Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
MEIRA ÚRVAL
MEIRI GÆÐI
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
EFTIR MÁLI
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Sjálfstæð ríki reka utanríkisþjón-ustur og kosta gjarnan nokkru
til svo að þann-
ig megi halda
tengslum við
umheiminn.
Aðrir gera
minna af þessu
en þó er ein
undantekning
á sem er Evr-
ópusam-
bandið. Þar á
bæ eru stjórn-
endur sífellt að
færa út kvíarnar og láta sambandið
taka meira á sig mynd ríkis en sam-
bands fullvalda ríkja.
Á Evrópuvaktinni er haft eftirDaily Mail að kostnaður vegna
utanríkisþjónustu Evrópusam-
bandsins sé orðinn svimandi hár,
sem skýrist meðal annars af mikl-
um umsvifum og mikilli sóun.
Alls heldur ESB úti meira en 140„sendiráðum“ um allan heim,
sem þætti ríflegt af fullvalda ríki en
er fráleitt fyrir samband fullvalda
ríkja.
Kostnaðurinn er ógurlegur, eðameira en 80 milljarðar króna,
og skýrist meðal annars af háum
launum sendimannanna, dýrum
lúxusbifreiðum og um 500 bíl-
stjórum.
Embætti utanríkismálastjóraESB varð til árið 2009 með
Lissabon-sáttmálanum líkt og for-
setaembættið og hvort tveggja sýn-
ir tilhneigingu ráðamanna í Brussel
til að breyta þessu sambandi full-
valda ríkja í sambandsríki.
En hvorugt hefur orðið til aðbreyta þeirri skoðun íslenskra
ESB-sinna um að aðild að samband-
inu myndi „styrkja fullveldi Ís-
lands“.
Útblásin utanríkis-
þjónusta án ríkis
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 12 heiðskírt
Akureyri 10 skýjað
Nuuk 1 þoka
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 13 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 21 léttskýjað
Moskva 22 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 11 léttskýjað
Montreal 12 súld
New York 14 skýjað
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:13 23:52
ÍSAFJÖRÐUR 2:12 25:03
SIGLUFJÖRÐUR 1:50 24:51
DJÚPIVOGUR 2:30 23:34
Framkvæmdir á Snorrabraut í Reykjavík eru
langt komnar en unnið er að því að þrengja göt-
una í eina akrein í hvora átt og leggja hjólastíga.
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, samgöngu-
stjóra Reykjavíkurborgar, er tilgangurinn að
auka öryggi gangandi vegfarenda. Segir hann að
tölfræðin sýni að umferðarslys þar sem gangandi
vegfarendur komi við sögu séu tíðari á Snorra-
braut en víðast annars staðar, því sé gripið til
þessara aðgerða. „Það fara þarna um börn á leið í
skóla og það er mun léttara að fara yfir eina ak-
rein en tvær,“ segir Guðmundur. Hann bendir á
það að við götuna hafi orðið tvö banaslys þar sem
ekið var á gangandi vegfarendur.
Meðal breytinga má nefna að Snorrabraut
verður þrengd til móts við Bergþórugötu í eina
akrein í hvora átt og við Flókagötu verður gatan
þrengd í eina akrein til norðurs en tvær til suðurs.
Guðmundur segir að sé tekið mið af umferðartaln-
ingu sé ekki búist við umferðartöfum vegna
þrenginganna. Gróflega er áætlað að kostnaður
verði um 10 milljónir króna. vidar@mbl.is
Snorrabraut þrengd í þágu gangandi
Morgunblaðið/Eggert
Snorrabraut Framkvæmdir standa yfir við Snorrabraut. Búin verður til ein akrein í stað tveggja.
Algengara að ekið sé á gangandi vegfarendur við Snorrabraut Hjólastígar
og ein akrein í stað tveggja Veldur ekki umferðartöfum segir samgöngustjóri