Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 33

Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Ýmislegt hefur verið sagt um láns- kjaravísitöluna, en hefur allt komið fram sem gerst hefur síð- an hún var sett á? Áhugavert gæti verið að rifja það aðeins upp í fáum orðum. Með lögum nr. 13/ 1979 um stjórn efna- hagsmála var tekin upp vísitala verð- trygginga. Lögin hafa gengið undir nafninu „Ólafslög“, kennd við þáverandi forsætisráðherra, Ólaf Jóhannesson. Helsta mark- mið laganna var að stöðva rýrnun sparifjár á órólegu verðbólgu- skeiði. En það hefur varla verið hugsun þeirra, sem að lögunum stóðu, að leyfa eða jafnvel lög- leiða okurvexti í þjóðfélaginu. Þeir lentu að mestu leyti á hinum almenna borgara, við lántöku til húsnæðiskaupa. Lögin frá 1979 um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga voru sett í tíð vinstri stjórnar Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Sjálfstæðisflokkur var þá í stjórnarandstöðu og greiddu þingmenn hans atkvæði gegn ýmsum greinum frumvarpsins og sátu hjá við lokaafgreiðslu. Frá því lögin voru sett hafa allir flokkar staðið að ríkisstjórn án þess að hreyfa við þessu kerfi og bera þess vegna sameiginlega ábyrgð. Það er því á ábyrgð rík- isstjórna og Alþingis að hafa haldið uppi framkvæmdum þess- ara laga, sem í upp- hafi áttu að vera til bráðabirgða og til að ná verðbólgunni nið- ur. Vorið 2007 vék Jón Baldvin Hanni- balsson að Ólafs- lögum í ritdómi um bók [1] þar sem hann segir: „Loks er þess að geta, að umfjöllun höfundar um svoköll- uð ‘Ólafslög’ (sjá bls. 177-78) þarfnast endurskoðunar. Ólafslög, þar sem kjarni málsins var verð- trygging fjárskuldbindinga, þótt að öðru leyti væru þau um ‘efna- hagsmálapakka’, miðað við þá- verandi aðstæður verðbólgu og misgengis, áttu uppruna sinn í frumvarpi, sem við Vilmundur Gylfason verkstýrðum af hálfu þingflokks Alþýðuflokksins og var lagt fram um jólaleytið 1978 sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu. Verðtryggingarkaflinn var að mestu verk Jóns Sigurðssonar, forstöðumanns Þjóðhagsstofn- unar, síðar þingmanns og ráð- herra Alþýðuflokksins (og bróð- ursonar Haraldar Guðmundssonar, guðföður vel- ferðarríkisins íslenska). Grein- argerðin og rökstuðningurinn með frumvarpinu var höfund- arverk Gylfa Þ. Gíslasonar, fv. ráðherra Alþýðuflokksins í Við- reisnarstjórninni. Eini maðurinn, sem eftir því sem best er vitað, hafði ekkert til málanna að leggja um svokölluð Ólafslög, var Ólafur Jóhannesson sjálfur.“ Tilvitnun lýkur. Hvort heldur Jón Baldvin & kó eða Óli Jó hafi komið á þessari vísitölu, þá er hún samt sem áður jafn vitlaus. Ef til vill var hún réttlát fram til ársins 1990 þegar þjóðarsáttin var gerð. En eftir það hefur hún unnið markvisst gegn skuldsettum heimilum. Frá 1979 til janúar 1989 ákvarðaðist lánskjaravísitalan að 2/3 hlutum af framfærsluvísitölu og 1/3 hluta af byggingarvísitölu. Frá febrúar 1989 var lánskjara- vísitalan samsett að jöfnu úr framfærslu-, byggingar- og launavísitölu. Frá apríl 1995 var hætt að nota lánskjaravísitölu til að verðtryggja nýjar fjár- skuldbindingar, en vísitala neysluverðs til verðtryggingar notuð í staðinn. Á mynd 1 er sýnd vísitala hús- næðislána frá upphafi Ólafslaga 1979. Vísitalan tæplega áttatíu- faldaðist á 33 árum og lýsir það vel vitleysunni. Eins og sést á myndinni verður gjörbreyting á þróun vísitölunnar við þjóðarsátt 1990. Lunginn af húsnæðislánum í dag var tekinn á 15 ára tímabili þjóðarsáttar í 3,12% verðbólgu að meðaltali. Við hrunið eftir 2005, sem náði há- marki við fall bankanna í október 2008, varð algjör forsendubrestur á útreikningi verðtryggðra hús- næðislána. Þrátt fyrir það hefur verðbólgunni, sem leiddi af hruni efnahagskerfisins og var af völd- um fáeinna „útrásarvíkinga“, ver- ið varpað miskunnarlaust á lán- takendur innlendra lána. Hingað til hafa þeir fátt sagt, en er ekki mál að linni? Tökum sem dæmi verðtryggt húsnæðislán, sem tekið var á tímabili þjóðarsáttar 1990-2005. Segjum sem svo að lántakandinn hefði þekkt 3,12% verðbólgu þess tímabils og væri tilbúinn að sam- þykkja það. Höfuðstóll lánsins í lok 2012 þarf þá að lækka um 25% til þess að hann verði sá sami og hefði orðið í 3,12% verð- bólgu. Færa ætti lánið niður sem því nemur. Síðan þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir, sem mundu koma í veg fyrir að svona nokkuð gerðist aftur. Auk þess þyrfti einnig að gera upp ofgreiðslur lántakenda af húsnæðisláninu á tímabilinu 2005-2012. Þetta eru allt saman meira eða minna pólitískar ákvarðanir. [1] Þorgrímur Gestsson: Öryggissjóður verkalýðsins – Baráttan fyrir atvinnu- leysistryggingum á Íslandi. 316 bls. Útgefandi: Atvinnuleysistrygg- ingasjóður. Vísitöluþankar Eftir Valdimar K. Jónsson »Helsta markmið lag- anna var að stöðva rýrnun sparifjár á óró- legu verðbólguskeiði. En það hefur varla verið hugsun þeirra, sem að lögunum stóðu, að leyfa eða jafnvel lögleiða okurvexti í þjóðfélaginu. Valdimar K. Jónsson Höfundur er verkfræðingur og pró- fessor emeritus. 19 79 19 80 19 81 19 82 19 83 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 N ey sl uv ís it al a 1979-1990: Óðaverðbólga Meðalverðbólga: 33,11% 1990-2005: Þjóðarsátt 3,12% Eftir 2005: Hrun 7,46% Ólafslög Þjóðarsátt 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR Í DAG, FIMMTUDAG. HYGEA KRINGLU og SMÁRALIND kynna vorlitina frá LANCÔME 14.-16. mars. VORLITIR 2013 EMMA WATSON Kaupaukinn þinn ef þú kaupir vörur frá Lancôme fyrir 8.900 eða meira í Hygeu á kynningunni. Lancome taska Genifique dagkrem 15 ml. Genifique serumdropar 7 ml. Teint Idole farði 5 ml. Hypnôse maskari ferðstærð L´ Absolue NU varalitur La Rose body lotion 40 ml. Verðmæti kaupaukans u.þ.b. 15.100 kr. G ild ir á ky n n in g u m eð an b ir g ði re n d as t. G ild ir ek ki m eð Bo ca g e eð a b lý ö n tu m .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.