Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 59

Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri hlýtur heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2012, en þetta var tilkynnt í gær. Þorgerður þykir hafa unnið ómetanlegt frum- kvöðulsstarf í tónlist og menningar- uppeldi. Hún stofnaði Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð árið 1967 og árið 1982 framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn. Undir forystu Þorgerðar hafa kórarnir tveir hald- ið fjölda tónleika innanlands og komið fram í 23 löndum heims, m.a. á mörgum helstu kórhátíðum ver- aldar í Evrópu, Asíu og Norður- Ameríku. Þorgerður stundaði alhliða tón- listarnám frá sjö ára aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1963, tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1965 og nam í kjölfarið tónvísindi og kórstjórn á meistarastigi við University of Ill- inois í Bandaríkjunum. Formlegt tónlistarnám hefur hún einnig stundað í Austurríki og Bret- landi og nam að auki guðfræði um tíma við Háskóla Íslands. Auk þess að stjórna Hamrahlíðarkórunum kenndi Þorgerður við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Hún er einn af stofnendum Al- þjóðlega kórasambandsins og á sæti í ráðgjafarnefnd Heimsleikanna í kórtónlist. Þorgerður var að- alstjórnandi æskukórsins Radda Evrópu sem var viðamesta sam- starfsverkefni menningarborga Evrópu árið 2000. Þorgerður hefur hlotið margvís- lega viðurkenningu fyrir störf sín og list, s.s. Bjartsýnisverðlaun Bröstes, menningarverðlaun DV, heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins, ridd- arakross Hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddarakross Hinnar kon- unglegu norsku heiðursorðu og í fyrra var hún útnefnd borgar- listamaður Reykjavíkur árið 2012. Þorgerður heiðursverðlaunahafi Heiðruð Þorgerður Ingólfsdóttir. Magnús Leifsson og Ingibjörg Birg- isdóttir eru bæði með tvær tilnefn- ingar til Íslensku tónlistarverð- launanna fyrir bestu tónlistar- myndbönd og plötuumslög ársins 2012. Þetta var tilkynnt í gær, en valið var í höndum fagnefndar sem skipuð var þeim dr. Gunna, Dögg Mósesdóttur og Goddi. Fyrir tónlistarmyndböndin eru tilnefndir Máni Sigfússon fyrir lag- ið „Black Shore“ með Úlfi; Addi At- londres, Þorgeir F. Óðinsson og Einar Bragi Rögnvaldsson fyrir „Curling“ með Sykri; Magnús Leifsson fyrir „Delorean“ með FM Belfast; Magnús Leifsson fyrir „Glow“ með Retro Stefson og And- rew Thomas Huang fyrir „Mutual core“ með Björk. Fyrir plötuumslög eru tilnefnd Ingibjörg Birgisdóttir og Orri Jóns- son fyrir plötuna The Box Tree með Skúla Sverrissyni og Óskari Guðjónssyni; Ingibjörg og Lilja Birgisdætur fyrir Valtara með Sig- ur Rós; Bobby Breiðholt fyrir Born To Be Free með Borko; Halli Cive- lek fyrir Retro Stefson með sam- nefndri hljómsveit og Ragnar Fjal- ar Lárusson fyrir Ojba Rasta sömuleiðis með samnefndri hljóm- sveit. Tilkynnt verður hverjir sig- urvegararnir eru í Kastljósi RÚV á næstu dögum, en sjálf tónlist- arverðlaunin verða afhent í Hörpu nk. miðvikudagskvöld. Plötuumslag Born til be free með Borko er meðal tilnefndra umslaga. Plötuumslög og myndbönd tilnefnd Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize féllu í skaut sænsku systrunum í First Aid Kit fyrir plötuna The Lion’s Roar. Verðlaunin voru afhent á tónlist- arhátíðinni by:Larm sem fram fór í Ósló í liðinni viku. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt, en fyrri sigurvegarar eru Jónsi og hinn sænski Goran Kajfeš. Tólf manna alþjóðleg dómnefnd valdi vinningsplötuna, en lögð er áhersla á listrænt innihald fremur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar eru. Í umsögn dómnefnd- ar segir m.a. að tónlist systranna sé „einstök, laglínurnar tímalausar og samhljómur þeirra nístandi fal- legur“. Verðlaunaféð nemur 20.000 evrum sem samsvarar tæpum þremur og hálfri milljón íslenskra króna. Framlag Íslands þetta árið voru plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, og svo þriðja plata Retro Stefson, sem er samnefnd hljómsveitinni. Systur Klara og Johanna Söderberg skipa þjóðlagadúóið First Aid Kit. Ljónsöskur sænskra systra KRÓNUTILBOÐ FLUGFELAG.IS PANTAÐU Í DAG, EKKI Á M ORGUN, JÁ Í DAG! ÓDÝRT! Aldeili s isl en sk a/ si a. is FL U 62 78 2 02 ’1 3 1 króna fyrir barnið aðra leiðina + flugvallarskattar (skattar eru 1.725 kr. frá Reykjavík og 1.550 kr. frá öðrum áfangastöðum innanlands) 18. febrúar – 4. mars 2013 Þetta einstaka tilboðsfarg jald • gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands • er fyrir börn, 2–11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.