Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 39
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 É g get ekki látið sjá mig lengur í þessum helv … gulrótarbuxum,“ sagði vinkona mín, þegar við vorum staddar í verslun á Laugaveginum. Nokkrum augna- blikum áður vorum við tvær í hjólatúr með börnin í miðbænum en snarhemluðum þegar við hjól- uðum framhjá búðinni og á núll einni náðum við að múta börn- unum til að vera mjög prúð í korter gegn því að þau fengju súkkulaðisnúð og Svala nokkru síðar. Áður en ég vissi af var vinkona mín farin að strjúka bleikum dömubuxum með beinu sniði. „Ég verð að eignast svona buxur, sérðu ekki hvað þær væru fínar við Marc Jacobs töskuna með leynihólfinu,“ sagði hún með sælusvip. Ég sá þetta alveg fyrir mér enda veit ég manna best að nýj- ar buxur, jakki, skór, skyrta, pils, veski, naglalakk, hárband, sokkar, nærbuxur og guð má vita hvað geta bara gert alveg heilmikið fyrir andlegt ástand bugaðra mæðra hvort sem þær eru í hjólatúr eða ekki. Ég samþykkti buxnakaup vin- konu minnar enda talskona þess að frjálsar konur geri nákvæm- lega það sem þeim sýnist við sína eigin peninga. Í framhaldinu rifjaðist það upp að fatakaup kvenna eru oft og tíðum litin hornauga inni á heimilum. Það á náttúrlega ekki að vera að eyða peningum í svona vitleysu og hver hefur ekki heyrt eiginmenn væla yfir því að eiga kaupóðar konur sem kveikja reglulega í Vísa-kortum. Það er hinsvegar lítið rætt um „gerviþarfir karla“ og þykir það sjálfsagt inni á allt of mörgum heimilum að það séu keyptar áskriftir að nokkrum íþrótta- stöðvum sem kosta fúlgur fjár. Á sumum heimilum flatmagar karl- inn fyrir framan sjónvarpið að horfa á mikilvæga leiki meðan kvenpeningurinn er sveittur að hjálpa til við heimanám barnanna, baða þau, elda matinn og sortera sokka. Ég þekki þetta reyndar ekki því ég hef aldrei verið gift manni sem hefur þurft að horfa á íþróttir í tíma og ótíma. En um mig fer þó ónota- tilfinning, ekki bara við það að einhver flatmagi fyrir framan sjónvarpið þegar verkefni heim- ilisins eru óteljandi, heldur þoli ég ekki „svona íþróttahljóð“. Ég held ég myndi frekar láta moka yfir mig en að þurfa að hlusta á þessi hljóð sem koma úr sjónvarpinu. Merkilegast af öllu finnst mér þó að konum finnst þetta bara allt í lagi, en það er kannski því þær þekkja ekkert annað. En aftur að buxnakaupum vin- konu minnar því hún mælti með því að ég heldi útför niðurmjórra buxna í þessum pistli, en ég treysti mér ekki alveg til þess. Sá tískustraumur er ekki alveg búinn þótt það blási ferskir vind- ar í buxnatísku sumarsins. Þegar niðurmjóar buxur komust í tísku var mikið rætt um það í fjölmiðlum fyrir hverj- ar þessar buxur væru því það segði sig sjálft að þær væru sko ekki fyrir okkur hlussurnar. Við gætum bara haldið áfram að vera í venjulegum gallabuxum með „boot-cut“ sniði. Sem betur fer breyttist hugsunarhátturinn og við vorum allar komnar í nið- urmjótt og fíluðum okkur bara vel. Síðbuxur sumarsins eru í mörgum litum, dálítið víðar og beinar niður. Þær eru ýmist upp í mittið eða hanga á mjöðm- unum. Sumar eru með hefð- bundnu buxnasniði en aðrar með fellingum að framan. Það fer eftir vaxtarlagi hvað verður fyrir valinu en það er ágætt að hafa það bak við eyrað að mikil vídd yfir þetta viðkvæma svæði getur bætt nokkrum kílóum á okkur. Þær sem mega við því ættu endilega að velja rykking- arnar en við hinar segjum já takk við þessum með einföldu sniði. Þegar farið er í sum- arbuxnaleiðangur er ágætt að gefa sér tíma, máta og máta, og gefast ekki upp fyrr en réttu buxurnar finnast. Þetta er svolít- ið eins og kærastaleit. Það er betra að máta og máta svo þú vaknir ekki einn daginn með einn flatmagandi í sófanum að horfa á þú veist … martamaria@mbl.is Buxur úr versluninni Evu. Kaupfíkn og „gerviþarfir karla“ F L Í S A V E R Z L U N Bæjarlind 4, 201 Kóðavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is Vel valið Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.