Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 GLITRANDI VARIR NÝTT IN LOVE SÉRFRÆÐI- BURSTI Nýjung: tvíhliða bursti. GLOSS IN LOVE MEÐ EINUM SMELLI Emma Watson Kristjana Rúnarsdóttir Lancôme national make-up artist verður í Hygeu Kringlu fimmtudag og föstudag. HYGEA KYNNIR NÝJU GLOSS IN LOVE VARAGLOSSIN SEM GEFA TVISVAR SINNUM MEIRI GLANS. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Það var leitað til okkar Ólaf-ar Ástu Farestveit frámenntamálráðuneytinu ogÆskulýðsráði ríkisins og við beðnar um að skrifa þessa bók þar sem við höfum báðar starfað í Barnahúsi frá árinu 2001. Við höfum þar af leiðandi mikla reynslu af of- beldismálum sem snúa að börnum og unglingum,“ segir Þorbjörg Sveinsdóttir, annar höfundur bók- arinnar Verndum þau. Bókin var fyrst gefin út árið 2006 en hefur nú nýlega verið endurútgefin og segir Þorbjörg það hafa verið nauðsynlegt því í þessum málaflokki sé svo margt sem breytist á skömmum tíma. Þó að reynsla Þorbjargar og Ólafar byggist að mestu leyti á kynferð- isbrotamálum gagnvart börnum og unglingum var ákveðið að taka á öllu ofbeldi og vanrækslu gagnvart börn- um í bókinni. „Markmiðið var að gefa út fræðsluefni sem myndi gagnast öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum í rauninni á hvaða vettvangi sem er. Ef maður er að vinna með börnum þá skuldbind- ur maður sig til að fylgjast með að- búnaði þeirra og líðan,“ segir Þor- björg. Okkur er skylt að segja frá Á sama tíma og bókin var gefin út var ákveðið að útbúa þriggja klukkustunda námskeið sérstaklega fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum. „Við Ólöf Ásta höfum í dag haldið um 200 námskeið og það hef- ur verið mjög gott að geta fylgt bók- inni eftir á þann hátt. Allir sem vinna með börnum og við öll sem bú- um í þessu landi erum bundin til- Hagsmunir barnsins hafðir að leiðarljósi Hvernig eigum við að bregðast við ef okkur grunar að börn búi við van- rækslu eða ofbeldi? Þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir, MSc í sálfræði, leitast við að svara þessari spurn- ingu í nýendurútgefinni bók sinni, Verndum þau. Sérfræðingurinn Þorbjörg Sveinsdóttir er sérhæfður rannsakandi hjá Barnahúsi og annar tveggja höfunda bókarinnar Verndum þau. Aðferðafræðin Það skiptir máli að börn séu ekki spurð leiðandi og óviðeig- andi spurninga áður en þau mæta í viðtal hjá fagfólki. Myndin er sviðsett. Að vera vel máli farinn, bæði hvað rit- og talmál varðar, er góður kost- ur. Það getur þó komið fyrir besta fólk að hrasa um íslenskt málfar, enda flókið oft á tíðum. Á síðu Stofnunar Árna Magnússonar um beygingu íslensks nútímamáls, bin- .arnastofnun.is, er hægt að slá upp orðum og sjá hvernig þau beygjast í öllum föllum og tíðum. Síðan hefur verið í stöðugri vinnslu frá árinu 2002 en þá var það Orðabók Há- skólans sem stóð að verkefninu. Á síðunni má finna hátt í þrjú hundr- uð þúsund beygingardæmi nafnorða og lýsingarorða. Upprunalegt mark- mið síðunnar, sem er öllum opin, var að auðvelda aðgang almennings að góðum beygingarfróðleik auk þess sem síðan átti að nýtast í alls- konar tungutækniverkefni, orða- bókagerð og við málfræðirann- sóknir. Vefsíðan www.bin.arnastofnun.is Morgunblaðið/Kristinn Málfar Orðabók Háskólans hratt verkefninu af stað síðla sumars árið 2002. Að læra íslenskar beygingar Markaðshelgin í Bolungarvík verður haldin dagana 5. og 6. júlí næst- komandi. Bænum verður þá skipt upp í tvö hverfi, það bláa og það rauða, auk þess sem sultur, hand- verk og fleira sem fólk lumar á verður til sölu. Boðið verður upp á hoppukastala og meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Pétur Örn Guðmundsson og hljómsveit hans Buff, auk nokkurra Vest- fjarðavíkinga. Hátt í tvö þúsund manns hafa mætt á hátíðir síðustu ára og því ljóst að Bolvíkingar verða ekki einir undir Bolafjalli nú um helgina. Endilega... ... skellið ykkur á Markaðshelgi Morgunblaðið/Ernir Buff Pétur Örn Guðmundsson mun að öllum líkindum troða upp. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ef einhver grunur leikur á að brot- ið sé gegn barni er hægt að leita ráða hjá Barnahúsi, þjónustu- miðstöðvum hverfanna, félags- ráðgjafa eða öðru fagfólki. Aftur á móti ef grunurinn er sterkur þá á ekki að hika við að hafa sam- band við Barna- vernd í því umdæmi þar sem viðkom- andi býr. Það er síðan hlutverk Barnaverndar að upplýsa þann sem í hlut á að til- kynning hafi borist. Barnavernd gæti þurft að grípa til úr- ræða þar sem rætt er við barnið án vitn- eskju foreldra og því skiptir máli að sá sem tilkynnti brotið fyrst upplýsi ekki viðkomandi fjölskyldu um stöðu mála svo vinnuferli Barnaverndarnefndar sé ekki raskað. Það er ætíð haft að leiðarljósi að ekkert sé gert sem getur skaðað barnið og hagsmunir þess njóta alltaf vaf- ans. Það getur verið snúið að ræða við börn. Þau geta verið sef- næm og svarað eins og þau halda að full- orðnir vilji. Það er því mikilvægt að fagfólk komi að þessum fyrstu viðtölum. Grunar þig að barn sæti ofbeldi eða vanrækslu? TILKYNNINGASKYLDAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.