Morgunblaðið - 01.03.2013, Síða 41

Morgunblaðið - 01.03.2013, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2013 Leikstjórinn RobertZemeckis á nokkrar eft-irminnilegar kvikmyndirað baki, sumar hverjar sí- gildar. Má þar nefna Forrest Gump og Back to the Future-þrennuna. Flight fellur því miður ekki í flokk hinna sígildu en er engu að síður ágæt kvikmynd og aðalleikarinn, Denzel Washington, virkilega sann- færandi í hlutverki flugstjóra sem glímir við áfengissýki. Flugstjórinn Whip Whitaker vaknar á hóteli eftir mikið fyllirí og þarf að mæta í vinnuna í annarlegu ástandi, enn undir áhrifum áfengis eftir gleðskap næturinnar. Hann tekur kókaín sér til örvunar og mætir til vinnu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Í flugvélinni fær hann sér í glas án þess að nokkur sjái til og blund eftir að hafa stýrt vélinni í gegnum mikið vonskuveður. Hann rankar við sér þegar bilun gerir vart við sig í vélinni. Hún lætur ekki að stjórn og fer að hrapa stjórnlaust til jarðar. Whitaker tekst með lygi- legum hætti (reyndar svo lygilegum að flugmaður sem undirritaður þekkir segir þetta tiltekna atriði óttalegt bull) að afstýra skelfilegu flugslysi, með hjálp aðstoðarflug- manns og flugfreyju. Hann nær að snúa vélinni á hvolf, fljúga henni þannig yfir byggð, rétta hana síðan við aftur og nauðlenda á engi nokkru. Nokkrir um borð láta lífið en ljóst að flugstjóranum hefur tek- ist að bjarga lífi tuga farþega með þessu ævintýralegu uppátæki sínu. Whitaker er færður á sjúkrahús og þar kynnist hann ungri konu sem er eiturlyfjafíkill en á batavegi, laus við fíknina. Þau fella hugi saman en áfengisfíkn Whitakers setur þó strik í reikninginn. Honum er hampað sem hetju í fjölmiðlum fyrir björgunina en babb kemur í bátinn þegar rannsókn hefst á flugslysinu og upp kemst um annarlegt ástand flugstjórans. Lipur lögfræðingur virðist þó ætla að koma honum til bjargar en til að það takist verður Whitaker að halda sér allsgáðum og losa sig við fíknina. Eins og sjá má er hér mikill harmleikur á ferð, aðalpersónan bú- in að brenna allar brýr að baki sér með áralangri áfengisneyslu en neitar að horfast í augu við veikindi sín. Túlkun Washingtons á flug- stjóranum er afar sannfærandi, persónan er ógeðfelld og viðkunn- anleg í senn, maður sveiflast milli samúðar og fyrirlitningar á henni líkt og þeir sem næst henni standa. Aðrir leikarar standa sig einnig með ágætum, John Goodman fer mikinn í hlutverki félaga flugstjór- ans sem útvegar honum eiturlyf og Kelly Reilly er einnig sannfærandi í hlutverki unnustu Whips sem þekk- ir einnig skelfilegan heim fíkn- arinnar. Sagan er áhugaverð og þá eink- um þessi tvískinnungur, að hampa einhverjum sem hetju en reyna um leið að draga hann fyrir dóm þó svo hann hafi bjargað tugum mannslífa. Gallinn á myndinni er hins vegar sá að hún dettur í mikla lægð eftir kraftmikla byrjun en nær sem bet- ur fer aftur flugi í seinni hlutanum, þegar Whip neyðist til að horfast í augu við sjálfan sig og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Flugstjórinn Denzel Washington í hlutverki flugstjórans Whip Whitaker í kvikmyndinni Flight. Washington heldur myndinni á lofti með góðum leik. Washington á flugi Laugarásbíó og Sambíóin Álfabakka, Keflavík, Egilshöll og Akureyri Flight bbbnn Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aðalleik- arar: Denzel Washington, Bruce Greenwood, John Goodman, Kelly Reilly og Don Cheadle. Bandaríkin, 2012. 138 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og Óttar Guðmundsson geðlæknir fremja í kvöld kl. 22 allsérstakan gjörning á Café Rósenberg við Klapparstíg, flétta þar saman djass og Grettissögu. Jóhanna mun flytja þekktar djassperlur með þeim Jóni Páli Bjarnasyni, Erik Quick, Reyni Sigurðssyni og Gunnari Hrafnssyni og Óttar mun milli laga segja sögur af draugum við undirleik tónlistar- mannanna. Draugadjass Jóhanna og Óttar snúa bökum saman á Rósenberg í kvöld. Draugar og djass á Rósenberg Tónlistarmaðurinn Pétur Ben held- ur útgáfutónleika í kvöld í Bæjar- bíói í Hafnafirði, vegna sólóplötu sinnar, God’s Lonely Man, sem kom út rétt fyrir jól í fyrra. Platan sú hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, var tilnefnd til Íslensku tónlist- arverðlaunanna og var auk þess ein af verðlaunaplötum tónlistar- sjóðsins Kraums. Pétur kemur fram með hljóm- sveit en hana skipa Óttar Sæ- mundsson, Arnar Þór Gíslason, Þorbjörn Sigurðsson og Kippi Kan- ínus og strengjakvartettinn Amiina leikur einnig á tónleikunum. Tón- leikarnir hefjast kl. 21 og er það hljómsveitin The Heavy Experience sem sér um að hita upp gesti. Fögnuður Pétur Ben fagnar sóló- skífu sinni í Bæjarbíói í kvöld. Útgáfutónleikar Péturs Ben í Bæjarbíói Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst LAGNAEFNI FYRIR TÖLVUR OG NET Digitus net lagnaefnið hefur verið á markaðnum um allan heim síðan 1994 við góðan orðstýr. Frá þeim fáum við allt sem þarf til að gera gott netkerfi fyrir heimili eða fyrirtæki. Mótari sem sendir mynd frá myndlykli um húsið með loftnetslögnum sem er fyrir í flestum húsum. TRI AX TFM 001 MÓ TAR I NÝJUNG HJÁ OKKUR KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP ÞETTA REDDAST KL. 5:20 - 8 - 10:10 BEAUTIFUL CREATURES KL. 5:20 - 8 - 10:40 BEAUTIFUL CREATURES VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 FLIGHT KL. 5:30 - 8 - 10:10 WARM BODIES KL. 8 - 10:10 HANSEL AND GRETEL KL. 8:20 PARKER KL. 10:50 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 3:40 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 - 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 4 - 6 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 3:20 KRINGLUNNI ÞETTA REDDAST KL. 5:50 - 8 - 10:10 BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 - 10:40 THIS IS 40 KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20-8-10:40 FLIGHT KL.5:20-8-10:10 ARGO KL.5:20-8-10:40 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 PARKER KL. 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10 BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 FLIGHT KL. 10:30 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6 ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 AKUREYRI ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:20 BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 FLIGHT KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 6 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 6 EMPIRE  EINFRUMLEGASTA GAMANMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND 3ÓSKARSVERÐLAUNÞAR Á MEÐALBESTA MYNDIN TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100  LA TIMES JEREMY IRONS–EMMA THOMPSON–VIOLA DAVIS MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM LENU SEM BÝR YFIR YFIRNÁTTÚRULEGUM KRÖFTUM STÓRSKEMMTILEG RÓMANTÍSK GAMANDRAMA MEÐ BIRNI THORS Í AÐALHLUTVERKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.