Morgunblaðið - 29.01.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er á fullu núna aðbæta tíu kílómetra tím-ann minn. Ég ætla aðhlaupa hálft maraþon í
vor á betri tíma en ég gerði síðast.
Ég hef engan sérstakan áhuga á að
hlaupa heilt maraþon, ég vil frekar
hlaupa hraðar heldur en að hlaupa
lengri vegalengd,“ segir Diljá Ru-
dolfsdóttir en hún er í hlaupaklúbbi
úti í Edinborg þar sem hún hefur
búið undanfarin tæp fjögur ár. Hún
er á lokaári í The University of Ed-
inburgh, þar sem hún leggur stund á
gervigreind og tekur sálfræði sem
hliðarfag. Diljá segist hafa farið
strax í hlaupaklúbb þegar hún byrj-
aði í skólanum en fyrstu tvö árin
hljóp hún aðeins með þeim einu
sinni til tvisvar í viku, rétt til að
halda sér í formi. „Á þriðja ári var
ég beðin um að taka að mér verkefni
innan klúbbsins sem fólst í því að
fara með hóp einu sinni í viku og
hlaupa. Þá fór mér að finnast meira
gaman og frábært að kynnast öllu
þessu fólki með mikinn hlaupa-
áhuga. Þetta smitast.“
Hlaupið í drullu og skógi
Fyrir rúmu ári fór hún að æfa
fyrir fyrsta hálfmaraþonið sitt „Þá
hljóp ég fimm sinnum í viku og ég
hef haldið því áfram síðan þá. Ég
hljóp hálft maraþon síðastliðið vor í
Edinborg og ég hljóp annað hálft
maraþon í Amsterdam síðastliðið
haust,“ segir Diljá sem er líka ritari
í stjórn hlaupaklúbbsins en því
fylgir heilmikil vinna. „Við fjögur
sem erum í stjórninni sjáum í raun
um allt sem tengist klúbbnum. Til
dæmis tökum við alltaf þátt í Scott-
ish Universities Cross Country
Championships, sem er víðavangs-
hlaup þar sem hlaupið er utan vega,
í drullu og gegnum skóg. Allir
skoskir háskólar taka þátt og
hlaupaklúbburinn minn hefur staðið
uppi sem sigurvegari undanfarin sex
Ég vil frekar hlaupa
hratt en langt
Hún þurfti að velja á milli þess að vera rosalega fyndin og í slæmu líkamlegu
formi, eða vera í rosa góðu hlaupaformi og ekki alveg jafn fyndin. Hún valdi að
hætta í uppistandi en einbeita sér að hlaupi. Hún býr í Edinborg þar sem hún
leggur stund á nám í gervigreind og sálfræði og hefur fengið vinnu við fagið.
Uppistandari Diljá tók m.a. fyrir þorskastríðið í uppistandi sínu.
Fagnar Diljá með þjóðfána sinn að nýloknu hálfmaraþoni í Edinborg í vor.
Vefsíðan blisstree.com er lífs-
stílstengd vefsíða um ýmislegt er
tengist almennri heilsu og vellíðan.
Hér má lesa greinar um bæði lík-
amlega og andlega heilsu, fréttir af
fræga fólkinu og nýjasta heilsuæði
þess og margt fleira. Á vefsíðunni
getur þú t.d. sótt þér góð ráð til að
sofna auðveldar og sofa betur eða
lesa athyglisverðar fréttir úr heimi
matvælaframleiðslu.
Stundum er gott að sækja inn-
blástur og afþreyingu að einhverju
leyti á svona síður. Það getur nefni-
lega líka hjálpað manni með góðum
ráðum um hvernig megi berjast við
flensuna eða koma sér af stað út að
ganga eða hlaupa. Nú eða bara læra
að slaka almennilega á, jafnvel með
góðum ilmkjarnaolíum eða einföldum
æfingum.Víkkaðu sjóndeildarhring-
inn og kíktu á vefsíðuna blisstree-
.com til afþreyingar og fræðslu.
Vefsíðan www.blisstree.com
Afslöppun Nauðsynlegt er öðru hverju að skipta um umhverfi og kúpla sig út.
Fróðleikur og afþreying í bland
Göngu-Hrólfur og Vita sport halda
kynningarfund þriðjudaginn næst-
komandi, 7. febrúar kl. 18.00, á
Hótel Hilton. Á fundinum verða
kynntar gönguferðir á Gran Can-
aria, í Andalúsíu, á Madeira, tvær
gönguferðir í Toscana, jurta- og
sælkeraferð og gönguferð. Einnig
verður kynnt pílagrímaganga í fót-
spor Nikulásar Bergssonar þar sem
sagnaþulurinn Magnús Jónsson
leiðir gönguna og fræðir göngu-
menn um sögu liðinna alda. Göngu-
Hrólfur hefur skipulagt og séð um
gönguferðir síðan 1998.
Fyrst á eigin vegum, síðan í sam-
vinnu við íþróttadeild Úrvals/
Útsýnar og nú með Vita sport. Vert
er að heimsækja vefsíðuna
www.gonguhrolfur.is til að leita sér
nánari upplýsinga um ýmsar ferðir.
Endilega…
…kynnið ykkur gönguleiðir
Toskana Fallegt svæði til göngu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Hugmyndir og tillögur:
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
Kolbeinn Kolbeinsson, forstjóri Ístaks
Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland
Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA
Innskot úr íslensku atvinnulífi – í tærum og ferskum litum.
Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SA
Samantekt: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA
Þátttakendur fá nýtt tímarit SA sem kemur út sama dag.
Boðið verður upp á kraftmikla morgunhressingu frá kl. 8.
FLEIRI STÖRF – BETRI STÖRF!
Opinn fundur SA í Hörpu - Silfurbergi - fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30-10.
SKRÁNING Á WWW.SA.IS