Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
✝ SnæfríðurBaldvinsdóttir
fæddist 18. maí
1968 í Reykjavík, en
ólst upp á Ísafirði
fram á unglingsár.
Hún lézt á heimili
sínu laugardaginn
19. janúar sl., 44 ára
að aldri.
Foreldrar Snæ-
fríðar eru Bryndís
Schram og Jón
Baldvin Hannibalsson. Systkini
Snæfríðar eru: Aldís lögfræð-
ingur, f. 21. janúar 1959. Dóttir
hennar er Tatjana Dís Aldís-
ardóttir; Glúmur, stjórnmála-
fræðingur, f. 13. okt. 1966. Dóttir
hans og Bryndísar Bjarnadóttur
er Melkorka Glúmsdóttir; Kol-
finna, sagnfræðingur, f. 6. okt.
1970. Börn hennar eru Starkað-
ur Sigurðarson og Magdalena
Björnsdóttir.
Sambýlismaður Snæfríðar var
Gunnar Gylfason, framkvæmda-
stjóri, f. 10. marz 1965. Börn
hans eru Sigríður Diljá Gunnars-
dóttir, f. 12. marz 1993, Rakel
Gróa Gunnarsdóttir, f. 24. júlí
áratug (1990-2000) og í Mexíkó-
borg (2001-’03) þar sem hún
starfaði sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Ítalska verzl-
unaráðsins. Á Rómarárunum
stundaði hún háskólanám með-
fram fyrirsætustörfum vítt og
breitt um heiminn. Hún lauk
B.Sc.-prófi í hagfræði og alþjóða-
samskiptum frá John Cabot Uni-
versity (1995) og M.Sc.-gráðu í
fjármálahagfræði og stærðfræði
frá St. John’s University (2000).
Árið 2011 lauk hún öðru meist-
araprófi frá Háskóla Íslands í
þjóðhagfræði og hagmælingum
(ekonometríu).
Eftir sautján ára útivist sneri
Snæfríður heim árið 2003. Þá
gerðist hún aðjunkt og síðan
lektor í hagfræði við Háskólann
á Bifröst. Því starfi gegndi hún í
tæpan áratug. Á sl. hausti var
hún ráðin til starfa sem sérfræð-
ingur hjá Fjármálaeftirlitinu.
Frá árinu 2010 sat hún í stjórn
Neytendasamtakanna og í fram-
kvæmdastjórn þeirra frá hausti
2012. Snæfríður var á sl. hausti
valin í alþjóðlega nefnd sérfræð-
inga til að semja kennslurit í
þjóðhagfræði, sem sniðið væri að
þörfum meistaraprófsnema í
þróunarlöndum.
Útför Snæfríðar Baldvins-
dóttur fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag, 29. janúar
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
1995, og Oddný
Þóra Gunnarsdótt-
ir, f. 14. nóvember
2003. Foreldrar
hans eru Oddný
Sigurðardóttir, f. 1.
marz 1932, og Gylfi
Snær Gylfason, f.
23. október 1932, d.
14. febrúar 1967.
Barnsfaðir Snæ-
fríðar er Marco
Brancaccia blaða-
maður. Dóttir þeirra er Marta
Snæfríðardóttir Brancaccia, f.
31. mars 1996, framhaldskóla-
nemi. Marco og Snæfríður slitu
samvistum árið 2003.
Snæfríður hóf skólagöngu
sína í Barnaskólanum á Ísafirði.
Hún stundaði tónlistarnám við
Tónlistarskóla Ragnars H. Ragn-
ar á Ísafirði frá barnsaldri með
fiðluleik sem aðalgrein. Snæfríð-
ur lauk stúdentsprófi frá MR
1988, en las utan skóla tvo sein-
ustu veturna, þar sem hún starf-
aði sem fyrirsæta frá sautján ára
aldri, með aðsetri í París, London
og Róm.
Snæfríður var búsett í Róm í
Þegar hún leit fyrst ljós heims-
ins kvaddi hún sér hljóðs, eftir-
minnilega. Það var hvorki van-
máttugt kjökur né síngjörn
heimtufrekja. Það var sjálfstæðis-
yfirlýsing. Þannig var hún var allt
sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.
Uppvaxtarárin á Ísafirði settu á
hana mark. Frá barnsaldri lagði
hún stund á fiðluleik í Tónlistar-
skóla Ragnars H. Ragnar. Í þeim
skóla voru tónleikar fyrir fullum
sal þrisvar á ári: Um jól, páska og
vor. Á öllum þessum tónleikum
spilaði hún einleik af öryggi og
ástríðu. Í fiðluleiknum birtust okk-
ur aðrir eðliskostir hennar: Feg-
urðarþráin og vandvirknin.
Við eigum ennþá eintak af
Faunu, karikatúr menntskælinga í
MR af útskriftarnemum. Þar birt-
ist hún í skólastofunni, fljúgandi
utan úr heimi á töfrateppi fyrir-
sætunnar, og spyr: „Stelpur, hvað
á að lesa til prófs?“ Myndin er
raunsönn. Hún las á fáeinum vik-
um námsefni ársins. Hún stóðst öll
sín próf með sóma. Og sýndi í því
óvenjulegan sjálfsaga og einbeit-
ingarhæfni.
Á þeim árum, þegar hún ferðað-
ist heimshorna á milli í starfi sínu
sem fyrirsæta, lét hún það ekki
trufla sig frá kröfuhörðu námi við
ameríska háskóla, þaðan sem hún
lauk bæði B.Sc.- og meistaraprófi.
Og uppgötvaði þá að stærðfræði lá
létt fyrir henni eins og ömmu
hennar, Aldísi, sem las stærðfræði
að gamni sínu á efri árum, til að
bæta fyrir glötuð tækifæri á upp-
vaxtarárum, mitt í heimskreppu. Í
þessu birtist metnaður Snæfríðar
og fyrirhyggja.
Kennsla er göfugt starf. Góður
kennari er bæði gefandi og skap-
andi. Þannig reyndist Snæfríður
nemendum sínum á Bifröst þann
tæpa áratug, sem hennar naut þar
við. Hún fór stöðugt vaxandi sem
kennari og fræðimaður. Og lét sig
ekki muna um að taka aðra meist-
aragráðu, með kennslu, við Há-
skóla Íslands, í torskildustu grein-
um hagfræðinnar. Hún vildi dýpka
skilning sinn á viðfangsefnunum
til að geta betur miðlað öðrum.
Þannig birtist okkur skyldurækni
hennar og ábyrgðartilfinning.
Aldrei heyrði ég hana stæra sig
af verkum sínum. En ég gleymi
ekki brosinu í augum hennar þeg-
ar hún sýndi mér nýlega bréf, þar
sem tilkynnt var, að hún hefði ver-
ið valin í alþjóðlega nefnd til að
semja grundvallarrit í þjóðhag-
fræði, sem væri sniðið að þörfum
meistaranema í þróunarríkjum.
Til slíkra verka veljast bara hinir
bestu.
Undanfarin dægur höfum við
Bryndís, systkini Snæfríðar, vinir
og vandamenn spurt hvert annað,
skilningsvana frammi fyrir mis-
kunnarleysi örlaganna – hvers
vegna? Hvers vegna einmitt núna
– í blóma lífs – þegar sköpunar-
verkið bíður heillandi fram und-
an?
Hvers vegna spyrjum við, ráð-
þrota í örvilnan, – en fáum ekkert
svar. Á slíkri stundu leitum við á
náðir tónlistarinnar, sem kemst
næst því að lyfta mannsandanum
upp á æðra tilverustig sköpunar-
verksins. Með Svanavatn Tsjaí-
kovskís, herhvöt Verdis til hinnar
fjötruðu og frelsisóð Beethovens
ómandi innra með okkur varðveit-
um við og vegsömum minningu
þína í hjarta okkar. Í huga okkar
og hjarta ert þú, varst og verður
alltaf, svo lengi sem við drögum
lífsandann, okkar eina sanna Snæ-
fríður Íslandssól.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Æi góði, hváir þú líklega þegar
þú lest þessi orð. En þú verður að
leyfa ást minni að ráða ferð að
þessu sinni.
Hér sit ég og græt í landinu þar
sem myrkrið ræður ríkjum þessa
daga. Og mér dettur ekki til hugar
að hætta að gráta. Það er gott að
gráta. Af hverju græt ég? Af því
ég elska þig. Ég elska þig svo mik-
ið, vissirðu?
Ég ætla að láta það vera að fara
í gegnum líf okkar saman hér á
þessu dimma, regnvota kveldi. Ég
ætla bara að halda áfram að hugsa
um þig og gráta. Það er gott að
gráta. Það hef ég uppgötvað eftir
að þú fórst í burt. Svo ég mun bara
halda því áfram fyrst það gerir
mér svo gott. Og þess í millum
ætla ég að gera það sem þú vildir
að ég gerði. Ég ætla að verða
sterkur fyrir þig, en leyfa mér
samt að finna til. Og ég lofa þér að
þótt ég gráti þá mun ég ekki
leggja árar í bát. Síður en svo. Ég
mun fara að þeim orðum sem þú
hvíslaðir svo blíðlega í eyru mér
um daginn.
Ég treysti því að þú sért núna í
fögnuði með okkar ástvinum
þeirra megin. Ömmu og afa og
allri hersingunni. Og ég strengi
þess heit, elsku systir mín, að þeg-
ar ég kem mun ég koma hnar-
reistur og mun þá fyrst hætta að
gráta þegar ég fell í faðm þinn. Og
þá kennirðu mér að dansa og blóta
á ítölsku. Og þá spilar þú á fiðluna
litlu og ég verð með fíflalæti. Og
þá tekurðu ballett-possisjónirnar
fyrir framan spegilinn og ég verð
með fíflalæti. Og ég skal láta
gamminn geisa og ég skal gera
gys og þú mátt alveg stríða mér
eins og þú gerðir svo oft og tíðum.
Stríðni þín var neisti þeirrar
djúpu ástar sem ég ber til þín.
Nærvera þín er, var og verður
hvati minn. Svo fáum við okkur
lystaukandi ítalska forrétti og dí-
sæta eftirrétti en sleppum óþarfa
aðalréttum líkt og við gerðum allt-
af í London og Mílanó forðum. Þú
veist þú varst besti vinur minn. Þú
varst stóra systir mín þótt yngri
værir að árum. Og þú dansar og
dansar og ég brosi vandræðalega
en hughrifinn.
Þegar eitthvað bjátaði á í lífinu
þá hafði ég þig og þú mig. Svo mín
fyrstu viðbrögð við harmi mínum
voru að fálma eftir símanum til að
hringja í þig – þar til ég áttaði mig
á því að harmur minn var brott-
hvarf þitt. Ég hringdi samt og
vonaði í hjarta mínu að þú svar-
aðir og allt væri þetta bara einn
stór misskilningur. Ekkert svar.
Ég lifi við það. Og við munum allt-
af hafa Mörtu þína sem speglar
þína ásjónu.
Dagarnir verða aldrei aftur
samir á mínum ófarna vegi. Ég
tek því. Vegna þess að ég mun
geyma okkar sólríku daga fjær og
nær í hjarta mér þar til ég finn þig
aftur. Ég skal, þrátt fyrir harm
minn, brosa við þinni undurfögru
minningu. Þú ert mitt ljós, stefna
og mín sýn.
Ég ætla að láta þína fögru
ásjónu og sterku persónu verða
mér keppikefli. Hið ljósa man,
sem nóbelsskáldið orti um. Snæ-
fríður Íslandssól. Sá hitti nú held-
ur betur naglann á höfuðið þegar
þú komst í heiminn. Þá loksins
varð hún til.
Um persónu þína verður margt
fallegt sagt. Þú sem enginn
gleymir. Þínir ljósu lokkar sem við
öll þurfum á að halda, alla þessa
löngu daga í sól og skugga.
Eins og skáldið að vestan sagði:
fjarlægð þín sefur í faðmi mín-
um …
Glúmur Baldvinsson.
Heyrðu mig, hjartfólgna systir mín,
heyrðu köll mín, ástin, til þín,
hvað ég hrópa í himinsins átt,
hvað ég harma þitt hvarf svo brátt,
og þrái að þú vitir, ef vissir ei þú
sem værum svefni blundar nú,
ég ann þér, systir, svo undurheitt,
enginn og ekkert fær því breytt
og sjá, ég þig signi í bæn til Abba
er saman við eigum fyrir pabba
og bið hann að hugga dóttur minnar
systur,
heyr mína bæn, Guðs vors Kristur.
Aldís Schram.
Það var fallegur sumardagur
og þú stóðst hnarreist, eins og ís-
lenska fjallkonan, í stofunni á
heimili foreldra þinna í Mosfells-
dalnum, tignarleg, björt og íðilfög-
ur – hið ljósa man – Snæfríður
Baldvinsdóttir, eða Dídí, eins og
við kölluðum þig alltaf. Heiðblá
augun leiftruðu af hlýju og húmor,
stofan var full af fólki og þú beind-
ir orðum þínum til mín. Þú hafðir
ritað mér ræðu á fertugsafmælinu
og talaðir af festu, yfirvegun og til-
gerðarleysi, eins og þú gerðir allt-
af, og þú lést engan ósnortinn
þennan dag. Enda barstu af með
tígulegt og lifandi fasið, og leiftr-
andi persónutöfra, hvar sem þú
komst. Í ræðunni sagðirðu m.a.
frá því þegar við hittumst fyrst
fyrir 25 árum við ljósmyndatöku,
en báðar höfðum við af því starfa
að sitja fyrir um skeið, þótt þér
hafi aldrei hugnast tildur og prjál
fyrirsætuheimsins. Þú lagðir líka
land undir fót sem fótómódel og
komst heim með hagfræðipróf
undir hendinni. Það var þér líkt.
Seinna gerðist ég mágkona þín
þegar ég tók saman við Glúm
bróður þinn og innileg vinátta
tókst með okkur. Ég var svo óum-
ræðanlega stolt af þér og því að þú
værir náin vinkona mín. Þú þessi
leifturgreinda, heilsteypta, stað-
fasta, fallega, einstaka, bráð-
skemmtilega kona. Það var engin
heilli og fallegri en þú. Kannski
setur þú í brýrnar núna og fussar
yfir því hversu væmin ég er en
samt þykist ég vita að þú fyrirgef-
ir mér það núna. Mér er um megn
að skilja af hverju þú varst tekin
frá okkur í blóma lífsins. En ég
verð að læra að lifa með því. Læra
að vera sterk eins og þú hefðir
verið. Læra að lifa með sorginni
og söknuðinum. Læra að lifa með
því að ég get ekki lengur slegið á
þráðinn eða hitt þig og átt með þér
innihaldsríkar og einlægar sam-
ræður. Að geta ekki lengur leitað
til þín í trúnaði, eins og ég gerði
svo oft, líka þegar illa áraði og mér
fannst ég hafa kollsiglt lífi mínu,
og þú af þinni einstöku rósemd og
rökfestu gafst mér bjargráð og
heilræði. Nafn þitt barstu með
rentu, hin eina sanna Snæfríður
Íslandssól, kvenskörungur fram í
fingurgóma sem aldrei barmaðir
þér og varst fádæma hógvær, þótt
þú hefðir hlotið alla þá mannkosti í
vöggugjöf sem eina manneskju
getur dreymt um. Í svo ótal
mörgu varstu mér fyrirmynd. Í
styrk þínum, yfirvegun og skap-
festu þegar þú tókst á við erfið
verkefni eins og málaferlin í bar-
áttunni fyrir forsjá dóttur þinnar
og lést aldrei bilbug á þér finna. Í
kennslustörfum þínum á Bifröst,
þar sem við kenndum saman um
stund og nákvæmni þín, metnað-
ur, dugnaður og vandvirkni var
allsráðandi. Í móðurhlutverkinu
þar sem þú sýndir dóttur þinni
einstakt atlæti, kenndir henni
sömu festu og styrk og þú hafðir
fyrir og varst hennar allra besti
vinur. Það er ótal margt annað
sem ég get talið upp og þú mátt
vita að ég leit mjög upp til þín. Þú
varst mér sem systir. Vissir þú
það? Ég trúi að þú hafir vitað það.
Og jafnvel þótt ég komi ekki á
Víðimelinn lengur og hitti þig þar
fyrir mun ég halda áfram að tala
við þig svona, elsku Dídí, því þú
dvelur í hjarta mér um aldur og
ævi. Ég bý að hafsjó af stórbrotn-
um og fallegum minningum um
þig sem ég vegsama og geymi, fal-
lega Snæfríður mín. Þakka þér
heilshugar fyrir allt sem þú gafst
mér.
Far í friði hjartans vinkona,
Bryndís Bjarnadóttir.
Skammt er nú stórra högga á
milli. Aðeins rúm vika var liðin frá
því að við fylgdum Arnóri bróður
mínum til grafar, þegar annað
högg reið af í sama knérunn og
hitti í þetta sinn fyrir Snæfríði
Baldvinsdóttur bróðurdóttur
mína, konu á besta aldri og í blóma
lífsins, sem allir væntu að ætti
langt líf og farsæla ævi framund-
an. Víst er það harmsefni þegar
öldungur hnígur í val, þótt langur
sé að því aðdragandinn, hitt nær
óbærileg sorg þegar dauðinn
hrifsar á einu augabragði til sín
ástvin í miðri dagsins önn.
Snæfríður hafði flest það til
brunns að bera sem eina mann-
eskju getur prýtt. Hún var björt
og fögur álitum, sviphrein og stilli-
leg. Í menntaskóla buðust henni
spennandi tækifæri til starfa sem
fyrirsæta í háborgum tískunnar
París og Róm og hún lét sig ekki
muna um að stunda námið jafn-
framt því sem hún ferðaðist út og
suður og vann myrkranna á milli.
Skólafélagarnir hafa löngum
skemmt sér yfir hinni klassísku
spurningu Snæfríðar: getur ein-
hver sagt mér hvað er til prófs?
En henni var ljóst að lífið og lífs-
stíllinn sem þessum starfa fylgir
átti ekki við hana til lengri tíma lit-
ið, og svo fór að hún lagði fyrir sig
langskólanám í hagfræði og
stærðfræði. Á þeim sviðum byggði
hún starfsferil sinn sem háskóla-
kennari og sérfræðingur hjá Fjár-
málaeftirlitinu.
Snæfríður hafði alltaf vakið at-
hygli mína í fríðum barnahópi
Jóns og Bryndísar, en það var
ekki fyrr en aldamótaárið 2000
sem ég kynntist henni sem sjálf-
stæðri ungri konu. Við Guðrún
fluttum þá um nokkurra mánaða
skeið til starfa í Róm ásamt dætr-
um okkar. Þar tók Snæfríður á
móti okkur opnum örmum og
greiddi götu okkar í hvívetna. Hún
kom því í kring að stelpurnar
fengu inni í sama skóla og Marta
litla dóttir hennar, hjálpaði okkur
að finna íbúð og læra að rata um
myrkviði ítalska skrifræðisins.
Hún opnaði heimili sitt fyrir okk-
ur, leiðsagði okkur um borgina, lét
okkur vita af leyndum bílastæðum
á bak við fornminjar, ráðlagði um
notalega veitingastaði og tók okk-
ur með á vinafundi suður með sjó.
Okkur leið vel saman og það
mynduðust sterk og hlý bönd á
milli okkar og væntumþykja sem
við höfum átt síðan. Þótt hún
sigldi þá í átt að erfiðum skerja-
garði í einkalífi sínu, lét hún aldrei
á neinu bera við okkur, hún var
dul, kvartaði aldrei heldur var
björt og gerði gott úr. Hún sigraði
í þeim orrustum og bjó dóttur
sinni gott og friðsælt líf hér heima.
Við höfum glaðst yfir hamingju
þeirra Gunnars og fylgst stolt með
Snæfríði vaxa í námi og störfum.
Við fjölskyldan erum óendan-
lega þakklát fyrir þau góðu kynni
sem tókust með okkur og þökkum
Snæfríði allar þær góðu stundir.
Við blessum minningu hennar og
varðveitum hana.
Innilega samúð vottum við
Mörtu, Gunnari, Jóni, Bryndísi og
ástvinum Snæfríðar öllum.
Ólafur Hannibalsson.
Elskuleg vinkona mín og
frænka er horfin úr þessu jarðlífi
langt fyrir aldur fram. Svo skyndi-
lega. Við sem eftir sitjum og sökn-
um hennar sárt erum harmi sleg-
in. Hún var í blóma lífsins og svo
margt framundan, svo ótrúlega
margt sem hún átti eftir að upplifa
með dóttur sinni og augasteinin-
um Mörtu smörtu, eins og hún
kallaði hana gjarnan, og svo
margt sem hún átti eftir að gera
með okkur öllum hinum sem stóð-
um henni næst. Svo ósanngjarnt.
Bara ósanngjarnt.
Þeir sem þekktu Snæfríði vita
að hún var ekki bara falleg, ein-
staklega falleg að sjá heldur með
eindæmum fögur að innan. Í sál
hennar var ekki einn falskur tónn,
ekki einn einasti, bara hreinir,
ljúfir og fagrir tónar sem urðu
sterkari, stærri og hljómfegurri
eftir því sem árin liðu.
Það var svo gott að tala við
hana og síðustu árin var hún orðin
ein af mínum bestu trúnaðarvin-
um. Hún var alltaf reiðubúin að
hlusta og greina, stilla strengina,
rétta af áttavitann og beina mér á
réttu brautina þegar mér fannst
ég vera að villast af leið. Hún var
hreinskilin og hljómurinn frá
henni var ávallt hlýr, einlægur og
góður. Hún var skilningsrík, um-
burðarlynd og fordómalaus. Ég
treysti dómgreind hennar og rétt-
lætiskennd og vissi alltaf hvar ég
hafði hana.
Þannig var hún innst inni hún
Snæfríður; góð og gefandi, en hún
gat líka sýnt á sér aðrar litríkar
hliðar, gat misst úr sér skondnar
setningar, lent í klaufalegum og
fyndnum atvikum, gert óspart
grín að sjálfri sér og öðrum, og
komið með beinskeyttar athuga-
semdir þegar sá gállinn var á
henni. En það risti aldrei djúpt –
var kannski bara hennar leið til að
komast í gegnum allt það sem hún
gekk í gegnum sjálf og þær hildir
sem hún háði. Ég veit að þær bar-
áttur voru ekki til einskis og áttu
eftir að ryðja brautina og hjálpa
þeim sem á eftir komu.
Ég sakna vinkonu minnar og
frænku og sorgin rífur í hjartað en
á sama tíma gleðst ég yfir góðum
minningum um hana sem ég mun
varðveita og hlúa að þar til minn
tími kemur. Ég ætla að trúa því að
þá munum við hittast að nýju.
Megi Guð og allar góðar vættir
gæta og styrkja gullmolann henn-
ar hana Mörtu, Gunnar, foreldra
Snæfríðar, systkini hennar og
þeirra börn.
Þín elskandi,
Arna Schram.
Snæfríður Íslandssól. Fegurst
kvenna. Ég áttaði mig fyrst á vel-
gengni frænku minnar sem fyrir-
sætu á ferðalagi um Evrópu á 9.
áratugnum þegar andlit hennar
birtist hvarvetna á auglýsinga-
skiltum á brautarstöðvum og flug-
völlum.
En persónuleiki Snæfríðar
rúmaðist ekki innan ramma risa-
stórra auglýsinga. Það var ekki
undrunarefni þegar hún sagði
skilið við fyrirsætubransann og
sneri sér að námi og kennslu.
Áhugasvið hennar var svo miklu
víðtækara en það sem sneri að út-
liti og ytra byrði.
Öll viðkynning við Snæfríði
skilur eftir góðar tilfinningar. Hún
var greind og heilsteypt, hlý og
æðrulaus. Þokki hennar og styrk-
ur var svo augljós á álagstímum í
lífi hennar.
Minningarnar um ljóshærða
stúlku í heimsókn hjá ömmu og
afa í Selárdal, um páska á Ísafirði,
um fjölskyldustundir þar sem
böndin voru treyst lifa um ókomna
tíð.
Síðast þegar við hittumst
ræddum við þá dásemd að verða
móðir. Það fundu allir sterklega
fyrir móðurástinni sem umvafði
Mörtu og verndaði. Það, ásamt öll-
um þeim kostum sem Snæfríður
var búin, er gott veganesti fyrir
lífið.
Ég kveð frænku mína með
söknuði og trega.
Sólveig.
Okkar elskulega vinkona til
margra ára er fallin frá í blóma
lífsins. Hún er okkur öllum mikill
harmdauði og verður hennar sárt
saknað. Hún var ljúf og falleg,
fyndin og skemmtileg og við eig-
um margar góðar minningar um
samverustundir á Íslandi og víða
um heim. Hún var alltaf traustur
vinur sem sýndi okkur vinkonum
sínum ætíð sannan áhuga og tók
þátt í gleði okkar og sorgum af
þeirri einlægni sem einkenndi
hana alla tíð.
Andi hennar verður með okkur
áfram þótt við finnum sárt fyrir
skarðinu sem hefur verið höggvið í
okkar vinahóp.
Hugur okkar er hjá Mörtu,
Gunnari og fjölskyldum þeirra.
Aðalheiður Lilja, Arna,
Bergljót, Dagný, Gunnlaug,
Hanna Þóra, Kristín, Lára,
Sigrún og Ýrr.
Góður starfsfélagi og vinur til
margra ára, Snæfríður Baldvins-
dóttir, er fallin frá í blóma lífsins.
Við sviplegt fráfall hennar er
margs að minnast. Við blasir að
Snæfríður var forkunnarfögur.
Ein glæsilegasta kona landsins.
Mér er þó hnífskörp greind henn-
ar og hlý nærvera efst í huga.
Snæfríður var dáð, virt og elsk-
uð af nemendum sínum. Það veit
ég af ummælum þeirra margra í
Snæfríður
Baldvinsdóttir