu í skólan-
um, þá var ætíð tekið á móti manni
með smurðu brauði, steiktri ýsu
eða einhverju öðru matarkyns úr
búrinu, síðan var manni kannski
pakkað inn í teppi og sagt að hvíl-
ast. Ég minnist þess eitt sinn sem
ég kom til ykkar í hádegishléi í
skólanum að eftir matinn var ég
vafin inn í teppi upp í sófa og sagt
að hvílast. Ég bað þig að vekja
mig svo ég yrði nú ekki of sein í
skólann, þú kinkaðir kolli og glott-
ir, þegar ég vaknaði síðan og leit á
klukkuna og sá að ég var orðin
alltof sein í skólann. Ég spurði þig
af hverju þú hefðir ekki vakið mig.
Þá svaraðir þú brosandi: „Æi ég
tímdi bara ekki að vekja þig, nafna
mín, þú svafst svo vært.“ Þetta
finnst mér lýsa þér svo vel, vildir
alltaf að öllum liði vel og gerðir allt
til þess.
Mér þótti alltaf svo gaman þeg-
ar þú dróst mig um allt hús, upp á
loft og útí garð, þú hafðir svo
margt að sýna mér. Það sem ein-
kenndi þessa leiðangra var hvern-
ig þú barst þig, þú bograðir yfir
rósunum og dinglaðir fingrunum
ótt og títt.
Þú tókst aldrei bílpróf og held
ég að þú hafir séð eftir því – og þó.
Eitt sinn er við vorum á leið í kart-
öflugarðinn lét pabbi þig keyra
gamla Broncoinn sinn. Það reyndi
vel á fjaðrirnar í bílnum og held ég
að þetta hafi verið ein skemmti-
legasta bílferð sem ég hef farið í
um dagana því við hlógum og
hlógum alla leiðina í garðinn.
Það eru forréttindi að hafa átt
svona yndislega ömmu sem ávallt
tók svo blíðlega á móti manni og
alltaf var stutt í húmorinn. Þú
varst ein mín besta vinkona enda
hægt að tala við þig um allt og oft
var mikið hlegið. Ég á góðar
minningar um góða ömmu og
kveð ég þig með söknuði.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þín nafna,
Kristjana Snædís
Benediktsdóttir.
Elsku amma okkar,
Við systkinin úr Norðurbyggð-
inni viljum minnast þín í nokkrum
orðum.
Það var alltaf svo notalegt að
koma í heimsókn til þín og afa á
Ásgarðsveginn. Sitja inni í betri
stofu og spila við afa eða inni í eld-
húskróknum og spjalla við þig.
Það fyrsta sem okkur dettur í hug
þegar við hugsum til þín, amma,
er hversu góðan húmor þú hafðir.
Þú varst alltaf til í eitthvert sprell
og einhvern fíflagang með okkur
barnabörnunum. Alltaf sástu já-
kvæðu hliðarnar á hlutunum og
gleði þín hafði góð áhrif á þá sem
voru í kringum þig.
Þú varst mikið náttúrubarn og
gaman var að upplifa og fræðast
um náttúruna í þínum félagsskap.
Við fórum oft í berjamó, bíltúra
um sveitina og tókum upp kart-
öflur saman. Garðurinn þinn var
alltaf svo fallegur og gríðarlega
skemmtilegt leiksvæði fyrir okkur
krakkana og ekki skemmdi Búð-
aráin fyrir. Jónas minnist þess
sérstaklega þegar þú gerðir
handa honum veiðistöng úr kúst-
skafti, þykkum tvinna og á end-
ann hnýttir þú svo öngul sem þú
gerðir úr gamalli bréfaklemmu.
Með þennan búnað stóð hann
klukkutímum saman við Búðar-
ána og stöngin klikkaði ekki því
nokkrar lontur enduðu í fötunni
eftir daginn.
Ekki er hægt að minnast á þig,
amma, og Ásgarðsveginn án þess
að koma inn á þær miklu matar-
veislur sem þú framreiddir þegar
einhver kom í heimsókn.
Í uppáhaldi hjá okkur var góð-
gæti á borð við frómas, ömmu-
hakkið fræga, kleinur o.s.frv. Við
minnumst þó sérstaklega jóla-
boðsins sem var á hverju ári, allir
sátu við langborðið inn í betri stof-
unni en þú þeyttist fram og til
baka, stjanandi við alla eins og þér
einni var lagið.
Já, margs er að minnast þegar
komið er að kveðjustund og viljum
við þakka þér innilega fyrir sam-
veruna og velvildina í okkar garð í
gegnum tíðina. Við munum sakna
þín, elsku amma okkar.
Gunnur, Jónas og
Guðlaugur.
„Má ekki bjóða þér eitthvað?“
Þessi setning hljómaði reglulega
þegar komið var í heimsókn til þín
á Ásgarðsveginn og það þýddi lítið
að svara „nei takk“ því áður en
hægt var að svara þér varstu byrj-
uð að tína fram einhverjar kræs-
ingar sem ekki voru af verri end-
anum. Mér fannst stundum búrið
þitt endalaus uppspretta af mat.
„Langamma er fyndin og stríð-
in,“ sagði dóttir mín, fimm ára,
fyrir nokkrum dögum eftir heim-
sókn til þín upp á sjúkrahús, en þá
hafðir þú leikið á als oddi við hana
og litla bróður hennar, m.a. gert
atriðið með tönnunum sem gerði
mikla lukku.
Þú varst höfðingi heim að
sækja, mikil barnagæla og hafðir
gaman af því að stríða og fá börnin
til að hlæja og notaðir til þess ým-
is úrræði enda mjög svo úrræða-
góð kona.
Ég gleymi því ekki þegar ég sá
Guðbjart, kannski átta ára, koma
hlaupandi frá þér yfir til mín þar
sem ég lá í heitum potti hjá afa og
ömmu í Bergi. Þú hafðir klætt
drenginn í gamlan brúnrósóttan
sundbol af þér og sagt honum að
þetta væri bara flott. Nafna þín
hafði sagt þér að senda drenginn
ekki svona klæddan yfir pottinn,
en þú svaraðir að bragði: „Held-
urðu að strákunum sé ekki
sama?“ Ég þakka þér fyrir þenn-
an gjörning, þetta var ógleyman-
leg sjón.
Elsku Stjana mín, það hafa ver-
ið forréttindi að fá að kynnast þér
og hef ég hef litið á þig sem eina af
ömmum mínum.
Þín mun ég ætíð minnast sem
skemmtilegrar og líflegrar konu
eða ömmu.
Með þakkarkveðju,
Sveinn Bjarnason.
Kristjana Guðrún
Benediktsdóttir
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför fóstur-
móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
INGVELDAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Höfða, Akranesi,
áður Vesturgötu 80.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða
fyrir einstaka umönnun í veikindum hennar og hlýju í okkar garð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Garðarsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og
útför eiginkonu minnar og móður okkar,
KRISTJÖNU ELÍSABETAR
KRISTJÁNSDÓTTUR,
Brúnavegi 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu
í Reykjavík á hjúkrunardeild H-1.
Guðlaugur Gíslason,
Guðmundur Guðlaugsson,
Gísli Steinn Guðlaugsson.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Ökrum,
Ánahlíð 16,
Borgarnesi.
Gunnar Þór Ólafsson,
Dagný Þorsteinsdóttir,
Þórir Jökull Þorsteinsson,
Böðvar Bjarki Þorsteinsson,
Kolbeinn Þorsteinsson,
Guðný Ása Þorsteinsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800