Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Við bjóðum hagstæða
vexti á bundnum
óverðtryggðum
innlánsreikningum.
Binding frá 1—24
mánaða. Vextir frá
4,25%—5,05%.
Nánari upplýsingar hjá viðskipta-
stjórum í Borgartúni 26 eða
í síma 540 3200 og á www.mp.is.
Bankastræti 2, Sími 551 4430
info@laekjarbrekka.is - www.laekjarbrekka.is
...í sögulegu umhverfi
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Frá því í nóvember í fyrra hafa ítölsk
skattayfirvöld beitt nýstárlegri að-
ferð gegn skattasvindli: reynt er að
fylgjast með því hvort peningaeyðsl-
an á ákveðnum sviðum sé óeðlilega
mikil miðað við uppgefnar tekjur og
krefjast þá skýringa, að sögn New
York Times. Hugmyndin um slíkt
eftirlit, redditometro, kom upp í tíð
Silvios Berlusconis, fyrrverandi for-
sætisráðherra, en eftirmaðurinn,
Mario Monti, fylgdi henni síðan eftir.
Blöð á Ítalíu hafa oft sagt frá „ör-
eigum“ sem þrátt fyrir uppgefna
peningavesöld sína geta leyft sér að
aka um á rándýrum Lamborghini-
sportbílum. Með redditometro er
m.a. fylgst með útgjöldum á sviði
húsnæðis, bíla, sumarleyfa, líkams-
ræktar, farsímanotkunar og fata.
En seljendur slíkrar vöru og þjón-
ustu kvarta og segja veltuna hafa
snarminnkað. Fólk óttist nú að lenda
í klóm Skattmanns. Aðrir segja að
með hnýsni yfirvalda sé verið að
brjóta gegn rétti fólks til að verja
einkalíf sitt.
Arnaraugu Skattmanns
Unnið svart
» Gert er ráð fyrir að 18%
landsframleiðslu fari fram utan
við skattkerfið.
» Ítalía skuldar meira en flest
önnur Evrópuríki og leitar í ör-
væntingu að meiri tekjum.
» Neytendasamtök segjast
ætla að höfða mál gegn red-
ditometro.
Fylgst með „óeðlilegri“ eyðslu á Ítalíu og krafist skýringa
ef útgjöld eru vel yfir uppgefnum tekjum á skattskýrslu
Börn í höfuðborg Indónesíu, Jakarta, bíða í gær eftir
að fá ýmis skólagögn sem sjóður til aðstoðar fólki í
flóðavanda úthlutar. Geysileg rigning á svæðinu í lið-
inni viku olli miklum flóðum, 32 fórust og um 46.000
manns urðu að flýja heimili sín. Rúmlega 10 milljónir
manna búa í Jakarta og 250 milljónir í landinu öllu.
AFP
Beðið eftir aðstoð í Jakarta
Hugmyndin um sameinaða Evrópu
er ekki í kreppu, „hún er að deyja“.
Þetta er fullyrt í opnu bréfi 11
þekktra lista- og menntamanna sem
birtist í ýmsum fjölmiðlum álfunnar
í gær. Meðal þeirra eru Ítalinn Um-
berto Eco, Frakkinn Bernard-Henri
Levy og Indverjinn Salman Rushdie
sem lengi hefur verið búsettur í
Bretlandi.
Bréfritararnir ræða um þá Evr-
ópu sem hafi verið „ný hugmynd
sem færði fólki áranna eftir stríð
frið, hagsæld og lýðræði – gæði sem
ekki áttu sér fordæmi. Þessi sama
Evrópa er aftur að leysast upp fyrir
framan augun á okkur.“
Hvarvetna séu teikn um upplausn
og brotthvarf til lýðskrums, þjóð-
rembu og gyðingahaturs. En ekki
síst ríki upplausn vegna evru-
krísunnar endalausu. Gjaldmiðill
sem ekki eigi sér kjölfestu í sam-
bandsríki eigi sé enga framtíð. „Val-
ið er annaðhvort pólitísk eining eða
villimennska,“ segir í bréfinu.
Evrópa ekki í kreppu,
„hún er að deyja“
Lista- og menntamenn svartsýnir
Átök Bréfritararnir 11 segja Grikki hafa hlotið slæma meðferð í kreppunni
af hálfu annarra þjóða Evrópusambandsins.