Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 20
20 rannsóknarseturs um kerfislæga áhættu á fjármálamörkuðum við London School of Economics (LSE), segir í samtali við Morgunblaðið mikilvægt að draga ekki of víðtækar ályktanir um þau efnahagslegu áhrif sem niðurstaða dómsins gæti haft fyrir Ísland. „Áhrifin eru vitaskuld jákvæð, en vandamálin sem íslenska hagkerfið glímir enn sem fyrr við eru fyrst og fremst heimatilbúin og lúta að því að stjórnvöld hafa ekki búið svo um hnútana að Ísland sé áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir erlenda fjár- festa. Þrátt fyrir að þessi dómur hafi fallið Íslandi í hag þá mun sú niður- staða ekki breyta miklu varðandi þann óleysta vanda. Það þarf því miklu meira að gerast til að bæta stöðuna,“ segir Jón. Á sama tíma og flestir íslenskir álitsgjafar á sviði efnahagsmála töl- uðu fyrir því að Ísland samþykkti fyrsta Icesave-samninginn við Hol- lendinga og Breta árið 2009 – Svav- arssamninginn svonefnda – þá ritaði Jón grein í Morgunblaðið strax í lok júní sama ár þar sem hann sagði að Alþingi yrði að fella þann samning. „Það liggur fyrir að kostnaður vegna þess samnings fyrir íslenska skatt- greiðendur hefði verið yfir 200 millj- arðar sem hefði þurft að greiða í gjaldeyri,“ segir Jón. Aðspurður segir Jón að ráðamenn Evrópusambandsins hafi að öllum líkindum í raun ekki viljað vinna mál- ið gegn Íslandi. „Slík niðurstaða hefði þýtt að búin hefði verið til bein skuld- binding á ríkissjóði um að baktryggja innstæðueigendur þvert yfir landa- mæri. Stjórnvöld skilja hins vegar að ef þau lenda í sömu aðstæðum og Ís- land í framtíðinni þá vilja þau geta gripið til sömu aðgerða og íslenska ríkið gerði haustið 2008. Ég held því að það hafi verið takmarkaður vilji hjá evrópskum ráðamönnum að vinna þetta mál.“ Liður í afnámi hafta Sumir viðmælendur Morgunblaðsins benda á að niðurstaða málsins ætti að hafa jákvæð áhrif á mögulega erlenda lánsfjármögnun íslenskra fyrirtækja og gæti jafnframt verið skref í átt að afnámi hafta. Á það er bent í mark- aðspunktum Greiningardeildar Arion banka að niðurstaða málsins muni liðka enn frekar fyrir endur- fjármögnun íslenska ríkisins á er- lendum mörkuðum. Sömuleiðis standi líkur til að lánskjör ríkissjóðs verði betri en ella. Greinendur Arion banka eru enn- fremur þeirrar skoðunar að nú þegar Icesave-málið er út af borðinu þá megi ætla að úrbætur á erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins – sem veru- leg óvissa hefur verið um síðustu misseri – verði reistar á traustari grunni. Þannig verði þátttaka ís- lenskra og erlendra langtímafjárfesta í íslensku atvinnulífi mun líklegri og krefjist lægri ávöxtunarkröfu. Óvissu aflétt í efnahagsmálum Morgunblaðið/Kristinn Þrætuepli Icesave-málinu var tvívegis hafnað í þjóðaratkvæðisgreiðslu.  Sigur Íslands í Icesave-málinu eyðir óvissu um skuldbindingar ríkissjóðs  Væntingar um bætt lánshæfismat ríkisins  Jón Daníelsson telur ekki ólíklegt að ESB hafi í raun ekki viljað vinna málið Már Guðmunds- son seðla- bankastjóri segir niðurstöðu Ice- save-málsins mjög jákvæða og að hún skapi grundvöll fyrir bætt lánshæf- ismat íslenska ríkisins. Að mati Más þá skemmdu gjörðir Breta mögulega fyrir þeim í málinu. „Mér finnst athyglisvert að vísað sé til erfiðleika Íslands, þótt Íslendingar hefðu viljað greiða þessar innistæðutrygg- ingar, þá var það ekki hægt á þess- um tímapunkti. Það sem meira er, þá virðist mér á einum stað vera vísað til þess að aðgerðir breskra stjórnvalda hafi gert þeim það enn erfiðara. Þannig að þarna er komin upp sú staða að það sem bresk stjórnvöld gerðu er að koma þeim í koll í þessari dómsniðurstöðu að nokkru leyti.“ Gjörðir Breta komu þeim í koll NIÐURSTAÐAN GRUNDVÖLLUR FYRIR BÆTT LÁNSHÆFISMAT Már Guðmundsson                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.,, ,/+.0+ +,1.2, ,3./2- ,3.+-, +2.-1, +3-.3- +.4+31 +21.25 +0,.31 +,-.53 ,/,., +,0.,2 ,3.+11 ,3.,5 +2.2, +3-.00 +.4+00 +20.54 +0,.-4 ,34./-,+ +,-.-4 ,/,.12 +,0.11 ,3.,34 ,3.3+- +2.20- +32.+1 +.4,+- +2-.+3 +03.3, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Heimild: Tölur frá fjármálaráðuneytinu í maí 2012. Sá samningur sem íslensk stjórnvöld, undir forystu Svavars Gestssonar, undirrituðu við Breta og Hollendinga árið 2009 gerði ráð fyrir að ekki yrðu greiddar afborganir og vextir fyrr en um mitt ár 2016. Icesave 2 og Icesave 3 samningunum var hafnað í þjóðaratkvæðugreiðslum árið 2010 og 2011. Rétt er að geta þess að miðað við áætlanir á árunum 2009 og 2010 var búist við því að kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave gæti orðið mun meiri en þessar tölur sýna - tugi ef ekki hundruð milljörðum króna hærri.” Svavars- samningurinn 213 ma. kr. Icesave 2 146 ma. kr. Icesave 3 Buchheit samningurinn 64 ma. kr. Hvað hefðu Icesave-samningar kostað Ísland? Hreinn kostnaður íslenska ríkisins FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Með fullnaðarsigri Íslands í Icesave- málinu hefur umtalsverðum óvissu- þætti um skuldbindingar ríkissjóðs og efnahagshorfur Íslands verið rutt úr vegi. Væntingar eru ennfremur um að alþjóðlegu lánshæfismatsfyrir- tækin muni í kjölfarið uppfæra láns- hæfiseinkunn íslenska ríkisins. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamark- aði sem Morgunblaðið leitaði til í gær. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri eignastýringar MP banka og einn af forsvarsmönnum Indefence-hópsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir að þessi niðurstaða marki ekki endilega vendipunkt varðandi efnahagshorfur Íslands þá sé ljóst að áhrifin séu já- kvæð. „Það sem mestu máli skiptir er að með sigri Íslands í þessu máli hef- ur óvissu um skuldbindingar ríkis- sjóðs verið eytt en bæði Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og lánshæfismats- fyrirtækin höfðu talið mögulegan kostnað ríkisins vegna Icesave veru- legan áhættuþátt fyrir íslenska hag- kerfið.“ Öll þrjú lánshæfismatsfyrirtækin – Moody’s, Standard & Poor’s og Fitch – eru með íslenska ríkið í lægsta þrepi fjárfestingarflokksins. Ekki er þó líklegt að dómsniðurstaðan muni leiða til skjótra breytinga fyrir láns- hæfiseinkunn íslenska ríkisins hjá S&P og Fitch, en bæði fyrirtækin hafa talið efnahagshorfur Íslands stöðugar. Haft var eftir Eileen Zhang, sérfræðingi hjá S&P, á Bloomberg-fréttaveitunni í gær að niðurstaðan muni á þessari stundu ekki hafa mikil áhrif á mat þess á lánshæfiseinkunn ríksins. Hins vegar má leiða að því líkur að Moody’s muni breyta horfum sínum úr neikvæðum í stöðugar. Jón Daníelsson, forstöðumaður MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Icesave-málið rataði á síður fjölda erlendra fréttamiðla í gær. Breska blaðið Financial Times sagði m.a. að Ísland hefði unnið óvæntan sigur. Þá var norski Aftenposten með stóra samantekt á málinu og í við- skiptahluta danska blaðsins Berl- ingske var haft eftir Lars Christen- sen, aðalhagfræðingi Danske Bank, að niðurstaðan væri gífurlegur léttir fyrir Ísland. Christensen segir jafn- framt: „Þótt þetta sé sigur íslensks efnahagslífs, verður ekki annað sagt en að þetta sé visst áfall fyrir rík- isstjórn Íslands.“ Margir erlendir fjölmiðlar fjölluðu um Icesave í gær FT Financial Times sagði í gær að sigur Íslands væri óvæntur. ● Gengi hluta- bréfa hækkaði talsvert í Kaup- höllinni í gær eftir að EFTA- dómstóllinn sýknaði Ísland í Icesave-málinu. Gengi hluta- bréfa Icelandair Group hafði hækkað um 3,10% um kl. 15.30 í gær og stóð hlut- urinn þá í 9,65. Á sama tíma hafði gengi bréfa Eim- skips hækkað um 2,20% og stóð í 255. Hlutabréf Haga höfðu á sama tíma hækkað um 1,87%. gengi bréfa Marel um 2,65%. Hækkun í Kauphöllinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.