Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Íslensk-kanadískir risahrærigraut-
artónleikar verða haldnir á
skemmtistaðnum Faktorý í kvöld
en á þeim koma fram Prins Póló,
Benni Hemm Hemm og kanadísku
tónlistarmennirnir Woodpigeon,
Clinton St. John, Samantha Savage
Smith og Laura Leif. Þessir tónlist-
armenn og hljómsveitir vinna sam-
an þessa dagana að umfangsmiklu
verkefni, að því er fram kemur í til-
kynningu, leika saman á tónleikum
á Íslandi og í Kanada og munu svo
taka upp afrakstur samstarfsins í
Banff Centre listamiðstöðinni í
Kanada. Um tónleikana segir að
þeir verði með óhefðbundnu sniði,
hljómsveitirnar muni bæði leika
eigið efni hver fyrir sig og koma
saman allar á sviði og spila fyrir
áheyrendur. Að tónleikum loknum
halda Prins Póló og Benni Hemm
Hemm til Kanada og endurtaka
leikinn þar. Tónleikastaðurinn á Ís-
landi, Faktorý, verður opnaður kl.
21 í kvöld en tónleikarnir hefjast
klukkustund síðar.
Hræringur Benni leikur á Faktorý í
kvöld og heldur svo til Kanada.
Íslensk-kanadískur
hrærigrautur á
Faktorý í kvöld
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Dansarinn og danshöfundurinn Sig-
ríður Soffía Níelsdóttir og Marino
Thorlacius ljósmyndari hafa undan-
farið verið að vinna að stuttmynd
sem sýnd verður á vormánuðum og
nefnist Requiem. Í henni eru hreyf-
ingar sóttar í trúarbrögð, dans eða
annars konar endurtekna hreyfingu
sem fólk stundar og endurtekur með
það að markmiði að komast nær guði
sínum eða guðum. Barði Jóhannsson
semur tónlist fyrir myndina og í
henni koma fram Sigríður og leik-
arinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hild-
ur Yeoman tískuhönnuður sér um
stíliseringu.
„Byrjunarpunktur hugmynda-
vinnunnar var hugurinn og mögu-
leikinn á því að stjórna honum með
líkamanum,“ segir Sigríður um hug-
myndina að baki myndinni. „Við
hugmyndavinnuna söfnuðum við
saman blaðagreinum um svefnrann-
sóknir og mismunandi skynjun fólks
á raunveruleikanum. Hvernig fólk
skynjar mun milli drauma og minn-
inga,“ segir hún. Þá hafi einnig verið
leitað innblásturs í greinum um
drómasýki, þar sem líkami og hugur
fylgist ekki að. Sigríður segir áhuga-
vert að sjá hversu viðkvæmur hugur
mannsins sé, svefnleysi geti jafnvel
valdið geðtruflunum og ofskynj-
unum. „Í því samhengi fórum við að
skoða hvaða leiðir maðurinn hefur
notað í aldanna rás til hugarstjórn-
unar og huggunar, þ.e. í hreyfingu.“
Unnu í sama verkefni
Sigríður hefur áður gert dans-
stuttmyndir, Uniform Sierra árið
2008 og Children of Eve árið 2010.
Fyrrnefnda myndin hlaut verðlaun
sem besta myndin á hátíðinni Act-
festival á Bilbao á Spáni árið 2008 og
var sýnd víða á hátíðum, á Norður-
löndunum, í Frakklandi, Belgíu og
Ástralíu. Requiem er fyrsta stutt-
myndin sem hún gerir með Marino.
„Við unnum í sama verkefni á Paris
Fashion Week, þar sem Marino var
að mynda tískusýningu Sruli Recht
sem ég var að dansa í og byrjuðum
þar að ræða samstarf. Hugmyndin
kom út frá sameiginlegum áhuga á
að fanga hreyfingu á mynd,“ segir
hún um samstarf þeirra.
En af hverju er dansari og dans-
höfundur að gera stuttmyndir?
„Það sem heillar mig við dans í
kvikmyndagerð er að fá að stjórna
algjörlega því sem áhorfandinn sér.
Að geta leitt áhorfandann gegnum
fegurð hreyfinga og smáatriða sem
leikhússviðið nær ekki að skila
vegna fjarlægðar og stærðar,“ svar-
ar Sigríður. „Það sem gerir dans-
myndina áhugaverða er að enn er
ekkert staðlað form eða reglur til
um fyrirbærið og allt því leyfilegt
hvað varðar byggingu og gerð.
Áhersla er lögð á sterkar, sjónrænar
myndir, hreyfingu og orku í stað
rökrænnar söguframvindu.“
Tungumál sem allir skilja
Sigríður bendir á að dansmynda-
formið eða hreyfimiðaðar stutt-
myndir sé ungt fyrirbæri hér á
landi. Íslenskar dansmyndir hafi þó
farið víða og hlotið viðurkenningar
og margir kvikmyndagerðarmenn
séu að uppgötva þennan heim. „Í
dag má finna um 150 dansmyndahá-
tíðir um allan heim en slíkar hátíðir
hafa verið í miklum vexti síðasta ára-
tuginn og nýjar hátíðir spretta upp á
hverju ári,“ segir Sigríður. Mark-
hópur þeirra sé fólk á öllum aldri og
af öllum þjóðernum því dans og
hreyfing sé alþjóðlegt tungumál sem
allir skilji. Nánari upplýsingar um
stuttmyndina má finna á www.re-
quiemshortfilm.com og stiklu fyrir
hana á slóðinni vimeo.com/57927128.
Hreyfing og orka í stað
rökrænnar söguframvindu
Sigríður Soffía og Marino Thorlacius gera stuttmynd
Heillandi Úr Requiem. „Það sem heillar mig við dans í kvikmyndagerð er að fá að stjórna algjörlega því sem áhorf-
andinn sér,“ segir Sigríður Soffía, einn höfunda stuttmyndarinnar sem Barði Jóhannsson semur tónlistina við.
Kyrrð Sigríður Soffía íhugul á svip í stillu úr Requiem.
Ljósmyndir/Marino Thorlacius
NAOMI WATTS
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
100/100
„Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir
sem fólk verður að sjá á árinu.“
100/100
„Ógnvænlega vel gerð.“
NAOMI WATTS TILNEFND
TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
ITS PART JASON BOURNE,
PART DIRTY HARRY.
-EMPIRE
-TOTAL FILM
-THE HOLLYWOOD REPORTER
MÖGNUÐ NÝ ÍSLENSK MYND
“THE BEST FILM OF “SPELLBINDING
DGA
AWARD NOMINEE
BEST DIRECTOR
PGA
AWARD NOMINEE
BEST PICTURE OF THE YEAR
WGA
AWARD NOMINEE
BEST ADAPTED SCREENPLAY
SAG AWARD®
N O M I N A T I O N S
OUTSTANDING PERFORMANCE BY A
MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE
OUTSTANDING PERFORMANCE BY A
CAST IN A MOTION PICTURE
2
ACADEMY AWARD
®
NOMINATIONS7
INCLUDING
BEST PICTURE
GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY
WINNER
BEST PICTURE BEST DIRECTOR
CRITICS CHOICE AWARDS
BEN AFFLECK
WINNER
BEST PICTURE BEST DIRECTOR
GOLDEN GLOBE® AWARDS
DRAMA
7 TILN FNING R TILÓSKARSVERÐLAUNA
BESTA MYND
BESTA YND
BESTA MYND
BESTI LEIKSTJÓRI
BESTI LEIKSTJÓ I
SIGURVEGA I
MEÐAL ANNARS
SIGURVEGA I
-MBL
-FBL
FRÁBÆR MYND MEÐ
GERALD BUTLER OG ELISABETH SUE
SURPRISING
-ROGER EBERT
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
ÞAU ERU KOMIN AFTUR
NÚ Í FRÁBÆRRI ÞRÍVÍDD
SKRÍMSLIN SEM ALLIR ELSKA
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
GANGSTER SQUAD KL. 6 - 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
XL KL. 10:30
CHASING MAVERICKS KL. 8
JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40
HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 8:30
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50
KRINGLUNNI
GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30
XL KL. 6 - 8 - 10:10
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
DJANGO UNCHAINED KL. 8 - 10:30
JACK REACHER KL. 8 - 10:40
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8
ARGO KL. 5:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:20
XL KL. 8
CHASING MAVERICKS KL. 10:10
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 6
AKUREYRI
GANGSTER SQUAD KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6
XL KL. 10:20
CHASING MAVERICKS KL. 6
JACK REACHER KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 8
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
TILB
OÐ
Á Krúsku færðu:
heilsusamlegan mat,
kjúklingarétti, grænmetisrétti,
fersk salöt, heilsudrykki,
súkkulaðiköku,
gæðakaffi frá
Kaffitár og
fallega
stemningu.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI
Næring fyrir líkama og sál