Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Ég er að fara að keppa í fjórðu deildinni í blaki um helginaþannig að ég hef ekki tíma til að halda upp á afmælið núna!Ég ætla bara að bjóða nærfjölskyldunni í kaffi á pálma- sunnudag í staðinn,“ segir María Rósa Einarsdóttir en hún fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hún spilar með liðinu Dímon Heklu frá Hvolsvelli og Hellu og hef- ur gert í sautján ár en sjálf er hún búsett á Hvolsvelli. Hátind blak- ferilsins segir María Rósa hafa verið þegar liðið varð héraðsmeist- ari í Árnes- og Rangárvallasýslu í fyrra en það lenti í öðru sæti á því móti í ár. „Ég held að þetta sé íþrótt sem fólk eldist vel í og getur keppt í langan tíma,“ segir María Rósa þegar hún er spurð hvað það sé sem laði fólk að blakinu. Sjálf hefur hún spilað allar stöður á vellinum í gegnum tíðina og sér fyrir sér að halda áfram að spila næstu ára- tugina. Hún lætur sér heldur ekki blakið nægja heldur hleypur hún í frítíma sínum og stefnir jafnvel að því að taka þátt í mótum á borð við maraþon í framtíðinni. María Rósa vinnur sem saumakona hjá Glófa á Hvolsvelli en fyr- irtækið framleiðir meðal annars vélprjónaðar lopapeysur, vettlinga og húfur úr íslenskri ull undir vörumerki Varma. Saumaskapur er áhugamál Maríu Rósu en heima fyrir segist hún aðallega fást við út- saum. kjartan@mbl.is María Rósa Einarsdóttir er fertug í dag Þjóðbúningur María Rósa er saumakona og stundar meðal annars útsaum í frístundum. Þá er hún íþróttakona, hleypur og spilar blak. Frestar fögnuði til að keppa í blakinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Guðjón Ari fæddist 18. apr- íl. Hann vó 3.640 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Erla Þóra Guðjónsdóttir og Valentínus Þór Valdimarsson. Nýir borgarar Selfoss Karólína Ævarr fæddist 29. júní kl. 17.25. Hún vó 3.525 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Bára Bryndís Kristjánsdóttir og Skúli Æv- arr Steinsson. S kúli Friðrik Malmquist fæddist í Reykjavík 14.3. 1973. Hann ólst upp í Pennsylvania, New York, Gerðunum, Texas og Ár- túnsholti. Þá var hann í sveit eitt sumar hjá Helga og Þóru Kristínu á Hraunsmúla á Snæfellsnesi. Skúli var í Hvassaleitisskóla, And- erson High School í Austin í Texas, MH, Université Stendahl í Grenoble og London European Business School. Alsæll á byggingarkrana Skúli sinnti ýmsum sumarstörfum hjá byggingarfélaginu Eykt á náms- árunum: "Mér er minnisstæðast er ég var kranastjóri hjá því ágæta fyrirtæki. Það var skemmtilegt starf - líklega það besta sem ég hef haft um ævina." Skúli hefur verið sjálfstæður kvik- Skúli Friðrik Malmquist kvikmyndaframleiðandi – 40 ára Í forsælunni Skúli á góðri stund með systrunum, Ingibörgu Þórunni og Maríu Svanfríði. Á kafi í kvikmyndum Í vinahópi Skúli á tenniskeppni ásamt nokkrum vinum sínum. Aftari röð frá vinstri: Kjartan Ólafsson, Skúli og Brynjólfur Stefánsson. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Pétur Harðarsson og Sveinn Ingimundarson. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.