Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
Náttúruperlur
» Dettifoss er einn af eftir-
sóknarverðustu ferða-
mannastöðum landsins.
» Dettifossvegur í heild er um
50 km langur. Sú stefna var
mörkuð fyrir nokkrum árum að
leggja hann vestan Jökulsár.
» Búið er að leggja nýjan veg
frá Hringveginum á Mývatns-
öræfum að Dettifossi, alls
rúmlega 20 km leið.
» Verið er að undirbúa útboð á
um 30 km vegi frá Dettifossi
að Norðausturvegi í Keldu-
hverfi. Honum fylgja nýir
afleggjarnar að Hólmatungum
og Hljóðaklettum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Texti um lækkaðan hámarkshraða á
nýjum Dettifossvegi var fjarlægður
úr greinargerð með tillögu um deili-
skipulag svæðisins til þess að bæj-
arstjórn Norðurþings gæti kynnt
breytingarnar. Stjórn Vatnajökuls-
þjóðgarðs heldur þó stefnu sinni til
streitu og hefur óskað eftir því við
vegamálastjóra að hámarkshraðinn
verði lækkaður.
Til stendur að bjóða út seinni hluta
Dettifossvegar, frá Dettifossi og að
Norðausturvegi í Kelduhverfi. Verk-
inu fylgja tengingar við Hólmatung-
ur og Hljóðakletta. Þegar er búið að
leggja nýjan veg frá Dettifossi að
Hringveginum á Mývatnsöræfum.
Vegurinn liggur um land sveitar-
félaganna Norðurþings og Skútu-
staðahrepps og fer meðal annars um
land þjóðgarðsins.
Við hönnun leiðarinnar á sínum
tíma var reynt að færa veginn frá
helstu náttúruperlum en gera góðar
tengingar þangað. Þannig var veg-
urinn sem búið er að leggja sunnan
Dettifoss færður verulega til vest-
urs. Sömuleiðis er vegurinn sem nú á
að leggja færður aðeins til vesturs á
syðsta hluta leiðarinnar.
Hannað fyrir 90 km hraða
Vegurinn er hannaður sem heils-
ársvegur, 7,5 metra breiður, miðað
við 90 km hámarkshraða á klukku-
stund. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
hefur frá upphafi lagt áherslu á að
leyfa ekki svo mikinn hraða innan
marka garðsins og rataði ýmis um-
fjöllun af því tagi inn í greinargerð
með deiliskipulagstillögu sem Vega-
gerðin og þjóðgarðurinn létu vinna
vegna framkvæmdarinnar. Meiri-
hluti skipulags- og byggingarnefnd-
ar og bæjarstjórn Norðurþings fóru
fram á að umfjöllun um lækkaðan
hámarkshraða yrði fjarlægð úr
greinargerðinni, áður en tillagan
yrði auglýst.
Jón Grímsson, formaður skipu-
lags- og byggingarnefndar Norður-
þings, segir að Dettifossvegur sé
ekki aðeins ferðamannavegur heldur
sé hann hugsaður sem tenging hér-
aðsins við Hringveginn. Því sé óeðli-
legt að lækka hámarkshraða á að-
alveginum. Ef hins vegar komi upp
þær aðstæður að þörf verði á að
grípa í taumana á mestu álagstímum
á sumrin megi ákveða að lækka há-
markshraða á ákveðnum tímum.
Eins geti komið til greina að lækka
hámarkshraða á tengingum við nátt-
úruperlurnar.
Deiliskipulagið fer nú í lögboðið
kynningarferli sem tekur nokkrar
vikur. Stefnt er að útboði fram-
kvæmdarinnar í mars og verklegar
framkvæmdir ættu þá að geta hafist
í sumar. Áætlaður framkvæmdatími
er rúm þrjú ár. Að sögn Guðmundar
Heiðrekssonar, deildarstjóra hjá
Vegagerðinni á Akureyri, verður
framkvæmdin áfangaskipt þannig að
hluti vegarins kemst í notkun fyrr.
Heildarkostnaður er áætlaður um
2 milljarðar króna og eru fjárveit-
ingar á samgönguáætlun til að hefja
verkið á þessu ári. Nýr Dettifossveg-
ur verður mikil samgöngubót því
hluti vegarins er niðurgrafinn og
krókóttur malarvegur.
Taka ekki undir kröfur um
lækkaðan hámarkshraða
Deiliskipulag fyrir Dettifossveg kynnt Stefnt að útboði í mars
Morgunblaðið/RAX
Ferðamenn Dettifoss er vinsæll
áfangastaður ferðafólks.
Dettifossvegur
�������
�
����
����
������
�������� �
�
�
� �
�
��
��������
�
��
�������
�
��
�
Dettifossvegur
Fyrirhuguð
framkvæmd
Mývatnsöræfi
Möðrudalsöræfi
Húsavík Kelduhverfi
Mývatn
Ný tenging að
Hljóðaklettum
Ný tenging að
Hólmatungum
Dettifoss
Gamli vegur Nýi vegur
Rúmlega 5.500 flokksfélagar í
Samfylkingunni höfðu greitt at-
kvæði í formannskjöri flokksins
þegar rafrænni atkvæðagreiðslu
lauk klukkan sex síðdegis í gær.
Enn áttu þó einhver póstatkvæði
eftir að berast.
Þeir sem höfðu óskað eftir at-
kvæðaseðli í pósti höfðu tíma til
dagsins í gær til að póstleggja
seðlana.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
liggja fyrir á laugardaginn 2.
febrúar næstkomandi en kjöri nýs
formanns flokksins verður lýst
fyrir hádegi á landsfundi flokksins
í Valsheimilinu á Hlíðarenda.
Valið stendur á milli þeirra
Guðbjarts Hannessonar velferðar-
ráðherra og Árna Páls Árnasonar,
þingmanns og fyrrverandi ráð-
herra flokksins.
Rafrænni formanns-
kosningu Samfylk-
ingarinnar lokið
Árni Páll
Árnason
Guðbjartur
Hannesson
Formlegt leyfi fyrir
nýtingu heits vatns
Íslensk matorka hefur fengið nýt-
ingarleyfi Orkustofnunar vegna
jarðhita í landi Stóra-Klofa í Baðs-
heiði í Rangárþingi ytra. Vatnið er
notað til fiskeldis og hitaveitu.
Stefanía K. Karlsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar matorku,
sagði að fyrirtækið væri með tvær
fiskeldisstöðvar í Landsveit, í
Galtalæk og Fellsmúla. Hún sagði
að stöðin í Fellsmúla hefði nýtt
hitaveituholu í Baðsheiði í 27 ár.
Auk þess hefur 52°C heitt vatnið úr
holunni verið nýtt til hitaveitu.
Stefanía sagði að nú krefðust lög
þess að formleg leyfi væru veitt fyr-
ir orkuöflun og orkunýtingu af
þessum toga. Með leyfisveitingunni
væri Orkustofnun að uppfylla skil-
yrði laga.
Íslensk matorka stundar að-
allega eldi á bleikju til útflutnings.
Einnig á fiskinum tilapia sem kall-
aður er Hekluborri. gudni@mbl.is
Fiskeldi Íslensk matorka elur tilapia og
kallar hann Hekluborra og eins bleikju.
„Sérstaklega verði horft til forvarn-
araðgerða til að koma í veg fyrir spól
og glannaskap á hringtorgi fyrir of-
an Lund,“ stendur í ályktunartillögu
Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjar-
stjóra Kópavogs, í bæjarráði hinn 24.
janúar sl.
Bæjarráð samþykkti að Nýbýla-
vegur yrði skoðaður sérstaklega
með tilliti til umferðaröryggis. Gylfi
Sigurðsson, aðalvarðstjóri á lög-
reglustöðinni í Kópavogi, setti fram
bókun þess efnis sem áheyrnar-
fulltrúi í umhverfis- og samgöngu-
nefnd.
„Ég var beðinn um að endurorða
ályktunartillöguna en ákvað að láta
hana standa því mér þykir hún lýsa
þessu vel. Ástæðan er sú að í sam-
hengi við umræðu um umferðarör-
yggi á þessu svæði hefur fólk leitað
til mín og kvartað undan spóli á
þessu tiltekna hingtorgi við Lund,“
segir Ármann.
Að sögn Ármanns vildi fólkið
meina að spólið og glannaskapurinn
sem áður var við Ánanaust í Reykja-
vík hefði færst að Lundi.
„Lögreglan hefur farið í eftirlits-
ferðir þangað og stillt sér upp með
mælingar, fylgst með svæðinu og
vaktað það,“ segir Gylfi. Einhverjir
hafa verið gripnir fyrir of hraðan
akstur en ekki í teljandi mæli, segir
Gylfi.
Lögreglan telur að bæta megi um-
ferðaröryggi á Nýbýlaveginum til
muna.
Lögreglunni hefur borist fjöldi til-
kynninga vegna lélegrar lýsingar,
merkingum sé ábótavant auk há-
vaðamengunar sem felst í því að ver-
ið er að spyrna á veginum.
„Meginatriðið við tillöguna er ekki
vegna hávaða heldur er það að auka
öryggi vegfarenda, gangandi og ak-
andi,“ segir Gylfi. Vegurinn er ekki
sérstaklega vel til þess fallinn að
spóla, segir Gylfi. Hann bendir þó á
að verið getur að ökumenn freisti
þess að reyna að ná ljósum og aki því
hratt en þess er ekki þörf því hægt
er að ná ljósunum með því að aka á
löglegum hraða.
Að sögn Ármanns fer vinnan við
að bæta umferðaröryggi við Nýbýla-
veg fljótlega af stað. thorunn@mbl.is
Sporna við spóli og glannaskap
Umferðaröryggi fyrir gangandi og akandi umferð verður bætt á Nýbýlaveginum Lögreglunni hef-
ur borist fjöldi ábendinga um hávaða vegna spóls á hringtorginu ofan við Lund og hefur vaktað svæðið
Morgunblaðið/RAX
Umferðaröryggi Til stendur að bæta umferðaröryggi á Nýbýlaveginum öllum
með tilliti til lýsingar og merkinga jafnt fyrir gangandi sem akandi umferð.
13 O