Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að heildarkostnaður við hitaveitu fyrir Höfn og nágrenni verði 1,6 til 2 milljarðar. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir að þetta yrði ekki ódýr hita- veita í upphafi en rifjar upp að reynslan sýni að hitaveitur verði hagkvæmari með tímanum og íbú- arnir muni njóta þess. Tryggvi Þór greindi frá stöðu mála við undirbúning hitaveitu í erindi sem hann flutti á ráðstefnu um orkumál á Höfn í gær. RARIK hefur verið að rannsaka jarðhita í landi Miðfells og Hoffells og lét bora djúpa holu í vetur. Tryggvi segir að rannsóknir bendir til að holan gefi ekki lakari niðurstöðu en búast hefði mátt við. Hún er talin gefa 27 sekúndulítra af 70 gráðu heitu vatni. Hann segir að látið verða reyna á afköst svæð- isins með því að dæla upp úr hol- unni næstu mánuði. Bora þarf fleiri holur Verði þetta niðurstaðan er ljóst að hún mun aðeins gefa um þriðj- ung af því vatni sem nauðsynlegt er til að leggja hitaveitu til Hafn- ar. Því þurfi að bora tvær til þrjár svipaðar holur til viðbótar. Segir Tryggvi að framhaldið verði ákveðið þegar niðurstaða fæst. Verði hún svipuð og nú er reiknað með að ráðist verði í frek- ari boranir. Það yrði þá væntan- lega á næsta ári. Lagning hita- veitu verði síðan skoðuð í framhaldi af því. Þótt mikill kostnaður yrði við lagningu hitaveitu segir Tryggvi Þór að hinn valkosturinn sé slæm- ur, það er að segja að reka áfram fjarvarmaveitu þar sem rafmagn er notað til að hita upp vatnið og olía til vara. „Það ríkir mikil eftirvænting hér á svæðinu um að af þessu geti orð- ið,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar. Hann segir að reynslan sýni að búsetu- skilyrði breytist þar sem heitt vatn finnst. Hann bætir því við að einnig hafi fundist heitt vatn í Skaftafelli og á Hala og það sé hægt að nýta í hitaveitur á þeim svæðum. Hitaveita myndi kosta 1,6 til 2 milljarða kr.  Áfram verður borað í Hornafirði Ljósmynd/Maríus Sævarsson Hoffell Jarðborinn Nasi frá Rækt- unarsambandi Skeiða og Flóa. Ákveðið hefur verið að rafvæða fiskimjölsverksmiðju sem Skinney- Þinganes rekur á Höfn í Horna- firði. Til þess að það geti orðið þarf að hækka spennu á línum inn á Höfn og byggja nýja spennistöð og njóta Hafnarbúar góðs af því. Í vetur hefur verið unnið að raf- væðingu verksmiðjanna á Norð- firði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Nú bætist Hornafjörður við. Að- alsteinn Ingólfsson forstjóri segir þetta dýra framkvæmd en raf- orkan sé ódýrari en olía og vist- vænni. Framkvæmdir eru að hefjast og á að ljúka í haust. Stefnt er að því að hægt verði að nota rafmagn til bræðslu á næstu loðnuvertíð og jafnvel fyrr. Tryggvi Þór Haraldsson, for- stjóri RARIK, segir að kostnaður RARIK og Landsnets nemi um hálfum milljarði. Hækka þurfi spennu á línu inn í bæinn og koma upp nýjum spenni. Viðkomandi fyrirtæki greiði kostnaðinn, ýmist beint í upphafi eða í raforkuverði næstu ár. Hins vegar komi þessi fram- kvæmd sér vel fyrir íbúa Hafnar því afhendingaröryggi aukist með tvöföldun kerfisins. Fiskimjölsverksmiðjan kaupir ótrygga orku og getur því þurft að skerða hana á álagstímum. Fyr- irtækið er áfram með olíukyntu katlana og getur gripið til þeirra þegar á þarf að halda. helgi@mbl.is Rafvætt fyrir loðnuvertíð  Íbúar á Höfn njóta góðs af spennistöð sem þarf að byggja Tískuverslunin Ríta | Bæjarlind 6 | sími 554-7030 www.rita.is Stærri og glæsilegri RÍTA BÆJARLIND Full búð að nýjum vörum Str. 36 - 56/58 N Ý PR EN T eh f. Karlakórinn Heimir www.heimir.is Guðrún Gunnarsd óttir Ari Jóhann Sigurð sson Stefán R. GíslasonÓskar Pé tursson Tónberg á Akranesi, föstudaginn 1. mars, kl. 20:30 Miðasala við innganginn Langholtskirkja, Reykjavík laugardaginn 2. mars, kl. 14 :00 og 17:00 Forsala á midi.is Fyrir hlé er sígild karlakóratónlist á dagskránni. Eftir hlé er breytt um takt svo um munar, hljómsveit skipuð félögum úr kórnum stígur fram og Guðrún Gunnarsdóttir kemur til liðs við okkur. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Sýslumaðurinn í Reykjavík Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga sem fram fara 27. apríl 2013, hefst hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 2. mars nk. Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30 – 15:00. Um helgar er opið frá kl. 12:00 – 14:00. Lokað verður á skírdag þann 28. mars, föstudaginn langa 29. mars, páskadag 31. mars og annan í páskum 1. apríl nk. Opið verður laugardaginn 30. mars nk. frá kl. 12:00 – 14:00. Frá og með 15. apríl nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00. Á kjördag laugardaginn 27. apríl nk. verður opið frá kl. 10:00 til kl. 17:00. Mottumars, árveknis- og fjáröfl- unarátak Krabbameinsfélagsins vegna baráttunnar gegn krabba- meinum hjá körlum, hefst formlega í dag og stendur í þrjár vikur. Opn- að var fyrir skráningar á vefsíðuna mottumars.is sl. mánudag. Hljómsveitin Hetjurnar leggur Mottumars lið í ár með laginu Villi- bráð en þar er m.a. sungið „ég er karlmaður – ég get veikst og ég get grátið“. Sveitin leystist upp árið 1985 og var flestum gleymd þar til upptaka af umræddu lagi fannst nýverið fyrir röð tilviljana. Í tilefni af Mottumars ákváðu Hetjurnar að láta gott af sér leiða og gefa Krabbameinsfélaginu lagið, sem þegar er komið í spilun á flestum útvarpsstöðvum landsins. Stefnt er að því að safna 30 millj- ónum króna á mottumars.is. Hetjurnar leggja átakinu Mottumars lið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.