Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 20
*Heilsa og hreyfingÞótt það geti verið notalegt að fara í funheita sturtu þá er köld sturta betri fyrir heilsuna »22
Bræðurnir urðu báðir bikarmeistarar í vor
ásamt Margréti Hörn og Denise Margréti. Þau
Þorkell í fullorðinsflokki en Höskuldur og Mar-
grét í unglingaflokki.
Nóg er að gera; Þorkell og Denise unnu sér
rétt til að taka þátt í heimsbikarmóti og Evrópu-
bikarmóti í ballroom-dönsum í Austurríki og
Úkraínu síðar í ár en á vordögum kepptu þau
fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í ballroom-
dönsum, sem fram fór í Árósum í Danmörku.
Það segir Höskuldur hafa verið gríðargóða
reynslu, en pörin voru flest mun eldri en þau.
Vert er að geta þess að Höskuldur Þór og
Margrét Hörn unnu fern silfurverðlaun á einni
sterkustu keppni sem haldin er fyrir börn og
unglinga í heiminum, í Blackpool 2010. Þau
kepptu á heimsmeistaramótinu í suðuramer-
ískum dönsum á Ítalíu í febrúar og keppa á
heimsmeistaramótinu í ballroom og 10 dönsum
í Moskvu og Riga í haust.
MIKIÐ UM AÐ VERA
Bikarbræður
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir, danspar í áratug.Þorkell Jónsson og Denise Margrét Yaghi hafa dansað saman í rúmt ár.
Þ
orkell Jónsson hóf dansnám fimm ára þegar vinkona
hans af leikskóla bað hann að koma á æfingu. Hún
hætti fljótlega en hann er enn að, 19 ára, og reyndar
rétt að byrja að eigin sögn. Höskuldur er fjórum ár-
um yngri en byrjaði jafngamall; fetaði í dansspor bróður síns
og hefur dansað við Margréti Hörn Jóhannsdóttur í rúman
áratug. Þorkell hefur dansað með ýmsum stúlkum en ár er
liðið síðan þau Denise Margrét Yaghi hófu að dansa saman.
Dans var kenndur á leikskóla bræðranna og æfingar hófu
þeir í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, sem í dag er í raun
Dansíþróttafélag Kópavogs. „Ég prófaði fótbolta og hand-
bolta þegar ég var yngri en fann mig ekki í því umhverfi;
hundrað strákar hlupu út um allt og þar var enginn agi. Í
dansinum er agi hins vegar nauðsynlegur og það er mjög
þroskandi að strákar og stelpur kynnist og vinni saman,“
segir Þorkell. Samkvæmisdansinn sameinar listformið og
íþróttakeppni; Þorkell segist frekar líta á dansinn sem list,
„en keppnismaður þarf að vera í mjög góðri líkamlegri æf-
ingu auk þess að æfa tæknihliðina vel,“ segir Þorkell. Hann
ver því miklum tíma bæði í líkamrækt og dansstúdíó. „Við
erum bæði í hóptímum og einkatímum hjá Adam Reeve og
Karen Björk Björgvinsdóttur. Þau urðu heimsmeistarar fyrir
Íslands hönd í 10 dönskum árið 2003. Það var rosaleg lyfti-
stöng fyrir íslenskan dans þegar þau fluttu heim á sínum
tíma.“ Adam og Karen hafa hafa verið helstu kennarar dans-
paranna tveggja síðan þau hófu keppni.
Morgunblaðið/Ómar
Þroskandi
þolraun
BRÆÐURNIR ÞORKELL OG HÖSKULDUR ÞÓR
Í KÓPAVOGI HAFA DANSAÐ FRÁ BARNSALDRI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Höskuldur Þór Jónsson, Margrét
Hörn Jóhannsdóttir, Denise Margrét
Yaghi og Þorkell Jónsson.