Morgunblaðið - 04.07.2013, Page 15

Morgunblaðið - 04.07.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Betri þjónusta fyrir þig Nú hafa reikningar frá okkur fengið nýtt útlit eftir samráð og samstarf við viðskiptavini okkar. Við þökkum þeim, sem veittu okkur aðstoð við þetta skemmtilega verkefni, kærlega fyrir hjálpina. Nýja útlitið er byggt á óskum viðskiptavina um samræmi, einfalda uppsetningu og áherslu á það sem skiptir mestu máli. Á nýjum reikningum er auðveldara að sjá hver orkunotkunin er í raun og veru. Það er miklvægt, bæði fyrir þig og okkur. „Ég sé reikningana mína núna í nýju ljósi. Framsetningin er skýr og nýju yfirlitin veita mér góða yfirsýn yfir mánaðarlegan orkukostnað heimilisins.” Geir Jónsson, viðskiptavinur. „Á nýju yfirlitunum sé ég á einum stað þau atriði sem skipta máli þegar ég bóka reikninga frá Orkuveitunni. Reikningarnir er nú einfaldari og upplýsingar aðgengilegri.” Evlalía Kristjánsdóttir, Hagkaup / Bókhald. Nánari upplýsingar um nýju reikningana okkar má finna á or.is og orkanmin.is Takk fyrir að vera í sambandi! ÍS LE N SK A SI A .IS O R K 64 49 3 07 /1 3 Árni Páll Árna- son, formaður Samfylking- arinnar, og fyr- irtæki á hans vegum, Evr- ópuráðgjöf sf., fékk tæpar 39 milljónir greidd- ar fyrir verkefni sem hann sinnti fyrir Íbúðalánasjóð frá árunum 2004 til 2008. Er þetta um 56% alls þess sem sjóðurinn greiddi fyrir lög- fræðiþjónustu á umræddu tímabili. „Það voru verkefni sem lutu að stærstum hluta að málsvörn fyrir sjóðinn vegna kæru bankanna gegn sjóðnum á evrópskum vettvangi en lutu ekki að viðskiptalegum ákvörð- unum sjóðsins,“ segir Árni Páll. Þá segir hann niðurstöður rannsókn- arnefndar Alþingis um Íbúðalána- sjóð alvarlegri en hann átti von á. „Við verðum að læra af þessum mis- tökum og vanda betur til ákvarðana og undirbúnings. Kosningaloforð eru hættuleg og við verðum að tempra vald stjórnmálamanna til að hrinda stórum breytingum í fram- kvæmd með lítt hugsuðum hætti. Þá er líka mikilvægt að taka betur mark á viðvörunarorðum og athugasemd- um sérfræðinga. Almannahagsmunir í hættu Skýrslan styrkir mig í þeirri trú að miklu máli skiptir að hafa sterka stofnanaumgjörð og betra eftirlit. Það er til dæmis alvarlegt að fallið hafi verið frá því að kalla til banka- ábyrgðar frá verktökum og aldrei var sú ákvörðun dregin í efa en með því var verið að setja almannahags- muni í hættu. Þetta er bara dæmi þess hversu veik umgjörð stjórn- sýslu Íbúðalánasjóðs hefur verið. Það þarf að endurskoða Íbúðalána- sjóð en ég tel að íbúðalánakerfi að danskri fyrirmynd henti betur. Eðli- legt er að draga það í efa að ríkið eigi að vera í samkeppni um almenn lán á íbúðalánamarkaði en það er hins vegar mikilvægt að ríkið sinni af al- vöru húsnæðismálum þeirra sem ekki geta staðið undir kaupum á hóf- legu húsnæði.“ mariamargret@mbl.is Árni Páll fékk tæpar 39 milljónir frá ÍLS Árni Páll Árnason „Ekki fæst annað séð en að rangt sé sem haldið er fram í kafla 16.2.7 í skýrslunni um Íbúðalánasjóð að Ei- ríkur Guðnason heitinn, fyrrver- andi seðlabankastjóri, hafi verið í stjórn Fjármálaeftirlitsins,“ segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Þar segir einnig að ekki sé staf- krókur um það í ársskýrslum FME eða Seðlabankans frá þessum tíma; þá segi upplýsingar frá lykilaðilum á þessum tíma hið sama. Í skýrsl- unni er vitnað í tölvupóst frá Þór Saari, fv. þingmanni, þar sem segir að Eiríkur hafi tjáð starfsmönnum SÍ daginn áður en hann var skip- aður í stjórn FME að skipunin væri háð því skilyrði að hann samþykkti ráðningu sonar félagsmálaráð- herra sem forstjóra FME. Eiríkur Guðnason var ekki í stjórn FME Skúli Hansen skulih@mbl.is Enginn lánaflokkur virðist hafa kostað Íbúðalánasjóð jafnmikið og leiguíbúðalán. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútgefinni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Í skýrslu nefndarinnar eru eink- um nefndar þrjár ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi hafi lánshlutfall leiguíbúða verið hærra en á almenn- um lánum sjóðsins fram á seinni hluta árs 2004. Það hafi verið 90% í stað 65-70%. Félagsmálaráðherra hafi síðan ákveðið árið 2006 að lækka lánshlutfall lána vegna leigu- íbúða niður í 80% af byggingar- kostnaði en þó hafi áfram verið haldið áfram að lána fyrir 90% af byggingarkostnaði á grundvelli gamalla lánsloforða. Miðað við byggingarkostnað Í öðru lagi hafi lánshlutfall til ný- smíði tekið mið af byggingarkostn- aði en ekki markaðsverðs íbúðar, þ.e. fasteignamats hennar, líkt og miðað var við þegar veitt voru lán til kaupa á gömlu húsnæði. „Leigu- félög létu smíða mestallt húsnæði sitt. Víða úti um land var fasteigna- verð miklu lægra en í höfuðborginni og oft var það lægra en nam kostn- aði við að byggja ný hús. Lán gátu því verið meira en 90% af markaðs- verði húsnæðis. Litla verðlækkun eða enga þurfti þá til þess að veð sjóðsins dygðu ekki fyrir því sem hann hafði lánað,“ segir í skýrsl- unni. Í þriðja lagi kemur fram í skýrslu nefndarinnar að litlar kröfur hafi verið gerðar um eigið fé leigufélaga og að jafnframt hafi ekki alltaf verið gengið eftir því að félögin stæðust þær kröfur sem gerðar voru. „Þetta var hættulegt fyrir fjárhag sjóðsins. Hann gat ekki sótt mikið fé til fé- laga sem lítið fé var í en auk þess jók þetta hættuna á að lagt væri í hæpnar fjárfestingar. Þeir sem ekki áttu mikið undir því að fjárfestingar reyndust farsælar töldu sig ekki þurfa að leggja í miklar markaðs- rannsóknir áður en hafist var handa,“ segir í skýrslunni. Leiguíbúða- lánin dýrust  Litlar kröfur gerðar um eigið fé Leiguíbúðalán » Í skýrslunni segir að færa megi rök fyrir því að alla jafna sé áhættusamara að lána fyr- irtækjum en heimilum. » „Ef húsnæðisverð hrynur dragast tekjur leigufélaga og byggingarverktaka mjög sam- an. Þau hafa oftast nær ekki tekjur af öðru en húsnæði. Flest heimili hafa hins vegar tekjur úr öðrum áttum.“ „Mér var hótað brottrekstri, maður var minnt- ur á ýmislegt og ekki í fyrsta og eina skiptið sem maður var minnt- ur á hver réði […] Afl kaupfélagsins var svo gífurlegt, allsráðandi, að maður varð að millifæra þessa peninga.“ Svona lýsti Kristján Hjelm, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hóla- hrepps, því fyrir rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð hvers vegna hann varð við kröfum Sig- urjón Rúnars Rafnssonar um að millifæra 16 milljónir frá Íbúðalána- sjóði af reikningi sparisjóðsins og á reikning Fjárvakurs, félags í eigu Kaupfélags Skagafjarðar. Fjár- hæðin var millifærð á reikning Fjár- vakurs sama dag og Íbúðalánasjóður greiddi hana inn á reikning Spari- sjóðs Hólahrepps. Í skýrslunni segir að erfitt sé að segja til um hvers vegna greiðslan var lögð inn hjá sparisjóðnum en reikningurinn var gefinn út í nafni sparisjóðsins. Í skýrslunni segir að að sögn- Kristjáns hafi Sigurjón hringt í hann og sagt Fjárvakur eiga peninga inni á reikningi sparisjóðsins og krafist þess að þeir yrðu millifærðir. Þá sagðist Kristján hafa boðist til að bakfæra peningana aftur til ÍLS sem gæti síðan lagt þá beint inn á Fjárvakur en Sigurjón hafi ekki tek- ið það í mál. skulih@mbl.is Sparisjóðs- stjóra hótað brottrekstri Skýrsla Rannsókn- arnefndin hefur skilað skýrslu um Íbúðalánsjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.