Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Síðumúla 11, 108 Reykjavík,
sími 568 6899, vfs@vfs.is
www.vfs.is
Sjálfdekkjandi
hjálmur
Styrkleiki: 9-10 Din
Verð kr. 16.900.-
Telwin Telmig 180 turbo 1
fasa MIG/MAG Þráðsuðuvél
Einföld og sterkbyggð, jarðkapall
og Mig byssa fylgir.
Verð kr. 125.000.-
Gold G3
er koparhúðaður gegn-
heill alhliða (SG2)G3 MIG/
MAG suðuvír fyrir suðu
í lág og óblönduðu stáli
með togþol allt að 550N/
mm 2
15 kg rúlla 0,8 – 1,0 –
1,2 kr. 6.900.-
5 kg rúlla kr. 3.900.-
1 kg rúlla kr. 1.200.-
Sjálfstæðisflokkurinn birti röð
þeirra sem lentu í fimm efstu sæt-
um prófkjörsins í Suðurkjördæmi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins varð röð næstu fram-
bjóðenda þar á eftir sú að dr. Odd-
geir Ágúst Ottesen hagfræðingur
lenti í 6. sæti, Árni Johnsen
alþingismaður í 7. sæti, Kjartan
Ólafsson, fyrrverandi alþingis-
maður, í 8. sæti, Magnús B. Jóhann-
esson framkvæmdastjóri í 9. sæti,
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi
sóknarprestur, í 10. sæti og Hulda
Rós Sigurðardóttir, MPA-nemi, í
11. sæti.
Sæti 6 til 11
í Suðurkjördæmi
Guðni Einarsson
Jón Pétur Jónsson
Kristján Þór Júlíusson, alþingis-
maður, mun leiða lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðausturkjördæmi við
næstu alþingiskosningar. Hann
vann afgerandi sigur í prófkjörinu á
laugardaginn var og fékk 84,3%
gildra atkvæða í 1. sæti listans.
Valgerður Gunnarsdóttir, skóla-
meistari Framhaldsskólans á Laug-
um í Þingeyjarsveit og formaður
Skólameistarafélags Íslands, varð í
öðru sæti. Ásta Kristín Sigurjóns-
dóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú
og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, varð
í þriðja sæti. Jens Garðar Helgason,
framkvæmdastjóri og formaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar, varð í
fjórða sæti. Erla Sigríður Ragnars-
dóttir framhaldsskólakennari varð í
fimmta sæti og Bergur Þorri Benja-
mínsson, formaður Varðar á Akur-
eyri og viðskiptafræðingur, fékk
sjötta sæti í prófkjörinu.
Bindandi kosning í sex sæti
„Ég er hvort tveggja mjög
ánægður og gríðarlega þakklátur
fyrir þessa traustsyfirlýsingu sem
felst í svo afgerandi niðurstöðu í
þessu prófkjöri,“ sagði Kristján Þór
Júlíusson um úrslit prófkjörs Sjálf-
stæðisflokksins í Norðaustur-
kjördæmi. „Ég er þakklátur öllu því
fólki sem veitir mér þetta umboð og
ekki síður hinum – mörg hundruð
einstaklingum – sem lögðu mér lið
við það að ná þessari niðurstöðu
fram.“
Aðspurður taldi Kristján Þór
listann vera mjög frambærilegan og
að menn muni ganga samhentir til
verka í þingkosningunum í vor.
„Ég vek athygli á því, að sam-
kvæmt reglum flokksins er um að
ræða bindandi kosningu í öll þessi
sex sæti fyrir kjörnefndina,“ sagði
Kristján. „Ég tel að þessi úrslit sýni
vel og staðfesti í rauninni með af-
gerandi hætti einnig, að það er best
að trúa og treysta einstaklingum til
þess að velja hæfustu einstaklinga
til þessara hluta hverju sinni. Án
þess að það þurfi að leggja fólki ein-
hverjar reglur um kyn eða búsetu,
sem því er ætlað að fara eftir.“
Góður árangur kvenna
„Ég er afskaplega þakklát öllum
þeim sem sýna mér það traust að
kjósa mig í annað sæti, bæði kjós-
endum öllum, fólkinu sem lagði
vinnu í prófkjörið og þeim sem voru
meðframbjóðendur mínir,“ sagði
Valgerður Gunnarsdóttir, skóla-
meistari. Hún kvaðst vera stolt yfir
góðum árangri kvenna í prófkjörinu.
„Það sýnir að kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins eru jafnréttissinnaðir. Það
eru þrjár konur í sex efstu sætum
og þar af erum við tvær í öðru og
þriðja sæti.“
Valgerður sagði að gríðarlega góð
þátttaka hefði verið í prófkjörinu
þrátt fyrir slæmt veður og ófærð.
Hún sagði mikilvægt að fá þannig
traust umboð kjósenda.
„Ég hlakka til að takast á við nýtt
verkefni og mun leggja mig fram í
því eins og öðru sem ég hef tekið að
mér hingað til,“ sagði Valgerður.
Hliðarsporinu er lokið
Tryggvi Þór Herbertsson, al-
þingismaður, sem bauð sig fram í 1.
sæti, hlaut ekki brautargengi í eitt
af sex efstu sætunum. Ekki náðist í
Tryggva í gær. Hann skrifaði á
Facebook-síðu sína þegar niður-
stöður lágu fyrir að hann hefði sýnt
keppinautum sínum drengskap og
heiðarleika í baráttunni, en það sé
það mikilvægasta í sínum huga.
Hann bætti svo við:
„En nú er þessu hliðarspori mínu
í pólitík lokið og ég sný mér aftur að
því sem ég kann best – hagfræði og
viðskiptum. Það verður óneitanlega
munur að losna við hælbítana og illt
umtal sem þeim fylgir. Nú er verk-
efnið að snúa bökum saman og vinna
sem einn maður að sigri Sjálfstæðis-
flokksins í kosningunum í vor!“
Sem kunnugt er var talningu at-
kvæða í prófkjörinu frestað vegna
óveðurs og ófærðar í kjördæminu.
Kjörstöðum var lokað klukkan 18.00
á laugardag og gekk hægt að koma
kjörgögnum frá Austurlandi til
Akureyrar þar sem talið var. Úrslit
voru ekki tilkynnt fyrr en eftir mið-
nætti aðfaranótt mánudags.
Á kjörskrá var 4.401 í lok kjör-
fundar, alls greiddu 2.714 atkvæði
og var kjörsókn 61,7%. Auðir og
ógildir seðlar voru 78 talsins. Níu
frambjóðendur tóku þátt í prófkjör-
inu en kosið var um sex sæti. Niður-
staðan er bindandi fyrir þá sem
fengu helming greiddra atkvæða
eða meira.
Kristján Þór vann afgerandi
sigur í Norðausturkjördæmi
Þrír karlar og þrjár konur í sex efstu sætum Sjálfstæðisflokks í NA-kjördæmi
Prófkjör í Norðausturkjördæmi
Atkv. í Samt. Atkv. í Samt. í Atkv. í Samt. Atkv. í Samt. Atkv. í Samt. Atkv. í Samt.
Nafn 1. sæti í 1. 2. sæti 1. og 2. 3. sæti í 1.-3. 4. sæti í 1.-4. 5. sæti í 1.-5. 6. sæti í 1.-6.
1. Kristján Þór Júlíusson 2.223 2.223 151 2.374 46 2.420 28 2.448 23 2.471 37 2.508
2. Valgerður Gunnarsdóttir 29 29 1.262 1.291 324 1.615 223 1.838 258 2.096 206 2.302
3. Ásta Kristín Sigurjónsd. 11 11 236 247 911 1.158 446 1.604 307 1.911 304 2.215
4. Jens Garðar Helgason 16 16 105 121 261 382 896 1.278 337 1.615 338 1.953
5. Erla S. Ragnarsdóttir 18 18 357 375 430 805 354 1.159 370 1.529 396 1.925
6. Bergur Þorri Benjamínss. 8 8 82 90 186 276 256 532 778 1.310 442 1.752
Kristján Þór
Júlíusson
Valgerður
Gunnarsdóttir
Ásta Kristín
Sigurjónsdóttir
Erla Sigríður
Ragnarsdóttir
Bergur Þorri
Benjamínsson
Jens Garðar
Helgason
Nemendur tíunda bekkjar Patreks-
skóla á Patreksfirði smíðuðu sjálfir
taflmenn í útitafl sem komið hefur
verið upp við skólann. Nemendurnir
og Henrik Danielsen stórmeistari
vígðu taflið við athöfn sem fram fór í
tilefni af Skákdegi Íslands.
Nanna Sjöfn Pétursdóttir skóla-
stjóri sagði við þetta tækifæri að hún
vonaðist til að þetta framtak yrði til
að efla áhuga nemenda á skáklistinni.
Íþróttamiðstöðin Brattahlíð á Pat-
reksfirði hefur nú bæst í hóp þeirra
sundlauga sem bjóða upp á sundskák.
Henrik og Áróra Hrönn Skúladóttir
afhentu sundskáksett að gjöf frá
Skákakademíunni. Geir Gestsson,
forstöðumaður Brattahlíðar, þakkaði
gjöfina og kvaðst vonast til að stór-
meistarinn Henrik mætti alla morgna
til að kenna gestum íþróttamiðstöðv-
arinnar skák.
Útitafl Henrik Danielsen í hópi nemenda við afhendingu útitaflmannanna.
Nemendur smíðuðu
sjálfir útitaflmenn
„Það hefur verið
stórkostlegt að
vera þátttakandi
í stjórnmálum
svona lengi – á
þriðja áratug. Ég
get glaðst yfir
því að hafa náð í
gegn ótrúlega
mörgum góðum
málum, stórum
og smáum, bæði
fyrir mitt kjördæmi, Ísland, Græn-
land og Færeyjar. Það hefur verið
frábært að fá tækifæri til þess að
eiga samfylgd og samstarf með
mörgu góðu fólki í Suðurkjördæmi
og víðar. Ég má una glaður við
það. Nú liggur fyrir þessi lotan og
ég bara þakka fyrir mig,“ sagði
Árni Johnsen, alþingismaður, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Sem kunnugt er náði hann ekki
þeim árangri sem hann stefndi að í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi á laugardaginn
var.
„Ég er búinn að vera lengi í þess-
um slag og hef öðlast mikla reynslu
og vonandi verksvit,“ sagði Árni.
„Þótt það sé gott að endurnýja í
pólitík þá er reynslan oft drýgst á
ögurstundum. Kannski hef ég verið
hvattur til að halda áfram eftir
þennan langa tíma vegna reynslu
minnar. Ég vildi láta reyna á það,
en það var ekki svigrúm fyrir það í
púsluspilinu.“ gudni@mbl.is
Ég hef náð í
gegn mörgum
góðum málum
Árni
Johnsen