Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Bíólistinn 25.-27. janúar 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Django Unchained Gangster Squad Vesalingarnir (Les Misérables) The Hobbit: An Unexpected Journey 3D Life of Pi The Impossible Monsters Inc 3D Jack Reacher Hvíti Kóalabjörninn (Outback) XL 1 Ný Ný 2 4 3 Ný 5 7 6 2 1 1 5 7 6 1 3 4 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kvikmynd Quentins Tarantinos, Django Unchained, er sú sem hæstar tekjur hlutust af í miðasölu í kvik- myndahúsum hér á landi yfir helgina, aðra vikuna í röð. Næst henni kemur Gangster Squad sem frumsýnd var fyrir helgi og kvik- myndin Les Misérables, eða Vesa- lingarnir, naut einnig mikillar að- sóknar um helgina en hún er gagnrýnd í Morgunblaðinu í dag á bls. 40. Nær 72.000 miðar hafa svo verið seldir á Hobbitann sem er í fjórða sæti en sú mynd hefur verið sýnd í fimm vikur. Bíóaðsókn helgarinnar Django situr sem fastast Vinsæll Jamie Foxx í hlutverki hetj- unnar Django í Django Unchained. „Hvað ef? Íslandssagan sem gæti hafa gerst“ er yfirskrift erindis sem Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, flyt- ur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Fyrirlest- urinn er hluti af hádegisfyr- irlestraröð Sagnfræðingafélags Ís- lands og er öllum opinn. „Í sagnfræðinni takast á tvö sjón- armið. Annars vegar er það hug- myndin um að sagan sé lang- tímaþróun þar sem eitt leiði af öðru og þegar litið sé um öxl megi sjá að það hafi verið óumflýjanlegt að svo fór sem fór. Hins vegar er það hug- myndin um að allt sé eintóm ring- ulreið, þar sem atburðir ráðast af til- viljunum og hefðu auðveldlega getað farið á annan veg. Í grófum dráttum má segja að vinstrisinnaðir sagnfræðingar aðhyllist fyrra sjón- armiðið, en þeir hægrisinnuðu hampa frekar seinna sjónarmiðinu,“ segir Guðni og bætir við: „Um leið og maður spyr „hvað ef“ er hætt við því að maður missi fótanna og hætti að sjá samhengi eða þróun og skynji bara ringulreiðina. En á móti kemur að ef við sjáum söguna sem óumflýj- anlega þá verðum við eins og pínu- litlir maurar í risastóru gangvirki og ábyrgð einstaklinga sem og möguleikar til að hafa áhrif hverf- ur.“ Spurður hvaða sögulegu atburði hann ætli að fjalla um í fyrirlestri sínum í dag með „hvað ef“-hugarfari segist Guðni ætla að koma víða við. „Ég mun t.d. skoða hvað hefði getað gerst ef Íslendingar hefðu ekki gengist undir Gamla sáttmála; hvað ef við hefðum orðið hluti Bretaveldis einhvern tímann á síðmiðöldum; hvað ef hér hefðu verið lagðar járn- brautir og stóriðja hafist snemma á síðustu öld, hvað ef Þjóðverjar hefðu hertekið Ísland í seinni heimsstyrj- öld, hvað ef bönkunum hefðu verið settar einhverjar skorður árið 2006 og hvað ef það hefði orðið eldgos of- an Hafnarfjarðar í janúar 2013.“ Aðspurður segir Guðni gagnlegt og hollt að hugsa um það sem hefði getað gerst því möguleikarnir séu svo margir. „Auk þess hjálpar „hvað ef“-skoðun okkur við að skilja það sem gerðist, því við verðum að setja okkur í spor valdhafa hverju sinni og velta fyrir okkur hvaða valkosti þeir höfðu. Við verðum líka að við- urkenna vægi tilviljana. Styrjaldir geta t.d. breytt mjög miklu fyrir líf almennings, jafnvel til langframa, og þar getur skilið milli sigurs og ósigurs hvernig veðurfarið var sem og mistök eins herforingja. Það má því ekki útiloka tilviljanir og vægi þeirra í sögulegri þróun.“ silja@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Sagnfræðingur Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir gagnlegt að skoða söguna með „hvað ef“-hugarfari til þess að skilja betur liðna atburði. Íslandssagan sem gæti hafa gerst  Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Súper-Sóló-Nights nefnist ný dans- viðburðaröð sem hefur göngu sína í kvöld í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30, og verður boðið upp á viðburðinn á þriggja mánaða fresti. Fyrir hvern viðburð verður þrem eða fjórum danslistamönn- um, innlendum sem erlendum, boðið að semja sólódansa út frá ákveðnu þema og sýna þá á netinu, á vefnum cho- reography.is. Það er hópurinn Cho- reography Reykjavík sem sér um viðburðina en hann skipa danslistamennirnir Ás- rún Magnúsdóttir, Alexander Ro- berts, Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Clara Folenius og Hrafnhildur Ein- arsdóttir. Verkunum verður varpað af netinu á Dansverkstæðinu í kvöld en þeir sem eiga ekki heimangengt geta horft á þau fyrrnefndum vef. Google Hangouts kveikjan „Við Alexander tókum þátt í mál- þingi í Portúgal sem fór fram á net- inu, á Google Hangouts sem er eins og Skype nema að þú ert með marga að tala saman í einu í sama vefrými. Okkur fannst alveg magnað að það væri hægt að gera þetta á netinu og fórum að ræða þetta frekar við hina í Choreography Reykjavík. Þá kom upp sú hugmynd að fá erlenda dans- ara og danshöfunda til að semja sóló og sýna í gegnum netið,“ segir Ás- gerður, einn meðlima Choreography Reykjavík, spurð að því hvernig hugmyndin að þessari viðburðaröð hafi kviknað. „Á Íslandi fáum við fáa erlenda danslistamenn þannig að okkur fannst þetta frábært tækifæri til að flytja þá til landsins.“ Ásgerð- ur segir að einnig verði boðið upp á súpu á Dansverkstæðinu í kvöld sem sköpuð verði út frá þemanu en þema fyrsta Súper-Sóló-kvöldsins er „Beyoncé De Keersmaker“. Er þar vísað í hneykslismál innan dans- heimsins sem kom upp í fyrra, þegar hin heimskunna bandaríska tónlist- arkona Beyoncé stældi dansverk belgíska danshöfundarins Önnu Theresu De Keersmaker, „Achter- land“ og „Rosas Danst Rosas“, í tón- listarmyndbandi við lag sitt „Count- down“ (líkindin eru afar mikil, eins og sjá má á myndbandi á YouTube: youtube.com/watch?v=3Ha- WxhbhH4c). Þeir sem verk eiga á þessu fyrsta Súper-Sóló-kvöldi eru Berglind Pétursdóttir frá Íslandi, Freya Ólafson frá Kanada, Jessyka Watson-Galbraith frá Svíþjóð og Florentina Holzinger og Vincent Riebeek frá Hollandi. Rétt eða rangt? Ásgerður segir fyrrnefnd verk Keersmakers þekkt, þau sem Beyoncé stældi, og spurningar hafi vaknað í fyrra um það hver ætti höf- undarréttinn á hreyfingum í dans- verkum. Beyoncé hafi ekki haft neitt samráð við danshöfundinn. Ásgerð- ur bendir á að danshöfundar eigi það líka til að nota tónlist þekktra tónlistarmanna án leyfis. „Það er spurning hvort þetta sé rétt eða rangt,“ segir Ásgerður um þetta til- tekna Beyoncé/Keersmaker-mál. Í kvöld verði málið þema ólíkra dans- höfunda og forvitnilegt verði að sjá hvernig þeir vinni verk sín út frá því. Frítt er á viðburðinn sem hefst stundvíslega kl. 20. Beyoncé og Keersmaek- er á Dansverkstæðinu  Hneykslismál í dansi fyrsta þema Súper-Sóló-Nights AFP Plat? Beyoncé söng þjóðsöng Bandaríkjanna við innsetningu Baracks Obama í embætti forseta landsins fyrr í mánuðinum. Boston Globe hélt því fram að notast hefði verið við upptöku af söng Beyoncé. Ásgerður G. Gunnarsdóttir Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 F. 510 1717 WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi einnig með. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 15. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.