Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri hlýtur heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2012, en þetta var tilkynnt í gær. Þorgerður þykir hafa unnið ómetanlegt frum- kvöðulsstarf í tónlist og menningar- uppeldi. Hún stofnaði Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð árið 1967 og árið 1982 framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn. Undir forystu Þorgerðar hafa kórarnir tveir hald- ið fjölda tónleika innanlands og komið fram í 23 löndum heims, m.a. á mörgum helstu kórhátíðum ver- aldar í Evrópu, Asíu og Norður- Ameríku. Þorgerður stundaði alhliða tón- listarnám frá sjö ára aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1963, tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1965 og nam í kjölfarið tónvísindi og kórstjórn á meistarastigi við University of Ill- inois í Bandaríkjunum. Formlegt tónlistarnám hefur hún einnig stundað í Austurríki og Bret- landi og nam að auki guðfræði um tíma við Háskóla Íslands. Auk þess að stjórna Hamrahlíðarkórunum kenndi Þorgerður við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Hún er einn af stofnendum Al- þjóðlega kórasambandsins og á sæti í ráðgjafarnefnd Heimsleikanna í kórtónlist. Þorgerður var að- alstjórnandi æskukórsins Radda Evrópu sem var viðamesta sam- starfsverkefni menningarborga Evrópu árið 2000. Þorgerður hefur hlotið margvís- lega viðurkenningu fyrir störf sín og list, s.s. Bjartsýnisverðlaun Bröstes, menningarverðlaun DV, heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins, ridd- arakross Hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddarakross Hinnar kon- unglegu norsku heiðursorðu og í fyrra var hún útnefnd borgar- listamaður Reykjavíkur árið 2012. Þorgerður heiðursverðlaunahafi Heiðruð Þorgerður Ingólfsdóttir. Magnús Leifsson og Ingibjörg Birg- isdóttir eru bæði með tvær tilnefn- ingar til Íslensku tónlistarverð- launanna fyrir bestu tónlistar- myndbönd og plötuumslög ársins 2012. Þetta var tilkynnt í gær, en valið var í höndum fagnefndar sem skipuð var þeim dr. Gunna, Dögg Mósesdóttur og Goddi. Fyrir tónlistarmyndböndin eru tilnefndir Máni Sigfússon fyrir lag- ið „Black Shore“ með Úlfi; Addi At- londres, Þorgeir F. Óðinsson og Einar Bragi Rögnvaldsson fyrir „Curling“ með Sykri; Magnús Leifsson fyrir „Delorean“ með FM Belfast; Magnús Leifsson fyrir „Glow“ með Retro Stefson og And- rew Thomas Huang fyrir „Mutual core“ með Björk. Fyrir plötuumslög eru tilnefnd Ingibjörg Birgisdóttir og Orri Jóns- son fyrir plötuna The Box Tree með Skúla Sverrissyni og Óskari Guðjónssyni; Ingibjörg og Lilja Birgisdætur fyrir Valtara með Sig- ur Rós; Bobby Breiðholt fyrir Born To Be Free með Borko; Halli Cive- lek fyrir Retro Stefson með sam- nefndri hljómsveit og Ragnar Fjal- ar Lárusson fyrir Ojba Rasta sömuleiðis með samnefndri hljóm- sveit. Tilkynnt verður hverjir sig- urvegararnir eru í Kastljósi RÚV á næstu dögum, en sjálf tónlist- arverðlaunin verða afhent í Hörpu nk. miðvikudagskvöld. Plötuumslag Born til be free með Borko er meðal tilnefndra umslaga. Plötuumslög og myndbönd tilnefnd Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize féllu í skaut sænsku systrunum í First Aid Kit fyrir plötuna The Lion’s Roar. Verðlaunin voru afhent á tónlist- arhátíðinni by:Larm sem fram fór í Ósló í liðinni viku. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt, en fyrri sigurvegarar eru Jónsi og hinn sænski Goran Kajfeš. Tólf manna alþjóðleg dómnefnd valdi vinningsplötuna, en lögð er áhersla á listrænt innihald fremur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar eru. Í umsögn dómnefnd- ar segir m.a. að tónlist systranna sé „einstök, laglínurnar tímalausar og samhljómur þeirra nístandi fal- legur“. Verðlaunaféð nemur 20.000 evrum sem samsvarar tæpum þremur og hálfri milljón íslenskra króna. Framlag Íslands þetta árið voru plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, og svo þriðja plata Retro Stefson, sem er samnefnd hljómsveitinni. Systur Klara og Johanna Söderberg skipa þjóðlagadúóið First Aid Kit. Ljónsöskur sænskra systra KRÓNUTILBOÐ FLUGFELAG.IS PANTAÐU Í DAG, EKKI Á M ORGUN, JÁ Í DAG! ÓDÝRT! Aldeili s isl en sk a/ si a. is FL U 62 78 2 02 ’1 3 1 króna fyrir barnið aðra leiðina + flugvallarskattar (skattar eru 1.725 kr. frá Reykjavík og 1.550 kr. frá öðrum áfangastöðum innanlands) 18. febrúar – 4. mars 2013 Þetta einstaka tilboðsfarg jald • gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands • er fyrir börn, 2–11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.