Morgunblaðið - 12.03.2013, Qupperneq 1
STRENGDU HEIT SÍN
AÐ NÝJU AÐ VORI
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 1 3
Stofnað 1913 59. tölublað 101. árgangur
VEL BÚINN OG
SPENNANDI
SPARIBAUKUR
MIKILL
KEPPNISANDI
Í HÓPNUM
BÍLAR RÖSKIR SELFYSSINGAR 10FLÓRGOÐINN RANNSAKAÐUR 16
Morgunblaðið/Ómar
Á þingi Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra gagnrýndi tillögu Þórs.
Ríkisstjórnin stóð af sér van-
trauststillögu Þórs Saari með 32 at-
kvæðum gegn 29. Þetta er önnur
vantrauststillagan sem lögð er fram
gegn stjórninni en sú fyrri var felld
með jafnmörgum atkvæðum í apríl
2011, þegar Ásmundur Einar Daða-
son gekk úr VG yfir í Framsókn.
Mikil spenna var í þingsalnum í
gær og kom til snarpra orðaskipta í
hita leiksins. Tillagan var felld með
32 atkvæðum Samfylkingar, VG og
Bjartrar framtíðar en 29 þingmenn
studdu tillöguna. Einn sat hjá og
einn var fjarverandi. »4
Stjórnin stóðst van-
traust í annað sinn
á kjörtímabilinu
10-11 verslanir
» Verslunarkeðjan 10-11 var
áður í eigu Haga hf.
» Árið 2010 yfirtók Eigna-
bjarg, fasteignafélag Arion
banka, fyrirtækið með eignum
og skuldum.
» Vorið 2011 seldi bankinn
fyrirtækið en samningur um
aðföng frá félögum í eigu Haga
hf. fylgdi með.
» Tæpum tveimur árum síðar
vilja Hagar hf. ekki lengur
stunda viðskipti við fyrirtækið.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Þetta er aðgerð sem er sett fram til
að meiða okkur og við teljum að hún
sé mjög alvarleg þar sem um er að
ræða langstærsta aðilann á matvöru-
markaðnum sem er að beita sér gegn
tiltölulega litlu fyrirtæki,“ segir Árni
Pétur Jónsson, forstjóri Tíu ellefu
ehf. sem á föstudag fékk skriflegar
uppsagnir um vöruafgreiðslu frá
þremur félögum í eigu Haga hf. Fyr-
irtækjunum; Aðföngum, Ferskum
kjötvörum og Bönunum.
„Okkar skoðun er sú að þessi upp-
sögn sé ólögleg og við munum fá þar
til bæra aðila til að skera úr um
hvort svo sé eða ekki,“ segir Árni
Pétur.
Uppsagnirnar taka gildi frá og
með næstu mánaðamótum.
Finnur Árnason, forstjóri Haga
hf., staðfesti uppsagnirnar en vildi
lítið um þær segja. „Eftir tilmæli frá
Samkeppniseftirlitinu var félaginu
skipt út og þá var gerður tímabund-
inn samningur um að 10-11 hefði
heimild til að kaupa hér áfram. Á
grundvelli ákvæða í samningnum er
honum sagt upp,“ sagði Finnur.
Munu fara með málið lengra
„Það sem er sérstakt í þessu er að
við sölu Eignabjargs [Arion banka] á
10-11 kemur fram í sölugögnum að
það fylgja langtímasamningar við
þessi þrjú fyrirtæki og þeir eru
óuppsegjanlegir til margra ára. Okk-
ur kom það mjög á óvart að þetta
skyldi hafa komið til,“ segir Árni Pét-
ur.
„Það eru tíndar til margar ástæð-
ur sem ég get ekki tíundað en það er
ljóst að það er ágreiningur um hvort
þær séu réttmætar eða ekki. Við
munum fara með þetta í þann farveg
sem við teljum að þetta mál þurfi að
fara í og fá úr því skorið,“ segir hann.
Hefur ekki áhrif á Iceland
Félag í eigu Árna Péturs keypti í
janúar 51% hlut í Ísland-Verslun hf.
sem rekur verslanir Iceland.
Spurður að því hvaða áhrif þetta
hafi á rekstur Iceland, sagði hann:
„Áhrif þessara uppsagna á Iceland
eru engin.“ Árni Pétur segir Iceland
ekki með neina samninga við um-
rædd fyrirtæki í eigu Haga hf.
Hagar og 10-11 í hár saman
Hagar hf. sögðu upp samningi við 10-11 um aðföng Forstjóri 10-11 telur upp-
sögnina ólöglega Forstjóri Haga hf. segir samninginn hafa verið tímabundinn
Léttara var yfir loðnusjómönnum í gær en í fyrradag.
Þeir fóru úr lokahljóði í mokveiði á einni nóttu.
„Þetta eru bestu lóðningar sem við höfum séð á ver-
tíðinni,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og
útgerðarmaður á Aðalsteini Jónssyni SU. Hann var
þá í mokveiði á miðjum Breiðafirði. Veiðin var eins
mikil og næturnar réðu við. Á myndinni sjást Vilhelm
Þorsteinsson EA og Sighvatur Bjarnason VE.
Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vest-
mannaeyja, hafði þær fréttir frá sínum mönnum á
Guðmundi VE að ný loðnuganga virtist vera á ferð-
inni. Loðnan er smærri en sú sem kom að austan og
segir hann að það bendi til vestangöngu. Þorsteinn er
sömu skoðunar. Segir að loðnan virðist ganga suður
Breiðafjörðinn.
Hrognaloðna er í göngunni en Þorsteinn segist
ekki viss um að hrognin séu orðin nógu vel þroskuð
til frystingar. „Þetta hefur ekki verið almennileg ver-
tíð og frekar kjánaleg,“ segir Þorsteinn um vertíðina
sem nú er útlit fyrir að ljúki með sóma. helgi@mbl.is
Nýtt líf í veiðarnar með vestangöngu
Ljósmynd/Kristófer H. Helgason
Mokafli hjá loðnuskipunum á miðjum Breiðafirði
Mikil sókn er í
útflutningi á heyi
frá Íslandi. Í
fyrra jókst út-
flutningur um
27% en frá árinu
2006 hefur út-
flutningur tæp-
lega sexfaldast.
Andvirðið var
58,5 milljónir
króna í fyrra og
jókst um 15,7 milljónir á milli ára.
Alls voru tæp 1.708 tonn flutt út á
síðasta ári og af þeim fóru 1623,4
tonn til Færeyja en auk þess fór hey
frá Íslandi til Belgíu, Hollands og
Frakklands. Tveir heysalar eru
með um 80% markaðshlutdeild. »6
Mikil aukning í
útflutningi á heyi
Sókn Íslenskt hey
er afar vinsælt.
Útlit er fyrir að allt að nítján stjórnmála-
samtök verði í framboði í komandi alþing-
iskosningum en af þeim stefna a.m.k. fjór-
tán á framboð á landsvísu. Átján flokkar
hafa fengið úthlutaða listabókstafi en um-
sókn Regnbogans, framboðs Atla Gísla-
sonar, Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harð-
arsonar, um bókstaf er í vinnslu.
Samkvæmt lögum um kosningar til Al-
þingis verða tvöfalt fleiri að skipa fram-
boðslista en nemur fjölda þingsæta í kjör-
dæmi og má enginn bjóða sig fram á fleiri
listum en einum. Ef nítján flokkar verða í
framboði á landsvísu verður fjöldi fram-
bjóðenda því um 2.400, rétt um 100 fleiri en
íbúar í Hveragerði.
Í kosningalögum er einnig kveðið á um
fjölda meðmælenda með hverjum lista en
sami kjósandi má ekki mæla með fleirum en
einum lista við sömu alþingiskosningar.
Fjöldi meðmælenda skal nema margfeldi
af þingsætatölu viðkomandi kjördæmis og
30 að lágmarki en 40 að hámarki og þurfa
nítján flokkar því að afla stuðnings alls um
36.000 einstaklinga hyggist þeir bjóða fram
á landsvísu. Sú tala samsvarar íbúafjölda
Kópavogs og Seltjarnarness samanlagt.
holmfridur@mbl.is
MStefnir í líflega »9
Þurfa allt
að 36.000
undirskriftir
Frambjóðendur yrðu
fleiri en íbúar Hveragerðis
Talning Kosið verður til Alþingis 27. apríl.
Útlendingastofnun hefur lokið
umfjöllun um nokkrar nýlegar um-
sóknir Króata um hæli hér á landi. Í
öllum tilvikum hefur umsóknunum
verið hafnað. Þeir geta kært niður-
stöðuna til innanríkisráðuneytisins.
Á þessu ári hafa 58 sótt um hæli á
Íslandi sem er mikil fjölgun. Rúm-
lega 40 umsóknir eru frá Króötum,
þær nýjustu voru tilkynntar á
sunnudag.
Reykjanesbær sem sér um mótt-
töku hælisleitendanna getur ekki
útvegað íbúðir handa öllu þessu
fólki og nú hefur tveimur fjöl-
skyldum frá Króatíu því verið kom-
ið fyrir á hóteli. »14
Hafa hafnað um-
sóknum Króata
Morgunblaðið/Ómar