Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Snæfríður skottaðist léttfætt um í sveitinni hjá okkur Guðmundi bónda mínum í Dalsmynni. Þar var hún í miklu uppáhaldi, enda einstaklega ljúf og góð, broshýr, jákvæð og allt lék í höndunum á henni. Það er mikil sorg þegar svo vel gerð manneskja er kölluð frá okkur í blóma lífsins. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til allra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Snæfríðar, megi Guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Allt það góða er heilar hjarta hefur sál á æðra stig. Fagra minning mundu bjarta, megi hún vernda og gleðja þig. Margrét, Dalsmynni. Kveðja frá Neytendasamtökunum Sem formaður Neytendasam- takanna vil ég minnast Snæfríðar Baldvinsdóttur með örfáum orð- um. Kynni mín af Snæfríði hófust þegar hún var kosin í stjórn Neyt- endasamtakanna haustið 2010. Hún var öflugur stjórnarmaður, sýndi iðulega frumkvæði og lét ekki sitt eftir liggja þegar kom að vinnu í þágu samtakanna. Um leið var allur hennar málflutningur hófstilltur og málefnalegur og því einstaklega þægilegt að vinna með henni. Það var því engin tilviljun að síðasta haust var Snæfríður jafnframt kosin í framkvæmda- stjórn samtakanna. Reynslan af starfi hennar innan stjórnarinnar sýndi að henni var mjög vel treystandi til að axla frekari ábyrgð. Nú er Snæfríður fallin frá langt um aldur fram og Neytendasam- tökin sjá þar á eftir öflugum liðs- manni. En eftirsjáin er þó miklu sárari hjá ástvinum hennar. Ég vil fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Neytendasamtakanna þakka það óeigingjarna starf sem Snæfríður innti af hendi fyrir ís- lenska neytendur. Um leið og við kveðjum Snæfríði með virðingu og eftirsjá vottum við dóttur hennar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. F.h. Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson formaður. Það er stundum erfitt að trúa staðreyndum lífsins. Þegar fréttin um andlát Snæfríðar Baldvins- dóttur barst mér til eyrna var fyrsta hugsunin sú að þetta gæti ekki verið satt. Þessi knáa og geð- þekka kona var ímynd heilbrigð- isins og lífsins og það var einhvern veginn óhugsandi að hún gæti hafa verið kölluð í burtu með svo skjótum hætti sem raun bar vitni. En örlögum okkar verðum við víst að mæta, hversu grimm sem þau kunna að vera. Eftir slíka harma- fregn sitjum við sem eftir lifum orðlaus og ósköp vanmáttug. Það sem er efst í huga er þó samúð með ástvinum hennar og þakklæti fyrir að hafa kynnst svo vandaðri og góðri manneskju. Snæfríður hóf störf á Bifröst árið 2003 og kenndi við skólann allt til síðasta árs. Um nokkurra ára skeið bjuggu hún og Marta í háskóla- þorpinu og ég veit að þeirra var sárt saknað af öðrum íbúum Jað- arselsins þegar þær fluttu burt. Snæfríður kom víða við í störfum sínum fyrir skólann, hún kenndi meðal annars rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, alþjóðahagmál og hagnýta hagfræði en sat auk þess í háskólaráði um skeið fyrir hönd kennara. Hann er orðinn nokkuð stór hópurinn sem Snæfríður kenndi. Hún var góður kennari og við höfum fundið það einkar vel nú síðustu dagana að nemendum var hlýtt til hennar, eins og reyndar okkur öllum sem áttum samleið með henni á Bifrastarárunum. Snæfríður bar með sér birtu og já- kvæða strauma hvar sem hún fór. Hún hleypti ekki öllum nálægt sér, hún var hógvær en frá henni stafaði alltaf hlýju og manngæsku. Dídí, Snælda, Íslandssól, Hið ljósa man og ugglaust mörg önnur gælunöfn voru notuð um hana Snæfríði Baldvinsdóttur í gegnum tíðina. Ég notaði yfirleitt Dídí, en á hátíðarstundum hlaut hún Ís- landssólina og verðskuldaði hana – hún geislaði einfaldlega. Ég kynntist Dídí haustið 1975, þegar foreldrar hennar, þau Bryndís og Jón Baldvin, voru, ásamt börnum sínum, að flytja úr kennaraíbúðinni í heimavist MÍ í Torfnesinu í Sundstrætið á Ísa- firði og Viðar Ágústsson, þáver- andi eiginmaður minn til þriggja daga, og ég vorum að flytja inn í þá sömu íbúð. Snæfríður var svo geislandi fal- legt stúlkubarn, með sína sól- skinsgullnu lokka, heiðbláu aug- un, hlýju og barnslega væntum- þykju og óumræðilega útgeislun í bjarta brosinu sínu, að það var ekkert annað í stöðunni en falla fyrir litla, sjö ára ljósálfinum við fyrstu kynni. Allt hennar allt of stutta líf varð með þessum hætti. Hún hreif fólk með leiftrandi gáfum, fegurð og húmor. Það var bókstaflega ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um hana – mjög vænt. Ég hef fylgst með Dídí allan þennan tíma, þótt mörg séu árin frá því við kynntumst á Ísafirði. Vegna vináttu minnar við foreldra hennar hef ég fengið að fylgjast með henni, ásamt þeim Aldísi, Glúmi og Kolfinnu og svo síðar tengdabörnum og barnabörnum. Ávallt hef ég dáðst að Dídí, hvort sem var úr fjarska, þegar hún var á Ítalíu og síðar í Mexíkó, og ekki síður hér heima, þegar gömul og góð kynni voru tekin upp á nýjan leik, aðallega í gegn- um Krosshól, síðar Álfhól, á heim- ili foreldra hennar, en einnig á mínu heimili, nú síðast hinn 16. janúar, þar sem hún lék á als oddi með þeim Bryndísi og Jóni Bald- vini. Þau mættu til fundar við Sunnu, Sindra og mig í Nausta- bryggjunni til þess að borða með okkur og horfa á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á HM. Snæfríður hafði ekki hið minnsta vit á handbolta, en það breytti því ekki, að hún hafði gam- an af leiknum, enda hafði hún gáf- ur og þroska til þess að spyrja, þegar eitthvað gerðist í leiknum, sem hún áttaði sig ekki á. Þannig var Dídí. Það voru engin látalæti, eða að þykjast vita, þegar hún vissi ekki. Hún spurði, leitaði svara og vildi endalaust fræðast. Mörgu hef ég dáðst að í fari Dídíar, en engu jafnmikið og hennar einstaka, ástríka sam- bandi við dótturina Mörtu. Sam- band þeirra mæðgna var undur- fagurt. Sama máli gegndi um samband Snæfríðar við foreldra sína, þau Bryndísi og Jón Baldvin. Þar ríkti fegurðin, trúnaðurinn, traustið og vináttan, enda stóðu engir þéttar við bakið á Snæfríði en þau Bryndís og Jón Baldvin, þegar hún átti í hatrammri og allt- of langvinnri forræðisdeilu við barnsföður sinn, vegna einkadótt- urinnar Mörtu. Þessu fylgdist ég með allan tímann sem deilan stóð og taldi það vera mikla blessun, þegar Snæfríði var endanlega dæmt forræðið. Ég hafði líka tækifæri til þess að samgleðjast þeim Dídí og Gunnari, þegar þau fundu hvort annað. Það var happafundur fyrir bæði. Mér finnst ég hafa orðið betri manneskja við að kynnast Dídí og eiga að vini. Sunna, Sindri og ég biðjum þess að góður Guð styrki fjölskyldu hennar og ástvini í sorginni. Agnes Bragadóttir. „Hún er glöð á góðum degi, gló- bjart liðast hár um kinn.“ Þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar komu oft upp í hugann þegar Snæfríðar, sem lét okkur heyra það, en byrjaði þó oftast á ein- hverju fyndnu og skemmtilegu, sem dró úr sárindum okkar vegna eigin klaufagangs. Við sendum allri fjölskyldu hennar, foreldrum, systkinum, dóttur hennar og öllum öðrum, sem elskuðu þessa konu, okkar einlægan samhug á þessum ógn erfiðu stundum. Ari Gísli og Jón Gunnar. Hið ljósa man, Snæfríður. Hún var á sama gangi og ég í fyrsta bekk í Hagaskóla og ég hugsaði strax þegar ég sá hana: Vá, þarna gengur Íslandssólin. Hún var svo tignarleg, hávaxin, með fíngert andlit, hárið flaksandi og geislandi björt eins og sólin. Ég þekkti hana ekki neitt þá, var bara að lesa Ís- landsklukkuna og gat ekki séð neina aðra í þessu hlutverki en stelpuna í næsta bekk sem heillaði mig upp úr skónum. Svo var hún með munninn fyrir neðan nefið, skarpgreind og lá ekki á skoðun- um sínum frekar en nafna hennar hjá nóbelsskáldinu. „Hvað mein- arðu?“ sagði hún alltaf beint við mann ef hún var ekki viss um hvort hún væri sammála og lét mann þar með standa fyrir sínu, tilbúin að rökræða það hvort hún væri sammála eða ósammála. Fegurð Snæfríðar náði ekki að- eins að fanga okkur skólasystkin- in. Brátt var hún farin að starfa sem fyrirsæta og áður en maður vissi af voru ljósmyndarar úti í hinum stóra heimi farnir að bítast um að fá hana til starfa. Aðeins 17 ára gömul flutti hún út til Parísar og hóf fyrirsætustörf. Hvað manni fannst Snæfríður vera sjálfstæð, við hinar vorum rétt byrjaðar að fara í könnunarferðir út í heim á meðan Snæfríður státaði af því að búa þar og það í höfuðborg ást- arinnar. Strax var hún farin að bjarga sér á rómönsku tungumál- unum og stúdentsprófið á mála- braut tók hún í nefið með því að vera utanskóla. Þrátt fyrir að vera á forsíðum tímarita, með himinhá laun eins og skipstjóri á skuttogara, innan um fólk sem dýrkaði hana og dáði, missti hún aldrei sjónar á gildun- um í lífinu. Til þess þarf innri styrk. Hún setti sig aldrei á háan hest og bar virðingu fyrir öðrum. Dæmdi þá ekki eftir útliti, heldur innræti, og hélt sambandi við okk- ur æskuvinkonurnar alla tíð. Það er einstakt að eignast vin þegar maður er barn og fá að fylgjast að í lífinu fram á fullorð- insár. Þarna hófst vinátta sem hef- ur varað allar götur síðan. Við höf- um átt svo margar stundir saman og deilt bæði gleði og sorgum. Það er sárt, svo sárt að sjá á eftir henni. Hún var ekki aðeins bráð- skemmtileg, hnyttin og greind, heldur var hún traustur vinur og hjartahlý. Hún ræktaði vináttuna og það var gott að leita til hennar ef maður þurfti á því að halda. Hún fylgdist af ástríki með upp- vexti dóttur minnar og Marta, dóttir hennar, kom stundum yfir til að passa. Það var gott að hafa þær svona nálægt. Dídí var þannig að hún bar ekki raunir sínar á torg. Þannig vissu fáir af veikindum hennar og hún vildi lítið gera úr þeim. Stuttu áð- ur en hún kvaddi áttum við gott spjall um hin ýmsu mál sem aðeins vinkonur geta deilt. Dídí var ein- læg og hlý. Hún var eins og ís- lenskt villiblóm sem blómstraði svo fallega þótt stundum blésu kaldir vindar. Hún var hugrökk. Það er mikill harmur að hún skuli hafa verið hrifin burt með framtíð- ina að fótum sér. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina Snæfríðar. Megi allar góð- ar vættir styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Missirinn er mikill. Bergljót Arnalds. Hún var hrein og bein og heiðar- leg og enginn þurfti að efast um hvar hún stæði. Hún var náttúru- nnandi og naut óspart hinnar fögru náttúru dalsins sem Bifröst hvílir í. Hún hafði líka séð stærri part af heiminum en mörg okkar og kom ósjaldan með forvitnilegt sjónarhorn inn í umræðuna af þeim sökum. Ég vil fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans þakka fyrir árin sem við áttum með Snæfríði á Bifröst, fyrir hið góða framlag hennar til skóla- starfsins og fyrir samvistirnar í gegnum árin. Um leið og ég bið fyrir innilegar samúðarkveðjur til Mörtu, Gunnars, foreldra hennar og annarra ástvina, vil ég ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum með nokkrum línum úr ljóðinu Nótt eftir Magnús Gíslason. „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt.“ … Bryndís Hlöðversdóttir. Kveðja frá starfsfólki Fjármálaeftirlitsins Snæfríður Baldvinsdóttir kom inn í líf okkar starfsmanna Fjár- málaeftirlitsins á miðju síðasta sumri. Þessi unga kona var létt og hress í fasi, með sólskinsbros á vör og auðgaði líf okkar með nærveru sinni. Þrátt fyrir stutt kynni fund- um við fljótt, sem unnum náið með Snæfríði að ýmsum verkefnum, að hún vann störf sín af alúð og sam- viskusemi. Hún lagði sig fram við að tileinka sér hið nýja starf sem hún hafði ráðið sig til og leitaði fanga eins og mögulegt var bæði með spurningum til þeirra sem fyrir voru og með því að viða að sér upplýsingum með aðstoð tölv- unnar. Það verður að segjast eins og er að henni fórst það vel úr hendi. Hún hafði ríkan húmor og hafði gaman af græskulausu gamni og að spjalla um hin ýmsu málefni, ekki síst ef þau tengdust heimspekilegum vangaveltum. Snæfríður hafði sérstakan áhuga á að kynna sér nánar starf- semi lífeyrissjóðanna í landinu og hafði einmitt verið að keppast við að ljúka skýrsluskrifum eftir vett- vangsheimsókn til eins þeirra á sínum síðasta vinnudegi. Það var föstudagur og við vinnufélagarnir kvöddumst með hefðbundnum óskum um góða helgi. Okkur fannst sjálfgefið þá að sjást aftur á komandi mánudegi. En himna- smiðurinn sjálfur greip í taumana og hún Snæfríður kom ekki á mánudeginum. Hún hafði þá verið kölluð til annarra og mikilvægari starfa á æðri stöðum. Eftir sitjum við samstarfsfólkið með sorg og söknuð í hjarta við fráfall góðs fé- laga. En minningin lifir um góðan starfsfélaga sem við höfðum svo sannarlega gert okkur vonir um að ætti eftir að eiga með okkur samleið um ókomin ár. Við starfsfólk Fjármálaeftir- litsins vottum fjölskyldu Snæfríð- ar og ættingjum innilegustu sam- úð á þessari erfiðu stund og óskum þess að hinn hæsti höfuð- smiður megi styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar. F.h. starfsfólks Fjármálaeftir- litsins, Hallmundur Hafberg. Um leið og við vottum aðstand- endum samúð okkar þökkum við Snæfríði vel unnin störf fyrir Há- skólann á Bifröst. Snæja, eins og hún var oft köll- uð, var vandaður og traustur fulltrúi skólans og samskipti hennar við nemendur og starfs- fólk einkenndust af virðingu, metnaði og kærleika. Hennar verður sárt saknað og við kveðjum hana með broti úr texta Bubba Morthens við lagið Sól að morgni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) F.h. Hollvinasamtaka Bifrast- ar, Leifur Runólfsson, formaður. Ég vil gefa þér aðeins eitt blóm svo að þú sjáir hve fagurt það er. Ég vil gefa þér aðeins eitt tár til þess þú finnir hve tregi minn er djúpur. Ég vil gefa þér aðeins einn vin svo að þú vitir hve auðugur þú ert. (Þuríður Guðmundsdóttir, Sámsstöðum.) Á ferð okkar um vegi lífsins mætum við mörgu fólki. Sumir koma og fara án þess að skilja nokkuð eftir sig, aðrir skilja eftir mynd eða fallega minningu. Margir verða vinir og kunn- ingjar, en sannir vinir eru sjald- gæfir gimsteinar á vegferð lífsins. Sannur vinur er sá sem ekki skiptir máli hve langur tími líður á milli samvista, vikur eða mánuðir, það er alltaf eins og síðast hafi verið spjallað í gær. Þú finnur sársauka ef vini þínum líður illa og þú skynjar gleði hans í þínu brjósti. Þannig vinur var Snæfríð- ur, sjaldgæf perla í mannhafinu. Ég kynntist Snæfríði þegar hún flutti á Bifröst og Marta hóf skólagöngu í barnaskólanum á Varmalandi í sama bekk og yngsta dóttir mín. Þær urðu strax nánar vinkonur og fengu oft að heimsækja hvor aðra, vegna að- stæðna fékk Hrefna mín mun oft- ar að gista hjá Mörtu og eins og hún sagði sjálf, þar átti hún aðra mömmu. Gegnum dæturnar kynntust mæðurnar og þrátt fyrir aldursmun og ólíkan bakgrunn var eitthvað sem small saman, hvort það var sveitastelpan í okk- ur eða eitthvað annað veit ég ekki en fyrir þessa vináttu og margar yndislegar stundir er ég óendan- lega þakklát. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin sem er uppspretta gleðinnar var oft full af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elsku Marta mín, Gunnar, Bryndís, Jón Baldvin og aðrir að- standendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, Háafelli. Með sorg í hjarta, en með mik- illi hlýju og þakklæti minnist ég góðrar vinkonu. Við Dídí kynnt- umst fyrir 26 árum í París og náð- um strax vel saman. Okkur fannst það ekki skrýtið þar sem við deild- um sama fæðingardegi. Vorum af- mælissystur. Við ræddum oft og hlógum að nautunum í okkur, hversu líkar og ólíkar við værum, og oft býsna samtaka. Við bjugg- um saman í París um tíma og einn- ig í Hamborg. Eignuðumst frum- burði okkar með nokkurra daga millibili og deildum mörgum góð- um vinum og stundum, þó að við hittumst ekki eins oft og okkur langaði síðustu ár. Það stóð lengi til að bæta úr því. Það var einstaklega gott og gaman að umgangast Dídí. Hún var yndisleg vinkona. Skemmtileg og hlý, róleg, en alltaf til í allt. Í fallegu flæði, birtu og gleði. Ég minnist aðeins skemmtilegra sam- verustunda sem einkenndust af hlátri og húmor, einlægni og áhuga á lífinu. Aldrei heyrði ég hana kvarta undan nokkru eða hallmæla nokkrum manni. Við höfum misst einstaka manneskju og hennar verður sárt saknað. Elsku Marta, Gunni og dætur, Bryndís, Jón, Aldís, Glúmur og Kolfinna, megi góður Guð leiða ykkur í sorginni og gefa ykkur styrk. Ragna Sæmundsdóttir. Við vorum svo heppnar að njóta kennslu Snæfríðar á Bifröst. Hún var einstök blanda af töffara og ljúflingi og reyndist okkur öllum sterk fyrirmynd. Hún gaf engan afslátt af kröfum til nemenda sinna en sýndi þeim jafnframt mikla samkennd og einlægan áhuga á framvindu þeirra. Hún var næm á styrkleika okk- ar og veikleika, gaf sér tíma fyrir þá sem þess þurftu og átti auðvelt með að kveikja hagfræðiáhuga nemenda sinna. Hún bar sig vel og tignarlega, var með eindæmum skörp í hugsun, hnyttin og ætíð málefnaleg. Betri kennara, leið- beinanda og samfylgdarmann- eskju er vart hægt að hugsa sér. Um leið og við þökkum fyrir góð og gefandi kynni af Snæfríði sendum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur til dóttur hennar og fjölskyldu. Megi minning hennar gefa ykkur styrk til að takast á við missinn. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“ (Spámaðurinn) Brynhildur S. Björnsdóttir, Dúna Árnadóttir, Hlédís Sveinsdóttir, Ingveldur Björg Jónsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Þegar við bekkjarsystkinin úr 6.-B hittumst til að fagna 25 ára stúdentsafmæli okkar nú í vor verður bekkurinn okkar ekki sam- ur. Þó að bekkjarfélagar okkar hafi valið sér ólíkar leiðir í lífinu, þá fylgja því sterk bönd að fara í gegnum bekkjarkerfi Mennta- skólans í Reykjavík saman. Þar fór nám og skemmtun saman, hönd í hönd, og stundum var óljóst hvort var mikilvægara. Það sem er mikilvægast er þó að þessi miklu mótunarár skildu eftir sig djúpstæðan samhug og vináttu sem hefur haldið, þótt oft sé langt á milli endurfunda. Við vorum besti bekkurinn, eða það fannst okkur að minnsta kosti. Máladeildarbekkur, sem státaði af óvenju mörgum strákum. Það var mikið hlegið og pískrað í tímum og af þeim sökum var námsárangur stundum slíkur að ákveðnir kenn- arar töldu bekkinn ekki eiga sér- lega bjarta framtíð fyrir sér á menntabrautinni. Snæfríður var bekkjarsystir okkar. Hún starfaði löngum sem fyrirsæta erlendis og var því utan- skóla stærstan hluta vetrarins. Hún sló þrátt fyrir það ekki slöku við námið. Á haustin var pensúm- inu komið til hennar og fyrir jóla- og vorpróf sáum við stelpurnar um að lána henni glósur og senda henni vísbendingar um það sem koma skyldi. Snæfríður kom í skólann þegar hún var á Íslandi og þrátt fyrir mikinn áhuga okkar á starfi hennar var hún fáorð um frægðina í fyrirsætuheiminum. Enda mátti sjá það skýrt og greinilega strax á menntaskólaár- unum að hún stefndi mun lengra á menntaveginum en mörg okkar hinna sem þuldu fræðin og sátum menntaskólann á enda. Snæfríður var greind og skemmtileg manneskja með þægi- lega nærveru, jarðbundin og stór- glæsileg. Hún hélt tengslum við okkur bekkjarsystkinin og tók þátt í endurfundum okkar þegar hún gat. Snæfríðar verður sárt saknað þegar við komum saman í vor til að minnast kvart-aldar stúdents- afmælis. Við hugsum til Mörtu einkadóttur hennar og til fjöl- skyldu hennar sem horfir á eftir glæsilegri konu í blóma lífsins. Blessuð sé minning hennar. F.h. 6.-B Menntaskólanum í Reykjavík (1988), Helga Sverrisdóttir, Margrét Jónasdóttir. Snæfríður Baldvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.