Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Mun hann ekki bara að lesa upp stutta tilbúna tilkynningu um ósigur Íslands?“ var á meðal spurninga fjölmiðlamanna í fundarherbergi ut- anríkisráðuneytis upp úr klukkan tíu í gær- morgun þegar beðið var úrslita í Icesave-málinu og viðbragða Össurar Skarphéðinssonar utan- ríkisráðherra. Annað kom á daginn og Össur nánast valhoppaði inn í herbergið kampakátur með málflutningsmann Íslands í eftirdragi og spurði í dyragættinni: „Ætlið þið ekki að óska mér til hamingju?“ „Þetta eru glæsileg úrslit sem fengust nú rétt áðan og maður er varla búinn að jafna sig,“ sagði Össur og bætti við að niðurstaðan hefði ekki komið fullkomlega á óvart. Eftir því sem liðið hefði á málareksturinn hefði hann fengið meiri vissu um sigur Íslands í málinu. „Það sem kemur kannski verulega á óvart í þessari nið- urstöðu er sú staðreynd, fyrir utan það að Ís- land er algjörlega sýknað, þá þurfum við meira að segja ekki að greiða þessum herramanni því dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að allur kostnaður Íslands verður greiddur af ESA.“ Herramaðurinn sem Össur átti við var að sjálfsögðu Tim Ward, málflutningsmaður í Ice- save-málinu, og svo gott sem þjóðhetja eftir gærdaginn. „Við fengum besta málflutnings- manninn í Bretlandi. […] Vel tókst honum upp og ég held að það megi líkja því við meist- araverk hvernig honum tókst að sýna fram á að ef svo færi að við gætum unnið sigur í fyrra ákæruatriðinu þá væri ómögulegt að sakfella fyrir það síðara.“ Eigum að gleðjast saman Eftir að Össur og Tim Ward yfirgáfu fund- arherbergið tók við hálfgert tómarúm hjá fjöl- miðlum. Þeir stöldruðu lengur við en boðað var og svöruðu spurningum. Það áttu þeir hins veg- ar að gera á hádegisfundi með fjölmiðlamönn- um. Kvisaðist þá út að Jóhanna og Steingrímur væru í húsinu. Fyrir uppkvaðningu var gefið út að þau myndu fara yfir dóminn með lögfræð- ingum og hugsanlega tjá sig eftir hádegið. Nið- urstaða málsins breytti hins vegar greinilega ýmsu því þau ætluðu að veita viðbrögð og svara spurningum þá þegar. Og áður en hægt var að láta fréttastjóra vita var Steingrímur J. Sigfús- son, atvinnuvegamálaráðherra og formaður Vinstri grænna, mættur. Steingrímur sagði niðurstöðu EFTA- dómstólsins mun hreinni og afdráttarlausari en gert hefði verið ráð fyrir. Um fullnaðarsigur væri að ræða fyrir Ísland og fagnaði hann nið- urstöðunni. „Við hljótum að gera það öll saman sem þjóð. Og vonandi er þessu ólánsmáli lokið.“ Spurningum rigndi yfir Steingrím um hvort þetta væri ekki pólitískur ósigur fyrir hann og ríkisstjórnina. „Öðru nær, þetta er stórkostleg- ur sigur fyrir okkur öll. […] Ef við hefðum tap- að málinu í dag, eða tapað því illa, ættum við þá að snúa þessu við og ráðast á einhverja aðra út af því? Við eigum að gleðjast saman yfir því að niðurstaðan er komin. Það hljóta allir að vera nógu stórir til þess, að gera það. Gleðjast fyrir hönd landsins að við erum komin með botn í þetta mál. Við skulum láta eftir okkur að vera í góðu skapi í alla vega einn, tvo daga. Mér finnst að við eigum ekki að láta neinn skugga falla á þennan sigur.“ Færir kraft í endurreisnina Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kom síðust til fundar við fjölmiðlafólk. Hún sagðist eins og aðrir fagna niðurstöðunni og skilaði þakklæti til málsvarnarteymisins. „Ég vil segja það, að á öllum stigum hafa allir lagt sig mjög fram um að tryggja sem best hags- muni Íslands. Ég var sjálf mjög trúuð á málstað Íslands.“ Þegar hún var beðin um álit sitt á ósamstöðu ríkisstjórnar og forseta í málinu sagði Jóhanna: „Ég er mjög ánægð með það að þetta álit skuli vera bindandi, miðað við það sem forsetinn var nú að segja í gær. Það er gott að það er komin niðurstaða og það hljóta allir að fagna því mjög. […] Ég held að það eigi allir að fagna á þessari stundu en ekki leita að sökudólgum.“ Hvað áhrifin af niðurstöðunni varðar sagðist Jóhanna sannfærð um að þau yrðu jákvæð. „Það er alveg ljóst að þetta mun setja kraft í endurreisnina, hugsanlega munu lánshæf- ismatsfyrirtækin endurskoða sína niðurstöðu, þetta hefur jákvæð áhrif á afnám gjaldeyr- ishafta, þannig að þetta er jákvætt í alla staði og Ísland getur fagnað mjög á þessari stundu.“ Eftir að fundinum lauk var að leita viðbragða formanna stærstu stjórnarandstöðuflokkanna. Þeir voru báðir himinlifandi með niðurstöðuna í málinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokks, sagði að mikilvægt væri að íslensk stjórnvöld tryggðu að þessi niðurstaða yrði kunngerð öllum sem kæmu að málinu. „Það skiptir miklu máli að koma réttum málflutningi á framfæri því það hafa legið í loftinu miklar ásakanir um að Íslendingar hafi gengið þannig fram í alþjóðlegum samskiptum við Breta og Hollendinga að það hafi varðað við brot á EES- samningnum.“ Fyrst og fremst sigur þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að niðurstaðan væri löðrungur fyrir ESA og Evrópusam- bandið. „Evrópusambandið ákvað, í fyrsta skipti, að troða sér inn í mál fyrir EFTA- dómstólnum og taka þátt í málshöfðuninni gegn Íslandi með svonefndri meðalgöngu. Og þegar verið var að flytja málið beitti fulltrúi Evrópu- sambandsins sér mjög hart og lýsti því þannig yfir að ef Íslendingar ynnu málið fæli það í sér miklar hamfarir. Miðað við hvað það var langt seilst hjá þeim í þessum málaferlum dylst eng- um að niðurstaðan er mikið áfall fyrir sam- bandið.“ Þá sagði Sigmundur að þótt margir hefðu komið að baráttu fyrir þessari niðurstöðu og bæri að þakka væri þetta fyrst og fremst sigur þjóðarinnar, sem hafnað hefði tveimur samn- ingum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kampakátir Össur Skarphéðinsson og Tim Ward eftir að niðurstaðan í Icesave-málinu var ljós. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jákvæð Jóhanna Sigurðardóttir telur að úrslitin í Icesave-málinu verði mjög jákvæð fyrir Ísland. Málflutningurinn meistaraverk  Utanríkisráðherra sagði úrslitin í Icesave-málinu glæsileg og þakkaði málflutningsmanni Íslands  Forsætisráðherra telur niðurstöðuna hafa jákvæð áhrif á afnám gjaldeyrishafta og lánshæfismat 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 FYRIR ALVÖRU KARLMENN Fæst á hársnyrtistofum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) mun ekki taka frekari skref í Icesave- málinu, að sögn Trygve Mellvang- Berg, fjölmiðla- fulltrúa stofnunar- innar. „Við höfum ekki mikið meira að segja að svo stöddu. Í augnablik- inu erum við að rýna í dóminn,“ seg- ir Mellvang-Berg í svari sínu við fyr- irspurn Morgunblaðsins og bætir við: „Það eru engin frekari skref sem við getum tekið í þessu máli, enda hefur dómstóllinn lokaorðið.“ Morgunblaðið óskaði eftir við- brögðum fjármálaráðuneyta Hol- lands og Bretlands í kjölfar dómsins. „Fjármálaráðuneytið harmar dóm- inn og mun skoða nánar afleiðingar hans,“ segir í svari hollenska fjár- málaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um viðbrögð við niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Ice- save-málinu. Engin viðbrögð feng- ust hinsvegar frá breska fjár- málaráðuneytinu. skulih@mbl.is ESA tekur ekki frek- ari skref í málinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.