Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.03.2013, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 1. MARS 60. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Versta fríið var á Íslandi 2. Allt orðið iðjagrænt 3. Draugaskip rekur í átt til Íslands 4. Missti systur sína og skrifar bók »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Víkingarokksveitin Skálmöld hélt tónleika í Hnífsdal í gær og sendi trymbill sveitarinnar, Jón Geir Jó- hannsson, frá sér yfirlýsingu af því tilefni. „Ég, Jón Geir Jóhannsson, heiti því hér með að sýni Ísfirðingar og nærsveitafólk sitt rétta andlit, og félögum mínum að Húsavík er ekki eini rokkbær Íslands, mun ég láta húðflúra á mig skjaldarmerki míns gamla heimabæjar, Ísafjarðar. Ákvörðun verður tekin strax að tón- leikunum loknum og telst þá end- anleg,“ sagði Jón Geir m.a. í yfirlýs- ingu sinni. Í gær fékkst það staðfest að skjaldarmerkið verður flúrað á trymbilinn ísfirska. Morgunblaðið/Ómar Skjaldarmerki flúrað á trymbil Skálmaldar MØ, Metz, Nagano o.fl. á Airwaves  Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin í 15. sinn í Reykjavík 30. október til 2. nóvember og hefur nú verið kunngjört að fram á henni muni koma múm, Sin Fang, danska söngkonan MØ, Bloodgroup, kanad- íska gruggpönkhljómsveitin Metz, Young Dreams frá Noregi, Oyama og sænska söngkonan Sumie Nagano. Undir lok janúar var tilkynnt að á há- tíðinni kæmu fram sýrlenski tónlist- armaðurinn Omar Souleyman, enski raftónlistarmaðurinn Gold Panda, rokksveitin Goat frá Svíþjóð, raf- tónlistarkonan Fatima Al Qadiri frá Kúveit, sænska tón- listarkonan Anna Von Hauss- wolff og hávaða- pönk- sveitin No Joy frá Kanada. Á laugardag Fremur hæg vestlæg átt, þurrt og víða vægt frost. Gengur í SV 8-13 m/s eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari og áfram úrkomulaust A-til á landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG SV 10-18 m/s, en vestan 13-20 N- og A- lands eftir hádegi. Víða rigning, en síðar skúrir eða él N-til. Minnk- andi vindur og úrkoma í kvöld. Hiti 2 til 8 stig. VEÐUR Aron Kristjánsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, er áhyggjufullur eftir að hafa misst tvo sterka leik- menn úr sínu liði á und- anförnum dögum. Hvorki Vignir Svavarsson né Kári Kristján Kristjánsson verða með í leikjunum mikilvægu gegn Slóveníu í undan- keppni EM. Hann þarf að kalla inn nýjan línumann og þar virðast fjórir koma til greina. »1 Aron í vanda vegna meiðsla „Stefán Rafn er búinn að standa sig virkilega vel. Ég hef verið afar sáttur við hans frammistöðu og það eru allir hjá félaginu. Hann hefur staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og meira en það,“ segir Guð- mundur Þ. Guðmunds- son, þjálfari þýska handknattleiks- liðsins Rhein- Neckar Löwen, um Stefán Rafn Sigurmanns- son. »1 Guðmundur ánægður með Stefán Rafn ÍR-ingar eiga góða möguleika á að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir dramatískan sig- ur á KFÍ í fallslag liðanna í gær- kvöld. Ísfirðingar köstuðu frá sér sigrinum í venjulegum leiktíma og ÍR nýtti sér það, jafnaði með 3ja stiga körfu Hjalta Friðrikssonar í blálokin og vann síðan í framlengingu. »4 Staða ÍR gjörbreytt eftir sigur á Ísfirðingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, var kjörinn formaður í Samtökum golfvallastarfsmanna í Evrópu (FEGGA, Federation of European Golf Greenkeepers Asso- ciations) um nýliðna helgi, en hann hefur verið í stjórn samtakanna und- anfarin fjögur ár og þar af sem vara- formaður undanfarin tvö ár. Golfið hefur leikið stórt hlutverk í lífi Ólafs Þórs. „Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á golfi og er fyrsti Íslendingurinn sem lærir golfvalla- fræði,“ rifjar hann upp en fyrir um tveimur áratugum lagði hann stund á fræðin í Skotlandi. Eftir námið hafði hann frumkvæði að stofnun Samtaka íslenskra golfvalla- starfsmanna sem seinna urðu Sam- tök íslenskra golf- og íþróttavalla- starfsmanna. Í kjölfarið sótti hann ráðstefnur FEGGA og segir að þar hafi vakið athygli hvað Íslendingum hafi gengið vel að verða fagmann- legir í starfinu á stuttum tíma. „Þeir vildu endilega fá að deila þeirri reynslu inni í stjórn FEGGA og ég varð fyrir valinu til að fara fram,“ segir hann um aðkomuna að stjórn samtakanna, en um 15.000 golfvalla- starfsmenn í 24 löndum starfa innan vébanda þeirra. Í fótspor föðurins Ágúst Húbertsson, faðir Ólafs Þórs, var lengi framkvæmdastjóri Keilis og Ólafur Þór var ekki gamall þegar hann byrjaði að vinna hjá föður sínum á golfvellinum á sumrin. Hann hafi fylgst með uppbyggingu golfvalla er- lendis í erlendum fag- tímaritum og fljótlega fundið að fagmennsku hafi vantað í sambandi við viðhald á golfvelli Keilis. Stöðugt hafi verið skipt um vallarstjóra en annað hafi verið uppi á teningnum erlendis. „Þá vaknaði áhugi hjá mér að læra þetta með það í huga að láta gott af mér leiða,“ segir hann en Ólafur Þór var vallarstjóri hjá Keili í 16 ár og tók við framkvæmdastjórastöðunni af föður sínum fyrir tveimur árum. Tímamót Keilir verður 50 ára 2017. Nú er unnið við endurgerð á seinni níu hol- unum á Hvaleyrarvelli og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið fyrir afmælið. „Við erum að endur- nýja fjórar nýjar holur á seinni níu holunum. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum í verkefni án aðkomu Hafnarfjarðarbæjar, þannig að við fjármögnum þetta úr eigin rekstri og ætlum okkur því langan tíma í verkefnið.“ Talsmaður um 15.000 manna  Ólafur Þór Ágústsson, for- maður FEGGA Morgunblaðið/Kristinn Stjórnandi Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis og formaður Samtaka golfvallastarfsmanna í Evrópu. Samtök golfvallastarfsmanna í Evrópu, FEGGA, eru með fram- kvæmdastjóra á Englandi en stjórnarmenn vinna í sjálf- boðavinnu. Samtökin vinna til dæmis að sam- eiginlegum námskrám fyrir starfsmennina og aðstoða við að búa til umhverfisvottunarkerfi fyrir golfvelli. Þau vinna að ýmsum verkefnum sem snúa að iðnaðinum sem slíkum, veita ráðgjöf og aðstoða við að móta stefnur í sambandi við golf- ið, meðal annars hjá Evrópusam- bandinu. „Við pössum upp á bak- vinnsluna í golfinu,“ segir Ólafur Þór. Ólafur Þór hefur talað fyrir breytingum á lögum FEGGA í sam- bandi við félagsgjöld og eins varð- andi svæðaskiptingu Evrópu til að hvert svæði eigi fulltrúa í stjórn. „Þannig tryggjum við raddir sem flestra í stjórninni,“ segir hann. Tryggja stöðu golfsins SAMTÖK GOLFVALLASTARFSMANNA Í EVRÓPU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.