Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 51
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Leitin að bátnum var samtaka verk vinahópsins. „Það fóru allir að spyrjast fyrir og svo mundi Davíð Þór Jónsson vinur minn eftir trébáti sem kunningi okkar var að vandræðast með. Ég hringdi í hann og það reyndist hinn fullkomni bátur, nákvæmlega jafnstór og í Hollywood-myndinni. Ég keypti hann á slikk, 100 þús- und-kall, og svo var hann fluttur til Stykkishólms.“ Og nú kom Ingibjörg Sigur- jónsdóttir, kærasta Ragnars, til sögunnar. Þegar þau Ragnar voru nýbyrjuð saman fyrr í vetur var hann að velta fyrir sér hvern hann gæti fengið til að gera upp bátinn. Niðurstaðan var óneit- anlega svolítið dæmigerð fyrir litla Ísland. Ingibjörg leit á hann og sagði: „Pabbi á skipa- smíðastöð.“ Gömlu trébátarnir Það kom á daginn, Sigurjón Jónsson faðir hennar rekur Skipavík í Stykkishólmi og þar starfar einn reyndasti trébáta- smiður landsins, Ásgeir Árnason. „Hann er einn síðasti trébáta- smiðurinn sem lærði að smíða trébáta með gamla laginu á Ís- landi,“ segir Ragnar. „Skipavík hefur þá sérstöðu að búa til tré- báta meðfram öðru og það var mikil upplifun að fylgjast með handverkssmiðum sem kunna til verka gera upp bátinn, en Magn- ús Jónsson vann það með honum. Það þurfti að skipta um öll botn- þilin, smíða mastur og stefni, og setja vél í bátinn. Þetta tókst á tveim mánuðum.“ Ragnar fylgdist með framgangi verksins og þegar kom að því að skrautmála bátinn mætti hann ásamt Ingibjörgu, Önnu Hrund Másdóttur og Lilju Gunn- arsdóttur, sem öll eru með há- skólagráðu í föndri, eins og hann orðar það. „Áður var báturinn grunnmálaður af Kidda [Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni] og hann var helvíti ánægður að vera fenginn til að mála fyrir Feneyja- tvíæringinn!“ segir Ragnar íbygg- inn. Hann segir bátinn líkan fyr- irmyndinni. „Nema mér finnst gaman að þetta sé súðbyrðingur sem er propsaður upp í að verða Hollywood-skemmtibátur. Honum er ekkert breytt fyrir utan stefn- ið og mastrið. Þetta er menning- arsögulegur gripur, því ekki eru margir eftir af gömlu íslensku trébátunum. Það er algjör synd að mönnum hafi verið greitt úr úreldingarsjóði fyrir að eyðileggja menningarverðmætin þegar til stóð að nýmóðinsvæða flotann. Það hafði í för með sér prakt- ískar en ömurlegar afleiðingar.“ Fleiri íslenskir listamenn Sýningin fer fram í Arsenale, hinu gamla vopnabúri þar sem alþjóðlega sýningin er jafnan haldin á Feneyjavíæringnum. „Þetta var mesta vopnaverksmiðja endurreisnarinnar, enda voru Feneyingar mesta heimsveldi mið- alda og réðu heiminum út frá þessu vopnabúri með skipaflot- anum,“ segir Ragnar. Herskipunum var hleypt af stokkunum í skipakvínni Gagi- andre og þar verður sýning Ragnars haldin. „Mig minnir að þar hafi verið framleitt eitt her- skip á viku, þannig að þetta var eins og fyrirrennari Ford- færibandsins, ótrúleg afköst fyrir eina verksmiðju á 16. öld. Þetta er ofboðslega falleg skipakví, teiknuð af Sansovino sem lagði líka grunninn að Markúsar- torginu. Það er gaman að skipið haldi úr hinni dásamlegu Skipavík yfir í Gagiandre, sem er ábyggi- lega sögulegasta skipasmíðastöð sem er ennþá uppistandandi.“ Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskum listamanni býðst að taka þátt í stóru alþjóðlegu sýningunni á Feneyjatvíæringnum, en Sig- urður Guðmundsson tók þátt í sýningu á áttunda áratugnum sem oft er talað um sem und- anfara hennar. Og það verður nóg af íslenskum listamönnum í Feneyjum í ár, því Katrín Sig- urðardóttir verður fullrúi Íslands í íslenska skálanum og svo verð- ur Gjörningaklúbburinn með hliðarsýningu í Feneyjum. Hittir Dante aftur En hvaða tilfinningar vekur það hjá Kjartani að halda aftur til Feneyja eftir að hafa búið þar í sex mánuði árið 2009. „Þetta er ofboðslega melankólískur stað- ur,“ segir hann. „Melankólískari en Grafarvogurinn!“ – Þá er nú mikið sagt. „Já, þá er nú mikið sagt,“ svarar hann brosandi. „En ég mun heilsa upp á Mikele, kaup- manninn á horninu, og maestro Dante, gondólaræðarann sem kenndi mér að mála. En auðvit- að eru Feneyjar fallegar og dásamlegar. Þetta var bara svo yfirþyrmandi andskoti sem við Palli fengumst við þarna. Nú fer maður bara sem myndlist- armaður, setur upp verk og skálar.“ Hann rennir kadiljáknum inn á bensínstöðina í Stykkishólmi. „Ég skal splæsa í bitafisk og kókómjólk.“ Sex mánaða ævintýri Nokkrum dögum eftir að bátn- um var prufusiglt í Stykkis- hólmi, þá hittumst við á kaffi- húsi í miðborginni. „Nú er báturinn kominn til Feneyja,“ segir Ragnar. „Það bara gekk, þetta ferðalag!“ Hann er sýnilega svolítið undrandi. „Ég hafði enga trú á því að þetta myndi ganga út af tollum og skriffinnsku á Ítalíu. Ég er samt með enga kynþátta- fordóma gagnvart Ítölum!“ tekur hann fram og hlær. Æfingar með hljómsveitinni hefjast 24. maí og næstu þrjá daga verða prufusiglingar á bátnum. Forsýning verður 28. maí og formlega opnunin 29. maí. „Svo byrjar sex mánaða ævintýri,“ segir Ragnar. Það er meira að segja búið að manna áhöfnina, en það verða tvær sex manna hljóm- sveitir sem ganga vaktir. Ragn- ar hefur ekkert heyrt af ráðn- ingu stýrimannsins þegar viðtalið er tekið, en gerir ráð fyrir að það hafi gengið vand- ræðalaust. Í miðju samtali berast síma- skilaboð frá Kolbrúnu Bergþórs- dóttur vegna skrifa hennar um gamla manninn Alex Ferguson og grenjandi knattspyrnuunn- endur sem ættu frekar að lesa bækur: „Mér líður eins og Salman Rushdie!“ skrifar hún. „Fékk póst þar sem ég var hvött til að drepa mig! Skemmti mér konunglega!“ Ég les póstinn fyrir Ragnar sem hlær og segir: „Þetta eru svo miklar kerlingar. Þetta er 74 ára gamall maður. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að hann setjist í helgan stein.“ Ragnar með tónskáldinu Kjartani Sveinssyni sem samdi tónlistina í verkinu. Það var fallegt veður í Stykkishólmi og glatt yfir heimamönnum þennan dag. Ingibjörg Sigurjónsdóttir fagnar eftir að hafa brotið kampavínsflösku á bátnum í nafnavígslunni. Forvitnir vegfarendur fylgdust með sjósetningunni og í þeim hópi var listhneigður lögregluþjónn. * Nema mér finnst gaman að þettasé súðbyrðingur sem er propsaðurupp í að verða Hollywood-skemmtibátur. Honum er ekkert breytt fyrir utan stefnið og mastrið. Þetta er menningarsögulegur gripur, því ekki eru margir eftir af gömlu íslensku trébátunum.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.