Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 44

Morgunblaðið - 14.03.2013, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Smáauglýsingar Húsnæði íboði Húsnæði í boði Herbergi og íbúðir. Alltaf til leigu í stuttan eða langan tíma. Upplýsingar í síma 511 3030 og gsm 861 2319. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Rafvirkjun AH-Raf. Dyrasímakerfi, töfluskipti og öll almenn raflagnavinna. Tilboð/ tímavinna. Vönduð vinnubrögð. ahraf@ahraf.is - Hermann, sími 845 7711, og Arnar, sími 897 9845. Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Garðskáli - sumarhús - gestahús Vönduð hús úr sænskum gæðavið. Áralöng reynsla hér á landi. Mikið úrval af gesta- og geymsluhúsum. Jabohús, Ármúla 36, sími 581 4070 - www.jabohus.is. Kristalsljósakrónur - Ný sending Nýtt sending af glæsilegum kristals- ljósakrónum. Veggljós, matarstell og kaffistell, kristalsglös, styttur og skartgripir til sölu. Bohemia Kristall, Glæsibæ, s. 571 2300. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Fermingar Fermingargjafir, veglegar og var- anlegar. Skartgripir, úr, íslenskir silf- urmunir, t.d. bréfahnífar, 8GB/mp4 úr á tilboði og margt fleira á verði við allra hæfi. ERNA, Skipholti 3, sími 5520775, www.erna.is Bókhald N.P. þjónusta. Óska eftir bókhalds-, eftirlits- og gæslustörfum. Uppl. í s. 861 6164. Skattframtöl Skattframtal 2013 Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Mikil reynsla - hag- stætt verð. Uppl. í síma 517 3977. www.fob.is. Netfang: fob@fob.is. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar FALLEG TOYOTA COROLLA 1.6, árg. 2006. Til sölu Toyota Corolla 1.6, ek. 112 þ., beinsk., álfelgur, loftkæl- ing, sumar- og vetrardekk, nýskoð- aður og smurður, fallegur og góður bíll, verð 1.390 þús. S. 699 3181. Glæsileg HONDA CR-V EXECUTIVE, árg. 2007 Til sölu Honda crv, árg. 2007, sjálf- skiptur. Ekinn 85 þ. Sumar- og vetrar- dekk. Nýkominn úr þjónustuskoðun hjá Bernhard umboði. Fallegur og góður bíll. Verð 3.290 þ. S. 699 3181. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Góður í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni og hreinsa veggjakrot. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Elsku besti afi minn og nafni, ég sakna þín svo sárt. Tilhugs- unin um að ég eigi aldrei aftur eftir að heimsækja þig, sjá þig og knúsa þig er mjög skrítin, þetta er allt saman svo skrítið. Fjöldskyldan og allar góðu minningarnar eru það sem huggar þessa dagana. Margar góðar minningar hafa komið upp í hugann, þó allra mest þær stundir sem við deildum bara tvö saman. Það var sko aldrei leiðinlegt að fara í pössun til ömmu og afa, þar fékk maður mikið dekur og þá sérstaklega ef maður var veikur. Afi var alltaf duglegur að hafa ofan af fyrir mér og átt- um við margar góðar stundir saman. Efst í huga mínum er Ólafur Hannesson ✝ Ólafur Hann-esson var fæddur á Litla- Vatnshorni í Haukadal í Dala- sýslu árið 1927. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 19. febrúar 2013. Útför Ólafs fór fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 28. febrúar 2013. þegar við fórum út að tína dósir í hrauninu og síðan var gerð ferð í Samkaup með dós- irnar og fékk ég að eiga peninginn sem fékkst í staðinn. Við fórum líka mikið á klettaróló, eins og ég kallaði hann, þar var mest rólað sér og klappað með fót- unum, það þótti mér einstaklega gaman. Það var líka alltaf gam- an að spila við afa og af og til kom hann með klink sem til var inni á skrifborði og ef ég vann fékk ég að eiga klinkið. Ég ólst upp við afa sem mik- inn hestamann, það var fátt skemmtilegra en að rölta upp í hesthús til afa eftir skóla og fá að fara smá á bak, gefa hest- unum, klappa og greiða þeim. Svo leyndist líka oftast eitthvert góðgæti inni á kaffistofu. Afi minn var gull af manni, þótti alltaf gaman að hafa fjöl- dskylduna í kringum sig og vor- um við hjá honum allt til enda. Það eru fá orð sem koma upp í hugann þegar maður á að kveðja ástvin sinn. Ég mun halda uppi minningu afa um ókomna tíð og ávallt halda upp á daginn okkar 20. október. Ég ber nafn hans stolt og er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með afa. Nú á ég fallegasta engilinn á himnum og ég veit að hann vakir yfir mér. Þú átt stóran stað í hjarta mér, elsku afi minn, ég elska þig og vona að þú hafir það gott á þeim stað sem þú ert nú á. Þín sonardóttir, Ólöf. Elsku Óli afi. Nú ertu búinn að kveðja og eftir sitja margar yndislegar og fallegar minningar. Við erum einstaklega þakklát fyrir alltar góðu samverustund- inar sem að við áttum saman í Eilífsdalnum hvort sem það var á hestbaki, við framkvæmdir eða úti í náttúrunni. Þú varst frábær afi og langafi, einstaklega umburða- lyndur og ávallt með bros á vör. Takk fyrir allt og allt. Alltaf vaknar ylur í afa gamla hjarta, er mig snertir hönd þín hlý og heyri’ ég róminn bjarta (Ágúst Böðvarsson.) p.s. Ísak Már óskar þér góðr- ar ferðar út í geim. Davíð Már og Nanna Guðrún. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kert- inu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Þegar daginn tekur að stytta og sól tekur að lækka á lofti fer skólafólk að huga að haustinu. Það er ljúfur boðberi haustsins þegar börnin taka að trítla í skóla með töskur á baki og hlátrasköll þeirra óma í morg- unkyrrðinni. Í litlu samfélagi í Borgarfirð- inum taka börnin morguninn snemma til að fara í skólarútuna á meðan foreldrarnir gera sig klára fyrir skóladaginn í háskól- anum. Bifröst er staður skóla- fólks og þar ríkir samkenndin, stórir sem smáir taka höndum saman og gera litla samfélagið betra með hjálpsemi og dugnaði. Þar kynntumst við ungum dreng. Andri Líndal brosti við lífinu, glaður og hress, alltaf tilbúinn að spjalla, alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóg. Föstudag- ar voru oft annasamir og þegar líða tók að helgi fór fólk að leita eftir bílfari fyrir börnin sín sem þurftu mörg að komast í helg- arheimsóknir í höfuðborgina. Þannig kynntumst við Andra, hann var alltaf með laust pláss, alltaf til í að leyfa litlum rössum að fljóta með og mátti ekki heyra á það minnst að taka fyrir það greiðslu. Það fór því að vera fastur liður að heyra í Andran- um og jafnvel var hann farinn að láta okkur vita að fyrra bragði um áætlaða brottför. Ef skóla- rúta barnanna var ekki komin á þeim tíma þá var lítið mál að hinkra, ekki færi hann að leggja af stað og skilja börnin eftir. Við kynntumst þessum unga dreng æ betur. Börnin voru hrif- in af honum, hann hafði lag á að brjóta á bak aftur feimnina og margt var spjallað við þau öll þrjú, unglinginn sem sat í fram- sætinu og ekki síður þann yngsta sem var bara fimm ára en afar hrifinn af voldugum veiðijeppanum. „Lilja, börnin þín eru snillingar,“ sagði Andri svo oft. Það leyndi sér ekki að Andri Líndal Jóhannesson ✝ Andri LíndalJóhannesson fæddist 12. ágúst árið 1989 í Reykja- vík og lést þann 17. febrúar 2013. Útför Andra fór fram frá Víðistaðakirkju 1. mars 2013. hann var barngóð- ur. Og oft var hækkað í útvarpinu þegar eitthvert lag hljómaði sem hon- um fannst að Júlía yrði að hlusta á. Við sendum að- standendum inni- legar samúðar- kveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum glæsilega unga manni, við hefð- um viljað fá að kynnast honum meira og lengur en því miður fara stundum hlutir á annan veg en maður óskar. Eftir lifir minn- ing um góðan brosmildan dreng. Gunnar, Lilja og Júlía Sif. Elsku Andri minn. Ég get varla ímyndað mér líf- ið án þín, Andri, þú gerðir heim- inn að svo miklu betri stað. Þú varst svo yndislegur og ljúfur við alla sem þú hittir á allt of stuttri lífsleið þinni. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér. Þú áttir fallegasta bros sem ég hafði á ævinni séð og það bræddi alla í kringum þig svo ekki sé talað um knúsið þitt sem gaf svo mikla hlýju og væntum- þykju. Ég mun aldrei gleyma stundum okkar saman sem veittu mér svo mikla hamingju. Ég man svo vel þegar ég hitti þig í fyrsta sinn og ég sá strax að þú varst einstakur strákur. Ég var enda með þér nánast upp á hvern einasta dag eftir þessi fyrstu kynni okkar. Þú varst svo ótrúlega góður við mig og ég á svo margar yndislegar minningar tengdar þér. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að við munum ekki eignast fleiri minningar saman. Ég mun geyma minningarnar um okkur í hjartanu svo lengi sem ég lifi. Ég votta Jóhannesi, Ingu, Jak- obi, Binna og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Hvíldu í friði, elsku vinur minn. Ást, það sem þú gerir, það sem ég geri, það sem við gerum. Að elska að eilífu. (Andri Líndal.) Hildur Ýr Jónsdóttir. Elsku Andri, það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur meðal okkar, þú þessi ljúfi, fal- legi, brosmildi og góði drengur. Margar minningar koma upp í hugann frá þeim tíma sem þú og Hildur Ýr dóttir mín voruð sam- an, strax varstu einn af okkur í fjölskyldunni. Ýmislegt var gert saman, farnar nokkrar bústaða- ferðir og minnist ég sérstaklega verslunarmannahelgar einnar þar sem mikið var hlegið, spilað og leikið sér í vatninu í flotgöll- um, þú alltaf hress og kátur. Þú varst mjög barngóður og fengu barnabörnin mín að njóta þess. Ég hef verið að skoða gamlar myndir frá þessum tíma og rifj- að upp allar skemmtilegu stund- irnar sem við fjölskyldan áttum með þér og mun ég geyma þess- ar minningar og minnast þín alla tíð. Þetta er mikill missir, ekki síst fyrir þá sem næst þér stóðu og ég votta aðstandendum djúpa samúð og bið guð að blessa og styðja foreldra þína og bræður. Hvíl í friði, elsku vinur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsa Björg Þórólfsdóttir. Það er fátt jafn sárt og erfitt og að kveðja besta vin sinn að- eins 23 ára gamlan. Vin sem maður var búinn að skipuleggja líf sitt með, ætlaði að verða gam- all með. Vin sem ég gat leitað til þegar mér leið illa og fagnað með þegar hlutirnir gengu upp. Vin sem ég gat treyst fyrir öllu og sagt mín dýpstu leyndarmál. Sinn besta vin! Í svona aðstöðu er um tvennt að velja. Ég get látið sorgina taka völdin og kafað djúpt niður í hyldýpi tómleikans. Eða ég get stjórnað sorginni og tekið allt það góða sem Andri skyldi eftir sig með mér inn í framtíðina og, á endanum, eilífðina. En hvað er það sem Andri skildi eftir? Hvaða jákvæðu hluti get ég til- einkað mér til góðs í mínu eigin fari? Það liggur í augum uppi að heimurinn hefur sjaldan upplif- að jafnmikinn gleðigjafa og Andra Líndal. Hans kristaltæra bros, hlýja nærvera og skilyrð- islausa ást lýsti upp hvert ein- asta rými sem hann komst í snertingu við. Hann var snill- ingur í að tjá ást með innilegum faðmlögum. Hann var ófeiminn við það því hann vissi að það myndi lífga upp á daginn hjá þeim sem hann faðmaði. Hver einasti hittingur byrjaði og end- aði á slíku faðmlagi og hvert einasta símtal endaði á orðun- um: „I love you!“ Það að tjá ást á sama hátt og Andri gerði er nokkuð sem mun gera mig að betri manni. Andri hafði líka einstakt lag á því að framkvæma frumlega og skemmtilega hluti sem hann myndi aldrei geta gleymt. Hvort sem það voru skemmti- legir hrekkir, að keyra yfir brotnandi ís, elda lambalæri undir jörðinni, stökkva í ískald- an sjóinn, fara á golfvöllinn um miðja sumarnótt og taka einn hring eða stelast inn í Gallerý Kjöt um nótt og borða ribeye- steik með humarhölum þegar við áttum að vera að læra fyrir próf. Í nútímasamfélagi erum við flest upptekin af okkar eigin rútínu, sem er alltaf eins. Við vöknum, borðum, vinnum, sinn- um áhugamálum okkar, förum í bíó eða keilu og sofum. Það er sjaldan sem maður fer út fyrir þennan ramma og gerir eitt- hvað frumlegt, eitthvað sem maður mun aldrei gleyma. Það hljómar kannski skringilega, en fyrir mér er fátt jafnheillandi og að sitja aldraður í ruggu- stólnum mínum og geta rifjað upp þúsundir ef ekki tugþús- undir mismunandi minninga, sem allar fá mig til að hlæja, brosa eða elska. Það gefur lífinu lit að vera hæfilega kærulaus og ég ætla að einbeita mér að því að lifa eftir þeirri reglu. Elsku Andri minn. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst. Ég mun syrgja og ég mun örugglega gráta mikið. En ég mun ekki vera reiður, bitur eða þungur. Frekar ætla ég að til- einka mér þau góðu gildi sem þú lifðir eftir og einbeita mér að því að elska meira og gera dag- ana eftirminnilegri. Ég þakka þér fyrir ferðalagið, það var stutt en alveg ofsalega skemmtilegt. Fleiri minningar á ég ekki með neinni annarri manneskju. Elsku Ingigerður, Jóhannes, Brynjólfur, Jakob, makar, frændfólk og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og vona svo innilega að okkur tak- ist að halda heiðri Andra á lofti svo lengi sem við öll lifum. Gabríel Þór Bjarnason. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.