Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 28
BULSUR
Grilla bulsurnar í nokkrar
mínútur. Muna að taka plast-
filmuna utan af.
KARTÖFLUMÚS
Sjóða slatta af kartöflum og
stappa. Bæta við hvítlauksolíu
og smá salti.
LAUKSÓSA
1 stk. grófskorinn laukur
1 stk. ferskt lárviðarlauf
1 grein rósmarín
100 ml rauðvín (eða 1
msk. berjasafi og 1 msk.
rauðvínsedik)
1 lítri grænmetissoð
1-2 msk. dijon-sinnep
smá maísmjöl
Laukurinn er skorinn gróft og
brúnaður í potti með lárviðar-
laufi og rósmarín. Rauðvíni (eða
safa og rauðvínsediki) bætt út í
og soðið niður um helming.
Grænmetissoði og dijon-sinnepi
bætt saman við og soðið í ca 15
mínútur. Þykkt með maísmjöli og
smakkað til með salti og pipar.
Bulsur & mús
*Matur og drykkir Í matarboði í Fossvoginum var boðið til framandi matarveislu með gæðahráefni »30
Í
slenskt bankabygg og grænmeti
er meginuppistaðan í bulsum,
grænmetispulsum sem Svavar
Pétur Eysteinsson tónlistar- og
athafnamaður hefur þróað og
koma á markað í byrjun júní. „Við
leggjum áherslu á íslenskt hráefni
í framleiðslunni og bulsurnar eru
til að mynda kryddaðar með ís-
lensku blóðbergi og sjávarsalti.“
Hugmyndin að baki bulsum
kviknaði eftir að Svavar Pétur
hætti að borða kjöt fyrir rúmu
ári. „Ég ákvað að gera þessa til-
raun á sjálfum mér. Tveimur
mánuðum eftir að ég hætti kjötáti
fékk ég óstjórnlega löngum í
pulsu. Í stað þess að brjóta prin-
sippið og fara beint á Bæjarins
bestu ákvað ég að fikra mig
áfram með mína eigin grænmet-
ispylsugerð. Ég fékk Matís og
Nýsköpunarmiðstöð með mér í
þessa þróun,“ segir Svavar Pétur
en þróunarvinnan tók slétt ár frá
því hugmyndin kviknaði og þar til
nú að Bulsur koma á markað. „Ég
kalla hana bulsu því ég get engan
veginn kallað hana pulsu,“ segir
hugmyndasmiðurinn sem segist
annars hafa borðað ófáar pulsur,
eða pylsur, gegnum tíðina. „Ég
hafði og hef enn mikið dálæti á
Bæjarins bestu. Mest borðaði ég
af pulsum á ferðalögum um land-
ið. Núna þegar ég er að ferðast
er ég stundum pínu lost þegar all-
ir stoppa í pulsusjoppu. Þær eru
soldið rauði þráðurinn þegar mað-
ur fer hringinn.
Bulsan er þó meira í ætt við
morgunverðarpylsu eða einhvers
konar steikarpylsu sem hentar vel
á grillið. Það er skemmtilegt að
geta tekið þátt í grillstemmingu
þó að maður borði ekki kjöt,“ seg-
ir Svavar Pétur sem þakkar Tóta
og snillingunum á KEX fyrir upp-
skriftir að lauksósu og kart-
öflumús sem hann segir henta vel
með bulsunum.
Bulsur koma á markað 1. júní
og verða fyrst um sinn seldar í
Melabúðinni og Frú Laugu.
Morgunblaðið/Ómar
GRÆNMETISPYLSUR Á MARKAÐ
Hægt að
grilla án kjöts
SVAVAR PÉTUR EYSTEINSSON SAKNAÐI ÞESS
AÐ FÁ EKKI PYLSUR EFTIR AÐ HANN ÁKVAÐ AÐ
HÆTTA AÐ BORÐA KJÖT. HANN ÞRÓAÐI ÞVÍ
GRÆNMETISPYLSUR SEM HANN KALLAR BULSUR.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Bulsuverkefnið er fjármagnað með smáframlögum á vefsíðunni karolinafund.com. Þar er hægt að forpanta allt frá
einum bulsupakka upp í heilt bulsupartí þar sem tónleikar með hljómsveitinni Prins póló fylgja með.