Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Sverrir Háspenna hefur áhuga á að innrétta spilasal með 40 spilakössum á fyrstu hæð verslunar- og skrifstofuhússins Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun hvort af salnum verður en búist er við að það verði ljóst í næstu viku. Háspenna rekur nú fjóra spilasali á höfuðborgarsvæðinu. Ágóðinn af spilakössunum rennur til Happ- drættis Háskóla Íslands. Verulegur ágóði er af rekstri spilakassa, en happdrætti HÍ rekur þrjú happ- drættisform, þ.e. flokkahappdrætti og skafmiðahappdrætti auk spila- kassanna. Ágóðanum skal varið til að reisa byggingar á vegum skólans. Áhugi á meiri Háspennu í miðborginni 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Þann 4. ágúst næstkomandi hefst hér á landi óbyggðahlaupið Racing- ThePlanet: Iceland 2013, þar sem farnir verða um 250 kílómetrar á sjö dögum, frá Kerlingarfjöllum í Bláa lónið. Þátttakendur koma frá um 50 þjóðlöndum. Fyrirtækið RacingThePlanet á og skipuleggur svokölluð 4 De- serts-hlaup, en þau fara fram í Gobi-eyðimörkinni, Sahara- eyðimörkinni, Atacama-eyðimörk- inni og á Suðurskautslandinu. Fimmta hlaupið sem fyrirtækið skipuleggur er svokallað Roving Race, en það er haldið í nýju landi á hverju ári. Að sögn Vilborgar Hannes- dóttur, verkefnastjóra fyrir Iceland Travel, skráðu um 600 manns sig til leiks en aðeins 300 komust að. Er þetta metaðsókn en Vilborg segir að fjölbreytileg náttúra og landslag hafi heillað fulltrúa RacingThe- Planet, sem hingað komu í fyrra. „Keppendur eru með allan búnað á bakinu, matinn og allt það, það eina sem við gerum er að setja upp tjöld- in og skaffa heitt vatn og kalt,“ seg- ir Vilborg. Ísland muni slá allt út „Ég held alltaf að það muni reyn- ast erfitt að slá út síðustu staðsetn- ingu en ég held að Ísland muni toppa allt,“ segir Mary K. Gadams, stofnandi RacingThePlanet, á vef- síðu fyrirtækisins. Vilborg segir að venjan sé að um- gjörð hlaupsins endurspegli menn- ingu viðkomandi lands og því verði tjöldin sem keppendur gista í t.d. skírð í höfuðið á íslenskum fossi eða landnámsmanni.. holmfridur@mbl.is Urðu að vísa 300 manns frá óbyggðahlaupi á Íslandi Morgunblaðið/RAX Hlaup Íslensk náttúra heillaði þá sem komu til að skoða aðstæður.  600 vildu taka þátt í Íslandslegg RacingThePlanet Skúli Hansen skulih@mbl.is „Síðan svarar hann sem svo að hann hafi engar áhyggjur af því hvernig verið er að brjóta á friðhelgi einkalífs hins almenna borgara eða annarra af ríkisstjórnum,“ segir Birgitta Jóns- dóttir, þingmaður Pírataflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, um svar Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, við spurningu hennar á fundi utanríkis- málanefndar Alþingis í fyrradag um hvort Sameinuðu þjóðirnar hygðust taka af skarið við að styrkja friðhelgi einkalífsins á netinu. Á fundinum sagði Ban Ki-moon að uppljóstranir Edwards Snowdens væru dæmi um misnotkun á aðgangi að upplýsingum. Ummæli Ban Ki-moon á fundi nefndarinnar hafa vakið athygli út fyrir landsteinana en vefútgáfa breska dagblaðsins The Guardian fjallaði í gær ítarlega um ummæli hans á fundinum með utanríkismála- nefnd. „Þannig að hann hefur meiri áhyggjur af því að það séu einstak- lingar eins og Snowden og Assange sem nota þessa tækni á annan hátt en hún hafi verið sköpuð fyrir,“ segir Birgitta. Ummæli Ban Ki-moon um Snowden séu óviðeigandi enda sé Snowden flóttamaður sem sé að reyna að fá hæli hér á landi. „Mér fannst þetta vera fullkomlega óviðeigandi inngrip í okkar innanrík- ismál,“ segir Birgitta og bætir við að Sameinuðu þjóðirnar eigi sér ekki fal- lega sögu þegar komi að framkomu við uppljóstrara innan veggja SÞ. Aðspurð hvort ekki ríki trúnaður um fundi utanríkismálanefndar segir Birgitta að um hafi verið að ræða óformlegan fund með meðlimum ut- anríkismálanefndar. „Ég var ekki beðin um að halda neinn trúnað og það eru engin trúnaðarlög á svona fundum, ég var búin að kanna það mjög vel,“ segir Birgitta. Trúnaður á fundum „Ban Ki-moon sat þarna fund með utanríkismálanefnd Alþingis og fleiri gestum og þarna var um að ræða skoðanaskipti sem áttu sér stað í tengslum við heimsókn hans til þings- ins. Ég ætla ekki að fara út í einstök orðaskipti sem áttu sér stað á þeim fundi sem í flestum efnum var bæði ánægjulegur og gagnlegur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utan- ríkismálanefndar, spurður um um- mæli Ban Ki-moon á fundinum. Að sögn Birgis er almennt litið svo á að ef fundir nefndarinnar eru ekki beinlínis opnir; annaðhvort sendir út í beinni útsendingu eða opnir fjölmiðlum, þá sé efni þeirra bundið trúnaði á milli nefndarmanna og gesta. Þá segist hann ekki líta svo á að umræddur fundur hafi verið opinn. Furðar sig á Ban Ki-moon  Birgitta Jónsdóttir gagnrýnir ummæli Ban Ki-moon um Edward Snowden á fundi utanríkismálanefndar  Birgir Ármannsson segir trúnað ríkja um fundi Morgunblaðið/Eggert Alþingi Ban Ki-moon sat fund. Birgitta Jónsdóttir Birgir Ármannsson Það kviknar heldur betur líf í Elliðaárdalnum á sumrin þegar börnin bregða á leik og veiðimenn- irnir munda stangirnar. Á meðan börnin ferðast á milli leiksvæða á tveimur jafnfljótum eða hjólum velja sumir veiði- mannanna að nýta bílana til að færa sig og veiði- útbúnaðinn á milli veiðisvæða, jafnvel þótt leiðin sé svo þröng að fella þurfi spegla að bílunum og fara eftir leiðsögn. Mjaka sér milli veiðisvæða í Elliðaárdal Morgunblaðið/Golli Þröngt fyrir bíla að aka um gömlu hitaveitubrúna við Árbæjarlaug „Þetta heitir kirkjuhirðir á sænsku en er í rauninni það sama og kallast sóknarprestur á Íslandi,“ segir séra Þórhallur Heimisson, en hann hefur verið ráðinn kirkju- hirðir við sænsku kirkjuna í Falun frá og með 1. september næstkomandi. Í prestakallinu eru um 40.000 manns en um 120 manns starfa við kirkj- una í Falun. „Þetta er meira stjórn- unarstarf og minna um predikanir en heima. Hér eru 15 prestar, 12 djáknar, 12 kirkjugarðar og 10 kirkjur svo að það er mikið verk- efni að halda utan um hvað á að gera og hvert á að stefna,“ segir Þórhallur um starfið. Þórhallur hefur verið í Svíþjóð undanfarið ár þar sem hann hefur verið lausráðinn í sama starf og hér um ræðir. Hann hefur sagt embætti sínu sem sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju lausu, en þar hefur hann þjónað frá árinu 1996 sem prestur og sóknar- prestur. agf@mbl.is Þórhallur fastráðinn kirkjuhirðir Sr. Þórhallur Heimisson  Hættir í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.