Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Bridssveit Erlu Við borðið eru frá vinstri: Halldór Einarsson, Jón Páll Sigurjónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Guðni Ingvarsson og Þórarinn Sófusson. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ísland vann Icesave-málið 2. Karlmaður varð úti á Kópaskeri 3. Gjörðir Breta komu þeim í koll 4. Matvæli sem þú ættir að forðast »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrsta stillan úr væntanlegri kvik- mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, er komin í umferð á netinu. Á henni sjást aðalleikarar myndarinnar, Den- zel Washington og Mark Wahlberg, ábúðarfullir og til í tuskið á gangi að ónefndum stað. Myndin er gerð eftir teiknimyndasögunni Boom! og verð- ur frumsýnd hér á landi 30. ágúst, ef marka má kvikmyndavefinn Internet Movie Database. Fyrsta stillan úr 2 Guns Baltasars  Alþjóðlega kvikmynda- og mynd- bandslistahátíðin 700IS Hreindýra- land, sem haldin hefur verið árlega á Fljótsdalshéraði sl. átta ár, verður með sýningu í Norræna húsinu 7.-10. febrúar nk. og verður hún hluti af Vetrarhátíð. Kristín Scheving, stjórn- andi 700IS Hreindýralands, starfar hjá Norræna húsinu og hefur henni verið boðið að halda sýningar með úrvali verka frá hátíðinni um allan heim hin síðustu ár. Í apríl nk. fer hún til Hong Kong og sýnir þar 11 verk eft- ir Steinu og Woody Vasulka auk 15 annarra verka eftir listamenn sem búsettir eru hér á landi. Steina mun halda fyrirlestur um myndlist sína á hátíðinni. Þá hefur Kristínu einnig verið boðið að sýna íslensk verk á Orkneyjum, í Beirút, á Fil- ippseyjum, Marseille og í Perú á þessu ári, skv. tilkynn- ingu. Hreindýraland fer víða um heim Á miðvikudag Norðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast norð- vestantil. Él, einkum nyrðra og eystra. Vægt frost, en hiti 0 til 5 stig við suðurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 3-14 m/s, hvassast norðvestantil og við norðausturströndina. Yfirleitt þurrt suðvestanlands, annars slydda eða snjókoma. Hiti 1-5 stig. VEÐUR Sturla Snær Snorrason er landsliðsmaður á skíðum og í íshokkíi. Hann þurfti að velja á milli heims- meistaramóta núna í byrj- un árs, fór ekki með 20 ára landsliðinu í íshokkíi til Belgrad og er í staðinn á leið á heimsmeist- aramótið í alpagreinum í Schladming. Sturla segir að ágætt sé að æfa þess- ar tvær greinar samhliða. »3 Landsliðsmaður í tveimur greinum Tekur Aron Jóhannsson rétt skref á ferlinum með því að ganga til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi? Hann mun að óbreyttu skrifa undir samning við félagið í dag eftir að hafa geng- ist undir læknis- skoðun í gær. Talið er að kaupverðið sé nálægt 280 milljónum króna. »1 Tekur Aron rétta skrefið á ferlinum? Óvæntum úrslitum í ensku bikar- keppninni í fótbolta hefur fækkað í seinni tíð, eftir því sem bilið á milli bestu liða Englands og annarra hefur smám saman farið vaxandi. En nú virðist það vera að breytast í rétta átt á ný. Um síðustu helgi urðu mörg óvænt úrslit í fjórðu umferð keppninnar og það er langt síðan jafn- mörg lið úr efstu deild hafa fallið fyrir lægra skrifuðum andstæðingum. »2 Enn á ný töfraljómi yfir enska bikarnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er toppurinn á ferlinum,“ segir Erla Sigurjónsdóttir, sem er 76 ára og leiddi bridssveit sína í 4.-5. sæti á bridshátíð Bridgesambands Íslands á Hótel Reykjavík Natura um helgina. „Það er líka mikil reynsla og hár aldur á þessari sveit, samtals 358 ár. Það eru ekki margar sveitir sem ná því.“ Erla segir að spilamennska hafn- firsku sveitarinnar hafi verið þétt. Hún hafi fljótlega skipað sér í fremstu röð og hafi spilað við allar sterkustu sveitirnar. Erlendar sveit- ir skipuðu fyrstu þrjú sætin en síðan komu tvær íslenskar sveitir. „Ég átti ekki von á þessu,“ segir Erla um árangur sveitar sinnar í keppni 94 sveita. „Þetta var frekar óvænt, en það getur allt gerst í þessu.“ Tilviljun réði því að Erla byrjaði að spila brids af alvöru fyrir um 40 árum. „Það var mikið rigningar- sumar og við hjónin fengum reglu- lega tvo Dani í kaffi,“ rifjar hún upp. „Þeir spiluðu brids og því tókum við slag. Svo sá ég auglýsingu um brids- mót og vildi vita hvar við stæðum. Við tókum þátt í tvímenningi og urð- um neðst. Annað par var á svipuðum nótum og boltinn fór að rúlla. Við tókum þátt í keppni og unnum og þá varð ekki aftur snúið.“ Vítamínsprauta Undanfarin 40 ár hefur Erla látið til sín taka við græna borðið. Hún er margfaldur Íslandsmeistari kvenna og hefur verið með á bridshátíðinni frá byrjun. „4. til 5. sætið er besti árangur minn á þessu móti,“ segir hún. „Bridsið er eins og vítamín- sprauta. Það gerir ansi mikið fyrir mann, er góð heilaleikfimi. Það er ótrúlega gaman að þessu.“ Erla bætir við að hún sé mikil keppn- iskona og því fylgi ákveðin spenna að vilja standa sig. „Það losnar ein- hver kraftur og hann heldur manni við efnið. Það er líka algerlega frá- bært þegar allt gengur í haginn. Það er mikið keppnisskap í mér og ég er aldrei sátt nema það gangi sæmi- lega.“ Þó að Erla hafi ekki byrjað að keppa á mótum fyrr en fyrir um 40 árum kynntist hún vel bridsinu sem barn. „Foreldrar mínir spiluðu mik- ið og pabbi pantaði allt um brids frá Svíþjóð. Þau spiluðu við önnur hjón vikulega eins lengi og ég man eftir mér. Ég var ekki gömul þegar ég var sett í sætið og sagt að gera eitt- hvað á meðan mamma fór að hella upp á kaffi eða gera eitthvað annað, og svo var ég hundskömmuð fyrir að gera einhverja vitleysu!“ Erla var lengi í landsliði kvenna og hefur spilað víða. „Ég hef spilað úti um allar heimsins þorpagrundir, meðal annars tvisvar í Las Vegas, í Orlando, Króatíu, Svíþjóð, Írlandi, Danmörku og á Madeira. Næst er það sveitakeppni hjá konunum.“ Toppurinn á 40 ára ferli  Hefur alltaf verið með á bridshátíð og aldrei staðið sig betur en nú, 76 ára Bridshátíðin Icelandair – Reykjavík Bridge Festival fór fram á Hótel Reykjavík Natura dagana 24.-27. janúar sl. Þetta var fjölmennasta bridsmót sem haldið hefur verið hér á landi, en keppendur voru 420, þar af var um helmingur erlendir keppendur og á meðal þátttak- enda voru nokkrir af bestu bridsspilurum heims. Mótið hefur farið fram ár- lega síðan 1982. Fyrsta árið tóku 36 pör þátt í keppninni auk sex liða í liðakeppni. Rol- and Rohowsky og Jörg Fritsche frá Þýskalandi sigruðu nú í 156 para tvímenningskeppni og í öðru sæti voru Bjarni Ein- arsson og Aðalsteinn Jörg- ensen. Aldrei fleiri BRIDSHÁTÍÐ FRÁ 1982

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.