Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 mín eyru á liðnum árum. Og hún var líka elsk að þeim. Þeir eru ófá- ir sem hún hefur af umhyggju- semi leiðbeint og liðsinnt við að brjótast til mennta. Sem eiga henni margt að þakka. Og þær voru líka ófáar góðu stundirnar sem við áttum saman við eldhús- borðið hjá Andreu bókaverði á Bifröst þar sem helstu álitaefni samtímans voru af alvöru jafnt sem glaðværð rædd og brotin til mergjar. Ég mun sakna þeirra stunda. En ég mun líka eiga þær innra með mér svo lengi sem ég lifi. Fyrir það er ég þakklátur. Foreldrum hennar, dóttur og öðrum ástvinum sendi ég sorgar- kveðju á erfiðri stund. Ég vona að fullvissa um að andi Snæfríðar mun lifa meðal margra nemenda hennar og annarra samferða- manna geti heldur létt þá miklu sorg sem sviplegt fráfall hennar færir yfir. Eiríkur Bergmann. Hún er ólýsanleg tilfinningin að fá þær fréttir að kær samstarfs- maður og jafnaldri sé fallinn frá í blóma lífsins. Snæfríður Baldvins- dóttir var kona sem geislaði af lífs- gleði, greind og umhyggju fyrir öðru fólki. Enda var hún frábær kennari og ekki síðri starfsfélagi. Það var mikil gæfa fyrir Háskól- ann á Bifröst að hún skyldi kjósa að helga honum starfskrafta sína þau ár, sem í raun réttri hefðu átt að vera fyrstu skref hennar á löngum og farsælum ferli. Þær voru góðar stundirnar sem við átt- um saman á kennarastofunni á Bifröst, í kvöldmat hjá Andreu bókaverði og í föstudagskaffi á Hverfisgötunni. Snæfríður hafði næman skilning á íslensku sam- félagi og átti til að koma með sjón- arhorn sem aðrir höfðu ekki kom- ið auga á, enda hafði hún dvalist langdvölum erlendis og gat séð okkur hin á stundum með augum gestsins. Hvíl í friði, elsku Snæfríður. Hugur okkar allra er hjá Mörtu, Bryndísi, Jóni og fjölskyldunni. Innilegar samúðarkveðjur og takk fyrir alltof stutt en góð kynni. Magnús Árni Magnússon. Hún var fjögurra ára að verða fimm þegar ég sá hana fyrst, ljós- hærðu stúlkuna með ljúfu augun, vestur á Ísafirði í foreldrahúsum, geislandi af fjöri og leik. Næst sem unga konu á Vesturgötunni, beina í baki og virðulega með gleðina í augum. Svo kom hún á Bifröst með hana Mörtu sína, fög- ur sem fyrr, vestfirskur ærsla- belgur orðin heimskona, eins og ensk lafði. Hún var orðin há- menntuð í hagfræði en taldi það ekki duga og bætti á sig meist- araprófi í hagmælingum og ögn stærðfræðilegri hagfræði, ljón- greind ljóska. Þar varð samstarf okkar náið því hún tók við nám- skeiði af mér í stofnanahagfræði en ég kenni þjóðhagfræði sem hún hafði áður kennt og margt þurft- um við því að skrafa. Þetta voru góðar stundir. Ekki einasta að hún hafði gott vald á þeim hug- myndum sem hún fjallaði um heldur var hugur hennar frjór, henni datt margt í hug sem er ekki öllum háskólamönnum gefið. Þegar ungur kommúnisti verð- ur fyrir því að finna Krist, austur í Rússlandi af öllum stöðum, þá er það ekki vegna trúar á framhalds- líf og yfirnáttúruleg fyrirbæri heldur vegna þess að trúin er leið til þess að trúa á líf fyrir dauðann. Hún er grunnur laga og réttar, undirstaða siðaðs samfélags, kjarni væntumþykju og ástar – annars er þetta allt lítils virði. Það er því erfitt högg þegar við verð- um fyrir þeirri takmarkalausu grimmd sem almættið sýnir okkur með því að svipta burt ungri konu sem er um það bil að springa út í fræðum sínum og frá ungri dóttur. Engu að síður ber að þakka Drottni fyrir þá náð að hafa fengið að kynnast henni. Minningin um hana mun valda harmi og sársauka og flyt ég öllum vinum og vandamönnum hjartans kveðjur. Komið þið harmur og sársauki ef þið viljið því minningin um stúlkuna með ljúfu augun og ljósa hárið mun lifa. Guðmundur Ólafsson. Snæfríður Baldvinsdóttir var fádæma mannkostum búin, gull- falleg, skarpgreind, með eindæm- um fjölhæf, kjark- og kraftmikil, en hógvær að greindra manna hætti. Ég kynntist foreldrum hennar og systkinum árið 1980, þegar við Aldís, elsta systir henn- ar, vorum við nám í Háskóla Ís- lands. Snæfríður var þá aðeins tólf ára og hennar miklu mannkostir augljósir. Hún var flink á fiðluna, hörku námskona strax í æsku og stóð sig ávallt með stakri prýði í hverju sem hún tók sér fyrir hend- ur, framúrskarandi íþróttakona og stundaði einnig ballett. Á ungl- ingsárunum var hún valin úr fag- urra stúlkna hópi í fegurðarsam- keppni sem haldin var hérlendis á vegum erlendrar umboðsskrif- stofu. Hún varð farsæl fyrirsæta í kjölfarið. Árið 1987 dvaldi ég í nokkrar vikur með elstu dætrum mínum í París og heimsótti þá Snæfríði. Hún var nýflutt til borg- arinnar til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta og náði mjög langt á því sviði. Jafnframt stundaði hún nám við MR og síðar við háskóla er- lendis og hérlendis. Hún bjó einn- ig í Róm og Mexíkóborg. Ég var svo lánsöm að hitta hana þegar hún var í fríum, oftast af tilviljun en einnig við ýmis tækifæri með fjölskyldu hennar, eftir að hún flutti alkomin heim með dóttur sína Mörtu. Við tókum ávallt góð- an tíma til að ræða saman og síð- ast hittumst við í sundi en þá var hún að kenna við háskólann á Bif- röst. Hún var þá ánægð með lífið og tilveruna en fátöluð um per- sónuleg mál. Þeim sem til þekktu duldist ekki hversu nærri það gekk henni þegar barnsfaðir hennar, ítalskur, háði langa og óvægna forsjárbaráttu um auga- stein hennar, Mörtu. Það er þyngra en tárum taki hversu átak- anlegar slíkar deilur geta verið og sérstaklega erfiðar þegar um milliríkjadeilur er að ræða. Sem betur fer stóð fjölskylda hennar þétt við bakið á henni þá sem endranær. Snæfríður hélt forræði yfir dóttur sinni sem nú er aðeins 16 ára. Marta sér á bak ástríkri og umhyggjusamri móður. Dauðinn gerir yfirleitt ekki boð á undan sér. Ég þekki þá bitru reynslu, þá hyldjúpu sorg og svartnætti, sem fylgir því að missa barnið sitt. Og ekki er sársauki barna minni sem missa foreldra sína í blóma lífsins. Elsku Marta. Hugur minn er hjá þér og fjölskyldunni allri. Blessuð sé minning þinnar yndislegu móð- ur. Megi almættið vernda þig og styðja, sérstaklega núna, en jafn- framt um ár og síð í lífsins ólgusjó. Orð fá ei lýst hyldjúpum harmi okkar sem þekktum Snæfríði. Með þessum fátæklegu orðum sendi ég fjölskyldunni mínar inni- legustu samúðarkveðjur vegna andláts hinnar íðilfögru og fjöl- hæfu Snæfríðar okkar. Yfir samhljóm af sumarsins ljóðum sál þinni mæti’ eg í efstu hæð, jarðnesk sem vorþrá í gróðri góðum glóir þér fegurð á kinnum rjóðum, björt og hrein eins og bergstraumsins æð. (E. Ben.) Guðbjörg Gróa Guðmundsdóttir. Við viljum nota orð Friðriks Guðna Þórleifssonar til að kveðja kæra vinkonu, Snæfríði Baldvins- dóttur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Marta og aðrir vanda- menn, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Andrea Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ingvadóttir. Leiðin frá Menntaskólanum í Reykjavík að Vesturgötu er ekki löng, varla nema spölkorn fyrir spræka krakka, en þetta er falleg- ur dagur, sólin lágt á lofti, skrjáf í laufi og fuglasöngur, nokkuð viss um fuglasönginn. Náttúran svona um það bil að skella í lás fyrir vet- urinn. Einmitt þarna, mitt í hring- rás lífsins, haldast þau í hendur og eitthvað nýtt lifnar við. Sólargeisl- ar flökta um andlit hennar; Ís- landssól, Snælda, Dídí, eða bara Snæfríður, fyrsta stóra ástin. Allt svo stórt, svo undurnæmt, svo merkilegt í fyrsta sinn. Þetta var haustið 1985. Við tóku dagar víns og rósa, eins og Frakkar orða það. Menntaskólinn, leikfélagið, vin- irnir og ferðalögin. París lengst af miðpunktur tilverunnar, þar sem ungar stúlkur breytast í heims- konur. „Crêpes avec du sucre, s’il vous plaît“ – fyrstu orðin sem ég nem í frönsku, lep ég eftir heims- konunni. Pönnukökusalinn á rue Mouffetard, aldeilis ánægður, blikkar hana og spilar út tromp- inu, gulltönn læðist fram í flagara- brosinu. Karlarnir í hverfinu komnir með hálsríg við að horfa á eftir henni, kerlingarnar að mæla hana út. Hún gengur keik og hvik- ar hvergi. Einstök kona á ferð. Snæfríður átti farsælan fyrir- sætuferil og gerði að mestu út frá París, en um tíma bjó hún í Lond- on, Mílanó og Hamborg. Tísku- myndir fönguðu snoppufríða stúlku en nánir vinir og fjölskylda nutu göfuglyndis Snæfríðar, tryggðar og staðfestu. Hún lagði hart að sér við að mennta sig og nýtti menntunina á uppbyggileg- an hátt við kennslu. Hún unni fjöl- skyldu sinni ofurheitt, einkum for- eldrum, sem reyndust henni stoð og stytta. Eitt sinn á Signubökkum benti Snæfríður mér á gömul hjón sem sátu friðsæl á bekk. Hún var heill- uð af þeim. Hún sá elliárin í ljóma. Degi var tekið að halla og brátt hurfu þessi öldruðu hjón okkur sjónum, við höfðum kvatt þau í ákveðnum skilningi þess orðs. Nokkrum misserum síðar kvödd- um við æskuástina á brautarpalli. Það rigndi látlaust alla lestarferð- ina. Snæfríður varð eftir á Ítalíu. Við heilsumst að nýju sem vinir rúmum áratug síðar, þá var Snæ- fríður flutt heim eftir langa búsetu erlendis. Dóttirin, Marta, auga- steinn móður sinnar, brosir fal- lega við hlið hennar og bregður fyrir gamalkunnri kerskni í svipn- um. Það er létt yfir. Heiðríkja í Borgarfirðinum, daginn sem ég kynni Snæfríði fyrir glæsimenn- inu og gleðigjafanum Gunnari Gylfasyni. Það er slegið á létta strengi og það fæðist blik í augum. Þið rötuðuð hvort til annars. Stundum er lífið gott. Þruman sem rífur upp himin- inn í Reykjavík, laugardaginn 19. janúar, markar dánarstund Snæ- fríðar. Heimsins stærsti hrekkur. Enginn er viðbúinn. 21 gramm, eterinn, sálin eða hver veit hvað það er, flyst með eldingunni upp á himnafestinguna. Leiðarstjarna þeirra sem skjálfa í myrkrinu, for- undruninni og óttanum. Megi allt hið góða umvefja alla þá sem sakna Snæfríðar og veita þeim styrk til að lifa þó ekki væri nema prósentu af hennar heilindum. Við Dóra Sif biðjum fyrir Mörtu, biðj- um fyrir Gunna, biðjum fyrir fjöl- skyldunni og vinum. „Ad astra.“ Sæmundur Norðfjörð. Í minningu Snæfríðar… Það eru undarlegar tilviljanir mannlífsins. Rúmri viku frá því þetta er ritað sátum við hjónin á Vínartónleikum í Hörpu nálægt Snæfríði og manni hennar og lét- um hugann reika um lendur feg- urstu tónlistar sem Evrópa hefur gefið okkur. Hugurinn reikaði líka til baka til Ísafjarðaráranna þegar börn þeirra Jóns og Bryndísar sátu í stiganum í Sundstrætinu og biðu pabba og mömmu, þolinmóð og sviphrein eftir því að foreldrarnir kæmu frá kennslu úr MÍ. Þegar við hittum Snæfríði í hléinu á tónleikunum lék hún á als oddi. Hún dró upp bráðfyndna mynd af foreldrum sínum, Bryn- dís væri að ná meistaratökum á gyðinglegum uppruna sínum og kæmi það vel fram í því hve vel henni tækist að lifa spart á tak- mörkuðum lífeyri. Henni tókst að klæða þetta allt í skemmtilegan búning en okkur duldist ekki væntumþykja hennar og virðing fyrir foreldrum sínum þótt glað- værð einkenndi frásögnina. Bryn- dís var þungamiðja sögunnar en Jón Baldvin fékk að fylgja með. Undanfarin misseri hef ég fengið að kynnast Snæfríði í nýju ljósi í stjórn Neytendasamtak- anna. Þar sáust vel forystuhæfi- leikar hennar og góð tilfinning fyrir mönnum og málefnum. Það var aðdáanlegt hvernig hún stjórnaði ráðstefnu með er- lendum fyrirlesara í Bifröst á síð- asta ári. Ég hrósaði henni líka fyr- ir að vera eina rödd skynseminnar á þingi Neytendasamtakanna í haust, þegar hún lýsti verðbólg- unni sem helsta meini íslenskra efnahagsmála en það hjálpaði ekki þjóðinni að afnema verðtrygg- inguna þegar meinsemdin væri óstjórn okkar í efnahagsmálum. Hún bað fundarmenn að leita fremur lausna en sökudólga. Allur málflutningur hennar einkenndist af stakri hógværð þó að ljóst væri að að baki bjó góð fræðileg þekk- ing og mikil reynsla. Ég veit að engin orð fá sefað harminn við að missa barn sitt í blóma lífsins. Það er stundum sagt af litlu viti að tíminn lækni öll sár. Svo er ekki. En kannski er það eina sem við getum lært af útrás- arvíkingnum Agli Skallagríms- syni, að einhverja huggun megi fá við að gera upp líf afkomenda okk- ar sem teknir hafa verið allt of snemma frá okkur. Sendum fjölskyldu Snæfríðar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Þráinn og Kara. Þau eru þung, sporin í átt til grafarinnar, fyrir okkur, sem þekktum Snæfríði frá æskudög- um í grunnskóla, þar sem hún var alla tíð hin jákvæða og brosmilda manneskja, sem virtist skilja allt betur en aðrir. Hún var í eðli sínu dálítill einfari, en hún sigraði alla með bjartnæmri nærveru sinni. Sigrar hennar í hinum mis- kunnarlausa heimi tízku og mód- elstarfa voru henni mjög eðlilegir og þau, sem störfuðu þar með henni, bera henni öll sömu sögu: yndisleg og jákvæð manneskja, sem vildi umfram allt hjálpa öðr- um í þeirra erfiðleikum, en hugs- aði minna um eigin hag. Hinn harði heimur tízkunnar, sem hún starfaði við um hríð, er ólýsanlega frábrugðinn þeirri mynd, sem upp er dregin af honum og er á marg- an hátt mannskemmandi, en hún steig sporin þar léttilega og náði mjög langt þar á bæ. Við hörmum svo innilega missi dóttur hennar og allrar fjölskyld- unnar, sem nú sjá hverfa hinn djarfa friðflytjanda, sem hún óneitanlega var í hinu daglega lífi hins venjulega lífs okkar. Við, strákarnir hennar í skólan- um, sem eigum yndisminningar um vináttu okkar – og erum nú á góðri leið með að verða miðaldra góðborgarakallar, erum með aug- un full af tárum vegna brottkalls þessarar einstæðu manneskju. Við minnumst mannþekkjarans SJÁ SÍÐU 30 Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA EIRÍKSDÓTTIR frá Dröngum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 27. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sverrir Þórðarson, Guðný Margrét Magnúsdóttir, Pétur Siguroddsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Pétursson, Jón Gunnar Magnússon. ✝ Elskuleg móðir okkar, SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR frá Fagrahvoli, Hellissandi, Gyðufelli 16, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Elínbjörg Kristjánsdóttir, Ásgerður Ágústa Kristjánsdóttir, Jóna Fanney Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR J. JÓNSSON, Skipagerði 1, V-Landeyjum, lést föstudaginn 25. janúar á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu. Sólveig Guðmundsdóttir, Stefán Óskarsson, Elín Sigríður Ragnarsdóttir, Kristjana Margrét Óskarsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Davíð Þór Óskarsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Hjörtur Már Óskarsson, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SÆVAR LÁRUSSON, Staðarhrauni 5, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 23. janúar. Útför verður frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Ása Ágústsdóttir, Sólveig Steinunn Guðmundsdóttir, Sigurður Bergmann, Hannibal Óskar Guðmundsson, Díana Óskarsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN JÓNSSON, fyrrum bóndi á Melum í Hrútafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Þóra Ágústsdóttir, Jón Hilmar Jónsson, Sigríður Karvelsdóttir, Ágúst Frímann Jónsson, Kristín Björnsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ólafur Þorsteinsson, Ingunn Jónsdóttir, Ísar Guðni Arnarson, Elísabet Jónsdóttir, Sigurgeir Ólafsson, Guðlaug Jónsdóttir, Karl Kristján Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.