Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Ertu að taka til …
… á vinnustaðnum
Komdu spilliefnunum og raftækjunum
á söfnunarstöðina næst þér …
… við sjáum um framhaldið!
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn
’
Við erum að ákveða að
við ætlum ekki að borga
erlendar skuldir óreiðu-
manna … við ætlum ekki að
borga annarra manna
skuldir. Við ætlum ekki að
borga skuldir bankanna sem hafa farið dá-
lítið gáleysislega … áður trúðu menn því
að íslenska kerfið, íslenska ríkið, íslenskir
skattborgarar myndu reyna að borga allar
skuldir fyrir íslensku bankana … þá vær-
um við að setja slíka skuldaklafa fyrir
börnin okkar og barnabörnin að það væri
þrældómur fyrir annarra sök.“
Davíð Oddsson seðlabankastjóri í viðtali við
Kastljós 7. október 2008.
’
Íslenska ríkið er ekki gjaldþrota. Það
eru bankarnir sem eru í vandræðum,
ekki íslenska ríkið í rauninni … Við ætlum
ekki að láta almenning sökkva með bönk-
unum.“
Davíð Oddsson í viðtali við Kastljós 7. október
2008.
’
Enn er hægt að afstýra
slysi fyrir íslenska þjóð.
Taki Tryggingarsjóðurinn
hins vegar við skuldunum
er ljóst að þá verður ekki
aftur snúið: Þá hefur þjóðin
endanlega verið skuldsett á grundvelli
pólitískra þvingunarskilmála sem ríkis-
stjórnin hafði ekki dug í sér til að standa
gegn.“
Steingrímur J. Sigfússon í grein um Icesave-málið
sem irtist í Morgunblaðinu 24. janúar 2009.
’
Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit
að hann er að gera góða hluti og ég lofa
þér því að það er í sjónmáli að hann landi –
og hans fólk – glæsilegri niðurstöðu fyrir
okkur.“
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í Zet-
unni, umræðuþætti á Mbl.is, í mars 2009, spurður
um stöðuna í Icesave-viðræðum við Breta og
Hollendinga.
’
Ég held að ég geti fullvissað hv. þingmann um að það
standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á
morgun eða einhverja næstu daga og áður en til slíks
kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanrík-
ismálanefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að
fylgjast með framvindu þessara mála.“
Steingrímur J. Sigfússon svarar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
3. júní 2009 eða tveimur dögum áður en Icesave-samningar
voru undirritaðir.
’
„Allt tal um að hér séu að takast góðir
samningar er auðvitað út í bláinn.“
Bjarni Benediktsson 5. júní 2009 í fréttum RÚV.
’
„Það varð að fá botn í þetta mál og út-
kljá það, að þá hafi tekist að landa hér um það bil
eins hagstæðu samkomulagi í þessu annars mjög erfiða
máli og þungbæra máli fyrir okkur sem þjóð eins og von
var á.“
Steingrímur J. Sigfússon 6. júní 2009 í fréttum RÚV.
’
„Ég held að þó við hefðum beðið þá
hefðum við ekki fengið betri nið-
urstöðu í þetta mál.“
Jóhanna Sigurðardóttir 9. júní 2009 í fréttum
RÚV.
’
Eftir að hafa farið vandlega yfir málið
með samninganefnd íslenska ríkisins sannfærðist
ríkisstjórnin um að ekki væri hægt að ná betri samn-
ingum án þess að taka enn frekari áhættu með framhald
endurreisnarstarfsins sem nú stendur yfir. Lengra yrði
ekki komist án harkalegra árekstra við alþjóða-
samfélagið eða mikilla tafa á endurreisnarstarfinu.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í grein í
Morgunblaðinu 9. júní 2009.
’
„Raunveruleg hætta var á því að Ísland einangraðist
á alþjóðavettvangi, markaðir myndu lokast og lána-
möguleikar yrðu að engu.“
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðu á Austurvelli 17.
júní 2009.
’
„Hann er alls ekki óljós. Hann er þvert
á móti afar vandaður og mjög skýr.“
Svavar Gestsson í fréttum RÚV 19. júní 2009.
’
Ég get ekki neitað því að ég er undrandi á því hvernig um-
ræðan bæði í þinginu og í fjölmiðlum hefur að mestu farið frá
aðalatriðum og leiðst út í lítilsverðan sparðatíning, upphrópanir
og órökstuddar fullyrðingar.“
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í viðtali við Morg-
unblaðið 25. júlí 2009 um Icesave.
’
„Þá væri bara einfaldlega allt í uppnámi, öll samskipti okkar
við erlend ríki, áætlun AGS, lánasamningarnir frá Norð-
urlöndum og raunar líka hversdagslegir hlutir eins og alþjóðleg
bankaviðskipti ... Við værum eiginlega búin að einangra okkur
frá umheiminum, komin aftur á einhverskonar Kúbustig. Við
yrðum svona Kúba norðursins.“
Gylfi Magnússon í fréttum Stöðvar 2, 26. júní 2009, um það ef fyrstu Icesave-
samningarnir yrðu felldir.
’
„Við erum búin að fá ítrekun á greiðslur eins og á Icesave og
við sinnum þeim ekki og þá gerist það náttúrlega að lánveit-
endur okkar vilja ekki láta meira fé af hendi rakna ... og þá
hrynur krónan. Hún fer niður fyrir allt sem við höfum nokkurn
tíma þekkt. Og lífskjör hrynja gjörsamlega. Atvinnuleysi eykst.
Þannig að við erum að horfa upp á hrikalega sviðsmynd. Og ég
bara vona að slíkar sviðsmyndir ekki rætist.“
Þórólfur Matthíasson prófessor í fréttum Stöðvar 2, 31. júlí 2009.
’
Þetta hefur því miður strandað á Icesave-málinu. Það er
bara rétt að segja það eins og það er, þannig að þeir sem um
það véla ættu að hugsa sig um tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum,
þegar þeir taka ákvörðun um framhald þess máls.“
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi 24. september
2009, þegar hann var spurður um tafir á afgreiðslu láns frá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum.
’
„Og við sitjum hér uppi með verstu samningsmistök Íslands-
sögunnar.“
Guðlaugur Þór Þórðarson í umræðum við atkvæðagreiðslu um Icesave 30.
desember 2009.
’
„Ég segi já og þó fyrr hefði verið.“
Helgi Hjörvar í sömu umræðum.
’
„Ég trúi því að sagan muni sýna að við séum hér að gera
rétt.“
Steingrímur J. Sigfússon í sömu umræðum.
„Við yrðum Kúba norðursins“
Í aðdraganda svokallaðra Svavarssamninga um Icesave sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu féllu ýmis ummæli sem vert er að rifja upp.
Þjóðfélagið logaði í deilum í aðdraganda fyrri Icesave-samningsins sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir einhverjar lengstu
þingumræður Íslandssögunnar. Hér er stiklað á stóru í ummælum stjórnmálamanna og fræðimanna, meðal annars um þörfina fyrir
samninga um Icesave og afleiðingarnar ef Íslendingar tæki slaginn við alþjóðasamfélagið, en þar skipti mjög í tvö horn.
til endaallt
2006 október
Landsbankinn byrjar
að taka við innlánum
undir merkjum
Icesave í Bretlandi.
2008maí
Landsbankinn ýtir
Icesave úr vör í Hollandi.
2008 október
Alþingi samþykkir neyðarlög og
skilanefnd skipuð af FME tekur
yfir stjórn Landsbankans. Icesave-
reikningum í Bretlandi og Hollandi er
lokað. Hollensk og bresk stjórnvöld
þrýsta á um að lágmarkstrygginga-
vernd reikninga verði tryggð. Bresk
stjórnvöld beita hryðjuverkalögum
á Landsbankann og kyrrsetja allar
eignir hans í Bretlandi, ásamt tengdum
eignum íslenska ríkisins.
2008 5. desember
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að leiða til lykta
samninga við viðeigandi
stjórnvöld vegna innstæðna
í útibúum íslenskra
viðskiptabanka á EES.
2009 febrúar
Fjármálaráðherra skipar samninganefnd um Icesave
undir formennsku Svavars Gestssonar sendiherra.
2009 júní
Fjármálaráðherra
undirritar ríkisábyrgð
vegna Icesave-
skuldbindinga skv.
fyrsta Icesave-
samningnum. Bretar
taka Landsbankann
af hryðjuverkalista
og frystingu eigna er
aflétt, en það var liður
í samningnum um
Icesave I.
2009 30. júní
Frumvarp til laga um heimild til handa
fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til
að semja um Icesave-skuldbindingarnar
vegna Icesave I lagt fram á þingi af stjórnar-
flokkunum. Snemma kemur í ljós að ekki er
meirihluti á þingi fyrir frumvarpinu.
2009 28. september
Lög um ríkisábyrgð á Icesave
samþykkt á Alþingi, en þó með
fyrirvörum sem eru þess eðlis
að leita þarf samþykkis Breta og
Hollendinga að nýju og gera drög
að nýjum samningi.