Morgunblaðið - 12.03.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.03.2013, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Gel Perlur Plástur „Eftir aðeins 4-6 daga var ég orðinn verkjalaus“ Undanfarinn áratug hef ég verið með mikinn stirðleika og verki í hnjám, þannig að ég hef orðið að minnka alla hreyfingu. Á sama tíma hef ég verið að taka inn allskonar náttúrulyf til að bæta líðan mína með engum árangri. Svo var mér bent á Regenovex gel og eftir aðeins 4-6 daga var ég orðinn verkjalaus og stirðleikinn hvarf að mestu. Nú hef ég notað gelið og hylkin í 6 mánuði með frábærum árangri. Ég er farinn að taka þátt í göngu og ýmsu öðru með eldri borgurum. Ég hef sagt víða frá reynslu minni og margir hafa farið að nota Regenovex gel með góðum árangri. Ólafur Kristjánsson, 72 ára. Icepharma Kynntu þér málið á regenovex.is Hýalúrónsýra Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Bionovex olía Hefur bólgueyðandi eiginleika Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina er ekki nægjanlegt geta myndast bólgur og sársauki. Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því náttúruleg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika. Ný kynslóð af liðvernd Einstök samsetning Regenovex Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum Með hverri keyptri vöru frá Regenovex fylgir einn plástur KAUPAUKI Í MARS Í LYFJUM OG HEILSU Tvíburabræður sem eru nýsjálensk- ir ríkisborgarar en hafa dvalið hjá ís- lenskum föður sínum og tveimur bræðrum á Íslandi undanfarið ár fá ekki dvalarleyfi hér á landi sam- kvæmt ákvörðun Útlendingastofn- unar. Þeir þurfa því að yfirgefa land- ið í byrjun apríl. Tvíburarnir sóttu um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar 16 dögum fyrir 18 ára afmæli sitt í fyrrasumar. Nauðsynleg gögn fylgdu á hinn bóginn ekki með og umsóknin var því ekki tekin til greina, m.a. vegna þess að Útlend- ingastofnun verður að hafa tekið slíka ákvörðun fyrir 18 ára afmæl- isdag viðkomandi. Útlendingastofnun tók þá til at- hugunar hvort bræðurnir ættu rétt á dvalarleyfi í ljósi sérstakra tengsla þeirra við landið. Í ákvörðuninni er bent á að slíkt leyfi megi aðeins veita ef tengslin eru svo sterk að ósann- gjarnt væri að veita það ekki. Heim- ildina beri að túlka þröngt. Að mati Útlendingastofnunar geti það eitt að þeir eigi nána ættingja hér á landi ekki réttlætt útgáfu dval- arleyfis á grundvelli sérstakra tengsla, þrátt fyrir að faðir hans og bræður séu íslenskir ríkisborgarar. Óhjákvæmilegt sé að líta til þess að þeir hafi alla tíð búið á Nýja-Sjá- landi, alist þar upp hjá móður sinni og gengið í skóla. Tvíburum synjað um dvöl  Hálfíslenskir 18 ára tvíburar þurfa að yfirgefa landið  Bjuggu hjá móður sinni á Nýja-Sjálandi og ólust þar upp Alls voru 52 fast- eignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumann- inum í Reykjavík fyrstu tvo mánuði ársins. Fyrstu tvo mánuði ársins 2012 voru 54 íbúðir seldar nauðungarsölu hjá sýslumann- inum í Reykjavík og fækkar því um tvær á milli ára. Ef litið er til fyrstu tveggja mánaða ársins 2011 var fjöldi seldra fastaeigna á nauðungar- sölu þá 22. Samtals eru því nauðungarsölur fasteigna fyrstu tvo mánuði ársins 30 fleiri en fyrstu tvo mánuðina 2011. Alls voru nauðungarsölur fast- eigna hjá sýslumanninum í Reykja- vík 505 árið 2012 og 384 árið 2011. Skráðar beiðnir um nauðungar- sölu fasteigna voru alls 543 fyrstu tvo mánuði ársins en allt árið í fyrra voru þær 2.450, árið 2011 voru þær alls 2.251 Nauðungarsölur færri fyrstu tvo mánuði ársins Neyð Nauðungar- sölum fækkar. Ríkisendurskoðun telur að Háskóli Íslands hafi brugðist með fullnægj- andi hætti við ábendingum stofn- unarinnar frá 2010 um verktöku fastráðinna akademískra starfs- manna. Í byrjun árs 2010 birti Ríkisend- urskoðun skýrslu þar sem athygli var beint að allháum verktaka- greiðslum Háskóla Íslands til nokk- urra fastráðinna starfsmanna sinna og félaga sem þeir áttu eða tengd- ust. Greiðslurnar voru fyrir kennslu sem skilgreind var sem endur- menntun. Að mati Ríkisendurskoð- unar báru þær ýmis merki svokall- aðrar „gerviverktöku“ en hún felst í því að einstaklingur þiggur verk- takagreiðslur fyrir störf sem eru í eðli sínu venjuleg launavinna. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar kemur fram að nú þremur ár- um síðar hafi Háskólinn brugðist með fullnægjandi hætti við öllum þessum ábendingum. Reglum hefur verið breytt á þann veg að fastráðnir starfsmenn skólans geta ekki jafn- framt verið verktakar við hann. Þá er skólanum nú óheimilt að kaupa þjónustu af starfsmönnum á starfs- sviði þeirra eða af félögum sem þeir eða fjölskyldumeðlimir þeirra eiga verulegan hlut í. HÍ brást rétt við  Fastráðnir starfsmenn ekki lengur verktakar Skóli Aðalbygging Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við jarðvinnu á lóð fangelsis á Hólmsheiði og nýlagnir veitna að henni. Verkinu skal að fullu vera lokið eigi síðar en 15. október 2013 en þó skal skila framkvæmdum inn- an lóðar fyrr, eða þann 28. júní 2013. Nýja fangelsið verður með 56 fangarýmum og á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsi í Kópavogi. Þá er og gert ráð fyrir að gæsluvarðhalds- deild á Litla-Hrauni verði lögð nið- ur og aðstaða hennar tekin fyrir af- plánun. Stefnt er að því að því að ljúka framkvæmdum og taka bygg- inguna í notkun vorið 2015. Útboðsgögn vegna framkvæmda við jarðvinnu og nýlagnir veitna verða til sýnis og sölu á hjá Rík- iskaupum frá og með þriðjudeg- inum 12. mars. Tilboð verða opnuð 26. mars 2013. Útboð vegna fang- elsis á Hólmsheiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.