Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150 manna eða meira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Verð frá 2.258 pr. mann Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIR ÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Vonandi berum við gæfu til að koma á fyrirkomulagi sem reynist okkur farsælt til framtíðar þannig að hvorki við né komandi kynslóðir eigi eftir að standa í þeim sporum sem við stöndum nú í,“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, í umræðum á Alþingi í gær um skýrslu rannsóknarnefnd- ar þingsins um Íbúðalánasjóð sem gerð var opinber síðastliðinn þriðju- dag. Vísaði hún þar til fyrirkomu- lags húsnæðismála hér á landi. Ráðherrann sagði ljóst að skýrsl- an væri hörð og óvægin en innihald hennar ætti þó ekki að koma þing- mönnum á óvart enda væri hún efn- islega í samræmi við skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna sem lokið var við árið 2010. „Það er auðvelt að vita betur í dag. Það er erfiðara að líta um öxl og viðurkenna að stjórnmálamenn- irnir og Alþingi brugðust líka.“ Breið sátt skapist um málið Eygló sagði ljóst að nánast engin opinber stofnun sem átt hafi hlut að máli sé undanskilin gagnrýni. Efni skýrslunnar yrði ekki slitið frá þeirri staðreynd að hér hafi orðið efnahagshrun. Íbúðalánasjóður hefði ekki farið varhluta af því enda hefði 80% af bókfærðu tapi sjóðsins komið til eftir það. Þess bæri þó að geta að gripið hefði verið til úrbóta síðan bæði í íslenskri stjórnsýslu og innan Íbúðalánasjóðs. „Það sem ég tel þó mikilvægast í þessu samhengi er að sem breiðust sátt og samstaða náist um skipulag íslensks húsnæðiskerfis. Ég mun því leggja ríka áherslu á að sem flestir komi að endurskipulagningu hús- næðiskerfisins og mun því á næst- unni óska tilnefninga í samvinnuhóp sem mun hafa það hlutverk að vera framangreindri verkefnisstjórn til ráðleggingar,“ sagði Eygló og bætti við að hún myndi meðal annars leita eftir tilnefningum frá þeim þing- flokkum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti ættu á Alþingi. Gagnrýndi pólitíska einstefnu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stærstu mistökin í tengslum við Íbúðalánasjóð hefði verið pólitísk einstefna í málaflokkn- um. Meira máli hafi skipt að efna vanhugsuð kosningaloforð en hlusta á varnaðarorð í þeim efnum og vís- aði hún þar til loforða Framsókn- arflokksins um 90% íbúðalán fyrir þingkosningarnar 2003. Fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar gagn- rýndu framsóknarmenn harðlega fyrir aðkomu þeirra að Íbúðalána- sjóði. „Verkefnið nú er að horfa fram á veginn og læra af þeirri skýrslu sem hér liggur fyrir. Einn mikilvægasti lærdómurinn sem ég dreg af skýrsl- unni er að starfsemi Íbúðalánasjóðs verði að tengjast almennri stefnu- mótun í húsnæðismálum og þeim markmiðum sem stjórnvöld vilja ná til að tryggja húsnæðisöryggi og velsæld. Það er einnig mikilvægt að sátt sé um starf sjóðsins og breyt- ingar gerðar með samráði stjórnar og stjórnarandstöðu,“ sagði Sigríður ennfremur en hún lagði fram á sín- um tíma þingsályktunartillögu um að umrædd rannsókn færi fram á Íbúðalánasjóði. Græðgi í gjörspilltu kerfi Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagði í um- ræðunni að fjármálakerfið og fé- lagsleg öfl hafi lengi tekist á um hlutverk Íbúðalánasjóðs og að höf- undar rannsóknarskýrslunnar hafi horft framhjá þeim tíðaranda græðgi og svindls í gjörspilltu kerfi. Morgunblaðið/Eggert Umræða Þingmenn rýna í Íbúðalánasjóðsskýrsluna á Alþingi í gær. Kallað eftir þverpóli- tísku samstarfi  Framsókn gagnrýnd fyrir aðkomu sína að Íbúðalánasjóði María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Íbúðalánasjóður keypti í lok árs 2007 og í upphafi árs 2008 sjö lánshæfis- tengd skuldabréf (e. credit linked no- tes, CLN) útgefin af Straumi fjár- festingarbanka hf. og Glitni banka hf., öll með áhættu á Kaupþing banka hf. Íbúðalánasjóður gæti tapað allt að 9,4 milljörðum vegna lánshæfis- tengdra skuldabréfa á Straumi fjár- festingarbanka, samkvæmt því sem fram kemur í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um uppgjör vegna þessara skuldabréfa, en í skýrslunni segir: „Eftir greiðslustöðvun Kaupþings, í byrjun október 2008, var Straumur fjárfestingarbanki í verulegum lausafjárvandræðum og stjórnendur bankans beittu ýmsum ráðum til að forðast greiðsluþrot. Í þeirri viðleitni voru þeir tilbúnir til að greiða mikið fyrir aðgengi að lausafé. Vegna þessa buðu þeir Íbúðalánasjóði að fara í flókin viðskipti við uppgjör lánshæf- istengdu skuldabréfanna í eigu Íbúðalánasjóðs sem útgefin voru af Straumi, viðskipti sem gætu leitt til þess að tap Íbúðalánasjóðs af skulda- bréfunum yrði minna en ella.“ Í skýrslunni kemur fram að vegna þessara viðskipta hafi tap Íbúðalána- sjóðs af lánshæfistengdu skuldabréf- unum numið um 6,2 milljörðum króna í stað 9,4 milljarða. Hins vegar hafi slitastjórn Straums rift ofan- greindum viðskiptum sem óeðlilegu uppgjöri skulda og sé það rift- unarmál fyrir dómstólum. Nettó- krafa Straums, nú ALMC hf., er að ÍLS endurgreiði ofangreinda 3,2 milljarða króna, að því er fram kem- ur í skýrslunni. Þar segir ennfremur að nái krafa ALMC fram að ganga verði endanlegt tap ÍLS af lánshæf- istengdu skuldabréfunum á Straum 9,4 milljarðar króna. Voru að ávaxta lausafé Í frétt Morgunblaðsins frá því í mars 2009 er eftirfarandi haft eftir Guðmundi Bjarnasyni, formanni sjóðsins: „Samkvæmt áhættustýr- ingu ber okkur að hafa til reiðu ákveðið fjármagn til að svara skuld- bindingum sjóðsins vegna afborgana af okkar lánum og eins fyrir vænt- anleg útlán. Þetta lausafé ávöxtum við á markaði, í fjármálastofnunum, með ríkisbréfum eða í seðlabanka eftir atvikum. Hluti af því var í Straumi. Þar áttum við hagsmuna að gæta.“ Níu milljarða tap vegna Straums  Jók áhættu Fall bankanna dýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.