Morgunblaðið - 14.03.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.03.2013, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 ✝ Dagbjört FjólaAlmarsdóttir fæddist á Hellis- sandi 3. maí 1965. Hún lést á heimili sínu 27. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Rut Danelíusdóttir frá Hellissandi, f. 1931, d. 2007, og Almar Jónsson frá Dalvík, f. 1927, d. 2006. Systkini Dagbjartar eru: Danelíus, f. 1948, Alfreð, f. 1951, Halldór, f. 1952, Sigfús, f. 1955, Pálmi, f. 1956, Sveindís, f. 1958, og Vign- ir, f. 1960. Dagbjört, eða Dæja eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp ar er Þorgrímur Óli Victorsson, f. 28. september 1987, þau eiga eitt barn, Emanúel Þór, f. 12. febrúar 2013. Dæja hafði mikinn áhuga á leiklist og starfaði með Leik- félagi Kópavogs, Leikfélagi Hveragerðis og Leikfélagi Stykkishólms og tók þátt í nokkrum uppfærslum þessara félaga. Hún var mikill dýravin- ur, átti tvo hunda og tvo ketti sem nutu óskiptrar athygli hennar. Dæja las mikið og má segja að Bókasafnið í Hvera- gerði hafi verið hennar annað heimili. Vinir þeirra systra voru ætíð velkomnir á heimilið og eiga því margir góðar minn- ingar þaðan. Dæja vann við verslunar- og þjónustustörf í gegnum árin og undir það síð- asta vann hún við umönnun eldri borgara í Hveragerði. Útför Dagbjartar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. til 12 ára aldurs á Hellissandi og flutti þá með móður sinni í Kópavoginn þar sem hún lauk grunnskólanámi og við tók Hússtjórn- arskólinn Ósk á Ísafirði. Hinn 2. apríl 1988 gekk Dæja í hjónaband með Árna Atlasyni, f. 15. janúar 1966, og eignuðust þau tvær dætur. Þau slitu sam- vistir. Dætur þeirra eru: Kittý Arnars, f. 14. september 1986, sambýlismaður hennar er Pétur Ingi Haraldsson, f. 12. ágúst 1991. Eyrún Arnars, f. 10. jan- úar 1989, sambýlismaður henn- Eins og fingrum sé smellt slokknar á lífi. Dæja litla systir mín er farin, 47 ára gömul, heila- blóðfall. Árið er 1965 og dagurinn er 3. maí, sólríkur, fallegur vordagur og Hellissandur kúrir á sjávar- bakkanum með Breiðafjörðinn gutlandi fyrir neðan og fyrir ofan trónir fallegi jökullinn okkar, Snæfellsjökull. Mamma er að eignast barn. Ég, sex ára stelpuskott, óska þess heitt og innilega að eignast systur, fimm eldri bræður og einn yngri. Mér verður að ósk minni. Valhoppandi fer ég um Sand og söngla: „Ég á litla syst- ur,“ og sagði það öllum, hvort sem fólk vildi heyra það eða ekki. Lífið gekk sinn vanagang. Æsku- og unglingsárin liðu og Dæja óx og dafnaði. Grunnskóli og Hússtjórnarskóli. Dæja eign- ast kærasta, fer að búa, verður mamma, Kittý kemur í heiminn, Dæja giftir sig og eignast aðra dóttur, Eyrúnu. Dætur hennar voru henni allt, þær voru ekki bara númer eitt heldur eitt, tvö og þrjú. Samband þeirra mæðgna var einstakt, þær eru ekki bara að missa mömmu sína heldur líka sína bestu vinkonu. Ég sagði það stundum við Dæju að ef þær gætu skriðið inn í hana aftur þá myndu þær gera það! Hún brosti og sagði: „Ég veit það.“ Líf Dæju systur var ekki allt- af dans á rósum; það skiptust á skin og skúrir eins og hjá okkur öllum. Aldrei heyrði ég hana kvarta eða hallmæla neinni manneskju. Hún systir mín var með stórt hjarta og mjúkan faðm. Í febrúar sl. eignaðist Ey- rún lítinn dreng og Dæja var orðin amma. Ömmuhlutverkið framundan og mikið var hún glöð og stolt og hlakkaði til að takast á við það en sá tími varð alltof stuttur. Hvað tekur við þegar þessari jarðvist lýkur hef ég ekki hugmynd um. „Það kem- ur bara allt í ljós,“ eins og Dæja systir sagði svo oft. Sveindís (Svenna). Viðkvæmasta og yngsta blóm- ið í systkinahópnum er fallið að grundu, langt um aldur fram. Sem barn var Dæja hlédræg og lét lítið fyrir sér fara en hún var líka falleg manneskja, dýravinur og þótti vænt um sína, þessa minningu mun ég geyma í hjarta mér. Hún var mikil mamma og átti tvær dætur og eitt nýlega fætt barnabarn sem voru henni allt. Gunna sinn missti hún fyrr í vetur og því er sorgin meiri en orð fá lýst. En svona er lífið, dauðinn sigrar alla. Henni þótti vænt um Hellissand þar sem hún var fædd og alin upp til 11 ára aldurs. Sólarlagið er hvergi feg- urra en þar, en núna er hennar eigin sól hnigin til viðar og verð- ur hennar sárt saknað. Svona líð- ur mér Dæja mín og ætla að vitna í ljóð eftir vin okkar beggja, Didda frá Bárðarbúð, umorða það og gera hans orð að mínum: „Angur í hjarta, angur í strengjum, einmana græt ég fall- andi dag, ég veit að út er runnið, á endatón fegursta lag“. Takk fyrir samveruna, elsku systir. Dætrum hennar, kærust- um og dóttursyni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þinn bróðir, Pálmi. Lárusarhúsi, Hellissandi, 3. maí 1965. Mamma, sem þá var komin á steypirinn, kallar á mig 14 ára unglinginn og segir: „Alfreð minn, þú verður að fara og sækja hana Guðrúnu ljósmóður því að barnið fer að koma.“ Ég vefengi mömmu ekki; reynslubolta í þessum efnum. Ég hleyp heim til Guðrúnar, sem á heima tveimur til þremur húsum frá okkur, banka og ber upp erindið. „Já,“ segir Guðrún, „ég kem, en þú verður að passa börnin mín á meðan!“ Ekkert mál, ég bjarga því, enda elstur í systkinahópn- um og vanur barnapössun. Einum og hálfum tíma seinna kemur Guðrún aftur og tilkynnir mér að ég hafi eignast aðra syst- ur. Ég flýti mér heim til að sjá litla barnið, sem strax verður uppáhald allra. Eftir skírnina gekk hún ætíð undir nafninu Dæja. Dæja var kát og fjörug og hænd að okkur stóru bræðrunum, sem alltaf vorum til í að leika við hana. Eitt af því sem hún sótti mikið í, en væri sennilega bannað í dag, var að hún skemmti sér konunglega þegar við bræðurnir köstuðum henni (ekki of hátt) upp í loft og á milli okkar. Þá var mikið skríkt. Hún kom langt á eftir mér í heiminn og fór á undan mér, óvænt og fyrirvaralaust en fékk engu um það ráðið. Ég sakna Dæju systur. Alfreð. Í dag er jarðsungin Dagbjört Fjóla Almarsdóttir. Við systur minnumst mágkonu okkar með djúpu þakklæti. Dæja kom inn í líf Gunnars bróður okkar síðla árs 2004. Þau voru þá komin um fertugt, en byggðu samband sitt á kynnum æskuáranna. Dagbjört færði ást og fyllingu inn í líf bróður okkar og það var gaman að fylgjast með tilhugalífi þeirra sem var mjög nútímalegt, þar sem störf og búseta á þeim tíma skildu þau að. Við sögðum gjarnan þá að Gunni væri orðinn meistari í að skrifa sms eða smáskilaboð. Þau hófu síðan sambúð og bjuggu fyrst á Selfossi, en keyptu svo hús í Hveragerði þar sem þau bjuggu sér notalegt heimili með fallegum garði og heitum potti. Dætur Dæju, þær Eyrún og Kittý, voru um tíma búsettar hjá þeim og þær áttu gott samband við Gunnar. Gunna og Dæju leið mjög vel saman og Dæju tókst að virkja Gunna í heimilishaldi, sem hafði ekki endilega verið hans sterka hlið. Þau voru miklir dýravinir og bjuggu með hundana sína tvo og kettina tvo, sem þau sinntu af alúð og um- hyggju. Þegar Gunnar bróðir okkar lést í desember var það gríðarlega mikið áfall fyrir hana og okkur öll. Dæja sagði þá að þörf dýranna fyrir hana væri það sem kæmi henni inn í daginn. Dæja átti, eins og fyrr segir, tvær dætur, sem báðar eru í sambúð. Hún gaf þeim alla sína ást og hún var mjög stolt af þeim. Eyrún eignaðist dreng 12. febrúar sl., hálfum mánuði áður en móðir hennar lést úr heila- blóðfalli. Það er sárt til þess að vita að Dæja hafði ekki fengið að hitta litla ömmusnúðinn sinn, sem hún og Gunnar bróðir okkar voru búin að hlakka svo til að fá inn í líf sitt. En stundum er lífið kaldranalegt og sannarlega átt- um við ekki von á að þau yrðu bæði hrifin burt úr þessu jarðlífi svo skjótt, en við trúum því að nú eigi þau ljúfa samveru á öðru til- vistarstigi. Við viljum votta Kittý, Ey- rúnu, litla drengnum og tengda- sonum Dæju okkar einlægustu og dýpstu samúð. Systkinum Dæju sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Megi guð styrkja okkur öll. Valgerður og Edda Gunnarsdætur. Mikið óskaplega væri það hentugt ef fólk hyrfi úr þessum heimi í einhvers konar aldursröð. Um sanngirni slíks fyrirkomu- lags þyrfti ekki að deila; svipleg og ótímabær andlát heyrðu sög- unni til. En þessu ráðum við ekki og úrskurði almættisins verður ekki áfrýjað. Boðskapurinn er alltaf sá sami: Við eigum bara daginn í dag en vonum það besta með morgundaginn. Allt of margir ganga að honum vísum en eignast hann ekki. Ég hitti Dæju frænku í síðasta sinn í útför Dúnu, mömmu henn- ar, fyrir nokkrum árum. Dæja tók andlát Dúnu afar nærri sér, það fór ekkert á milli mála. Við tókum tal saman í erfidrykkj- unni og töluðum þá meðal annars um að við systrabörnin þyrftum að hittast oftar til að styrkja ætt- artengslin og vináttuna. En svo leið tíminn; Dæja í Hveragerði og ég á Akureyri – og engar urðu efndirnar. „Þannig týnist tíminn …“ eins og segir í ágæt- um dægurlagatexta. Ég tek á mig alla sök í þeim efnum og veit sem er að nú er of seint að bera í bætifláka. Ég fylgi frænku hinsta spölinn í dag en það eru alls ekki þeir endurfundir sem ég hafði í huga – og þaðan af síð- ur hún. Fyrirvaralaust andlát Dæju er okkur sem eftir lifum áminn- ing. Það er forgangsmál að rækta tengslin við fjölskyldu og vini betur en við höfum gert til þessa. Það ánægjulega verk þolir enga bið; þarf að hefjast í dag en ekki á morgun. Á morgun gæti það reynst of seint. Gangur lífsins er flókinn í ein- faldleika sínum. Honum mætti jafnvel lýsa í 14 sagnorðum. Ég hvet alla til að gera sér sem mest úr fyrstu 11, á hverjum degi sem Guð gefur. Hin þrjú síðasttöldu eru óhjákvæmilegur fylgifiskur – lífsins hinsta lína. Gefa, vona, þiggja, þrá, þjóna, njóta, gleðja. Elska, hlæja, fagna, fá, – fara, missa, kveðja. (BVB) Ég sendi Kittýju, Eyrúnu, Pétri Inga og Þorgrími Óla hug- heilar samúðarkveðjur, sem og mánaðargamla ömmustráknum Emanúel Þór. Sá stutti fær örugglega að heyra margar skemmtilegar sögur af ömmu sinni þegar fram líða stundir, þótt hvorugt fái að njóta sam- vistanna. Hugur minn er ekki síður hjá Dúnubörnunum sjö sem nú kveðja ástkæra litlu syst- ur. Þau spor eru þung. Blessuð sé minning Dæju frænku. Bragi V. Bergmann. Dagbjört Fjóla Almarsdóttir✝Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Árskógum 8, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar- daginn 2. mars. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 15. mars kl. 15.00. Magnús Benediktsson, Guðrún Jósafatsdóttir, Benedikt Steinar Magnússon,Hrafnhildur Karla Jónsdóttir, Helga Dóra Magnúsdóttir, Mikael Símonarson, Magnús Indriði, Jón Illugi og Sigrún Melkorka. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, BJÖRK KRISTINSDÓTTIR, Þorláksgeisla 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 10. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 19. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Bjarkar er bent á Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Þröstur Þorvaldsson, Kristinn Andri Þrastarson, Dagný Ingadóttir, Sólveig Þrastardóttir, Gretar Þór Sæþórsson, barnabörn og systkini. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og tengdafaðir, GUÐMUNDUR KRISTINN GUÐJÓNSSON, Diddi, kaupmaður, Fljótaseli 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Hringbraut, laugardaginn 2. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þakkir til allra sem vottuðu okkur samúð við andlát hans og útför. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki LSH og heimahjúkrunar fyrir mjög góða umönnun. Hedwig E. Meyer (Heiða), Guðjón Karl Guðmundsson, Hilmar Andri Hilmarsson, Kolbrún Steinunn Hansdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og frændi, ÓLAFUR H. ÓLAFSSON matreiðslumeistari, Suðurbraut 6, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 10. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 20. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag. Jakobína Cronin, Sigríður Oddný Oddsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir Benedikt Sigurvinsson, Sandra Björk, Elísa Björg, Ólafía Björt, Jakobína Zíta og Zíta Kolbrún Benediktsdætur, Sverrir Oddur Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Gústaf Adolf Björnsson, Valgerður J. Gunnarsdóttir Stefán Snær Konráðsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ÁRMANN GUÐJÓNSSON frá Lyngholti, Brekkustíg 13, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi sunnudaginn 10. mars. Útförin verður frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 22. mars kl. 13.00. María Ármannsdóttir, Marel Andrésson, Helgi M. Ármannnsson, Michela Jespersen og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri KARL HINRIK OLSEN lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 25. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Jakobína Anna Olsen Jenný Emilía Olsen Gunnar Jónatansson Magdalena Olsen Valgeir Þorláksson Karl Hinrik Olsen Elísabet Olsen Rósbjörg S. K. Olsen Rafn Guðbergsson Olav Ingvald Olsen Guðrún Halldórsdóttir Jakobína Anna Olsen Tómas Guðlaugsson Sólbjört Olsen Sara K. Olsen Agnar Már Olsen börn þeirra og fjölskyldur. ✝ Elskuleg systir okkar og frænka, JÓHANNA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Mýrum, Flóahreppi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 16. mars kl. 11.00. Jarðsett verður í Villingaholtskirkjugarði í Flóa. Kristinn Sigurðsson, Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.