Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þér finnist eitt og annað kalla á
krafta þína þá skaltu varast að dreifa þeim
um of. Kannaðu hvert mál vandlega áður en
þú lætur til skarar skríða.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt þú sjáir í gegn um tiltæki fólks,
skaltu fara þér hægt í að afhjúpa það, ef eng-
in hætta er á ferðum. Með smá hugarflugi
tekst þér að láta þægilega reisu treysta
böndin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú kynnist einhverjum í dag sem
kemur eins og stormsveipur með ýmsar nýj-
ar hugmyndir. Líttu á það sem gjöf frá al-
heimsvitundinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ígrundaðu á hvern hátt þú getur
bætt samskipti þín við ættingja og fjölskyldu.
Reyndu að sýna umburðarlyndi þeim sem
minna mega sín.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér finnst þú bera skarðan hlut frá
borði þegar hvíld og afslöppun eru annars
vegar. Ekki bíða eftir því að afrekin hrannist
upp, þau gera það ekki nema þú lyftir litla
putta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sköpunargáfa þín er öflug um þessar
mundir. Innst inni þráir þú að komast út úr
rútínunni. Bjóddu einhverjum í kaffi eða
pitsu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það þarf ekki meira en eina ástúðlega
hugsun til þess að miðla orku ástarinnar í
þínum heimi á ný. Þú nærð alla leið ef þú vilt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki er allt sem sýnist og hafðu
það í huga ef þú ætlar að velja auðveldustu
leiðina til að vinna þér tíma. Vertu því þol-
inmóð/ur og gefðu öðrum tíma til þess að
skilja um hvað málið snýst.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú munt ná takmarki þínu ef þér
tekst að virkja annað fólk til að bera sinn
hluta byrðarinnar. Ef þér finnst eitthvað að
því ættirðu að hugleiða, hvað veldur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur reynt á þig að halda
heimilisfriðinn. Það fer aldrei úr tísku að vera
jákvæður. Vendu þig á að ganga strax frá eft-
ir þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Spurningar sem ekki hefur verið
svarað liggja í loftinu. Þér hættir til að gera
úlfalda úr mýflugu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt hugsanlega fá annað tæki-
færi til að þiggja starf sem þú hefur þegar
hafnað. Leystu eigin vandamál fyrst áður en
þú tekur að þér að hjálpa öðrum með sín.
Ekki er úr vegi að rifja upp limruHjálmars Freysteinssonar,
sem orti í apríl árið 2011 eftir að
samningurinn var felldur í þjóð-
aratkvæðagreiðslu:
Komið í bátinn er babb
nú breytast þrætur í rabb,
þegar menn fatt́að
þetta er satt að
Icesave var aprílgabb.
Og Jón Ingvar Jónsson orti í að-
draganda kosninga:
Öll við munum úti frjósa
ef að líkum kjörið fer.
Fráleitt þjóðin fer að kjósa
frið ef stríð í boði er.
Jón Karl Einarsson sendi Vísna-
horninu línu þar sem hann sagði
samninganefndina eiga allt okkar
þakklæti skilið:
Þakka ber okkar þrjósku sveit
þjóðinni er nú sælan vís.
Nú vil ég spyrja hvort nokkur veit
hvort niðurstaðan var bara grís?
Vigfús M. Vigfússon yrkir á fés-
bók:
Þú mátt vita þetta að
það er lítil viska;
að segja: „víst ég vissi það“
er varstu bara að giska.
Annars er furðulítið um kveð-
skap um Icesave á fésbókinni. Kisan
Jósefín Dietrich hringaði sig og
rifjaði upp atburði úr bernsku sinni:
Eitt sinn gekk ég út í skóg,
amma gamla skellihló,
því ég utanundir sló
úlfinn ljóta svo hann dó.
Bjarki Karlsson brá á leik með
kenningar og orti dýrt:
Hagla reiðir hrygling
hártagls tvinnum stagla
myglu kaffis kögglum
keyrifogl við þvoglu.
Frekt þar frák at sækti
fornhlut brauðs er kauði
súrs ok sætrar mæru
suðrá bæjum puðrask.
En svo leysir hann sjálfur upp úr
kenningum: „Hesturinn reiðir mál-
halta manninn með tveim pökkum
af sætabrauði. Ég frétti að gam-
almennið sem laumast suður á bæj-
um hafi með frekju sótt bróðurpart-
inn af sýrðu brauði og sætindum.“
Eða eins og við þekkjum vísuna
betur:
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Icesave, fésbók, kosn-
ingum og kenningum
Í klípu
„HÚN Á EKKI EFTIR AÐ LÁTA OKKUR
Í FRIÐI FYRR EN VIÐ TÖKUM ÞÁTT Í
ÞESSU 12 SKREFA DÆMI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ SETTIST UPP UM MIÐJA NÓTT
OG ÖSKRAÐIR: „NUDDA TVEIMUR
PRIKUM SAMAN!““
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... varanlegur
dansfélagi í
lífsins dansi.
DAG-
MAMMA
HUNDAR ÆTTU ALLS EKKI
AÐ DREKKA KAFFI. EINMITT.
VIÐ GERÐUM ÞAÐ Í GÆR!HVAÐ VILTU
GERA Í DAG,
HRÓLFUR?
EIGUM VIÐ AÐ RIFJA
UPP GAMLAR, GÓÐAR
STUNDIR?
Víkverji á börn í VerzlunarskólaÍslands og leggur leið sína
þangað nær daglega til að keyra
þau og/eða sækja. Mikið umferðar-
öngþveiti myndast við skólann upp
úr klukkan átta á morgnana enda
margir foreldrar augljóslega jafn-
almennilegir og Víkverji. Er þá
þröng á þingi.
x x x
Bílarnir mjakast áfram og ekkinægir að taka tillit til annarra
bíla, því svo virðist sem nemend-
urnir komi fótgangandi úr öllum
áttum. Flestir nota gangstéttar og
gangbrautir en alls ekki allir. Þegar
mest er minna þeir verzlingar einna
helst á uppvakninga, þar sem þeir
hengslast syfjulegir til skóla í
myrkrinu.
x x x
Bílakostur íslenskra framhalds-skólanema er ekkert slor og
komast færri að en vilja á bílaplani
Verzlunarskólans á morgnana.
Leggja ýmsir með æði frumlegum
hætti. Fræg er sagan af því þegar
sænski skiptineminn kom fyrsta
daginn í Verzló og gapti af undrun
þegar hann sá bílaflotann fyrir utan
skólann. „Mikið svakalega kenna
margir við þennan skóla!“ sagði
aumingja skiptineminn enda tíðkast
það ekki í heimalandi hans að fram-
haldsskólanemar eigi bíla.
x x x
Svo eru það símarnir. Enginn erunglingur með unglingum nema
hann eigi nýjustu kynslóð snjall-
síma og sé helst með hann fyrir
framan nefið öllum stundum. Það
gerir aðstæður við framhaldsskóla
landsins ennþá hættulegri. Að
ganga í mikilli umferð og senda
textaskilaboð um leið fer alls ekki
vel saman.
x x x
Víðar eru ungmenni í símanum.Víkverji var í brúðkaupsveislu á
dögunum þegar honum varð litið á
næsta borð, þótti það heldur hljóð-
látt. Skýringin var einföld: Allir
voru í símanum, ekki að tala í hann,
heldur lesa og/eða senda skilaboð.
Ætli meðalaldur borðverja hafi ekki
verið tæp þrjátíu ár. Sumsé engir
unglingar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Guði séu þakkir, sem gefur oss sig-
urinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
(Fyrra Korintubréf 15:57)
Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000
husgogn.is
Heill heimur
af ævintýrum