Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Gæði • reynsla • fagmennska facebook.com/kjotkompani Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Fyrir fermingarstúlkur Kimmidoll skreytt með swarovski kristöllum í flottum gjafakassa Það verður varla dregið í efa að bik- arúrslitahelgi HSÍ um síðustu helgi hafi verið hreinn sigur fyrir út- breiðslu hand- knattleiks á Ís- landi. Forráðamenn HSÍ eiga mikið hrós skilið fyrir þá nýbreytni sem var gerð á bikar- keppni HSÍ sem heitir Símabik- arinn en til þess hefur þurft ákveðið hugrekki og þor, í bland við mikinn undirbún- ing. Þetta nýja fyrirkomulag Síma- bikarins gekk fullkomnlega upp hjá HSÍ þrátt fyrir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem það er prófað hér- lendis. Áhorfendur hafa sjaldan eða aldrei verið svona margir í bikar- keppni HSÍ en heyrst hefur að vel yfir 10.000 manns hafi heimsótt Laugardalshöllina um helgina en það samsvarar því að 150.000 Norð- menn eða 300.000 Svíar kæmu á sambærilegan atburð þarlendis. Það er aðeins íslenska handboltalands- liðið sem getur trekkt svona vel að í Laugardalshöllina. Aðkoma helsta bakhjarls Símabik- arins skiptir líka miklu máli enda setur svona sterk innkoma stuðn- ingsaðila mjög góða umgjörð á leik- ina. Síminn gengur líka þarna fram fyrir skjöldu og sýnir öðrum fyrir- tækjum hérlendis á greinargóðan hátt hversu vel er hægt að markaðs- setja sig í samfloti við íþróttahreyf- inguna að ógleymdum þeim sam- félagslega stuðningi sem það sýnir samtímis íþróttastarfinu. Það er von að þetta verði fleiri fyrirtækjum til eftirbreytni. Þá má heldur ekki gleyma þætti Ríkisútvarpsins sem gerði öllum fjórum leikjunum mjög góð skil og gerði þessa helgi að hreinni handboltaveislu. Það er líka rétt að hrósa leikmönnum og stuðn- ingsmönnum félaganna sem settu einstaklega skemmtilegan svip á alla leikina. Það er nefnilega merki um styrk hvernig menn taka tapi ekki síður en hvernig menn höndla sigur en bæði leikmenn og áhorfendur sýndu mikinn styrk jafnvel þó að á þá hafi hallað í leikjunum. Það var gaman að fylgjast með ummælum bæði þjálfara og leikmanna í við- tölum á RÚV í leikslok. Þjálfari Stjörnunnar t.d. á mikið hrós skilið fyrir það hversu uppbyggilega hann tók á bæði sigri og ósigri í leikjum Stjörnunnar. Það er nefnilega mikil- vægt að sjá það jákvæða í því sem gerist í stað þess að einblína á ein- stakar hliðar sem fóru miður þó auðvitað verði unnið í því að laga þau atriði bak við tjöldin síðar. Símabikarinn er auðvitað ekki hafinn yfir alla gagnrýni en ég er þess fullviss að þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa eftir helgina hljóðni þegar mesta kappið er runnið af mönnum. Það er hins vegar mikil- vægt að við gleðjumst yfir þessum einstaka viðburði sem Símabikarinn er og því þori sem HSÍ sýndi með því að umbylta bikarkeppni sinni með hjálp fjölmiðla, styrktaraðila, aðildarfélaga sinna og aðdáenda ís- lensks handknattleiks. Íþróttafélag Reykjavíkur þakkar kærlega fyrir sig og er þess fullvisst að framtíð ís- lensks handknattleiks sé mun bjart- ari en áður! RUNÓLFUR B. SVEINSSON, formaður handknattleiksdeildar Íþróttafélags Reykjavíkur. Hreinn sigur Frá Runólfi B. Sveinssyni Runólfur B. Sveinsson Bréf til blaðsins Það er sárt til þess að vita, að maður íslensk- ur sé í fangelsi í Tyrk- landi fyrir það eitt að kaupa tilhöggvinn stein á basar og ætla með heim. Við Íslendingar erum menningarþjóð, og vitum allt um menn- ingu og fornminjar. Við lýstum meira að segja yfir velþóknun okkar á stríði við elstu menningarþjóð í okkar heimshluta, þar sem sprengdar voru í loft upp minjar um upphaf menning- ar á Vesturlöndum af þvílíku hispurs- leysi að engu verður til jafnað. Við vitum að menning mælist í krónum og túköllum, og því til staðfestu má geta þess, að í þúsund ár höfum við leitað þess hlutar menningararfsins, sem gæti lífgað upp á gjaldeyrisvarasjóðinn, en týndist á leið í strætó upp í Mosfellssveit. Það var mikill við- burður, þegar ríkissjón- varpið sýndi þátt um þessa leit að menning- ararfinum. Kappinn Eg- ill hárfagri deildi þar við sinn hrokkinhærða föð- ur um arfahlutinn, sem hann hafði fengið hjá kónginum á Englandi, og þegið þar með fing- urgull, sem þeir kölluðu hring. Það hefði nú verið gaman, ef sjónvarps- menn hefðu lesið Egils sögu, áður en þeir gerðu þáttinn, en það er víst komið úr tísku að lesa hér á landi. Snorri Sturluson segir í formála beggja sinna höfuðrita, að norrænir menn séu aðfluttir frá Tyrklandi. Ekki hefur þetta þótt gáfulegt, en síð- astliðin fimmtíu ár hafa verið að ber- ast hingað ábendingar, sem vísa til þess, að eitthvað sé til í þessu. Með samanburði á málfræði tungumála indó-evrópskra þjóða hefur verið hægt að finna orð, sem eiga stofn að rekja til sameiginlegs forns tungu- máls. Af orðasafni þessu má rekja, í hvernig umhverfi málið hefur þróast. Ekki er unnt að segja í lítilli grein frá þessum rannsóknum, en geta má þess, að í þessu orðasafni eru til fjöl- mörg orð um fjöll, tinda og djúpa dali, en nánast ekki um víðáttur og sléttur, mörg um kornrækt og jarðyrkju, og af þeirri iðju má rekja slóð þessara þjóða til fjallahéraða Litlu-Asíu. Það má einnig geta þess, að genetískar rannsóknir á hveiti hafa leitt í ljós, að allt það hveiti sem ræktað er í dag, hvar sem er í heiminum, á rætur að rekja til tegundar, sem enn vex villt í Suður-Tyrklandi. Tyrkir eru stoltir af menningu sinni, og þeir skilja þýðingu hennar fyrir samfélagið. Það þarf ekki annað en heimsækja British Museum, eða önnur fornminjasöfn á Vest- urlöndum, til að sjá svo margt það sem stolið hefur verið í Austur- löndum nær. Þess vegna hafa þeir strangt eftirlit með því að menning- arverðmæti séu ekki flutt úr landi. Þetta ber að virða, og hjá frum- stæðum þjóðum eins og okkur ætti það að vera skylda, að upplýsa fólk, sem fer úr landi, að það geti ekki tek- ið með sér hvað sem er heim frá þeim löndum sem það heimsækir. Við finnum sárt til með því fólki, sem í fáfræði er tekið með ólöglega hluti, og ættum þess vegna að upp- lýsa þá sem ferðast. Annars lenda þeir í steininum. Tyrkinn og steinninn Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Það þarf ekki annað en heimsækja forn- minjasöfn á Vesturlönd- um til að sjá svo margt það sem stolið hefur verið í Austurlöndum nær. Höfundur er fv. atvinnurekandi og er áhugamaður um sögu og menningu. Súgfirðingar loka veðbönkum Kristján Helgi Björnsson og Flemming Jessen slógu ekkert af í sjöttu lotu í keppni um Súgfirðinga- skálina. Þeir tóku 64,5% skor og standa mjög vel að vígi fyrir síðustu lotu. Ef hægt væri að veðja á sig- urvegara væru veðbankar búnir að loka á veðmál. Efstu pör í sjöttu lotu: Kristján H. Björnss. – Flemming Jessen 142 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 127 Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirss. 121 Karl Bjarnason – Ólafur Ólafsson 120 Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 115 Finnbogi Finnbogas. – Árni Sverriss. 115 Meðalskor 110 Heildarstaða efstu para: Kristján H. Björnss. – Flemming Jessen 624 Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirsson 576 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 574 Karl Bjarnason – Ólafur Ólafsson 562 Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 561 Næst spilað mánudaginn 22. apríl á Degi jarðar. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 12. mars 2013 var spilað á 14 borðum hjá félagi eldri borgara í Hafnarfirði með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 407 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 371 Ragnar Björnss. – Oddur Halldórsson 358 Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 357 Ólafur Ingvarss. – Ásgeir Sölvason 352 A/V: Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 414 Helgi Einarsson – Haukur Guðmss. 387 Tómás Sigurjss. – Jóhannes Guðmanns. 382 Ásgr. Aðalsteinss. – Sveinn Snorras. 358 Sverrir Jónss. – Sæmundur Björnss. 351 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.