Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2013 Leikritið endalausa um drög að nýrri stjórnarskrá er orðið að farsa. Ég spyr, er fólk sem fór á kjörstað til þess að gefa samþykki sitt fyr- ir því að upp- hafleg drög að stjórnarskrá yrðu notuð til grund- vallar að nýrri stjórnarskrá, sátt við að þeim drög- um hefur verið kastað fyrir róða? Þarf þjóðin ekki að fá að leggja blessun sína yfir þær breytingar sem þingmenn eru að gera á drög- unum? Þetta er ekki lengur sama plaggið og ekki annað að sjá og heyra en að vinstrimenn á Íslandi ætli sér að hafa fjölda manns að fífl- um eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um drögin. Nú eru þessi drög mikið breytt og vinstrimenn hafa dregið einhvern allt annan texta úr hatti sínum en þann sem kosið var um. Stjórnmálamenn gefa stjórnar- skránni langt nef Svo því sé haldið til haga þá er ég staðfastur í þeirri trú að bæta þurfi núverandi stjórnarskrá, ekki endur- skrifa hana. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi ekki verið uppi krafa í þjóðfélaginu um að skrifa nýja stjórnarskrá heldur að bæta þyrfti núverandi stjórnarskrá þannig að stjórnkerfið og stjórnmálamenn gætu ekki komist upp með að hundsa stjórnarskrána. Stjórn- málamenn lýsa því til dæmis blygð- unarlaust yfir að EES og jafnvel Schengen-samningurinn samrýmist ekki stjórnarskránni. Þeir gefa stjórnarskránni þar með langt nef. Í staðinn fyrir að ganga í það að virða stjórnarskrána þá er farið í það að fleygja henni og skrifa nýja. Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá. Hin raunverulega krafa þjóðarinnar Íslensk alþýða þarf tæki sem hún getur notað til þess að neyða stjórn- málamenn til að fara eftir núverandi stjórnarskrá. Það er hægt að gera með einfaldri breytingu á stjórn- arskránni. Við bætum inn ákvæði um rétt þegnanna til þess að krefj- ast þjóðaratkvæðis og ákvæði um stjórnlagadómstól sem allir geta leitað til. Það held ég að hafi verið hin raunverulega krafa þjóðarinnar. HELGI HELGASON, stjórnmálafræðingur og stuðn- ingsmaður Hægri grænna, flokks fólksins. Þurfum við ekki að fá að kjósa aftur um stjórnarskrárdrögin? Frá Helga Helgasyni Helgi Helgason Enginn sem ég hef umgengist á lífs- leiðinni, hefur minnst einu einasta orði á laxveiðar í Þjórsá og þó hef ég átt samskipti við nokkur hundruð stangveiðiáhugafólks. Áin er enda slík aurvilpa allajafna að mann tekur í hjartað að laxa-, silunga- og jafnvel sjóbirtingsseiði skuli alast upp í þessu mikla jökulfljóti. Ekki síst þeg- ar grjótflug er í því, líkt og í leys- ingum, þegar hnefastórir steinar æða áfram innan um sandsúginn í öskugráum iðunum. Allir sem séð hafa Þjórsá af brúnni í þvílíkum ham – og gildir þá einu hvort átt er við gömlu brúna eða þá nýju – vita hverju verið er að lýsa. Urriðafoss sést að vísu ekki af brúnni, þeirri nýju og glæsilegu – en hann kvað vera fagur, þegar ekki er mikið í ánni og logn yfir fold, í mið- dagssól á útmánuðum, skilst mér. Miðað við margar myndbirtingar er þó þarna bara ógeðfelldur svelgur sem orðið hefur margri skepnunni að aldurtila – einnig mönnum, minnir mig. Betur leist mér á tölvuteiknaða mynd af Urriðafossvirkjun sem birt- ist í Morgunblaðinu fyrir mörgum árum, þegar sérfræðingar Lands- virkjunar höfðu hannað rennslis- virkjun sem stillti af straumþunga árinnar, innan þekktra marka og skapaði í leiðinni laglegt lón eða lítið stöðuvatn, upplagt fyrir seglbáta eða aðrar kænur sumarbústaðaeigenda í grennd. Jafnvel þótt talsvert gras- lendi fari í súginn – nóg er nú til af því. Engin á hefur verið tekin jafn föst- um tökum og Þjórsá, síðan nútíma virkjanasagan hófst á Íslandi, fyrir fáum en afdrifaríkum áratugum síð- an. Nema kannski Sogið – með graf- alvarlegum afleiðingum fyrir risaurr- iðann í Þingvallavatni. Nokkuð sem tæpast gerðist nútildags, enda hefur ríkuleg reynsla safnast saman og menn orðnir margs vísari á þessu sviði sem öðrum. Fleiri sigrar í þágu sjálfbærrar grænnar orku, munu halda nafni Ís- lands á lofti um ókomna tíð – fái spor- gangararnir og of-græna fólkið frí frá stjórn landsmála, í kjölfar kom- andi kosninga. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Áframhaldandi uppbygging atvinnulífsins er fremri seið- um laxfiskistofna í Þjórsá Frá Páli Pálmari Daníelssyni Enn þá kemur upp forræðishyggja alþingismanna sem telja má að ekki sé annað en þjófnaður. Nokkrir þing- menn hafa fengið þá hugmynd að snúa eignarrétti manna við með því að skylda menn til að und- irgangast brott- nám líkamsparta eftir andlátið ef þeir ekki gefa staðfesta yfirlýs- ingu um að þeir vilja ekki slíkt. Slík ákvörðun þingmanna að lög- festa þjófnað á líkamspörtum er að- eins byrjunin á því að eignir fólks gangi óskiptar til ríkisins eftir and- lát þess í þeim tilgangi að bæta eft- irlaun þingmanna og ráðherra. Er kominn tími til að stöðva þá heimsku forræðishyggju sem sumir þingmenn þjást af. Þessi framkoma þingmanna er sýnishorn af því sið- leysi sem viðgengst í þingsölum Al- þingis þar sem þeir virðast ekki vera færir um að sinna nauðsynleg- ustu stjórnunarstörfum sem þeim hefur verið falið en það er að halda þjóðarskútunni á floti og er vísað þar til þess siðleysis er viðgengst í fjármálum heimilanna eftir banka- ránin og ofurgróða bankanna frá þeim tíma er þeir voru rændir. Þess stofnun á líkamspartabank- anum er vísbending um það getu- leysi sem einkennir öll störf þing- manna við stjórnun á þjóðmálum. Þetta mál er sett fram til að breiða yfir það stjórnleysi sem ríkt hefur í þjóðmálum undanfarin ár. Slíkur líkamspartaþjófnaður yrði algengur við andlát barna sem ekki hefðu haft þann þroska til að gefa yfirlýsingu um bann við notkun lík- ama síns sem partaúthlutun. Þingmenn ættu að sjá sóma sinn í að senda svona vitlausar hug- myndir til upphafs síns og leyfa þeim sem lifa að vera í friði fyrir slíkri forræðishyggju. Ef menn hafa áhuga á að vera nýttir í smápörtum eftir andlátið, eins og gert er með aflóga bifreiðar sem enda á bíla- partasölum, þá á þeim að vera frjálst að offra sínum búk í slíkt en það er siðleysi af þingmönnum að ætla sér að stela líkamspörtum hinna látnu sem á endanum leiðir til líknardrápa eins og þekkst hefur í Kína og verið staðfest í fréttum þaðan. Þegar þörf verður á líkamsparti verður einhver sem er til lækninga látinn sofna eilífðarsvefni með hjálp til að ná völdum líkamspörtum sem hugsanlega geta orðið öðrum að gagni. Það eru nógu mörg tilvik þar sem sjúklingar sofna eilífðarsvefni við minniháttar aðgerðir þótt ekki verði ýtt undir slíkt. Í fréttum hefur verið upplýst að vegna aukins álags á sjúkrastofn- anir hafi fleiri andast en gert var ráð fyrir vegna skorts á hinni al- mennu heilsugæslu. Stöðva þarf forræðishyggju þing- manna á öllum sviðum er snúa að líkamspartabankanum. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON fv. skipstjóri Líkamspartabankinn Frá Kristjáni Guðmundssyni Kristján Guðmundsson Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.