Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 6

Morgunblaðið - 01.03.2013, Side 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við erum að ljúka okkar vinnu og taka frumvarpið úr nefndinni. Við erum búin að leggja fram breytinga- tillögur. Málsmeðferðin í þinginu er hins vegar ófrágengin. Eftir því sem ég best veit er ekki búið að semja um hana,“ sagði Lúðvík Geirsson, þing- maður Samfylkingar og einn fulltrúa meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, um stöðu stjórnar- skrármálsins í þinginu. „Okkar vinna í nefndinni hefur gengið út á heildstæða yfirferð á öllu frumvarpinu, öllum tillögunum, og það sem við höfum skilið eftir fór til Feneyjanefndarinnar, meðal annars stjórnskipunarkaflinn. Við erum að yfirfara hann. Stærstu breytingarn- ar snúa að mannréttindakaflanum. Það er verið að raða þeim kafla upp á nýtt með vísan til ábendinga Fen- eyjanefndarinnar,“ segir Lúðvík en nefndin gerði athugasemdir við að ýmis ákvæði í mannréttindakaflan- um væru ekki nógu skýr. Það gæti valdið erfiðleikum í túlkun. Kaflanum ekki breytt mikið Nefndin fann m.a. að því að ekki væri gerð aðgreining á milli hefð- bundinna mannréttindaákvæða og ávæða sem varða félagsleg réttindi og réttindi sem kveða á um skyldur ríkisins gagnvart einstaklingum, svo sem í gegnum mennta- og heilbrigð- iskerfið. Lúðvík segir breytingarnar sem gerðar hafi verið á II. kafla stjórnarskrárfrumvarpsins, Mann- réttindi og náttúra, ekki miklar. „Efnislega eru það ekki stórfelld- ar breytingar. Hann er settur fram með öðrum hætti. Orðalag er styrkt sem og skýringar en það snýr fyrst og fremst að því að raða saman hlut- unum. Samfélagslegir þættir og um- hverfislegir eru teknir í sérstakan kafla. Uppröðunin er með öðrum hætti. Áherslan var á að greina þetta betur þannig að þetta væri ekki allt í einni heild heldur meira flokkað í sundur. Mannréttindakaflinn er settur fram með öðrum hætti en grunngildin eru hin sömu.“ – Verða einhverjar greinar teknar út og skoðaðar síðar? „Nei. Það er ekkert sett á ís. Það er verið að skerpa á textanum og samræma hann innbyrðis og taka til- lit til þeirra ábendinga sem við töld- um mikilvægastar í áliti Feneyja- nefndarinnar.“ – Ertu sáttur við stöðu málsins? „Ég er fyrst og fremst sáttur við að það sé búið að ljúka þessari heildaryfirferð og taka tillit til allra þeirra athugasemda sem fram hafa komið. Þær hafa verið fjölmargar og við höfum horft til þeirra sem við teljum að séu til bóta og styrki þetta frumvarp.“ Skammur tími eftir – Verða gerðar fleiri breytingar á textanum eftir helgi? „Nei. Ég á ekki von á því.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, flokkssystir Lúðvíks og Valgerðar og einn fulltrúa meirihlutans í nefnd- inni, segir ríkisstjórnina munu róa öllum árum að því að ljúka málinu. „Það er ljóst að það er skammur tími eftir af þessu þingi en stjórnar- meirihlutinn hefur staðið með þessu máli frá upphafi og mun gera allt sem í hans valdi stendur til að geta lokið því.“ – Er raunhæft að afgreiða málið fyrir þingfrestun 15. mars nk.? „Tíminn er vissulega skammur. Unnið hefur verið í málinu á grund- velli tillagana stjórnlagaráðs. Það er það sem þjóðaratkvæðagreiðslan fól okkur að gera. Síðan hefur sérfræð- ingahópur gert tillögur að breyting- um. Þá hafa tillögur komið fram í umsögnum ýmissa aðila og frá Fen- eyjanefndinni. Það var farið yfir þessi sjónarmið og gerðar ýmsar breytingar á frumvarpinu en alltaf hefur það verið haft að leiðarljósi að fylgja anda stjórnlagaráðs,“ segir hún. Vantraust enn inn í myndinni Spurður út í stöðu málsins vildi Þór Saari gæta trúnaðar gagnvart viðsemjendum sínum. „Það er verið að reyna að finna lausn. Það eru ýmsar lausnir uppi á borðinu sem er ekki rétt að vera að tjá sig mikið um á þessu stigi.“ – Verður stjórnarskrárfrumvarpið afgreitt fyrir þinglok? „Ég veit það ekki enn þá. Það kemur sennilega í ljós fyrir lok þess- arar viku eða á mánudaginn.“ – Ertu að íhuga að draga fram vantrauststillöguna á ný? „Það kemur líka í ljós á þeim tíma. Þetta er allt í deiglu. Það er ekkert hægt að segja um þetta enn þá.“ Gunnar Bragi Sveinsson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokksins, sagði engar umræður hafa farið fram milli þingflokksformanna eða formanna flokkanna um framhald málsins. Viðamiklar breytingar  Mannréttindakafli stjórnarskrárfrumvarpsins tekur breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar  Enn er ósamið um framhald málsins á þingi Morgunblaðið/Styrmir Kári Á fundi Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lítur upp frá skjölum. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og einn full- trúa minnihlutans í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd, segir fundi hafa verið seinkað um málið í gær sökum þess hve viðamiklar breyt- ingarnar séu. „Það var fundur á miðvikudag og þar var boðað að taka ætti framhaldsnefndarálit út úr nefnd- inni til að umræður gætu hafist í þinginu. Álitið var langt frá því að vera tilbúið og þó nokkuð mörgum breytingatillögum var dreift í nefndinni. Fundi var slitið og boð- að til fundar klukkan níu í morgun [í gærmorgun] sem varð ekki. Þetta eru svo umfangsmiklar breytingar að óskað var eftir því að fundur yrði ekki fyrr en í kvöld [í gærkvöldi] en þar átti að kynna efnismikið framhaldsnefndarálit, eins og Valgerður Bjarnadóttir, for- maður nefndarinnar, orðaði það.“ Birgir Ármannsson, annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd, segir helstu ágalla frum- varpsins enn til staðar. „Okkur sýnist að það sé verið að setja talsvert fleiri plástra á frum- varpið og að einhverju leyti er ver- ið að koma til móts við tæknilegar athugasemdir sem gerðar hafa verið af hálfu fræðimanna. Allir helstu gallar frumvarpsins eru enn fyrir hendi. En málið er hins vegar að okkar mati óbreytt í þeim skiln- ingi að enn stendur til að afgreiða heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir vorið án þess að málið hafi hlotið viðhlítandi vinnslu. Gegn því leggjumst við auðvitað eins og áð- ur,“ segir Birgir. Seinkun vegna umfangsins KVÖLDFUNDUR Í NEFNDINNI Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 4. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Louisa M atthíasdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Louisa M atthíasdóttir „Þarna gætir að mínu mati mis- skilnings vegna þess að þarna er um rammalöggjöf að ræða og það sem er verið að vísa í þarna eru þá réttar- geðdeildir,“ segir Ögmundur Jón- asson innanrík- isráðherra spurður út í gagnrýni fagaðila á sviði geðlækninga á frum- varp hans um breytingar á hegning- arlögum (öryggisráðstafanir o.fl.). Morgunblaðið greindi frá í gær að fjöldi fagaðila hefur skilað inn nei- kvæðum umsögnum um frumvarpið. Á meðal þess sem þeir gagnrýna er að heimilt verði að dæma sakhæft fólk til refsivistar á geðdeildum sjúkrahúsa. Að sögn Ögmundar á frumvarpið sér langa sögu, allt til ársins 2008. „Þetta hefur verið í löngu samráðsferli en það er greini- legt að enn skortir þarna nokkuð á og þess vegna kallaði ég saman fund í dag þar sem farið var yfir þessi mál með fulltrúum úr heilbrigðiskerfinu og formanni refsiréttarnefndar,“ sagði Ögmundur í samtali við blaða- mann í gær. Hann leggur áherslu á að frum- varpið verði ekki samþykkt nema áður sé tryggð víðtæk sátt um það. „Ég vísa því á bug að frumvarpið sé illa unnið, þetta er mjög vandað frumvarp og er komið á borðið eftir góða yfirlegu. Hins vegar virðist enn skorta á og sjálfsagt að huga að þeirri gagnrýni sem fram hefur komið.“ skulih@mbl.is Segir frumvarpið vandað  Ögmundur fundaði með fagaðilum í gær Ögmundur Jónasson World Outga- mes-leikarnir verða haldnir í Miami Beach ár- ið 2017. Valið stóð á milli Miami Beach og Reykjavíkur. Þetta var til- kynnt á fundi sem GLISA (Gay Lesbian International Sports Asso- ciation) hélt í Antwerpen í gær- kvöldi. Jón Gnarr borgarstjóri óskaði fulltrúum Miami Beach til ham- ingju. Hann sagði undirbúninginn fyrir útnefninguna hafa vakið tals- verða athygli á Reykjavík. Miami Beach fékk World Outgames Jón Gnarr Matvælastofnun hefur sent bónda á Brúarreykjum í Borgarfirði bréf þar sem honum var tilkynnt að sex naut- gripir yrðu fluttir af bænum í dag vegna vanfóðrunar. Bjarni Bærings Bjarnason er bóndi á Brúarreykjum. Hann segir að bréfið hafi komið honum í opna skjöldu. „Kýrnar mínar mjólka yfir landsmeðaltali, varla geta vannærð dýr gert það,“ segir Bjarni í samtali í gærkvöldi. Starfsleyfi Bjarna var afturkallað í nóvember, eftir að Matvælastofnun hafði m.a. get athugasemd við þrif á tækjum, húsum og hreinleika gripa. Eins væri svo þröngt um gripina að álitið væri að það kæmi niður á mat- vælaöryggi. Bjarni fékk framleiðslu- leyfi til bráðabirgða í janúar, en jafn- framt var óskað eftir því að hann gerði tilteknar úrbætur og fékk hann frest til þess til 11. febrúar. Bjarni segir að hann muni kæra ákvörðun Matvælastofnunar. annalilja@mbl.is Nautgripir fjarlægðir frá Brúarreykjum  Bóndinn hyggst kæra niðurstöðuna Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Nautgripir Fjarlægja á sex nautgripi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.