Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 46

Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Ég er að fara að keppa í fjórðu deildinni í blaki um helginaþannig að ég hef ekki tíma til að halda upp á afmælið núna!Ég ætla bara að bjóða nærfjölskyldunni í kaffi á pálma- sunnudag í staðinn,“ segir María Rósa Einarsdóttir en hún fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hún spilar með liðinu Dímon Heklu frá Hvolsvelli og Hellu og hef- ur gert í sautján ár en sjálf er hún búsett á Hvolsvelli. Hátind blak- ferilsins segir María Rósa hafa verið þegar liðið varð héraðsmeist- ari í Árnes- og Rangárvallasýslu í fyrra en það lenti í öðru sæti á því móti í ár. „Ég held að þetta sé íþrótt sem fólk eldist vel í og getur keppt í langan tíma,“ segir María Rósa þegar hún er spurð hvað það sé sem laði fólk að blakinu. Sjálf hefur hún spilað allar stöður á vellinum í gegnum tíðina og sér fyrir sér að halda áfram að spila næstu ára- tugina. Hún lætur sér heldur ekki blakið nægja heldur hleypur hún í frítíma sínum og stefnir jafnvel að því að taka þátt í mótum á borð við maraþon í framtíðinni. María Rósa vinnur sem saumakona hjá Glófa á Hvolsvelli en fyr- irtækið framleiðir meðal annars vélprjónaðar lopapeysur, vettlinga og húfur úr íslenskri ull undir vörumerki Varma. Saumaskapur er áhugamál Maríu Rósu en heima fyrir segist hún aðallega fást við út- saum. kjartan@mbl.is María Rósa Einarsdóttir er fertug í dag Þjóðbúningur María Rósa er saumakona og stundar meðal annars útsaum í frístundum. Þá er hún íþróttakona, hleypur og spilar blak. Frestar fögnuði til að keppa í blakinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Guðjón Ari fæddist 18. apr- íl. Hann vó 3.640 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Erla Þóra Guðjónsdóttir og Valentínus Þór Valdimarsson. Nýir borgarar Selfoss Karólína Ævarr fæddist 29. júní kl. 17.25. Hún vó 3.525 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Bára Bryndís Kristjánsdóttir og Skúli Æv- arr Steinsson. S kúli Friðrik Malmquist fæddist í Reykjavík 14.3. 1973. Hann ólst upp í Pennsylvania, New York, Gerðunum, Texas og Ár- túnsholti. Þá var hann í sveit eitt sumar hjá Helga og Þóru Kristínu á Hraunsmúla á Snæfellsnesi. Skúli var í Hvassaleitisskóla, And- erson High School í Austin í Texas, MH, Université Stendahl í Grenoble og London European Business School. Alsæll á byggingarkrana Skúli sinnti ýmsum sumarstörfum hjá byggingarfélaginu Eykt á náms- árunum: "Mér er minnisstæðast er ég var kranastjóri hjá því ágæta fyrirtæki. Það var skemmtilegt starf - líklega það besta sem ég hef haft um ævina." Skúli hefur verið sjálfstæður kvik- Skúli Friðrik Malmquist kvikmyndaframleiðandi – 40 ára Í forsælunni Skúli á góðri stund með systrunum, Ingibörgu Þórunni og Maríu Svanfríði. Á kafi í kvikmyndum Í vinahópi Skúli á tenniskeppni ásamt nokkrum vinum sínum. Aftari röð frá vinstri: Kjartan Ólafsson, Skúli og Brynjólfur Stefánsson. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Pétur Harðarsson og Sveinn Ingimundarson. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.