Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013
Matur og drykkir
RATATOUILLE NIÇOISE – FYRIR 4
Undirbúningur 30 mín., suða 1 klst.
500 g vel þroskaðir tómatar
500 g kúrbítur
500 g paprika, rauð og græn
500 g eggaldin
500 g laukur
4 hvítlauksrif
salt, pipar, timjan, lárviðarlauf, rósm-
arín, ólífuolía.
Aðferð
Skolið grænmetið og afhýðið laukana.
Hreinsið fræin úr paprikunni, dýfið tómöt-
unum í sjóðandi vatn, bíðið í 2 mínútur og af-
hýðið þá. Sneiðið niður allt grænmetið.
Hitið smáolíu á djúpri pönnu, látið laukinn
og paprikuna krauma við vægan hita. Þegar
þetta er orðið mjúkt bætið þá tómatsneið-
unum saman við ásamt afhýddum hvítlauk og
kryddgrösum. Lokið og látið malla í 40 mín-
útur.
Á meðan hitum við olíu á annarri pönnu,
brúnum kúrbítinn og eggaldinin við góðan
hita og setjum út í tómatsósuna. Þetta er lát-
ið malla saman í 20 mínútur. Saltið og piprið.
Ratatouille er yndislegur réttur, sem má
borða jafnt sem aðalrétt eða sem meðlæti
með grilluðu kjöti eða fiski, með eggjaköku
eða á bökubotni. Hann er jafngóður hvort
sem hann er heitur, kaldur eða upphitaður.
Ratatouille
frá Nice
Í
bókinni, Sælkeraferð um Provence, flakka mæðgurnar um hér-
aðið og birta fjölda gómsætra uppskrifta. „Þetta var ægilega
spennandi verkefni og gaman að við skyldum geta gert þetta
saman. Maðurinn minn hjálpaði mér, því hann tók margir mynd-
ir. Þetta er orðið eins konar fjölskyldufyrirtæki,“ segir Sigríður við
Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hún hefur búið í París í 43 ár, Silja
er fædd þar og uppalin en er nú búsett á Íslandi.
„Mér fannst þetta frumleg hugmynd í upphafi; að sameina ferða-
lag um landið og umfjöllun um matarhefðir í hverju héraði. Frakk-
land er stórt, matargerð mjög ólík eftir landsvæðum og byggist allt-
af á staðarframleiðslunni. Þess vegna er maturinn svona góður og
ólíkur; hráefnið mismunandi á milli árstíða og alltaf ferskt.“
Provence er mjög stórt hérað í suðausturhluta landsins; nær frá
Rónardal í vestri austur að landamærum Ítalíu og upp í Alpafjöllin.
„Matargerðin er því mjög ólík í vesturhluta héraðsins og fyrir
austan, og ekki sami matur uppi í fjöllum eða við ströndina þótt allt
sé hægt að tengja Miðjarðarhafinu. Allur maturinn á það þó sameig-
inlegt að vera litríkur og góður. Héraðið tengist hamingjunni í huga
Frakka og margra fleiri. Margir útlendingar eru búsettir í Provence
og mikill fjöldi kemur þangað í frí. Svæðið er mjög eftirsótt, bæði er
loftslagið svo gott, landið einstaklega fallegt, lífið ljúft, maturinn
góður og svo er þetta mesta vínræktarhérað Frakklands. Segja má
að svæðið tengist hugmyndinni um paradís á jörðu í huga margra.
Allir vilja flytjast þangað í ellinni!“
Fyrsta bók mæðgnanna kom út 2007, þar sem þær fjölluðu um
allt landið. „Það var mikið átak en ægilega skemmtilegt um leið. Það
var mikið ferðast og mikið eldað.“ Sigríður eldar alla réttina í bók-
inni sjálf en dóttirin og eiginmaðurinn mynda.
„Við fórum margar ferðir til Provence vegna nýju bókarinnar, það
er gaman að koma þangað á hvaða árstíma sem er. Það er mikil sól
og hamingja í bókinni, ég vona að það skili sér til lesenda,“ segir
Sigríður Gunnarsdóttir í París.
NÝ BÓK UM MATARGERÐ Í PROVENCE-HÉRAÐI Í FRAKKLANDI
Mikil sól og hamingja
MÆÐGURNAR SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR OG SILJA SALLÉ HAFA SENT FRÁ SÉR ÞRIÐJU BÓKINA UM
MATARGERÐ Í FRAKKLANDI OG AÐ ÞESSU SINNI FLAKKA ÞÆR UM PROVENCE-HÉRAÐ. SIGRÍÐUR SEGIR HÉRAÐIÐ
TENGJAST HAMINGJUNNI Í HUGA MJÖG MARGRA; JAFNVEL HUGMYNDINNI UM PARADÍS Á JÖRÐU!
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
GIGOT DE SEPT HEURES - FYRIR 8
Undirbúningur 30 mín., bakstur 7 klst.
1 úrbeinað lambalæri
3 laukar
1 hvítlaukshöfuð
3 gulrætur
5 cl koníak
2 dl hvítvín
200 g sveskjur
1 appelsína í sneiðum
1 sítróna í sneiðum
kummin, kóríander, kanill, saffran, salt
og pipar
Aðferð
Þessi uppskrift er ekki sú klassíska með
kryddgrösum frá Provence.
Ég kaus að elda lærið í anda Marokkó-
manna, eða líkt og Tagine. Í Marseille eru
Marokkóveitingahús í öðru hverju húsi, enda
liggur við að annar hver maður þar sé upp-
runninn handan við hafið.
Hitið ofninn í 120°. Hitið smáolíu á stórri
pönnu, brúnið lærið alla vegu. Hellið koníak-
inu á pönnuna, kveikið í. Leggið lærið í stórt
eldfast fat með loki, saltið, piprið, nuddið
kryddinu á það, setjið ávextina og vínið í fat-
ið, gleymið ekki að setja smávatn á pönnuna,
skafa af henni og setja saman við.
Afhýðið laukinn, skerið hann og gulræt-
urnar í sneiðar, afhýðið hvítlaukinn, þetta fer
allt í fatið. Lokið fatinu og leyfið lærinu að
bakast í 7 klukkustundir. Gáið að því öðru
hvoru, bætið kryddi og vökva ef þarf.
Upplagt er að bera fram kúskúsgrjón með
lærinu.
Þegar við opnum pottinn eftir sjö tíma
bakstur leggur himneskan ilm að vitum okk-
ar. Við tökum upp besta vínið á bænum, helst
frá Provence.
Sjö tíma
lambalæri
TARTE AUX ABRICOTS
Fyrir 8
Undirbúningur 10 mín., 1 klst. fyrir
bakstur, svo 15 mín., bakstur um
40 mín.
Bökudeig:
200 g hveiti
100 g lint, saltað smjör
1 dl ískalt vatn
Fylling:
600-800 g ferskar apríkósur
eða ferskjur
1 glas rjómi
1 egg
50 g saxaðar möndlur eða
heslihnetur + 30 g flögur
50 g sykur + 1 msk. salt
Aðferð
Útbúið deigið samkvæmt upp-
skrift og kælið í eina klst.
Hitið bökunarofninn í 200°.
Fletjið deigið þunnt út, fyllið stórt
bökuform með því og látið það ná
vel upp barmana. Skolið ávextina,
skerið í tvennt og fjarlægið stein-
ana. Leggið helmingana ofan á deig-
ið, látið dældina eftir steinana snúa
upp, svo að safinn leki síður úr.
Takið fram skál, þeytið saman
sykur, salt, egg, rjómann og söxuðu
möndlurnar með eggjaþeytara.
Hellið yfir ávextina. Dreifið flög-
unum yfir. Bakið í 40 mínútur. Takið
tertuna út, sáldrið einni matskeið
af sykri yfir. Berið fram samdægurs.
Tertan er best volg.
Apríkósuterta