Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 42
*Fjármál heimilannaJóhanna Erla Guðjónsdóttir er sniðugur neytandi sem frystir ávexti í drykki
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir er Hafnfirðingur og starfar sem fé-
lagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Móðir hennar kenndi henni að nýta
alla afganga og Jóhanna frystir nær allt sem er afgangs og notar síðar,
líka banana sem eru byrjaðir að skemmtast. Þá reynir hún að hjóla
þær vegalengdir sem ekki þarf að nota bílinn í.
Fjöldi heimilisfólks?
Við erum þrjú í heimili. Ég og synir mínir tveir.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Ég á alltaf til mjólk, egg, skyr, avókadó, engifer, sítrónur og ávaxta-
safa.
Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku?
Þar sem ég er að ala upp tvo drengi sem borða allt sem lagt er á
borð fyrir þá og gott betur fer ég með 20-25.000 kr. í mat á viku,
stundum meira og stundum minna.
Hvar kaupirðu helst inn?
Ég versla helst í Bónus en stundum nær letin yfirhöndinni og þá
versla ég í hverfisbúðinni, sem er við hliðina á heimili mínu.
Hvað freistar helst í matvörubúðinni?
Allt sem er óhollt og ég ætti ekki að láta inn fyrir mínar varir, það
freistar mín helst.
Hvernig sparar þú í heimilishaldinu?
Ég spara með því að nýta það sem til er í ísskápnum, nota af-
gangana og hjóla í stað þess að nota bílinn.
Hvað vantar helst á heimilið?
Í augnablikinu hef ég allt sem ég þarfnast en það gæti breyst.
Vantar mann ekki alltaf eitthvað?
Eyðir þú í sparnað?
Já.
Skothelt sparnaðarráð?
Lykilatriðið í sparnaði varðandi mat er að frysta. Ég er svo
heppin að ég á móður sem hefur kennt mér að nýta allan mat og
hún nýtir hvert tækifæri til þess að tyggja það ofan í mig. Hún
hefur kennt mér að nýta afgangs grænmeti í súpur og heita rétti
og frysta alla matarafganga. Þegar ég elda kannski meira en heim-
ilismeðlimir borða hverju sinni, sem gerist aðeins of oft, þá ann-
aðhvort frysti ég það eða nýti daginn eftir. Ég bý til mikið af svo-
kölluðum „ávaxtabústum“ og ef ég á til dæmis banana sem eru
að skemmast þá sker ég þá niður í bita og frysti þá og nota svo út
í drykkinn hjá mér. Það sama geri ég við grænmeti og aðra
ávexti.
NEYTANDI VIKUNNAR JÓHANNA ERLA GUÐJÓNSDÓTTIR
Afgangar í frystinn
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir býr í Hafnarfirði og versl-
ar í Bónus og einstaka sinnum í hverfisbúðinni. Meðal
þess sem hún á alltaf til í ísskápnum er skyr.
Morgunblaðið/Golli
* Gott reiðhjól kostar skilding-inn. Hugsaðu vel um hjólið þitt og
það endist mun lengur fyrir vikið.
Aurapúkinn þekkir hjón sem hafa
átt sömu fótstignu fákana í um það
bil tvo áratugi og ekki er ryðblettur
á þeim, enda teknir í hús á hverju
kvöldi. Púkinn þekkir hins vegar
marga sem geyma hjólið alltaf úti og
þau eru ekki jafnfögur.
* Snjallir sjampóbransamenntvöfölduðu söluna á sínum tíma
með því að bæta einu orði við text-
ann utan á brúsanum: Repeat; end-
urtakið. Eflaust er gott að skella hár-
sápunni tvisvar í lokkana í
einhverjum tilfellum en varla lífs-
nauðsynlegt í hvert einasta skipti.
* Dragðu úr sælgætisáti og gos-drykkju og láttu börnin ekki komast
upp með að troðfylla pokann við
nammibarinn á laugardögum. Þá er
gott að takmarka gosneyslu þeirra
við t.d. helgarmáltíðir. Þambið og
sykurátið er í fyrsta lagi óhollt og
svo er dýrt að fara til tannlæknis.
púkinn
Aura-
Hugsaðu
um hjólið
T
ryggvi Axelsson, forstjóri
Neytendastofu, kveðst ekki
hafa forsendur til að meta
hvort verð hafi almennt
lækkað eftir að bann við forverðmerk-
ingum á kjötvöru tók gildi árið 2011.
Stofnunin hafi því miður ekki haft
bolmagn til að gera verðkannanir til
að ganga úr skugga um þetta. „Hafi
einhverjir aðrir gert
slíkar kannanir væri
afar gagnlegt að fá
þær fram,“ segir
hann.
Fram kom í
Morgunblaðinu í vik-
unni að Samkeppn-
iseftirlitið telur að
bann við for-
verðmerkingum hafi
verið til góðs og leitt til lækkunar á
vörverði.
Kvörtunum hefur fækkað
Neytendur þurfa að skanna verð vöru
sjálfir í verslunum eftir að bannið tók
gildi í þar til gerðum verðskönnum
þegar verðmerking er ekki á umbúð-
um, hillu eða hólfum kæliskápa.
Tryggvi staðfestir að Neytendastofu
hafi til að byrja með borist margar
kvartanir frá neytendum vegna þessa
en þeim hafi fækkað umtalsvert.
„Þetta var nýr háttur og fólki þótti
verðskannarnir of fáir. Það varð til
þess að Neytendastofa lagði til fast
viðmið: Væri neytandi ekki búinn að
finna út verð innan þrjátíu sekúndna
teldist varan óverðmerkt. Í framhaldi
af þessu fjölguðu verslanir skönnum.“
Tryggvi segir stærsta kostinn við
bannið frá sjónarhóli neytenda þann
að þeir þurfi ekki lengur að reikna sig
til verðsins. „Eins og fólk man var af-
sláttarmiðum skellt á allar mögulegar
pakkningar og fólk þurfti í mörgum
tilvikum stöðugt að finna eiginlegt
verð út sjálft í huganum. Nú er þessi
viðskiptaháttur að mestu úr sögunni.
Þá hefur náðst að staðla ýmsar
pakkningarnar og fyrir vikið eru
hillumerkingar orðnar algengari t.d. á
áleggi og þess háttar vörum. End-
anlegt verð er því nú sýnilegra og
ekki þarf að reikna það út frá afslátt-
arprósentum. Þess vegna eiga meðvit-
aðir neytendur auðveldara með að
gera verðsamanburð milli verslana.“
Verðskannar þurfa að virka
Til þess að þetta fyrirkomulag sé sem
skilvirkast þurfa verðskannar vita-
skuld að virka og vera læsilegir.
Tryggvi hvetur neytendur til að hafa
samband við Neytendastofu sé þeim
málum ábótavant og senda ábend-
ingar t.d. í gegnum heimasíðu stofn-
unarinnar.
Hann minnir fólk einnig á að fylgj-
ast vel með því hvort munur sé á
verði í hillu og á kassa. Þar sé pottur
stundum brotinn. „Þessar upplýsingar
þurfum við að fá, annars virkar sam-
keppnin ekki.“
ÁHRIF BANNS VIÐ FORVERÐMERKINGUM Á KJÖTVÖRU
Neytendur þurfa ekki lengur
að reikna sig til verðsins
BANN VIÐ FORVERÐMERKINGUM Á KJÖTVÖRU FRÁ 2011 HEFUR HAFT JÁKVÆÐAR AFLEIÐINGAR FYRIR NEYTENDUR AÐ
ÞVÍ LEYTI AÐ NÚ ÞARF FÓLK EKKI LENGUR AÐ REIKNA SIG TIL VERÐSINS VEGNA ALLS KONAR TILBOÐA. ÞETTA ER ÁLIT
NEYTENDASTOFU. STOFNUNIN HEFUR HINS VEGAR EKKI FORSENDUR TIL AÐ META ÁHRIF BANNSINS Á VÖRUVERÐ.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Verðmerkingar þar sem neytendur þurftu að reikna afslátt sjálfir eru úr sögunni.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Verðskönnun hefur færst í vöxt í verslunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Tryggvi
Axelsson