Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 8
Jóni Agnari Ólasyni, umsjónarmanni sér-
blaða Morgunblaðsins, brá heldur betur í
brún á fertugsafmæli sínu í vikunni þegar
honum barst bréf frá Hollandi. Í bréfinu,
sem var handskrifað, var afmæliskveðja frá
engum öðrum en uppáhaldsknattspyrnu-
manninum hans, sjálfum Marco van Basten.
„Til hamingju með fertugsafmælið, Jón.“
Milligöngumaður í þessu óvenjulega máli
var Alfreð Finnbogason, sem leikur undir
stjórn van Bastens hjá Heerenveen. „Ég hef
bara einu sinni hitt Alfreð, fyrir tilviljun í
vetur, og veit ekki hvernig hann hafði veð-
ur af afmælinu mínu. En hafi hann bestu
þakkir fyrir!“ segir Jón Agnar. „Þetta bréf
er ein af fáum veraldlegum eigum mínum
sem peningar fengju ekki bætt. Hefur
ómælt gildi. Nú þarf ég bara að finna mér
fílabeinsramma.“
Marco
van Jón
Morgunblaðið/Benedikt Bóas
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013
Þegar ég var við nám í Edinborg í Skotlandifyrir nokkuð löngu hugsaði ég stundum tilþess að í borginni einni byggju fleiri en á
öllu Íslandi. En að þrátt fyrir að svo væri fyndist
mér Reykjavík að ýmsu leyti vera „stærri“, meiri
heimsborg, en Edinborg. Ég velti því fyrir mér
hvernig á þessu stæði. Niðurstaða mín var sú að
þar sem Reykjavík væri höfðuborg sjálfstæðs
ríkis hefði hún ákveðið forskot á Edinborg. Í höf-
uðborgum ríkja eru stofnanir á borð við þing og
ráðuneyti, þar eru sendiráð og þangað eru tíðar
heimsóknir fulltrúa erlendra ríkja úr stjórnmála-
lífi, viðskiptalífi og menningarlífi. Á Íslandi hafði
á þessum tíma verið sett á laggirnar útvarps- og
sjónvarpsstöð, sem þótti talsvert afrek. Allt hafði
þetta í för með sér grósku og margbreytileika.
Þessir þættir áttu vafalaust þátt í að móta
sjálfsmynd Íslendinga. Hún skiptir ekki litlu
máli. Inn í þá mynd bætist síðan hið sérstaka mat
Íslendinga á sjálfum sér. Ég hef stundum gant-
ast með það að við séum aldrei alveg viss um það
hvort við séum 350 þúsund eða 350 milljónir.
Höllumst frekar að því að síðari talan sé nær
lagi. Þeir tímar hafa komið að við hefðum haft
gott af því að vera aðeins betur niðri á jörðinni.
En ekki er vanmetakenndin heldur góð. Gagn-
vart fulltrúum stórþjóða sem hafa á orði að við
séum fá og smá hef ég gjarnan bent á að þegar
allt kemur til alls séum við öll frá einhverju húsi
sem standi við einhverja götu og ekki skipti öllu
máli hve margar aðrar íbúðir séu við sömu götu í
þorpinu eða í borginni, stórri eða smárri. Fjöl-
menni þjóðar leiði ekki sjálfkrafa til þess að ein-
staklingarnir stækki; stærðin megi ekki villa okk-
ur sýn.
Í sumum tilvikum geti smæð þjóða jafnvel ver-
ið kostur, fólkið ekki þjakað af ofmetnaði stór-
veldisins og í augum umheimsins væri hinn smái
iðulega látinn njóta smæðar sinnar því hann væri
engum ógn. Samanburðurinn á Reykjavík og Ed-
inborg er ekki að öllu leyti heppilegur, einfald-
lega vegna þess að lífið í Edinborg er að mörgu
leyti óvenjugróskumikið, borgin þekkt fyrir góð-
ar menntastofnanir og stórkostlega listahátið
sem haldin er ár hvert og þá má ekki gleyma því
að borgin er höfuðborg Skotlands, þótt sjálfstætt
þing hafi nýlega komið til sögunnar. En hvers
vegna þetta tal um afstæði smæðar og stærðar?
Þankinn sem ég ætlaði mér að koma á framfæri
er þessi: Íslendingar eiga að hugsa stórt þegar
heimurinn er annars vegar. Við búum að mörgu
leyti við kjöraðstæður. Við erum ekki þjökuð af
vanmetakennd (það er frekar að hið gagnstæða
sé vandamálið). Hér er gróskumikið líf á mörgum
sviðum. Við njótum þess hve margt gott og gef-
andi fólk leggur leið sína til okkar.
Hið viðvarandi verkefni er að næra menn-
inguna, listirnar og vísindin. Það mun styrkja
okkur í andanum og gera okkur betur fær um að
leggja eitthvað gott af mörkum við umheiminn,
allt fólkið sem býr í húsunum sínum, við göturnar
sínar í bæjunum og þorpunum og stórborgunum
úti í hinum stóra heimi. Munum að smæðin getur
verið stór. Margt er afstætt í heimi hér.
Stærð smæðarinnar
* Í sumum tilvikumgeti smæð þjóðajafnvel verið kostur.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Eurovisionfarinn Eyþór Ingi
Gunnlaugsson skellti inn mynd af
sér skælbrosandi nokkrum andar-
tökum eftir að kynnir kvöldsins til-
kynnti að Ísland
hefði komist í úr-
slit Eurovision.
Með myndinni
fylgdi textinn:
„Takk öll fyrir
stuðninginn. Það er ómetanlegt.
Áfram Dalvík,“ en skemmst er frá
því að segja að rúmlega 4.730
manns höfðu lækað myndina þegar
blað þetta fór í prentun, ígildi 1,5%
íslensku þjóðarinnar og rúmlega
tvöfaldur íbúafjöldi Dalvíkur.
Góða máltíð
þarf hvorki að
vera flókið né
tímafrekt að útbúa
og komst sjón-
varpskonan og
bókmenntafræði-
neminn Brynja Þorgeirsdóttir
einmitt að þeirri niðurstöðu í vik-
unni ef marka má orð hennar á
Facebook: „Ég held svei mér þá að
ristað brauð með osti sé besti mat-
ur af öllu, svona heilt yfir séð. Gott
þegar maður er tveggja ára – gott
þegar maður er 38 ára. Alltaf gott.
Klassísk fæða.“
„Það hryggir
mig mjög mikið,
en ég þarf því mið-
ur að finna nýtt
heimili fyrir hann
Þorvald minn […]
Hann er fjögurra og hálfs árs ensk-
ur bulldog, rosa hress og kátur,
pínu frekur en skemmtilegur kar-
akter. Ég vil ekki fá neinn pening
fyrir hann, vil bara að hann fari á
gott heimili,“ skrifaði söngvarinn
Valdimar Guðmundsson í upp-
hafi vikunnar og ef marka má slæleg
viðbrögð vantar hundinn enn nýtt
heimili.
Systurnar Þóra
Tómasdóttir,
ritstjóri Nýs lífs,
og Kristín Tómas-
dóttir rithöfundur
eru kappsamar og virðist systraríg-
urinn nýtast þeirri fyrrnefndu þeg-
ar kemur að hreyfingu. „Ég hreyfi
mig ekki ánægjunnar vegna né til að
lifa heilbrigðu lífi. Það eru eingöngu
martraðarkenndar hugsanir um að
Kristín Tómasdóttir hlaupi hraðar
en ég sem draga mig út að hlaupa,“
skrifaði Þóra á Facebook og ögraði
Kristínu með því að „tagga“ hana í
stöðuuppfærsluna.
AF NETINU
„Þú veist þetta er litasjónvarp.
#pepsi #80’s Sá þetta síðast á
Ibiza 1986,“ skrifaði Logi
Bergmann Eiðsson til Hjörv-
ars Hafliðasonar á Twitter eft-
ir þátt í Pepsimörkunum. Þar
gerðu Hjörvar, Hörður Magn-
ússon og Reynir Leósson upp
mörkin í annarri umferð
Pepsideildarinnar. Hjörvar
tók djarfa ákvörðun og bland-
aði bleiku og grænu og leið vel
með litavalið. „Ég var hrika-
lega sáttur við þetta miami
vice-lúkk,“ svaraði fótbolta-
sérfræðingurinn en Hjörvar
þykir ákaflega vel að sér í tísk-
unni og klæðist ekki hverju
sem er. Það þarf lítið að segja
um fatastíl Loga. Þar fer topp-
urinn sem veit hvað hann seg-
ir.
Hjörvar Hafliðason í settinu í Pepsimörkunum. Mætti þar í
bleikri skyrtu með grænt bindi.
Skjáskot/Stöð 2
Sjónvarpsstjörnur kýta
Vettvangur