Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
A World of Service
Við erum í hádegismat
Við bjóðum upp á hollan og
góðan hádegisverð alla virka
daga fyrir fjölbreyttan hóp
viðskiptavina.
Þrjá daga vikunnar
bjóðum við að auki upp á
grænmetisrétt – til að
mæta þörfum sem flestra.
Skoðaðu matarmálin hjá
þér og vertu í samband við
veitingasvið ISS.
www.iss.is - sími 5 800 600.
”Hádegið er
hápunktur
dagsins
hjá okkur”
Skechers GOwalk
fisléttir og sveigjanlegir
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage,
Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi
Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi
Blómsturvellir, Hellisandi | Mössuskór, Akureyri
Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík
Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði
Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum
Skóbúðin, Keflavík
GO Like Never Before
53 nýir þéttbýlisstaðir fá ljósnet
Símans á árinu. Þegar er unnið að
því að uppfæra netið á Akranesi, í
Keflavík og Njarðvík. Ljósnet á
staðina þýðir meiri hraða, öflugra
net og bætta sjónvarpsþjónustu fyr-
ir þúsundir landsmanna, sam-
kvæmt því sem fram kom í frétta-
tilkynningu frá Símanum í gær.
Þar kemur jafnframt fram að nú
geti 62 þúsund fjölskyldur nýtt ljós-
netið og að Síminn stefni að því að
heimilin verði 100 þúsund um mitt
ár 2014.
Ljósnetið fengið góðar viðtökur
Haft er eftir Sævari Frey Þráins-
syni, forstjóri Símans, í frétta-
tilkynningunni að fyrirtækið sé
mjög stolt af því að geta boðið ljós-
netsþjónustuna utan höfuðborg-
arinnar. „Ljósnetið hefur fengið
frábærar viðtökur þar sem það er í
boði. Við höfum verið í góðu sam-
bandi við forsvarsmenn fjölmargra
sveitarfélaga undanfarna mánuði
og það er greinilega mikill áhugi á
að fá kraftmeiri tengingar og að-
gang að fullri sjónvarpsþjónustu á
Sjónvarpi Símans,“ segir Sævar
Freyr orðrétt.
Sævar Freyr segir að vegna þess
hve vel landsmenn hafa tekið ljós-
netinu hafi verið ákveðið að hraða
uppbyggingu þess á landsbyggð-
inni.
„Við vitum hve mikilvægt það er
fyrir sveitarfélög landsins að sitja
ekki eftir á tækniöld, því fjarskipti
skipa lykilsess í grósku samfélaga
og farsæld fyrirtækja. Við gerum
því okkar besta svo fjarskiptin stýri
ekki byggðaþróuninni í landinu
heldur skapi tækifæri fyrir lands-
menn til að hasla sér völl þar sem
þeir vilja helst.“
„Þegar búið verður að uppfæra
þessa staði standa aðeins 1,4%
landsmanna án fullrar sjónvarps-
þjónustu hjá Símanum, nærri helm-
ingi færri en nú,“ segir ennfremur í
fréttatilkynningu Símans.
Margir staðir fá ljósnet á árinu
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Síminn Ljósnetið á að ná til 100 þús-
und heimila á næsta ári.
Töluvert minni velta var á fast-
eignamarkaði á höfuðborgarsvæð-
inu í liðinni viku en vikunni þar á
undan.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu 18. janúar til
og með 24. janúar 2013 var 90. Þar
af var 61 samningur um eignir í
fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og
9 samningar um annars konar eign-
ir en íbúðarhúsnæði.
Heildarvelta 2,7 milljarðar
Heildarveltan var 2.714 milljónir
króna og meðalupphæð á samning
30,2 milljónir króna, segir í upplýs-
ingum frá Þjóðskrá.
Á sama tíma var 8 kaupsamn-
ingum þinglýst á Suðurnesjum. Þar
af voru 6 samningar um eignir í
fjölbýli og 2 samningar um sérbýli.
Heildarveltan var 124 milljónir
króna og meðalupphæð hvers
samnings 15,5 milljónir króna.
Á sama tíma var 5 kaupsamn-
ingum þinglýst á Akureyri. Þar af
voru 3 samningar um eignir í fjöl-
býli, 1 samningur um sérbýli og 1
samningur um annars konar eignir
en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan
var 78 milljónir króna og meðalupp-
hæð á samning 15,6 milljónir króna.
Vikuna 18. til 24. janúar 2013 var
4 kaupsamningum þinglýst á Ár-
borgarsvæðinu. Þar af voru 3 samn-
ingar um sérbýli og 1 samningur
um annars konar eignir en íbúðar-
húsnæði. Heildarveltan var 94 millj-
ónir króna og meðalupphæð á
samning 23,4 milljónir króna.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Reykjavík Talsverð fækkun varð á þinglýstum kaupsamningum.
Töluvert færri
kaupsamningar
90 samningum þinglýst á viku
● Jón Ingi Árna-
son hefur verið ráð-
inn sjóðstjóri hjá
Landsbréfum hf.
Frá árinu 2009 hef-
ur hann starfað hjá
og verið meðeig-
andi J Bond Part-
ners þar sem hann
stýrði meðal annars
J Bond Fund, veitti
fyrirtækjum og
stofnunum ráðgjöf, samkvæmt því sem
fram kemur í fréttatilkynningu. Á ár-
unum 2007 til 2009 var Jón Ingi for-
stöðumaður skuldabréfamiðlunar Ís-
landsbanka/Glitnis og verðbréfamiðlari
hjá Íslandsbanka á árunum 2004-2007.
Á árunum 2000 til 2004 starfaði Jón
Ingi hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum.
Jón Ingi er viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Íslands og hefur lokið prófi í verð-
bréfaviðskiptum.
Ráðinn sjóðstjóri
Jón Ingi
Árnason
● Greint var frá því í samgönguráðu-
neyti Japans í gær, að rannsakendur og
eftirlitsmenn hefðu enga galla fundið í
rafgeymum Dreamliner Boeing 787,
sem hafa verið kyrrsettar undanfarið og
teknar til gaumgæfilegrar rannsóknar.
Upphaflega var talið að rafgeymar
vélanna væru gallaðir og strax í kjölfar-
ið voru þær vélar sem voru í eigu
tveggja japanskra flugfélaga kyrrsettar
og skömmu síðar allar 50 vélarnar sem
til eru í heiminum. Fyrir liggja pantanir í
800 slíkar vélar hjá Boeing.
Rafgeymar Dreamliner
Boeing 787 sagðir í lagi
AFP
STUTTAR FRÉTTIR
● Breska lágfargjaldfélagið Ryanair
greindi frá því í gær að það hefði endur-
skoðað og hækkað hagnaðarspá sína
fyrir þetta ár. Þetta var gert vegna þess
að afkoma félagsins á þriðja fjórðungi
rekstrarárs félagsins á árinu 2012, þ.e.
september, október og nóvember, var
mun betri en áætlanir höfðu gert ráð
fyrir.
Hagnaðurinn reyndist vera liðlega 3,1
milljarður króna og hafði hagnaðurinn
aukist um 21% á milli ára á fjórð-
ungnum og var einkum skýrður með
miklum bókunum fyrir desember og
lægri rekstrarkostnaði.
Frá þessu var greint á vefsíðu Breska
ríkisútvarpsins, BBC, í gær.
Hækkar
hagnaðarspá